Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Benedikt Guðmundsson (1905-1990) Staðarbakka í Miðfirði
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
30.11.1905 - 17.1.1990
History
Benedikt Guðmundsson bóndi á Staðarbakka lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga að morgni 17. janúar sl. á 85. aldursári. Hann hafði kennt sér lasleika um nokkurn tíma. Eigi að síður kom fráfall hans á óvart eins og oft vill verða þegar fólk er kvatt burt af þessum heimi. Tveim dögum fyrir andlát Benedikts heimsótti ég hannað Staðarbakka, hann hafði þá daginn áður komið heim af sjúkrahúsinu á Hvammstanga eftir nokkurra daga veru þar. Hann var þá hress og eins og ætíð áður fróðlegt og gaman við hann að ræða.
Þegar góður vinur hverfur héðan á braut þyrpast fram minningar liðinna daga sambland af trega og eftirsjá eftir ónotuðum tækifærum til samvista. Við fráfall þessa mæta manns hverfur af sjónarsviðinu litríkur sveitahöfðingi og drengur góður sem ætíð reyndi að leysa hvers manns vanda ef til hans var leitað og vann ómetanleg störf fyrir sveit sína og hérað.
Benedikt fæddist 30. nóvember 1905 í Hnausakoti í V-Hún. Benedikt fluttist með foreldrum sínum að Staðarbakka 1907 og hefur átt þar heimili æ síðan.
Eftir lát föður síns 1930 stóð hann ásamt Gísla bróður sínum fyrir búi móður sinnar til ársins 1945 er hann ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Magnúsdóttur frá Torfastöðum í Núpsdal hóf búskap á hálfri jörðinni Staðarbakka og ráku þar myndarbú þartil fyrir nokkrum árum að sonur þeirra Rafn tók við jörðinni.
Places
Hnausakot: Staðarbakki Miðfirði V-Hún. 1907 bóndi þar 1945:
Legal status
Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri og varð bú fræðingur þaðan 1931.
Functions, occupations and activities
Benedikt gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og hérað og verður hér aðeins fátt eitt nefnt: Hann átti sæti í hreppsnefnd YtriTorfustaðahrepps í 25 ár og var oddviti hennar í mörg ár. Í sýslunefnd V-Hún. frá 1961-1978, hreppstjóri Ytri-Torfustaðahrepps í 12 ár. Fulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda og Búnaðarsambands V-Hún. um fjölda ára. Formaður fasteignamatsnefndar V-Hún. Í stjórn Sparisjóðs VesturHún. og í stjórn Veiðifélags Miðfirðinga frá 1938-1973 þar af í fjórðung aldar formaður.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Hann var sonur hjónanna Guðmundar Gíslasonar f. 6.3.1874 - 18.9.1930 bónda Hnausakoti og síðar bónda og hreppstjóra á Staðarbakka og konu hans Margrétar Elísabetar Benediktsdóttur f. 15.7.1880 - 9.5.1967 frá Bjargarstöðum.
Bróðir hans;
Gísli Guðmundsson 29. apríl 1907 - 1. janúar 1998 Fjármaður á Staðarbakka, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Staðarbakka. Ókvæntur.
Eftir lát föður síns 1930 stóð hann ásamt Gísla bróður sínum fyrir búi móður sinnar til ársins 1945 er hann ásamt eiginkonu sinni 19.5.1945 Ásdísi Magnúsdóttur f. 21.8.1920 - 19.6.2013, nefnd Ásdís Magnúsdóttir Frímanns í Jóelsætt, frá Torfastöðum í Núpsdal hóf búskap á hálfri jörðinni Staðarbakka og ráku þar myndarbú þar til fyrir nokkrum árum að sonur þeirra Rafn tók við jörðinni.
Foreldrar hennar; Guðfinna Björnsdóttir húsfreyja og Magnús Frímann Jónsson bóndi, smiður og rithöfundur Torfastöðum í Miðfirði.
Börn þeirra eru:
1) Margrét húsfreyja og þroskaþjálfi, f. 18. nóvember 1945, maki hennar er Ólafur H. Jóhannsson kennari. Börn þeirra eru: Benedikt Marinó, f. 1966. Sonur Benedikts frá fyrra hjónabandi er Ólafur Andri. Stjúpsonur er Sveinn Ingi. Sambýliskona Ása Elísa Einarsdóttir, börn hennar Aron Dalin, Viktor Díar og Ísold Atla. Jóhann Örn, f. 1971, maki Theodóra S. Sæmundsdóttir. Börn þeirra Jóhann Egill og Arna Sif. Börn Theodóru frá fyrra hjónabandi Ólöf Sara og Sæmundur Karl. Stjúpsonur Jóhanns frá fyrra hjónabandi er Davíð. Ólöf Ásdís, f. 1974, maki Björn H. Barkarson. Börn þeirra eru Margrét Júlía, Birna Kristín og Valtýr Gauti. Hrafnhildur, f. 1980, maki Orri Huginn Ágústsson. Dóttir þeirra er Kolfinna.
2) Ingimundur trésmíðameistari, f. 26. ágúst 1948. Maki hans er Matthildur G. Sverrisdóttir dagmóðir og húsfreyja. Börn þeirra eru: Magnús Frímann, f. 1974, maki Halldóra Ingvarsdóttir. Börn þeirra eru Ingvar Andri, Elín Rósa og Matthías Ingi. Sverrir Steinn, f. 1977, sambýliskona Helga Dögg Wiium. Börn þeirra Matthildur Birta og Kristinn Kári. Þórdís Hlín, f. 1983.
3) Jón Magnús framkvæmdastjóri, f. 26. febrúar 1951, maki hans er Þorbjörg J. Ólafsdóttir ljósmóðir og húsfreyja. Börn þeirra eru: Þórólfur, f. 1974. Dóttir hans frá fyrri sambúð er Þorgerður. Sambýliskona Nanna Viðarsdóttir. Börn þeirra eru Jón Ívar og Logi. Dóttir Nönnu er Edda Eik. Ragnheiður, f. 1979, sambýlismaður Anders Torstein Dolve. Þórhildur, f. 1979, maki Jón Hákon Hjaltalín. Börn þeirra eru Styrmir og Þorbjörg Sara.
4) Rafn bóndi, f. 25. maí 1952. Maki Ingibjörg Þórarinsdóttir húsfreyja og bóndi. Börn þeirra eru Sólrún Guðfinna, f. 1976. Maki Mikael Þór Björnsson. Börn þeirra eru Hilmir Rafn, Anton Einar og Bríet Ingibjörg. Þórarinn Óli, f. 1979, maki Guðfinna Kristín Ólafsdóttir. Dóttir þeirra er Inga Þórey. Stjúpsonur Heiðar Örn. Benedikt, f. 1985. Sambýliskona Ingibjörg Markúsdóttir.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Benedikt Guðmundsson (1905-1990) Staðarbakka í Miðfirði
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Benedikt Guðmundsson (1905-1990) Staðarbakka í Miðfirði
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Benedikt Guðmundsson (1905-1990) Staðarbakka í Miðfirði
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Benedikt Guðmundsson (1905-1990) Staðarbakka í Miðfirði
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Benedikt Guðmundsson (1905-1990) Staðarbakka í Miðfirði
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is controlled by
Benedikt Guðmundsson (1905-1990) Staðarbakka í Miðfirði
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 13.5.2017
Language(s)
- Icelandic