Kirkjuhvammur í Miðfirði

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Kirkjuhvammur í Miðfirði

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1318 -

Saga

Kirkjhvammur. Gamalt býli, um langan aldur þingstaður sveitarinnar. Land er víðlent og grasgefið. Upp til fjallsins gengur hvammur all mikill, en upp úr honum bogadregin brött brún, Hvammsbarmur. Sléttlendi er neðan brekkna, þá tekur Ásinn við. Er það mel og klapparhryggur, um hann eru hreppamörk, því við tekur Hvammstangabyggð. Áður átti jörðin land til sjávar og sjávargagn sem til féll. Skjólsælt er og sólríkt og hlýlegt fyrir ofan Ásinn. Um all langan aldur hefur kirkja verið í Kirkjuhvammi, áður annexía frá Tjörn en féll síðar til Melsstaðarprestakalls.
Nú stendur gamla kirkjan ein húsa uppi í hvamminum og er haldið við af Þjóðmynjasafni Íslands. Umhverfis hana er grafreitur sóknarinnar er gegnir hlutverki sínu sem áður.
Kirkjuhvammur er nú horfinn úr bændaeign. Hvammstangahreppur er eigandi jarðarinnar, seld til hans af Hannesi Jónssyni frá Þórormstungu, fyrrverandi alþingismanni. Er nú lokið sjálfstæðri búsetu á þessu gamla höfuðbýli sveitarinnar.

Staðir

Kirkjuhvammshreppur; Vatnsnes; Hvammsbarmur; Hvammsholt; Ásinn; Melsstaðarprestakall; Hvammstangahreppur; Þórormstunga; Rauðilækur; Grænatópt; Þúfnalækur; Efstihnaus; Hnausabrúnin; Kirkjuhvammsvatn; Helguhvammur; Kothvammur; Ytrivellir; Syðstahvammur;

Réttindi

Kirkjuhvamms er fyrst getið árið 1318 í máldögum Auðunar biskups rauða Þorberssonar fyrir Hólabiskupsdæmi. Þá hét jörðin bara Hvammur og af eignum kirkjunnar þar má ætla að hún hafi ekki verið nýstofnuð þegar máldaginn er gerður.

Starfssvið

Á þessum tíma var Kirkjuhvammur í einkaeigu, en Syðsti-Hvammur í Konungseigu árið 1686 en einkaeigu 1696. Í Jarðabók Árna og Páls árið 1705 er jarðardýrleiki Kirkjuhvamms metinn 40 hdr. og SyðstaHvamms 30 hdr. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er dýrleiki Kirkjuhvamms metinn 40 hdr. og Syðsta-Hvamms 24 hdr. Í Nýrri jarðabók fyrir Ísland er fornt jarðamat það sama og í Jarðatali. En nýtt jarðamat Kirkjuhvamms var metið 28.5 hdr. og Syðsta-Hvamms 15.6 hdr.14

Lagaheimild

Kirkjuhvamms er fyrst getið árið 1318 í máldögum Auðunar biskups rauða Þorberssonar fyrir Hólabiskupsdæmi. Þá hét jörðin bara Hvammur og af eignum kirkjunnar þar má ætla að hún hafi ekki verið nýstofnuð þegar máldaginn er gerður. Hugsanlegt er að á þessum tíma sé jörðin Hvammur óskipt, en það þarf þó ekki að vera. Kirkjuhvamms nafnið kemur ekki fram í rituðum heimildum fyrr en þegar Einar Daðason seldi Ásgrími Snorrasyni jörðina 5. febrúar 1406. Í samningnum segir um landamerki Kirkjuhvamms og Syðsta Hvamms:

„Sagdi einar þesse lanndamerki mille synsta hvammz. ad lækur sa riedi ad fielli j mille nausta ofan j sio og upp í riettsyne j lækiarbug. ...“

Leiða má líkum að því að Synsti Hvammur sé í raun Syðsti-Hvammur og að lækurinn sem átt er við sé Syðri-Hvammsá. Þarna er heimild fyrir því að naust fyrir báta hafi verið beggja vegna við lækinn, en það er þó ekki elsta heimildin um útræði úr Vík eða Hvammsvík við Hvammstanga. Því í sögu Guðmundar góða Arasonar er getið lendingar í Hvammsnausti í Miðfirði um eða skömmu eftir 1200. Guðmundur var biskup á Hólum 1203-1237. Þar segir frá Teiti nokkrum er bjó á Kambi á Ströndum og för hans yfir Flóa til Miðfjarðar. Var þetta hættuför vegna veðurs, en einnig vegna þess að samferða var óvætturinn Selkolla. En daginn sem þér héldu af stað höfðu þeir hlotið blessun Guðmundar góða og varð ekki meint af förinni. Syðsta-Hvamms er getið í afsali árið 1449, þegar Jón Þorkelsson fékk jörðina auk 10 kúgilda í skiptum fyrir 25 hdr. í jörðinni Ási í Vatnsdal.10 Ef um er að ræða alla jörðina Syðsta-Hvamm, þá hefur jörðin ekki verið metin á meira en 15 hdr. á þeim tíma."

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;

<1880 og 1901> Andrés Einarsson 7. ágúst 1831 - 8. janúar 1908. Var í Tungukoti, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1845. Bóndi á Bergsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Bóndi í Tungukoti á Vatnsnesi. Kona hans; Sólveig Jónsdóttir 21. maí 1829 Var á Bergsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1845. Húsfreyja á sama stað 1860. Húsfreyja í Tungukoti á Vatnsnesi. Dóttir þeirra Sólveig (1863-1959) Þórðarhúsi á Blönduósi.
<1880 og 1901> Sigurður Árnason 1836. Sennilega sá sem var á Sauðdalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1860. Bóndi í Kirkjuhvammi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Kona hans; Hólmfríður Einarsdóttir 1836. Sennilega sú sem var í Tungukoti, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Kirkjuhvammi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1870. Húsfreyja í Kirkjuhvammi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901.
<1890 og 1910> Davíð Jónsson 25. feb. 1857. Var á Syðstahvammi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1860. Bóndi í Kirkjuhvammi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Kona hans; Ingibjörg Sigurðardóttir 6. apríl 1870 - 8. nóv. 1965. Húsfreyja í Kirkjuhvammi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Hvammstanga 1930.
<1890> Ingimundur Jakobsson 15. júní 1835 - 22. mars 1913 Var á Melstað, Melstaðasókn, Hún. 1860. Bóndi í Svarðbæli, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Verslunarmaður á Borðeyri og Hvammstanga, síðar í Reykjavík. Hreppstjóri og oddviti í Miðfirði. Var í Reykjavík 1910 og kona hans 16.10.1876; Sigríður Sigfúsdóttir 23. júlí 1853 - 26. september 1936 Húsfreyja á Hvammstanga. Var í Reykjavík 1910.
<1920> Jóhannes Eggertsson 17. ágúst 1871 - 17. nóv. 1947. Trésmiður á Hvammstanga 1930. Bústýra hans; Ingibjörg Sigurðardóttir 6. apríl 1870 - 8. nóv. 1965, þá ekkja, sjá ofar.
<1920> Jóhannes Davíðsson 25. okt. 1898 - 4. júní 1966 [sagður Daníelsson í mt 1920] Vörubílsstjóri á Hvammstanga 1930. Var á Melum, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. Bústýra hans, þá ekkja; Sigríður Jónína Ólafsdóttir 20. ágúst 1892 - 15. maí 1989. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.

Almennt samhengi

Landamerkjaskrá fyrir Kirkjuhvammi.

Að norðan ræður frá sjó Rauðilækur upp á veg, og er þar varða rjett fyrir ofan veginn, úr vörðunni bein lína í Grænutópt, yfir Grænutópt í Þúfnalæk, ræður svo Þúfnalækur merkjum upp fyrir utan Hvammsholt, beina línu yfir hest í klöpp á Hvammsbarmi, merkta L., úr klöpp þessari í klettanybbu sunnan í Hnausabrúninni merkta L., úr klettanybbu þessari rjetta sjónhending norðarlega á Efstahnaus, í vörðu þar, og úr vörðu þessari sömu stefnu á fjall austur, eins og vötn að draga, svo suður háfjallið á móts við Kirkjuhvammsvatn, svo beinlínis ofan í nefnt vatn, úr Kirkjuhvammsvatni ræður merkjum að sunnan á sú, er rennur úr Kirkjuhvammsvatni ofan milli Kirkjuhvamms og Syðstahvamms alla leið ofan fyrir Kirkjuhvammstún og ofan í árkrók þann, sem er skammt fyrir ofan ás þann, er vegurinn liggur eftir, og úr árkróknum ofan í sömu á rjétt á veginum, á þessum kafla er stefna landamerkjanna sett með þremur steinum, frá veginum ræður svo sama á alla leið til sjáfar, er áin fellur í sjó við klöpp sunnanvert við Hvammstanga. Allur reki á landi Kirkjuhvamms fylgir óskertur. Engin ítök eiga aðrar jarðir í Kirkjuhvammi. Kirkjuhvammur á engin ítök í öðrum jörðum.

Kirkjuhvammi 24. maí 1890.
S. Árnason. Ingimundur Jakobsson. Andrjes Einarsson. Ragnhildur Einarsdóttir eigendur Kirkjuhvamms.
E. Helgason, eigandi að nokkrum hluta Helguhv. Og Kothvamms.
B. Eggertsson eigandi að nokkrum hluta Helguhvamms.
Helga Eiríksdóttir eigandi Ytrivallna
Davíð Jónsson. Sigurbjörn Jónsson. Jóhannes Jónsson. Sigurlaug Jónsdóttir. Anna Jónsdóttir. Gestur Guðmundsson eigendur Syðstahvamms.
P. Leví, vegna Kothvamms.

Lesið upp á manntalsþingi að Kirkjuhvammi, hinn 2. júní 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 199. fol 103.

Tengdar einingar

Tengd eining

Hvammstangi (13.12.1895 -)

Identifier of related entity

HAH00318

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Andrésson (1853-1934) vm Kringlu 1890 (9.6.1853 - 6.11.1934)

Identifier of related entity

HAH05491

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ósk Ágústsdóttir (1923-2008) Reykjum (20.2.1923 - 8.2.2008)

Identifier of related entity

HAH05196

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kirkjuhvammskirkja á Vatnsnesi (1882 -)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Helga Sigurðardóttir (1890-1971) Ánastöðum (14.7.1890 - 24.5.1971)

Identifier of related entity

HAH03786

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Syðstihvammur í Miðfirði (um1400 -)

Identifier of related entity

HAH00580

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vatnsnes ((1950))

Identifier of related entity

HAH00019

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Elsa Bjarnadóttir (1924-1975) Hvammstanga (7.9.1924 - 1.9.1975)

Identifier of related entity

HAH03290

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Elsa Bjarnadóttir (1924-1975) Hvammstanga

is the associate of

Kirkjuhvammur í Miðfirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þúfnalækur í landi Kirkjuhvamms á Vatnsnesi ((1000))

Identifier of related entity

HAH00845

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Þúfnalækur í landi Kirkjuhvamms á Vatnsnesi

is the associate of

Kirkjuhvammur í Miðfirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Árnason (1836) Kirkjuhvammi (5.3.1836 -)

Identifier of related entity

HAH07093

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Sigurður Árnason (1836) Kirkjuhvammi

controls

Kirkjuhvammur í Miðfirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingimundur Jakobsson (1835-1915) Svarðbæli ov í Miðfirði (15.6.1835 - 22.3.1913)

Identifier of related entity

HAH06718

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Tjarnarkirkja á Vatnsnesi (um 1935)

Identifier of related entity

HAH00596

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Tjarnarkirkja á Vatnsnesi

controls

Kirkjuhvammur í Miðfirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hvammstangakirkja (21.7.1957 -)

Identifier of related entity

HAH00578

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Hvammstangakirkja

controls

Kirkjuhvammur í Miðfirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Davíð Jónsson (1857) Kirkjuhvammi í Miðfirði (25.2.1857 -)

Identifier of related entity

HAH03017

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Davíð Jónsson (1857) Kirkjuhvammi í Miðfirði

controls

Kirkjuhvammur í Miðfirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00579

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 2.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 199. fol 103.
Húnaþing II bls 455
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/5SLUMMON/fornleifar_hvammstangahofn-2017_prent.pdf

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir