Sigurður Erlendsson (1887-1981) Stóru Giljá

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigurður Erlendsson (1887-1981) Stóru Giljá

Hliðstæð nafnaform

  • Sigurður Erlendsson Stóru Giljá

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

28.4.1887 - 28.9.1981

Saga

Sigurður Erlendsson bóndi og hreppstjóri á Stóru-Giljá, andaðist 28. september á Héraðshælinu. Hann var fæddur 28. apríl 1887 á Beinakeldu í Torfalækjarhreppi. Ungur að árum vann hann að búi foreldra sinna eins og títt var um sveitir lands vors á þeim tímum. Um skólagöngu var eigi að ræða, vinnan gekk fyrir öllu. Árið 1901 lést faðir hans. Eftir það bjó móðir hans félagsbúi ásamt þeim systkinum næstu átta árin á Beinakeldu, en flyst þá að Stóru-Giljá en Jóhannes sonur hennar hafði flutt þangað nokkru áður. Árið 1916 flytur Sigurður einnig að Stóru-Giljá þar sem hann tók við búi, en eftir það bjuggu þeir bræður félagsbúi allt til ársins 1972. Voru þeir bræður með eindæmum samrýmdir og unnu með einum huga að búi sínu. Upp úr árinu 1916 tóku þeir að byggja upp á jörð sinni. Þá voru hús öll mjög hrörleg orðin á Stóru-Giljá. Reistu þeir eitt mesta íbúðarhús í sveit á Íslandi, á þeim tíma, glæsilega byggingu, sem jafnan var tekið eftir er farið var um garða. Var gestrisni þeirra viðbrugðið, enda jafnan gestkvæmt mjög og mannmargt á heimili þeirra og bærinn frá fornu fari í þjóðbraut. Á þessum fyrstu búskaparárum sínum ræktuðu þeir túnið, græddu upp móa og mela. Jafnan var margt heimilisfólk á Stóru-Giljá, m.a. dvaldi þar löngum fóstursystir þeirra Jóhanna Björnsdóttir, húsmæðrakennari. Hvorugur þeirra bræðra kvæntist og var Sigurbjörg Jónasdóttir frá Litladal ráðskona þeirra um 36 ára skeið. Á heimili þeirra var um langt skeið Sigurður Laxdal Sigurður Laxdal Jónsson 25. apríl 1907 - 10. nóvember 1940 og kona hans Klara Bjarnadóttir 11. ágúst 1911 - 20. janúar 1996 Vinnukona á Torfalæk, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húskona á Stóru-Giljá, síðast bús. í Blönduóshreppi. í húsmennsku og ólust börn þeirra upp í skjóli bræðranna, ma. a) Bjarni Ragnar Sigurðarson 14. janúar 1934 - 4. nóvember 1954. Vinnumaður á Stóru-Giljá. b) Guðríður Sigurðardóttir 19. júní 1935 Var á Stóru-Giljá í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. c) Þorsteinn Helgi Sigurðsson f. 15. júlí 1937 Var á Stóru-Giljá í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. d) Guðrún Sigurðardóttir 31. október 1939 - 14. apríl 2015 Var á Litlu-Giljá, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Sjúkrahússtarfsmaður á Blönduósi og í Reykjavík, síðast verslunarmaður í Reykjavík. Síðar var þar og Sigurjón Jónasson 20. júlí 1907 - 25. júní 1969 Fjármaður á Bjarnastöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Bjarnastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Vinnumaður, á Stóru-Giljá, seinni maður Klöru ásamt tveim sonum þeirra Jónasi f. 5.4.1945 og Hávarði f 17.7.1948. Einnig dvöldu um lengri eða skemmri tíma á heimili þeirra börn Jósefínu systur þeirra. Reyndist Sigurður öllu þessu fólki eins og umhyggjusamur faðir.
Eins og áður er sagt brugðu þeir bræður búi 1972 og létu það í hendur bróðursonar þeirra Erlendur Guðlaugur Eysteinsson 10. janúar 1932 Var á Beinakeldu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957, og dvöldu þeir síðan í skjóli hans og konu hans, Helgu Búadóttur f. 16.5.1938 og nutu þar umönnunar og umhyggju þeirra. Jóhannes lést á Stóru-Giljá 23. október 1977. Sigurður á Stóru-Giljá unni heimabyggð sinni af alhug, enda dvaldi hann aldrei utan hennar og helgaði henni alla krafta sína.

Staðir

Beinakelda: Stóra-Giljá:

Réttindi

Starfssvið

Vegna mannkosta sinna voru Sigurði snemma falin mörg trúnaðarstörf sveitar sinnar. Hann sat í hreppsnefnd Torfalækjarhrepps frá 1922-1962 þar af oddviti 1946-1962. Hreppstjóri sveitar sinnar 1945-1969. Sat í sóknarnefnd Þingeyrakirkju í 53 ár og jafnlengi meðhjálpari kirkjunnar.
Hann sat í skattanefnd og yfirskattanefnd um árabil. Átti sæti í stjórn Kaupfélags Húnvetninga um 12 ára skeið og var kjörinn heiðursfélagi kaupfélagsins 1967 á áttræðisafmæli sínu. Sat í áratugi í stjórn Búnaðarfélags Torfalækjarhrepps og var kjörinn heiðursfélagi félagsins 1970. Hann var gangnaforingi sveitar sinnar um áratugi. Í öllum störfum sínum reyndist hann trúr og dyggur svo af bar. Þar hugsaði hann fyrst og fremst um hag þeirra, er trúðu honum fyrir málefnum sínum.
Útför Sigurðar á Stóru-Giljá fór fram frá Þingeyrakirkju 6. október.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Erlendur Eysteinsson bóndi þar, er ættaður var frá Orrastöðum og kona hans Ástríður Helga Sigurðardóttir frá Hindisvík á Vatnsnesi en hún var föðursystir þeirra bræðra sr. Sigurðar og Jóhannesar Norland. Hann ólst upp í föðurgarði í hópi átta systkina er á legg komust og eru nú öll látin.
Þeir bræður ólu upp Ásgerði Guðmundsdóttur, systurdóttur sína en hún er búsett á Akureyri.

Almennt samhengi

Í hugum Íslendinga skipar Stóra-Giljá stóran sess, er rekja má til upphafs kristniboðs á Islandi. öll þekkjum við þessa sögu og hefir hún rækilega verið rifjuð upp nú á kristniboðsári 1981 með hátíðarhöldum hér í Húnaþingi. Staðurinn hefir nú um langan aldur verið vel setinn og hýstur eins og slíkum stað ber.

Tengdar einingar

Tengd eining

Sigurbjörg Jónasardóttir (1895-1991) Litlu-Giljá (6.8.1895 - 26.4.1991)

Identifier of related entity

HAH01929

Flokkur tengsla

tímabundið

Dagsetning tengsla

1937 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Frímannsson (1892-1918) Hvammi og Stóru-Giljá (28.5.1892 - 30.11.1918)

Identifier of related entity

HAH04012

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1913

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Beinakelda Torfalækjarhreppi ((1300))

Identifier of related entity

HAH00550

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1887

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Beinakelda Torfalækjarhreppi ((1300))

Identifier of related entity

HAH00550

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ástríður Sigurðardóttir (1860-1938) Beinakeldu (9.9.1860 - 1.4.1938)

Identifier of related entity

HAH03696

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ástríður Sigurðardóttir (1860-1938) Beinakeldu

er foreldri

Sigurður Erlendsson (1887-1981) Stóru Giljá

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Lárus Erlendsson (1896-1981) frá Beinakeldu, San Francisco, California (7.10.1896 - 10.9.1981)

Identifier of related entity

HAH08936

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Lárus Erlendsson (1896-1981) frá Beinakeldu, San Francisco, California

er systkini

Sigurður Erlendsson (1887-1981) Stóru Giljá

Dagsetning tengsla

1896

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jósefína Erlendsdóttir Hansen (1894-1937) frá Stóru Giljá (2.11.1894 - 19.11.1937)

Identifier of related entity

HAH02513

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jósefína Erlendsdóttir Hansen (1894-1937) frá Stóru Giljá

er systkini

Sigurður Erlendsson (1887-1981) Stóru Giljá

Dagsetning tengsla

1894

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhannes Erlendsson (1891-1977) Stóru-Giljá (21.5.1891 - 23.10.1977)

Identifier of related entity

HAH05438

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jóhannes Erlendsson (1891-1977) Stóru-Giljá

er systkini

Sigurður Erlendsson (1887-1981) Stóru Giljá

Dagsetning tengsla

1891

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ragnhildur Erlendsdóttir (1888-1974) Syðra Vallholti Skagafirði

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ragnhildur Erlendsdóttir (1888-1974) Syðra Vallholti Skagafirði

er systkini

Sigurður Erlendsson (1887-1981) Stóru Giljá

Dagsetning tengsla

1888

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Erlendsdóttir (1886-1966) Tindum (28.5.1886 - 1.7.1966)

Identifier of related entity

HAH04284

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðrún Erlendsdóttir (1886-1966) Tindum

er systkini

Sigurður Erlendsson (1887-1981) Stóru Giljá

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Eysteinn Erlendsson (1889-1969) Beinakeldu (28.8.1889 - 27.10.1969)

Identifier of related entity

HAH03389

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Eysteinn Erlendsson (1889-1969) Beinakeldu

er systkini

Sigurður Erlendsson (1887-1981) Stóru Giljá

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Eysteinsdóttir (1851-1917) Hamri (23.12.1851 - 22.2.1917)

Identifier of related entity

HAH04286

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðrún Eysteinsdóttir (1851-1917) Hamri

is the cousin of

Sigurður Erlendsson (1887-1981) Stóru Giljá

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhann Eiríkur Jónsson (1921-2004) Beinakeldu (19.8.1921 - 20.3.2004)

Identifier of related entity

HAH01547

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jóhann Eiríkur Jónsson (1921-2004) Beinakeldu

is the cousin of

Sigurður Erlendsson (1887-1981) Stóru Giljá

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi ((950))

Identifier of related entity

HAH00479

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

er í eigu

Sigurður Erlendsson (1887-1981) Stóru Giljá

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01943

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 19.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Íslendingabók
Föðurtún bls. 175.
Húnavaka 1982. https://timarit.is/page/6347318?iabr=on

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir