Björn Arason (1931-2002) kennari Borgarnesi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Björn Arason (1931-2002) kennari Borgarnesi

Hliðstæð nafnaform

  • Björn Kristófer Arason (1931-2002)

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

15.12.1931 - 22.2.2002

Saga

Björn Arason fæddist 15. desember 1931 á Blönduósi.
Hann lést á Landspítalanum 22. febrúar 2002.
Útför Björns fór fram frá Borgarneskirkju 1. mars 2002 og hófst athöfnin klukkan 14.

Staðir

Blönduós: Reykir Hrútafirði: Borgarnes.

Réttindi

Björn lauk stúdentsprófi frá MA 1953, stundaði síðan nám við HÍ 1953-54 og í Englandi 1955.

Starfssvið

Hann var kennari við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði 1955-56, og kenndi við Miðskólann í Borgarnesi 1956-67. Björn var kaupmaður og umboðsmaður Skeljungs hf. 1964-1994. Hann rak Shellstöðina í Borgarnesi ásamt því að vera umboðsmaður fyrir Flugfélag Íslands og Almennar tryggingar frá 1964-89. Einnig stundaði hann verslunarrekstur um margra ára skeið ásamt Braga Jósafatssyni, mági sínum. Eftir að hann hætti rekstri Shellstöðvarinnar var hann veiðieftirlitsmaður Veiðimálastofnunar á sumrin.

Lagaheimild

Björn starfaði í Lionsklúbbi Borgarness frá 1958 til dánardags og gegndi hann flestum trúnaðarstörfum innan klúbbsins og var alltaf mjög virkur félagi. Björn starfaði lengi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og tók virkan þátt í bæjar- og kjördæmismálum. Hann sat í hreppsnefnd Borgarneshrepps 1970-82, var formaður hreppsráðs 1978-82, sat í skólanefnd Miðskóla og Barnaskóla Borgarness frá 1970-82. Hann var í stjórn Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar frá stofnun, 1979, til 1986 og var formaður stjórnar 1983-84.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Ari Jónsson, sýsluskrifari á Blönduósi, f. 8.5. 1906, d. 3.12. 1979, og Guðríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 21.9. 1897, d. 18.5. 1990.
Systir Björns er;
1) Ingibjörg, verslunarmaður í Reykjavík, f. á Blönduósi 23.8. 1935, sonur hennar er Ari Hafsteinn (1957)

Björn kvæntist 23.8. 1955 Guðrúnu Jónínu Jósafatsdóttur matráðskonu, f. 23.8. 1932. Foreldrar hennar voru Jósafat Sigfússon, verkamaður á Sauðárkróki, f. 14.9. 1902, d. 10.12. 1990, og Jónanna Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 25.9. 1907, d. 3.12. 2000.
Börn Björns og Guðrúnar eru:
1) Jónanna Guðrún framkvæmdastjóri, f. 8.10. 1955, maki Níels Guðmundsson verkfræðingur, dætur þeirra eru Guðrún Eva og Sigríður Soffía.
2) Ari rafmagnsiðnfræðingur, f. 25.8. 1960, maki Fanney Kristjánsdóttir, starfsmaður Grunnskóla Borgarness, dætur þeirra eru Anna María og Birna Ósk, dóttir Fanneyjar er Guðrún Ágústa Möller.
3) Guðríður Inga þroskaþjálfi, f. 4.8. 1963, dætur hennar eru Soffía og Sunna.
4) Jón Jósafat markaðsstjóri, f. 25.9. 1970, maki Dagný Guðmundsdóttir sölumaður, dóttir Dagnýjar er Aníta Ýr.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Friðfinnshús Blönduósi / Læknahús 1897-1901 (1896 -)

Identifier of related entity

HAH00100

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldórshús utan ár (1909 -)

Identifier of related entity

HAH00656

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sæmundsenhús Aðalgata 2 Blönduósi (1923 -)

Identifier of related entity

HAH00135

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðríður Björnsdóttir (1897-1990) frá Hnausum (21.9.1897 - 18.5.1990)

Identifier of related entity

HAH01301

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðríður Björnsdóttir (1897-1990) frá Hnausum

er foreldri

Björn Arason (1931-2002) kennari Borgarnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ari Jónsson (1906-1979) sýsluskrifari Blönduósi (8.5.1906 - 3.12.1979)

Identifier of related entity

HAH01543

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ari Jónsson (1906-1979) sýsluskrifari Blönduósi

er foreldri

Björn Arason (1931-2002) kennari Borgarnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Aradóttir (1935) Blönduósi (23.8.1935 -)

Identifier of related entity

HAH05979

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingibjörg Aradóttir (1935) Blönduósi

er systkini

Björn Arason (1931-2002) kennari Borgarnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01140

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir