Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Margrét Helgadóttir (1915-2006) frá Gautsdal Barð
Hliðstæð nafnaform
- Margrét Helgadóttir (1915-2006) frá Gautsdal Barð
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
30.9.1915 - 20.3.2006
Saga
Margrét Helgadóttir fæddist í Gautsdal í Barðastrandasýslu 30. september 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 20. mars síðastliðinn. Margrét stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi á árunum 1933-1934 og sinnti eftir það ýmsum störfum á Blönduósi og í Gautsdal. Hún veiktist af berklum 1938 og lá á Landakotsspítala í tæp þrjú ár og kynntist þar eiginmanni sínum Bjarna Pálssyni. Þau reistu sér hús að Reynivöllum 4 á Selfossi og áttu þar heima allan sinn búskap. Bjarni var byggingafulltrúi og skólastjóri Iðnskólans á Selfossi, Margrét var heimavinnandi húsmóðir. Hélt hún heimili á Reynivöllum eftir að Bjarni lést árið 1987 þangað til hún flutti á hjúkrunarheimilið Ljósheima síðastliðið sumar.
Útför Margrétar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Staðir
Gautsdalur Barð.: Blönduós: Selfoss:
Réttindi
Kvsk á Blönduósi 1933-1934:
Starfssvið
Húsfreyja:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Helgi Helgason, f. 1871, d. 1945 og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 1895, d. 1918. Móðir hennar lést þegar hún var þriggja ára og ólst hún upp frá þeim aldri í Gautsdal hjá föður sínum og konu hans Ingibjörgu Friðriksdóttur, f. 1874, d. 1967.
Börn þeirra og systkini Margrétar voru: Sigrún, f. 1898., d. 1925, Ólafur, f. 1903, d. 1998, Karl, f. 1904, d. 1981, Ingólfur, f. 1913, d. 1997 og Helgi, f. 1914, d. 2005.
Margrét giftist hinn 15. október 1942 Bjarna Pálssyni frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, f. 1912, d. 1987. Foreldrar hans voru Ragnhildur Einarsdóttir, f. 1879, d. 1955, og Páll Lýðsson, f. 1869, d. 1943.
Börn Margrétar og Bjarna eru:
1) Ragnhildur, f. 1945, eiginmaður Friðbjörn Hólm. Börn þeirra eru Valdís Björk og Atli Freyr. Sambýlismaður Valdísar er Kristján Pétur Vilhelmsson, dætur þeirra eru Katla og Glóey. Fyrri eiginmaður Ragnhildar var Ingi B. Ársælsson. Sonur þeirra er Bjarni Páll.
2) Helgi, f. 1947, eiginkona Svanhildur Edda Þórðardóttir. Börn þeirra eru Finnur Þór og Hulda Rós. Fyrri kona Helga var Sigríður Margrét Hermannsdóttir, börn þeirra eru Margrét Valgerður og Hafþór Helgi. Eiginmaður Margrétar er Guðmundur Daníelsson og börn hennar eru Hafdís Rún, Daníel Már og Kjartan Helgi. Sambýliskona Hafþórs er Halldóra Daníelsdóttir, sonur þeirra er Hjalti Hrafn.
3) Ingibjörg, f. 1952. Dóttir hennar og Guðmundar Stefánssonar er Margrét, sonur hennar er Pétur Birgir. Dætur Ingibjargar og fyrrum eiginmanns hennar, Sigurjóns Jakobssonar, eru Inga Lára og Guðrún Ósk. 4) Páll, f. 1959, sambýliskona Ólöf Anna Guðjónsdóttir.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Margrét Helgadóttir (1915-2006) frá Gautsdal Barð
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Margrét Helgadóttir (1915-2006) frá Gautsdal Barð
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Margrét Helgadóttir (1915-2006) frá Gautsdal Barð
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Margrét Helgadóttir (1915-2006) frá Gautsdal Barð
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 5.7.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 1.5.2023
Íslendingabók
http://www.mbl.is/greinasafn/minningaleit/