Guðmundur Bergmann (1909-1987) Öxl

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Guðmundur Bergmann (1909-1987) Öxl

Hliðstæð nafnaform

  • Guðmundur Jónasson Bergmann (1909-1987)
  • Guðmundur Bergmann

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

18.3.1909 - 13.12.1987

Saga

Staðir

Stóra-Giljá: Öxl:

Réttindi

Hann og þeir bræður báðir fóru til náms í Laugaskóla og síðar varð Guðmundur meistari í trésmíðaiðn.

Starfssvið

Stundaði hann húsasmíðar í sveitum sýslunnar og var forstöðumaður Bygginga samtaka Búnaðarsambands Austur-Húnavatnssýslu á tímabili. Þá stundaði hann iðn sína á nýsköpunarárunum á Skagaströnd og síðar á Keflavíkurvelli. Heima á Stóru-Giljá var svo verkstæði þeirra feðga, stundað eftir því sem ástæður voru til. Á fyrra tímabili refaræktar á landinu rak Guðmundur refabú, staðsett í hvamminum sunnan við Giljána í landi Litlu-Giljár og veiðiskapurinn var stundaður þegar tækifæri buðust.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Árið 1874 fluttu að Marðarnúpi í Vatnsdal hjónin Björn Leví Guðmundsson frá Síðu í Vesturhópi og Þorbjargar Helgadóttur frá Gröf í Víðidal. Voru þau mikil snyrtimenni í búskap sínum. Hann var góður smiður en hún ljósmóðir.
Börn áttu þau er báru foreldrum sínum gott vitni. Var elstur þeirra, er upp komust,
1) Guðmundur Björnsson f. 12. október 1864 - 7. maí 1937 Húsbóndi í Reykjavík 1910. Landlæknir á Amtmannsstíg 1, Reykjavík 1930. Landlæknir og alþingismaður í Reykjavík. og skáld. Höfundarnafn hans var "Gestur". Dætur eru nefndar þær
2) Jóhanna Hólmfríður Björnsdóttir 9. desember 1868 - 27. apríl 1966 Var í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Var á Marðarnúpi, Undirfellssókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Víðidalstungu. Var í Víðidalstungu, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.
3) Ingibjörg Björnsdóttir 28. maí 1875 - 10. september 1940 Húsfreyja á Torfalæk.
4) Halldóra Björnsdóttir 24. mars 1878 - 10. apríl 1961 Dóttir þeirra á Marðarnúpi, Grímstungusókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Geithömrum,
5) Kristín Elísabet Björnsdóttir 23. mars 1878 - 5. janúar 1942 Dóttir þeirra á Marðarnúpi, Grímstungusókn, Hún. 1880. Var á Marðarnúpi, Undirfellssókn, Hún. 1890. Var í Reykjavík 1910. Var á Amtmannsstíg 1, Reykjavík 1930. Vann við eftirlitsstörf. Um skeið ráðskona hjá Guðmundi bróður sínum, en giftist ekki.
6) Jónas Bergmann Björnsson 26. október 1876 - 21. desember 1952 Bóndi á Marðarnúpi og trésmíðameistari á Stóru-Giljá.

Kona Jónasar var Guðrún Kristín Bergmann Guðmundsdóttir 10. júlí 1877 - 24. nóvember 1943 systir Guðmundar Bergmann Guðmundssonar á Þorfinnsstöðum og voru þau hjón bræðrabörn. Þau Jónas og Kristín tóku við búi á Marðarnúpi vorið 1909 og bjuggu þar til vorsins 1930 að þau seldu jörðina og fluttu að Stóru-Giljá með börnin sín fjögur,
1) Guðmundur Bergmann 18. mars 1909 - 13. desember 1987 Húsasmíðameistari, síðar bóndi á Öxl. Var á Stóru-Giljá í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi.
2) Björn Bergmann 24. maí 1910 - 30. maí 1985 Var á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Helgafelli, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kennari á Blönduósi. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi.
3) Oktavía Bergmann Jónasdóttir 14. júní 1912 - 2. ágúst 1989 Lausakona á Hofi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Leysingjastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
4) Þorbjörg Bergmann Jónasdóttir 14. júní 1914 - 15. maí 1916
5) Þorbjörg Bergmann Jónasdóttir 31. maí 1917 - 11. október 2005 Húsfreyja á Helgavatni, Sveinsstaðahr., A-Hún. og var þar 1957. Síðast bús. á Blönduós. Var á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930.
Á Jónsmessu vorið 1938 urðu mikil þáttaskil í lífi systkinanna frá Marðarnúpi. Gengu þá þrjú þeirra í hjónaband heima á Stóru-Giljá. Kristín móðir þeirra var þá rúmföst orðin, en brúðkaupið fór fram inni hjá henni. Maður hennar leiddi dæturnar sitt við hvora hlið sína á brúðarbekkinn en Jón Jónsson í Stóradal leiddi brúði Guðmundar Ingibjörgu Hjálmarsdóttur uppeldisdóttur sína, afkomanda Bólu Hjálmars í fjórða lið. Oktavía giftist Halldóri Jónssyni frá Brekku, síðar bónda á Leysingjastöðum en Þorbjörg Hallgrími Eðvarðssyni á Helgavatni. Voru á þessum degi mikil örlög ráðin.

Almennt samhengi

Það sama ár 1938 keyptu ungu hjónin Guðmundur og Ingibjörg hálfa jörðina Öxl í Þingi en engin hús fylgdu í þeim kaupum. Reistu þau fljótlega hús yfir fólk og fénað og efndu til bústofns. Fór svo að þau fluttu sig alfarið að Öxl og voru þá foreldrar Guðmundar bæði látin. Að lokum fór svo að þau systkinin öll áttu heimilisfang í Sveinsstaðahreppi því að Björn bróðir þeirra átti einnig heimili í Öxl eftir að hann hætti kennslu á Blönduósi.

Þeim Guðmundi og Ingibjörgu búnaðist vel í Öxl og svo virtist sem smiðurinn hefði vikið fyrir bóndanum, en veiðimaðurinn hélt velli meðan byr hélst. Guðmundur fór vel með allar skepnurnar og hafði af þeim arðsemi. Hann varð umtalaður hrossabóndi. Sóttu margir eftir hrossum hans, sem urðu honum mikið hugðar- og umræðuefni. Hann tók þátt í málefnum Sveinsstaðahrepps og sat, á tímabili, í sveitarstjórn. Hann tók að fara í göngur á Grímstunguheiði og Sauðadal og naut þess að sjá bú smala sinn koma af fjalli.

En snögg urðu umskipti í lífi Guðmundar Bergmanns. Á útmánuðum fyrir nokkrum árum var hann í fóðurskoðun í Sveinsstaðahreppi með öðrum manni. Nokkrum dögum fyrr sagði hann við þann er þetta ritar við eldhúsborðið heima í Öxl að hann hefði í raun aldrei kennt sér nokkurs meins. Hann hljóp uppi lambhrút í fjallinu fyrir ofan bæinn og bar á herðum sér heim að Öxl. Hinn roskni bóndi naut lífsins í starfi sínu. Þennan dag í fóðurskoðuninni kenndi Guðmundur lasleika en trúði ekki á neitt óvenjulegt. Hann lauk dags verkinu en innan skamms tíma var hann lamaður á hægri hlið. Þannig taka örlögin stundum í taumana.

Tengdar einingar

Tengd eining

Bogey Ragnheiður Jónsdóttir (1942) (8.8.1942 -)

Identifier of related entity

HAH02918

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Bogey Ragnheiður Jónsdóttir (1942)

er barn

Guðmundur Bergmann (1909-1987) Öxl

Dagsetning tengsla

1942 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jónas Bergmann Björnsson (1876-1952) Marðarnúpi (26.10.1876 - 21.12.1952)

Identifier of related entity

HAH06705

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jónas Bergmann Björnsson (1876-1952) Marðarnúpi

er foreldri

Guðmundur Bergmann (1909-1987) Öxl

Dagsetning tengsla

1909

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Guðmundsdóttir Bergmann (1877-1943) St-Giljá (10.7.1877 - 24.11.1943)

Identifier of related entity

HAH04385

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Kristín Guðmundsdóttir Bergmann (1877-1943) St-Giljá

er foreldri

Guðmundur Bergmann (1909-1987) Öxl

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorbjörg Bergmann Jónasdóttir (1917-2005) Helgavatni (31.5.1917 - 11.10.2005)

Identifier of related entity

HAH02129

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Þorbjörg Bergmann Jónasdóttir (1917-2005) Helgavatni

er systkini

Guðmundur Bergmann (1909-1987) Öxl

Dagsetning tengsla

1917 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Bergmann (1910-1985) kennari og ljósmyndari Blönduósi (24.5.1910 - 30.5.1985)

Identifier of related entity

HAH02842

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Björn Bergmann (1910-1985) kennari og ljósmyndari Blönduósi

er systkini

Guðmundur Bergmann (1909-1987) Öxl

Dagsetning tengsla

1910 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Oktavía Bergmann Jónasdóttir (1912-1989) Leysingjastöðum (14.6.1912 - 2.8.1989)

Identifier of related entity

HAH06942

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Oktavía Bergmann Jónasdóttir (1912-1989) Leysingjastöðum

er systkini

Guðmundur Bergmann (1909-1987) Öxl

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Hjálmarsdóttir Bergmann (1913-2013) Öxl (20.1.1913 - 1.8.2013)

Identifier of related entity

HAH01482

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingibjörg Hjálmarsdóttir Bergmann (1913-2013) Öxl

er maki

Guðmundur Bergmann (1909-1987) Öxl

Dagsetning tengsla

1938 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bjarni Helgason (1832-1922) Síðu í Vesturhópi og Hrappsstöðum í Víðidal og Wynyard, Saskatchewan, Kanada. (10.5.1832.-.16.6.1922)

Identifier of related entity

HAH02672

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Dagsetning tengsla

1909 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Öxl í Þingi ((1350))

Identifier of related entity

HAH00514

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Öxl í Þingi

er stjórnað af

Guðmundur Bergmann (1909-1987) Öxl

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01276

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 19.9.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir