Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Beinhóll á Kili
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
(1880)
History
Skammt norðaustan við Kjalfell er Beinahóll eða Beinabrekka, þar sem Reynisstaðabræður, fé og föruneyti, urðu úti árið 1780. Þar finnast enn bein úr fé þeirra bræðra og þekkist hóllinn úr fjarlægð vegna hvítra beinanna sem standa út úr hólnum. Jafnmikið hefur örugglega ekki verið skrifað og rætt um nokkurn slysaatburð hér á landi sem þennan. Atburðurinn þykir enn þann dag í dag mjög dularfullur og ekki hefur fengist fullnægjandi skýring á sumu því er í þessari för gerðist Um helför þessa yrkir Jón Helgason prófessor í Áföngum:
Liðið er hátt á aðra öld;
enn mun þó reimt á Kili,
þar sem í snjónum bræðra beið
beisklegur aldurtili.
Skuggar lyftast og líða um hjarn
líkt eins og mynd á þili
hleypur svo einn með hærusekk,
hverfur í dimmu gili.
Árið 1971 var reistur minnisvarði um Reynisstaðabræður úr stuðlabergi á Beinahól. Eftir dauða bræðranna og fylgdarmanna frá Reynisstað fékk almenningur mikinn ímugust á þessari öræfaleið sem annars hafði um margar aldir verið ein fjölfarnasta samgönguæð milli landsfjórðunga. Það lá við að Kjalvegur legðist af hátt upp í hundrað ár. Reimleikaorð fór að myndast um leiðina, einkum í nánd við Kjalfell og hraunið. Ekki dró svo útilegumannatrúin úr hræðslunni.
Óhugnanleg hula svífur enn yfir þessum stað og verður seint aflétt. Kjalvegur er þó aftur orðinn fjölfarin leið og þeir eru óteljandi ferðamennirnir, íslenskir sem erlendir, sem leggja leið sína þarna um enda er margt að sjá og skoða.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-óby
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 12.2.2019
Language(s)
- Icelandic