Jón Pálmason (1888-1973) alþm Akri

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jón Pálmason (1888-1973) alþm Akri

Parallel form(s) of name

  • Jón Pálmason alþm Akri

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

28.11.1888 - 1.2.1973

History

Jón Pálmason 28. nóv. 1888 - 1. feb. 1973. Alþingismaður, ráðherra og bóndi á Ytri-Löngumýri í Svínavatnshr., í Mörk í Laxárdal og á Akri við Húnavatn, A-Hún. Bóndi á Akri, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Akri í Torfalækjahr., A-Hún. 1957.
Ungur hafði Jón skipað sér í raðir Sjálfstæðisflokksins eldra, er var andstæðingur Heimastjórnarflokksins. En þessi flokkaskipan í-iðlaðist við fullveldið 1918. Þá fór meginhluti Sjálfstæðismanna í Framsóknarflokkinn, er upphaflega hét flokkur óháðra bænda, er Jón gekk í. En síðar gekk hann úr honum á þeim árum er Sjálfstæðisflokkur stóð nokkuð höllum fæti og gekk þá í Sjálfstæðisflokkinn. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu og gengi andstæðinga hans það mikið að sagt var að einn af máttarstólpum þeirra á að hafa sagt, að Pétur Ottesen skyldi verða síðasti bóndi á þingi úr hópi Sjálfstæðismanna. En í hinni hörðu kosningabaráttu 1933 komst Jón Pálmason á þing í sínu fyrsta framboði, í einu af mesta bændakjördæmi landsins.

Jón Pálmason var málsnjall maður og styrkur vel í þeim sviptingum, er oft eru manna milli, á málaþingum. Þá var hann ritfær í bezta lagi og skrifaði oft um þjóðmál og var ritstjóri ísafoldar. Hann var og óragur við að taka ákvarðanir, er jafnvel gátu orkað tvímælis. Má þar til nefna, að hann var einn þeirra bænda í þingflokki sínum, er studdi Nýsköpunarstjórnina svonefndu og var þá mikið gjört til framfara í héraði hans.

Places

Ytri-Löngumýri; Akur:

Legal status

Búfræðipróf Hólum 1909. Við verklegt nám í gróðrarstöðinni á Akureyri vorið 1909.

Functions, occupations and activities

Bóndi á Ytri-Löngumýri 1913–1915 og 1917–1923, á Mörk í Laxárdal 1915–1917, á Akri við Húnavatn 1923–1963, en þar átti hann heimili til æviloka. Skipaður 6. desember 1949 landbúnaðarráðherra, fór einnig með orku- og vegamál, lausn 2. mars 1950, en gegndi störfum til 14. mars.

Í hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps 1916–1917. Oddviti Svínavatnshrepps 1919–1923. Sýslunefndarmaður Torfalækjarhrepps 1925–1929. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninganna 1937–1963. Sat í milliþinganefnd í tilraunamálum 1939–1941. Kosinn 1942 í raforkumálanefnd. Í nýbýlastjórn 1947–1970, bankaráði Landsbankans 1953–1956. Kosinn 1955 í yfirfasteignamatsnefnd. Í bankaráði Búnaðarbankans 1956–1968, formaður 1961–1968.

Alþingismaður Austur-Húnvetninga 1933–1959 (Sjálfstæðisflokkur).
Varaþingmaður Norðurlands vestra janúar–mars, apríl–júní og desember 1960, janúar–mars, október og nóvember 1961, febrúar, apríl og nóvember 1962, febrúar–mars og apríl 1963.
Landbúnaðarráðherra 1949–1950.
Forseti sameinaðs þings 1945–1949, 1950–1953 og 1959. 2. varaforseti neðri deildar 1942, 1. varaforseti neðri deildar 1942.

Mandates/sources of authority

Bókin um Jón á Akri kom út 1978.
Ritstjóri: Ísafold og Vörður (1943–1953).

Sendu nú Drottinn ljós og himins landa leiftur,
sem blika gegnum þoku og ský.
Þegar ég hika og stend í vafa og vanda
að veginum hála og bugðótta sný. Lát þá geisla úr ljós og dásemd þinni lýsa mér glöggt og bjarga sálu minni.

Internal structures/genealogy

Jón Pálmason 28. nóv. 1888 - 1. feb. 1973. Alþingismaður, ráðherra og bóndi á Ytri-Löngumýri í Svínavatnshr., í Mörk í Laxárdal og á Akri við Húnavatn, A-Hún. Bóndi á Akri, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Akri í Torfalækjahr., A-Hún. 1957.
Foreldrar hans; Pálmi Jónsson 5. okt. 1850 - 7. feb. 1927. Bóndi á Ytri-Löngumýri í Blöndudal, Svínavatnshr., A-Hún og kona hans; Ingibjörg Eggertsdóttir 12. mars 1852 - 11. júní 1911. Húsfreyja á Ytri-Löngumýri í Svínavatnshr., A-Hún.

Systkini hans;
1) Ingibjörg Salóme Pálmadóttir 7. nóv. 1884 - 21. apríl 1957. Flatartungu 1920. Húsfreyja á Sauðárkróki. Maður hennar; Þorvaldur Guðmundsson 13. okt. 1883 - 11. okt. 1961. Tökubarn í Holti, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Bóndi og kennari í Brennigerði, Sauðárkrókssókn, Skag. 1930. Bóndi í Brennigerði í Borgarsveit, Skag. Kennari á Sauðárkróki. Hreppstjóri Sauðárkróks um skeið.
2) Eggert Pálmason 16. feb. 1891. Var í Ytri-Löngumýri, Svínavatnssókn, Hún. 1901.

Kona Jóns 26.10.1916; Jónína Valgerður Ólafsdóttir 31. mars 1886 - 3. jan. 1980. Húsfreyja á Akri, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Akri í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Ytri-Löngumýri í Svínavatnshr., síðar á Akri við Húnavatn, A-Hún., síðast bús. í Torfalækjarhreppi.

Börn þeirra;
1) Ingibjörg Jónsdóttir 7. ágúst 1917 - 28. júní 1975. Húsfreyja á Blönduósi. Var á Akri, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Akri í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Maður hennar Guðmundur Jón Jónsson [Gúi] 17. mars 1925 - 13. maí 1983 Verkamaður á Blönduósi. Var á Sölvabakka, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Akri í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
2) Eggert Jóhann Jónsson 21. maí 1919 - 18. júlí 1962. Var á Akri, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Héraðsdómslögmaður, ritstjóri og framkvæmdastjóri, síðar bæjarfógeti og bæjarstjóri í Keflavík. Kona hans; Sigríði Theódóru Árnadóttur, bónda á Bala í Þykkvabæ
3) Margrét Ólafía Jónsdóttir 4. des. 1921 - 5. des. 1977. Var á Akri, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Maður hennar; Sigþór Steingrímsson.
4) Salome Jónsdóttir 31. mars 1926 - 5. mars 2015. Var á Akri, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Hofi, Áshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja í Hvammi í Vatnsdal, síðar bús. í Reykjavík. Maður hennar 24.10.1953; Þorleifur Reynir Steingrímsson 21. nóv. 1925 - 3. nóv. 1989. Bóndi í Hvammi í Vatnsdal. Var í Hvammi 1930. Var á Hofi, Áshr., A-Hún. 1957.
5) Pálmi Jónsson 11. nóv. 1929 - 9. okt. 2017. Alþingismaður, ráðherra og bóndi á Akri í Torfalækjarhreppi. Var á Akri, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Akri í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Kona hans; Helga Sigfúsdóttir 6. júlí 1936 - 20. mars 2018. Húsfreyja á Akri í Torfulækjarhreppi og í Reykjavík. Var á Akri í Torfalækjahr., A-Hún. 1957.

General context

Jón Pálmason var fæddur 28. nóvember 1888, á Ytri-Löngumýri. Voru foreldrar hans Pálmi, bóndi Jónsson, Pálmasonar, alþingismanns í Stóra-Dal, er var bróðir hins vitra manns og samningalipra, Erlendar, bónda í Tungunesi. Voru þeir af Skeggsstaðaætt. Þaðan kom Jóni á Akri hyggindi og djúpt skyn á framvindu mála, ásamt ríkum félagsanda og mannþekkingu. Móðir Jóns, kona Pálma, var Ingibjörg Eggertsdóttir, frá Skefilsstöðum á Skaga, Þorvaldssonar bónda á Fossi, Gunnarssonar Guðmundssonar, bónda á Skíðastöðum í Laxárdal. Er það mannmörg ætt og fjöldi kjarnafólks meðal þeirra Skíðunga, að dugnaði og gáfum.
Þaðan kom Jóni á Akri hin mikla líkamshreysti, málafylgja, baráttuhneigð, hagmælska og oft djörf sókn í skoðunum. Þannig stóðu að Jóni kjarnmiklir ættarmeiðar, er áttu í tölu sinni héraðsríka og mæta bændur. Jóni var ætlað að verða bóndi og gekk í Hólaskóla og lauk þaðan ágætu prófi árið 1909. Snéri hann sér þegar að búskapnum. Bjó 2 ár á Ytri-Löngumýri og á Mörk á Laxárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi frá 1915-1917 og síðan á Ytri-Löngumýri til 1923. Hér fyrr á árum, voru eigi á allfáum stöðum á bæjum til sjávar og sveita litmyndir í umgjörðum af konungum og drottningum í fullum skrúða, oar af siðabótamönnum, Marteini Luter og Melankon. Eina slíka sá ég á Akri og var hún af stjórnmálamanni Breta Gladestone, er var manna mælskastur og frjálslyndur og langt á undan sinni samtíð, og þykir vera einn af merkustu stjórnmálamönnum sinnar þjóðar. Er ekki ólíklegt að Jón Pálmason hafi lesið eitthvað um þennan mann, er hann í æsku sá daglega á baðstofuþilinu. Má vera að þetta hafi orkað nokkuð á huga Jóns, en hitt er víst að snemma tók hugur hans að hneigjast til félagsmála. Jón var atorkumaður til starfa, trúhneigður og framfarasinnaður. En þó leyndi sér eigi hneigð hans til forystu í félagsmálum. Hann gekk snemma ungmennafélagshreyfingunni á hönd, er mörgu æskufólki var góður skóli til þjóðþrifa og félagsmálastarfa. Vakti Jón þá á sér athygli, sem góður ræðumaður og fylginn sér, er virtist spá honum gengis og heilla til að sinna málum manna. Vann Jón að stofnun Ungmennasambands Austur-Húnavatnssýslu og var formaður þess frá 1912—1915. Var það sterk hneigð í eðli Jóns að leysa vandræði manna og styðja þá með ráðum og dáð til framfara. Vann hann hugi margra með árvekni sinni um þeirra mál, en það var ríkt í Jórii' að vinna heildinni gagn og efla hana til brautargengis, enda Jón einlægur samvinnumaður. Lýsti Jón S. Baldurs, kaupfélagsstjóri því f ræðu sinni í afmælishófi Jóns Pálmasonar hversu hann og annar þingmaður dugðu vel sínum heimahéruðum. Vantaði þá skip til flutninga á fóðurbæti heim í sýslu þeirra sökum þess hve hart var í ári. Leystu þeir félagar vandræði bænda á hinn bezta hátt og þeim að kostnaðarlausu. Jón Pálmason var atorkumaður til starfa, trúhneigður og framfarasinnaður, en þó leyndi sér ekki hæfni hans til leiðtoga í félagsmálum. Sat hann í hreppsnefnd Svínavatnshrepps, og var oddviti þar. Hafði og forgöngu um stofnun Búnaðarsambands Austur-Húnavatnssýslu og var formaður þess í fjórtán ár. Sagði hann þar til sín ættararfurinn, því afi hans Jón Pálmason alþingismaður í Stóradal, stofnaði Búnaðarfélag Svínavatnshrepps, er var fyrsta félag sinnar tegundar í landi hér. Allt þetta greiddi götu Jóns í máli hans til leiðtoga í héraði, hinu forna Ævaringa goðorði. Mun Jóni Pálmasyni hafa fundist nokkuð þröngt um sig í sinni heimasveit, um völd og félagsmál og lét nú föðurleifð sína, YtriLöngumýri og flutti að Akri í Þingi árið 1923. Fór honum líkt og sumum höfðingjum á Sturlungaöld, að hann kaus sér ábýli, þar sem var í þjóðbraut og góð voru tengsl við mannfólkið. En svo var um Akur, er var nærri þjóðveginum og styttra til þéttbýlisins við ósa Blöndu og fiskiversins í Höfðakaupstað. Þá má og vera, að konu hans, Jónínu Valgerði Ólafsdóttur, hafi fýst að vera þar er sæi til sjávar, en hún er frá Minni-Hlíð í Bolungarvík. Henni kvæntist Jón Pálmason árið 1916. Er hún mikilhæf dugnaðarkona, er með stjórnsemi og hógværð stjórnaði heimili þeirra hjóna. Er margt mætra manna meðal ættmenna hennar, að búsýslu og góðum hæfileikum. Þau hjón eignuðust þessi börn: Ingibjörgu, gifta Guðmundi Jónssyni frá Sölvabakka, búsett á Blönduósi. Salóme, gifta Reyni Steingrímssyni, frá Eyjólfsstöðum, bónda í Hvammi í Vatnsdal. Pálma, alþingismann og bónda á Akri, kvæntan Helgu Sigfúsdóttur frá Breiðavaði. Margréti, sem búsett er í Reykjavík og er sambúðarmaður hennar Sigþór Steingrímsson. Einn son, er andaðist á bezta aldri, Eggert, lögfræðing og bæjarstjóra í Keflavík, kvæntan Sigríði Theódóru Árnadóttur, bónda á Bala í Þykkvabæ. Það lætur að líkum, að slíkur maður, sem Jón Pálmason, hefði hneigð til að skipta sér af þjóðmálum og að sýslubúar kæmu auga á hann sem álitlegan leiðtoga þeirra. Ungur hafði Jón skipað sér í raðir Sjálfstæðisflokksins eldra, er var andstæðingur Heimastjórnarflokksins. En þessi flokkaskipan í-iðlaðist við fullveldið 1918. Þá fór meginhluti Sjálfstæðismanna í Framsóknarflokkinn, er upphaflega hét flokkur óháðra bænda, er Jón gekk í. En síðar gekk hann úr honum á þeim árum er Sjálfstæðisflokkur stóð nokkuð höllum fæti

Relationships area

Related entity

Guðmundur Jónsson (Gúi) (1925-1983) frá Sölvabakka (17.3.1925 - 13.5.1983)

Identifier of related entity

HAH04067

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Kona Gúa var ingibjörg dóttir Jóns

Related entity

Reynir Steingrímsson (1925-1989) Hvammi í Vatnsdal (21.11.1925 - 3.11.1989)

Identifier of related entity

HAH01872

Category of relationship

family

Dates of relationship

24.10.1953

Description of relationship

Salóme kona Reynis var dóttir Jóns

Related entity

Ytri-Langamýri í Svínavatnshreppi ([1200])

Identifier of related entity

HAH00542

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.11.1888

Description of relationship

Fæddur þar. Bóndi þar 1913-1915 og 1917-1923

Related entity

Salóme Jónsdóttir (1926-2015) Hvammi í Vatnsdal (31.3.1926 - 5.3.2015)

Identifier of related entity

HAH07970

Category of relationship

family

Type of relationship

Salóme Jónsdóttir (1926-2015) Hvammi í Vatnsdal

is the child of

Jón Pálmason (1888-1973) alþm Akri

Dates of relationship

31.3.1926

Description of relationship

Related entity

Pálmi Jónsson (1850-1927) Ytri-Löngumýri (5.10.1950 - 7.2.1927)

Identifier of related entity

HAH07407

Category of relationship

family

Type of relationship

Pálmi Jónsson (1850-1927) Ytri-Löngumýri

is the parent of

Jón Pálmason (1888-1973) alþm Akri

Dates of relationship

28.11.1888

Description of relationship

Related entity

Ingibjörg Eggertsdóttir (1852-1911) Ytri-Löngumýri (12.3.1852 -11.6.1911)

Identifier of related entity

HAH06698

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingibjörg Eggertsdóttir (1852-1911) Ytri-Löngumýri

is the parent of

Jón Pálmason (1888-1973) alþm Akri

Dates of relationship

28.11.1888

Description of relationship

Related entity

Pálmi Jónsson (1929-2017) Akri (11.11.1929 - 9.10.2017)

Identifier of related entity

HAH03713

Category of relationship

family

Type of relationship

Pálmi Jónsson (1929-2017) Akri

is the child of

Jón Pálmason (1888-1973) alþm Akri

Dates of relationship

11.11.1929

Description of relationship

Related entity

Salóme Pálmadóttir (1884-1957) Skrók, frá Löngumýri (7.11.1884 - 21.4.1957)

Identifier of related entity

HAH07419

Category of relationship

family

Type of relationship

Salóme Pálmadóttir (1884-1957) Skrók, frá Löngumýri

is the sibling of

Jón Pálmason (1888-1973) alþm Akri

Dates of relationship

28.11.1888

Description of relationship

Related entity

Ingiríður Jónsdóttir (1865) frá Stóradal (13.7.1865 -)

Identifier of related entity

HAH06667

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingiríður Jónsdóttir (1865) frá Stóradal

is the cousin of

Jón Pálmason (1888-1973) alþm Akri

Dates of relationship

1888

Description of relationship

bróðursonur

Related entity

Guðbjörg Þorvaldsdóttir (1925-1992) frá Brennigerði (15.3.1925 - 15.12.1992)

Identifier of related entity

HAH03871

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðbjörg Þorvaldsdóttir (1925-1992) frá Brennigerði

is the cousin of

Jón Pálmason (1888-1973) alþm Akri

Dates of relationship

15.3.1925

Description of relationship

Salóme móðir Guðbjargar var systir Jóns

Related entity

Salóme Þorleifsdóttir (1826-1909) Stóradal (30.8.1826 - 19.4.1909)

Identifier of related entity

HAH06597

Category of relationship

family

Type of relationship

Salóme Þorleifsdóttir (1826-1909) Stóradal

is the grandparent of

Jón Pálmason (1888-1973) alþm Akri

Dates of relationship

1888

Description of relationship

Related entity

Akur í Torfalækjarhrepp ((1350))

Identifier of related entity

HAH00548

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Akur í Torfalækjarhrepp

is owned by

Jón Pálmason (1888-1973) alþm Akri

Dates of relationship

1923

Description of relationship

Bóndi þar 1923-1963

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH05139

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 8.10.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places