Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum

Hliðstæð nafnaform

  • Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

14.10.1920 - 23.1.2009

Saga

Jakob Björgvin Þorsteinsson fæddist á Geithömrum í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu 14. október 1920. Hann lést á Líknardeild Landakotsspítala föstudaginn 23. janúar síðastliðinn. Jakob sleit barnsskónum í foreldrahúsum á Geithömrum. Hann lauk hefðbundnu barnaskólanámi, og stundaði síðan nám um tveggja ára skeið við Héraðsskólann í Reykholti á árunum 1939-1941. Að því loknu var haldið suður í atvinnuleit, vann hann þar ýmis verkamannastörf, m.a. í Bretavinnunni svokölluðu um tíma. Árið 1948 byrjaði hann sem leigubifreiðastjóri á BSR, og vann hann við það allan sinn starfsaldur. Jakob var alþýðumaður, mikill búmaður í sér og átti um tíma bæði kindur og hross. Hann átti jörðina Brúarvelli í Svínadal, þar sem hann ræktaði tún og byggði hlöðu. Árið 1980 byggði svo fjölskyldan sumarhús á Brúarvöllum og dvaldi þar löngum stundum. Þar var oft margt um manninn og glatt á hjalla. Jakob hafði mjög gaman af félagsmálum og lagði þar mörgu lið. Hann var félagi í Húnvetningafélaginu í Reykjavík, var þar í stjórn og formaður félagsins um skeið, og heiðursfélagi. Hann sat í stjórn Lánasjóðs bifreiðastjóra á BSR, og var í bridgedeildum bæði BSR og Húnvetningafélagsins. Hann gekk til liðs við Oddfellowstúkuna nr. I Ingólf í Reykjavík 1979, sótti hann þar fundi og átti þar góðan félagsskap alveg fram á síðasta ár þegar heilsu hans tók að hraka. Hann átti gott safn góðra bóka, hafði yndi af rituðu máli og ritaði sjálfur margar greinar í blöð og tímarit, þar á meðal í Húnavöku og Húnvetning.
Útför Jakobs Björgvins fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 11.

Staðir

Geithamrar í Svínadal: Reykjavík:

Réttindi

Starfssvið

Leigubílsstjóri:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru hjónin Halldóra Björnsdóttir frá Marðarnúpi í Vatnsdal og Þorsteinn Þorsteinsson frá Grund í Svínadal.
Systkini Jakobs voru Björn, Þorsteinn, Jón, Guðmundur og Þorbjörg. Þau eru öll látin.
Jakob kvæntist Guðrúnu Ástu Þórðardóttur frá Ystagili í Langadal, f. 19. október 1921, d. 17. mars 1993, og hófu þau búskap 1949. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Þorfinnsdóttir og Þórður Jósefsson.
Börn Jakobs og Guðrúnar Ástu:
1) Þóra, maki Friðrik S. Kristinsson, börn þeirra Kristinn, Jakob og Svanhvít.
2) Þorsteinn Þröstur, maki Guðrún Óðinsdóttir, börn þeirra Óðinn Björn, Jakob Björgvin og Inga Hrönn.
3) Óskar Matthías, maki I Guðný Jónsdóttir, sonur þeirra Trausti. Þau skildu. Maki II Angela Jakobsson, börn þeirra Asta Brianna, Blake Thomas og Lucas Mathew.
4) Halldór, maki Birna Guðjónsdóttir. Þau skildu. Dætur þeirra Ingibjörg Ásta og Hildur.
Barnabarnabörnin eru fjögur, Halldór Andri, Una, Friðrik Rafn og Ólöf Birna.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Geithamrar í Svínadal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00269

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorsteinn Þorsteinsson (1873-1944) Geithömrum Svínadal (12.3.1873 - 27.1.1944)

Identifier of related entity

HAH07420

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Þorsteinn Þorsteinsson (1873-1944) Geithömrum Svínadal

er foreldri

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum

Dagsetning tengsla

1920

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldóra Björnsdóttir (1878-1961) Geithömrum (24.3.1878 - 10.4.1961)

Identifier of related entity

HAH04703

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Halldóra Björnsdóttir (1878-1961) Geithömrum

er foreldri

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorbjörg Þorsteinsdóttir (1914-2002) Auðkúlu; frá Geithömrum (9.1.1914 - 3.4.2002)

Identifier of related entity

HAH02136

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Þorbjörg Þorsteinsdóttir (1914-2002) Auðkúlu; frá Geithömrum

er systkini

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum

Dagsetning tengsla

1920 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum (11.7.1908 - 29.9.1992)

Identifier of related entity

HAH02156

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

er systkini

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum

Dagsetning tengsla

1920 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Leví Þorsteinsson (1907-1984) frá Geithömrum, húsgagnasmiður í Reykjavík (27.5.1907 - 4.4.1984)

Identifier of related entity

HAH02866

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Björn Leví Þorsteinsson (1907-1984) frá Geithömrum, húsgagnasmiður í Reykjavík

er systkini

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum

Dagsetning tengsla

1920 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Ásgeir Þorsteinsson (1910-1987) Holti (14.06.1910 - 13.5.1987)

Identifier of related entity

HAH05508

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jón Ásgeir Þorsteinsson (1910-1987) Holti

er systkini

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum

Dagsetning tengsla

1920

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Bergmann Þorsteinsson (1910-1984) Holti (26.8.1910 - 1.1.1984)

Identifier of related entity

HAH03975

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Bergmann Þorsteinsson (1910-1984) Holti

er systkini

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásta Þórðardóttir (1921-1993) frá Yzta-Gili (19.10.1921 - 17.3.1993)

Identifier of related entity

HAH01308

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ásta Þórðardóttir (1921-1993) frá Yzta-Gili

er maki

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Leví Guðmundsson (1834-1927) Marðarnúpi (14.2.1834 - 23.9.1927)

Identifier of related entity

HAH02862

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Björn Leví Guðmundsson (1834-1927) Marðarnúpi

is the grandparent of

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum

Dagsetning tengsla

1920 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Brúarvellir á Svínadal (1955 -)

Identifier of related entity

HAH00538

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Brúarvellir á Svínadal

er í eigu

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01532

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 25.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Jakob Björgvin Þorsteinsson

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir