Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Ingvar Pálsson (1895-1968) Balaskarði
Hliðstæð nafnaform
- Ingvar Stefán Pálsson (1895-1968) Balaskarði
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
25.10.1895 - 18.10.1968
Saga
Ingvar Stefán Pálsson 25. október 1895 - 18. október 1968 Var á Rútstöðum, Auðkúlusókn, Hún. 1901. Bóndi á Balaskarði, Hofssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Balaskarði, Vindhælishr. Þegar Ingvar Pálsson var sjö ára gamall missti hann föður sinn, og ólst, þá upp með móður sinni á ýmsum stöðum, lengst að Ljótshólum í Svinadal, hjá Guðrúnu Eysteinsdóttur og manni hennar, Guðmundi Tómassyni.
Ingvar Pálsson var bráðþroska, og var gæddur fjölhæfum gáfum eins og hann átti kyn til í báðar ættir. Um góðan árangur námsins, samfara mikilli eðlis greind, vitnaði allt, er Ingvar skrifaði, í bundnu sem óbundnu máli. Á Eldjárnstöðum bjuggu þau hjón í sex ár, en fluttu þá að Smyrlabergi á Ásum, og voru þar eitt ár. Árið 1927 keyptu þau Ingvar og Signý Balaskarð á Laxárdal og fluttu þangað sama ár. Þar bjuggu þau til hinztu stundar Ingvars Þegar Ingvar og Signý hófu búskap á Eldjárnstöðum, með lítinn bústofn, fór í hönd lamandi fjármáiakreppa, er mest hefur orðið á landi bér á þessari öld, samfara var og hörku veðurfar.
Staðir
Kaldakinn á Ásum: Rútsstaðir í Svínadal: Balaskarð:
Réttindi
Sextán ára fór Ingvar í lýðskólann á Hvítárbakka, og dvaldi þar í tvo vetur, lengri gat skólagangan ekki orðið, þó að hann þráði heitt að menntast meira, því fé skorti til. Ingvar hlaut ágætan vitnisburð frá skólastjóra og kennurum skólans. Próf voru ekki viðhöfð í skólanum:
Bóndi:
Starfssvið
Sem að líkum lætur, var Ingvari Pálssyni falin mörg trúnaðarstörf í sveit hans og sýslu. Hann var um langt árabil í sveitarstjórn Vindhælishrepps og í sóknarnefnd um langt skeið. Meðan Ingvar á Balaskarði var heill heilsu var hann árlega kosinn fulltrúi á aðalfundi samvinnufélaganna í Húnaþingi, og um skeið var hann í stjórn Kaupfélags Húnvetninga. Á þessum vettvangi sem annars staðar, ötull og farsæll umhótamaður. Var og rómað, að Ingvar veitti hverju góðu móli brautargengi, svo sem orka og aðstæður leyfðu í smærri samtökum s. s. ungmennafélaginu í sveitinni og búnaðarfélaginu reyndist Ingvar skeleggur starfskraftur, laðandi unga fólkið til þátttöku i þróun félagsmálanna.
Lagaheimild
Balaskarð er erfið fjallajörð, en landmikið og kostaríkt. Þegar hagur Balaskarðshjóna rýmkaðist eftirr 1940, byrjaði Ingvar þegar að bæta jörð sína með ræktun og byggingum.
Ingvar Pálsson var ágætur hagyrðingur, þótt fátt hafi birtzt eftir hann, mun nokkru hafa um valdið eðlisgerð hlédrægni, og hins vegar lítil timi til slikrar andlegrar sköpunar, er vel þurfti tii að vanda, svo að hann teldi hæfa íslenzkri þjóð og tungu. Ingvar lýsir þrá sinni og vonum að nokkru, í kvæðinu „Bernskuvonir", er birtist í Húnvetningaljóðum.
Er höfundurinn hefur sagt ýmsa sína bernskudrauma, bætir hann við:
„Eins ég þráði að yrkja og skrifa,
yndislegt þá vœri að lifa.
Á hátind frægðar helzt að klifa,
ég hafði lesið oft um slíkt.
Helzt var mér í huga ríkt
að syngja ljóð með svanahljómi,
svo að þjóðar lofgjörð ómi.
Og það var fleira þessu líkt".
Innri uppbygging/ættfræði
Ingvar Pálsson fæddist í Köldukinn á Ásum 25. október 1895, og var því tæpra sjötíu og þriggja ára er hann andaðist 18. f.m. Foreldrar Ingvars voru: Páll Pálsson, prests á Bergstöðum í Svartárdal og Elísabet Gísladóttir, Sigurðssonar í Kóngsgarði í Fossárdal. Ingvar var einbirni Páls og Elísabetar, en hún var áður gift Jóni Rafnssyni, bónda í Rugludal, og hafði átt með honum þrjú börn: Ásdísi, er giftist Sveini Guðmundssyni, bónda á Kárastöðum, Kristínu, konu Björns Björnssonar Orrastöðum, og Gísla er lengi bjó að Saurbæ í Vatnsdal.
Ingvar Pálsson kvæntist eftirlifandi konu sinni, Signýju Benediktsdóttur, (1900-1991) árið 1920, og sama ár byrjuðu þau búskap á Eldjárnstöðum í Blöndudal, erfiðri fjallajörð.
Börn þeirra Ingvars Pálssonar og Signýjar Benediktsdóttur eru:
1) Björg Ingvarsdóttir 31. maí 1926 - 15. mars 2014 Var í Balaskarði, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Balaskarði, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Húsfreyja og verkakona í Keflavík, síðar bús. í Njarðvík.
2) Ástmar Ingvarsson 5. júní 1923 - 10. október 1977 Var í Balaskarði, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Héðinshöfða, Höfðahr., A-Hún. 1957. Bifreiðarstjóri á Skagaströnd.
3) Geirlaug Ingvarsdóttir 26. september 1932 Var í Balaskarði, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Dóttir hennar með Gunnlaugi H Þórarinssyni (1925-2010), Signý Gunnlaugsdóttir Fædd á Blönduósi 20. október 1967 Látin á Blönduósi 4. maí 2015 Stundaði búskap á Balaskarði og síðar á Syðra-Hóli í Vindhælishreppi.
4) Elsa Ingvarsdóttir 26. september 1932 - 11. desember 2007 Var í Balaskarði, Vindhælishr., A-Hún. 1957.
Þær systur hafa unnið heimili foreldra sinna ómetanlegt gagn, sérstaklega eftir að heimilisfaðirinn varð ófær til vinnu.
Auk barna sinna önnuðust Balaskarðshjónin uppeldi
0) Ingvar Björnsson, 18. júní 1912 - 28. apríl 1963 Menntaskólanemi á Akureyri 1930. Kennari á Blönduósi, síðar á Akranesi. Ingvar Björnsson kennari var hjá nafna sinum og frænda, frá sjö ára aldri til fermingar. Svo var kært með þeim frændum, að ekki gat betra verið, þó að um faðir og son hefði verið að ræða.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barn
Ingvar Pálsson (1895-1968) Balaskarði
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Ingvar Pálsson (1895-1968) Balaskarði
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 9.7.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
ÆAHún bls 432
Húnavaka 1969 bls. 163.
Tíminn 1.11.1973. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=256546