Ingibjörg Benediktsdóttir (1885-1953) kennari og skáld

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ingibjörg Benediktsdóttir (1885-1953) kennari og skáld

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

11.8.1885 - 9.10.1953

Saga

Ingibjörg Benediktsdóttir 11. ágúst 1885 - 9. okt. 1953. Kennari og skáld. Húsfreyja á Akureyri 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Þau bjuggu á Akureyri til ársins 1933 en fluttust þá til Reykjavíkur.

Staðir

Réttindi

Hún lauk prófi frá gagnfræðaskólanum á Akureyri árið 1909.

Starfssvið

Kennari við Kvsk á Blönduósi og Bsk í Reykjavík.

Lagaheimild

Ingibjörg tók virkan þátt í félagsmálum, m.a. góðtemplara. Hún var í Kvenréttindafélagi Íslands og um skeið í stjórn þess. Hún flutti erindi á fundum og í útvarpi og skrifaði smásögur, ljóð og ritgerðir sem birtust í blöðum og tímaritum.
Hún var í tvö ár ritstjóri tímaritsins Nýjar kvöldvökur sem kom út á Akureyri.

Hún gaf út tvær ljóðabækur, Frá afdal – til Aðalstrætis (1938) og Horft yfir sjónarsviðið (1946).

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar; Benedikt Sigmundsson 16. júlí 1842 - 1. júní 1915. Var í Hvammkoti, Hofssókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Bóndi á Saurum, Hofssókn, Hún. 1880. Bóndi á Bergsstöðum, A-Hún. og kona hans 6.11.1876; Ásta Þorleifsdóttir 23. september 1851 - 8. október 1934. Húsfreyja á Saurum, Hofssókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Bergsstöðum, A-Hún.

Systkini;
1) Benedikt Benediktsson 29. ágúst 1877 - 31. janúar 1945. Var á Saurum, Hofssókn, Hún. 1880. Kaupmaður á Akureyri 1930. Stórkaupmaður á Akureyri.
2) Sigvaldi Benediktsson í mars 1879 - 3. júlí 1882. Sonur hjónanna á Saurum, Hofssókn, Hún. 1880. Fæðingardagur hans er illlæsilegur í kirkjubók, einungis er hægt að greina með vissu fæðingarmánuð og ár.
3) Sigmundur Benediktsson 3. nóvember 1888 - 6. maí 1965. Bóndi á Björgum, Vindhælishr., A-Hún. Oddviti og bóndi á Björgum, Skagahr., Hún. Kona hans; Aðalheiður Ólafsdóttir 16. febrúar 1892 - 23. janúar 1958. Húsfreyja á Björgum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Björgum I, Skagahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja.

Maður hennar 1917; Steinþór Guðmundsson 1.12.1890 - 8.2.1973. Skólastjóri og kennari á Akureyri. Bankagjaldkeri á Akureyri 1930. Kennari í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Börn;
1) Svanhildur Steinþórsdóttir 7.8.1919 - 24.4.1981. Ritari. Var á Akureyri 1930. Skrifstofumaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Ásdís Steinþórsdóttir 10. des. 1920 - 5. des. 2000. Kennari á Djúpavogi í Reykjavík. Var á Akureyri 1930. Maður hennar 1941; Guðmundur Helgi Pálsson 20.7.1918 - 13.12.1952. Skólastjóri á Djúpavogi. Var í Hnífsdal 1930.
3) Böðvar Steinþórsson 20. feb. 1922 - 6. jan. 1975. Bryti. Var á Akureyri 1930. Matsveinn í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Haraldur Steinþórsson 1. des. 1925 - 16. ágúst 2005. Kennari, varaformaður og síðar framkæmdastjóri BSRB, síðast starfsmaður Tryggingastofnunnar rískisins, síðast bús. í Reykjavík. Var á Akureyri 1930. Kona hans 1.12.1948; Þóra Sigríður Þórðardóttir frá Ísafirði, f. 24.5. 1926.

Almennt samhengi

60 ára minni Kvennaskóla Húnvetninga (2 fyrstu erindin)

Himinn, sign vort hérað prúða,
Húnaþing í sumarskrúða!
Nú á húnvetnsk mey og móðir
minningar- og heiðursdag.
Menntastofnun merka reistu
menn, sem fólksins giftu treystu.
Mætar konur traustum tökum
tryggðu, hlúðu að þjóðarhag.

Sjáið, ungu Íslands dætur,
ágæt jurt á dýpstar rætur.
Mun þó andans eðli og þroski
aldri háð og tímalengd?
Unga mey í æskublóma,
á ei rödd þín nú að hljóma,
sál þín fagna í hörpuhreimnum,
hjarta skólans vígð og tengd.

Þú Alþýðukona.

Hvort á ég að segja þér söguna mína,
já, söguna mína, og líklega þína,
þú öreiga dóttir, þú alþýðukona?
Í einstökum dráttum þá hljóðar hún svona:

Frá óminnisbernsku var baslað og stritað,
hvert basl þetta stefndi, ei spurt var né vitað.
Að vetri og sumri, frá vori og hausti
í vonleysi drekkt öllu barnslegu trausti.

Tengdar einingar

Tengd eining

Saurar á Skaga ((1930))

Identifier of related entity

HAH00428

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1885

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bergsstaðir í Hallárdal ((1920))

Identifier of related entity

HAH00684

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Akureyri (1778 -)

Identifier of related entity

HAH00007

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kvennaskólinn á Blönduósi 1911-1920 (1911-1920)

Identifier of related entity

HAH00115 -11-20

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gagnfræðaskólinn á Akureyri (1902 -)

Identifier of related entity

HAH00008

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásta Þorleifsdóttir (1851-1934) Bergsstöðum í Hallárdal (23.9.1851 - 8.10.1934)

Identifier of related entity

HAH03684

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ásta Þorleifsdóttir (1851-1934) Bergsstöðum í Hallárdal

er foreldri

Ingibjörg Benediktsdóttir (1885-1953) kennari og skáld

Dagsetning tengsla

1885

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Svava Sigmundsdóttir (1916-2011) Björgum (29.6.1916 - 30.5.2011)

Identifier of related entity

HAH07830

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Svava Sigmundsdóttir (1916-2011) Björgum

is the cousin of

Ingibjörg Benediktsdóttir (1885-1953) kennari og skáld

Dagsetning tengsla

1916

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH06224

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 5.7.2023

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir