Magnús Guðmundsson (1879-1937) ráðherra

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Magnús Guðmundsson (1879-1937) ráðherra

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

6.2.1879 - 18.11.1937

Saga

Ráðherra. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Lögfræðingur á Fjólugötu 2, Reykjavík 1930.

Staðir

Holt í Svínadal; Sauðárkrókur; Reykjavík.

Réttindi

Stúdentspróf Lsk. 1902. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1907. Hrl. 1923.

Starfssvið

Aðstoðarmaður í atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu 1907–1912 (1. janúar—31. mars 1909 vann hann þó í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu). Jafnframt fulltrúi hjá Eggert Claessen yfirréttarmálaflutningsmanni og málaflutningsmaður Landsbankans. Skipaður 1912 til þess að takast á hendur rannsókn á gjaldkeramáli Landsbankans. Sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1912–1918, sat á Sauðárkróki. Skipaður 1918 skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Skipaður 25. febrúar 1920 fjármálaráðherra og 2. febrúar 1922 jafnframt atvinnu- og samgöngumálaráðherra eftir lát Péturs Jónssonar (20. janúar 1922), lausn 2. mars 1922, en gegndi störfum áfram til 7. mars. Málaflutningsmaður í Reykjavík 1922–1924, 1927–1932 og frá 1934 til æviloka.
Skipaður 22. mars 1924 atvinnu- og samgöngumálaráðherra, jafnframt forsætis-, dóms- og kirkjumálaráðherra eftir lát Jóns Magnússonar (23. júní 1926) til 8. júlí 1926, en þá tók Jón Þorláksson fjármálaráðherra við störfum forsætisráðherra. Skipaður 8. júlí 1926 atvinnu- og samgöngumálaráðherra og jafnframt dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 28. júlí 1927, en gegndi störfum áfram til 28. ágúst. Skipaður 3. júní 1932 dómsmálaráðherra, lausn 11. nóvember, en skipaður að nýju 23. desember 1932, lausn 16. nóvember 1933, en gegndi störfum áfram til 28. júlí 1934.

Í miðstjórn Íhaldsflokksins frá stofnun hans 1924 og síðan í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins um skeið. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1922 og 1928–1929.
Alþingismaður Skagfirðinga 1916–1937, landskjörinn alþingismaður (Skagfirðinga) 1937 (utan flokka, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
Fjármálaráðherra 1920–1922, atvinnumálaráðherra 1924–1927, dómsmálaráðherra 1932–1934.

  1. varaforseti neðri deildar 1918–1920 og 1924, 1. varaforseti sameinaðs þings 1937.

Lagaheimild

Stofnandi vikublaðsins Varðar 1923. Sat í Þingvallanefnd frá 1928, landsbankanefnd frá 1928, dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni frá 1934 og í stjórn kreppulánasjóðs bæjar- og sveitarfélaga frá 1936, allra til æviloka. Sat og um skeið í stjórnarnefnd vátryggingarsjóðs sjómanna. Skipaður 1929 í milliþinganefnd um tolla- og skattalöggjöf, 1936 í milliþinganefnd til að undirbúa löggjöf um tekjustofna bæjar- og sveitarfélaga. Kosinn 1937 í milliþinganefnd í bankamálum.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar; Guðmundur Þorsteinsson 18. febrúar 1847 - 11. febrúar 1931. Bóndi á Rútsstöðum og síðar í Holti í Svínadal, Svínavatnshreppi, A-Hún. Bóndi í Holti, Auðkúlusókn, Hún. 1890 og kona hans 18.10.1875; Björg Magnúsdóttir 10. september 1849 - 24. desember 1920. Húsfreyja á Rútsstöðum og síðar í Holti í Svínadal, Svínavatnshreppi, A-Hún. Húsfreyja í Holti, Auðkúlusókn, Hún. 1890.

Systkini;
1) Jakob Guðmundsson 30. júlí 1880 - 6. apríl 1915. Bóndi á Hnausum, kona hans; Jakobína Þorsteinsdóttir 3. maí 1877 - 3. maí 1948. Húsfreyja á Hnausum. Sennilega sú sem var í Reykjavík 1910. Foreldrar hennar Þorsteinn Þorsteinsson (1842-1921) og Ragnhildur Sveinsdóttir (1871-1951) Grund
2) Hjalti Guðmundsson 1.12.1881. Var í Holti, Auðkúlusókn, Hún. 1890.
3) Sigurbjörg Guðmundsdóttir 23. desember 1884 - 30. apríl 1973. Var í Holti, Auðkúlusókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Veðramóti, Sauðárkrókssókn, Skag. 1920. og 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar; Sigurður Árni Björnsson 22. maí 1884 - 1. maí 1964. Var á Veðramótum, Fagranessókn, Skag. 1890. Oddviti og hreppstjóri á Veðramóti í Gönguskörðum, Skag. Síðar framfærslufulltrúi í Reykjavík. Bóndi á Veðramóti 1920 og 1930. Framfærslufulltrúi í Reykjavík 1945. Bróðir Þorbjarnar á Geitaskarði.
4) Jóhann Guðmundsson 5. nóvember 1887 - 11. ágúst 1949. Bóndi í Holti í Svínadal, A-Hún. Kona hans 19.12.1915; Fanný Jónsdóttir 14. mars 1891 - 4. júlí 1958. Húsfreyja í Holti, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Holti. Faðir hennar Jón Ásgeirsson (1839-1898) Þingeyrum.

Maki 12. október 1907: Sofia Bogadóttir fædd 6. október 1878, dáin 3. mars 1948 húsmóðir. Foreldrar: Bogi Laurentius Martinus Smith og kona hans Oddný Þorsteinsdóttir, föðursystir Magnúsar.

Börn:
1) Bogi Smith Magnússon 27. apríl 1909 - 25. ágúst 1937. Stýrimaður, var í Reykjavík 1910.
2) Björg Magnúsdóttir Thoroddsen 26. maí 1912 - 27. maí 2004. Var á Fjólugötu 2, Reykjavík 1930. Húsfreyja á Neskaupstað, Akranesi og síðast í Reykjavík. Hinn 23.12. 1933 giftist Björg; Þórði Jónasi Thoroddsen, hæstaréttarlögmanni, fyrrum borgarfógeta í Reykjavík og bæjarfógeta á Neskaupstað síðar á Akranesi, f. í Reykjavík 18.11. 1908, d. 11.11. 1982.
3) Þóra Magnúsdóttir 18. júlí 1913 - 1. feb. 1995. Var á Fjólugötu 2, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Fanný Jónsdóttir (1891-1958) Holti Svínavatnshreppi (14.3.1891 - 4.7.1958)

Identifier of related entity

HAH03409

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1915

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bogi Lárentíus Martinius Smith (1838-1886) Arnarbæli á Fellsströnd, (14.9.1838 - 4.5.1886)

Identifier of related entity

HAH02922

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1907

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Árni Björnsson (1884-1964) Veðramótum (22.5.1884 - 1.5.1964)

Identifier of related entity

HAH07248

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Alþingishúsið

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1907 - 1937

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Rútsstaðir Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00531

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1879

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Holt í Svínadal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00518

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sauðárkrókur ((1950))

Identifier of related entity

HAH00407

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björg Magnúsdóttir (1849-1920) Holt í Svínadal (10.9.1849 - 24.12.1920)

Identifier of related entity

HAH02742

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Björg Magnúsdóttir (1849-1920) Holt í Svínadal

er foreldri

Magnús Guðmundsson (1879-1937) ráðherra

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Þorsteinsson (1847-1931) Holti í Svínadal (18.2.1847 - 11.2.1931)

Identifier of related entity

HAH04150

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Þorsteinsson (1847-1931) Holti í Svínadal

er foreldri

Magnús Guðmundsson (1879-1937) ráðherra

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurbjörg Guðmundsdóttir (1884-1973) Veðramóti (23.12.1884 - 30.4.1973)

Identifier of related entity

HAH09282

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurbjörg Guðmundsdóttir (1884-1973) Veðramóti

er systkini

Magnús Guðmundsson (1879-1937) ráðherra

Dagsetning tengsla

1884

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jakob Guðmundsson (1880-1915) Hnausum (30.7.1880 - 6.4.1915)

Identifier of related entity

HAH05218

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jakob Guðmundsson (1880-1915) Hnausum

er systkini

Magnús Guðmundsson (1879-1937) ráðherra

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH06380

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Skráningardagsetning

GPJ skráning 30.1.2023

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Íslendingabók
Alþingi
Föðurtún bls 159
mbl 3.6.2004. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/801749/?item_num=2&searchid=860a6f4d07ba4f4597d2ac8edf69a1838083ff93

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir