Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Ásgeirshús Blönduósi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1899 - 1970
Saga
Byggt 1899 af Sigurði Oddleifssyni búfræðingi. Hann bjó þar 1899-1901 en flutti svo vestur um haf 1902. Lóðasamningur og útmælingargjörð voru til með vissu, en ég [JA] hef ekki séð þau plögg.
Lóðin var 1260 ferálnir [496,4 m2]. Hansína ekkja sra Þorvaldar kaupir hús og lóð af Sigurði. Hún býr í húsinu með Ásgeiri syni sínum til 1910. Ásgeir kvæntist Hólmfríði 1909 og flytjast þau þá til tengdaforeldranna í Hjálmarshús [Jónasarhús].
1911 flyst Ingibjörg Hjálmarsdóttir systir Zophoníasar í Hansínuhús, hann byggði þá yfir systur sína. Í virðingargjörð frá 18.2.1914 segir um hús Ingibjargar; Stærð þess að utanmáli er 6x4 m. Hæð undir þakskegg er 2,2 m. í mæni 2,8 m. Það er allt úr timbri með vanalegri grind og liggjandi klæðningu. Kjallari er undir 2/3 af húsinu, hlaðinn úr steini og lagður í sement. Fyrsta gólfið er skipt í 3 herbergiog inngang. Eru tvö herbergi þiljuð, veggfóðruð og máluð, eitt er aðeins þiljað. Þak er úr heilþykkum borðum á sperrur. Þar yfir þakpappi og yst rifflað þakjárn menjumálað og útveggir einnig málaðir. Í húsinu er múrpípa, eldavél og 1 ofn.
Við húsið eru 2 skúrar, annar við útidyr 1,26 x 1,57 m. Hæð 2 m. Hann er með einfaldri klæðningu, hinn skúrinn er við húshliðina að að stærð 2 x 3 m. hæð 1,9 m. Hann er klæddur með heilþykkum borðum og pappi yfir. Þök á skúrum þessum eins og aðalhúsinu. Meðfylgjandi lóð er sögð 484 m2. Ekki var komin vatnslögn í húsið 1916, en brunnur var snemma gerður í lóðinni og er hann enn þar, en jarðvegur yfir.
Ásgeir kaupir hið nýbyggða hús af Ingibjörgu 23.5.1914. Zophonías tengdafaðir Ásgeirs, sem hafði byggt sér hús 1905, seldi það og byggði sér annað hús, Lindarbrekku. Hann seldi húsið 19.2.1923 Stefáni Þorkelssyni og byggði yfir sig viðbyggingu við Ásgeirshús. Þessa viðbyggingu seldi Zophonías Torfalækjarhreppi og Bkönduóshreppi 13.6.1928. Ásgeir kaupir hana svo af hreppnum 17.4.1943.
Ásgeir býr svo í húsinu til um 1960. Þorvaldur sonur hans bjó þar þar til hann byggir yfir sig utan ár [Hvanná] og fór Ásgeir þá með honum.
Sigurður H Þorsteinsson keypti Ásgeirshús og bjó þar þar til hann byggði yfir sig utan ár. Þá settist Sigurgeir Sverrisson að í Ásgeirshúsi og bjó í því uns það brann 1970.
Staðir
Blönduós gamli bærinn;
Réttindi
Sigurðarhús 1899, endurbyggt 1911. Ásgeirshús 1914 - Hansínuhús 1902. Lóð 484 m2 húsgrunnur 38,4 m2. Vestan við Kirkjuna.
Starfssvið
Lýsing 18.2.1914; Utanmál 6x4 m. Hæð undir þakskegg 2,20 m, í mæni 2,8 m. Allt úr timbri með vanalegri grind og liggjandi klæðningu. Kjallari undir 2/3 af húsinu. Fyrsta gólf er skipt í 3 herbergi og inngang. 2 herbergi þiljuð, veggfóðruð og máluð. Eitt er aðeins þiljað. Þak er úr heilþykkum borðum á sperrur. Þar yfir þakpappi og ysta rifflað járn menjumálað og útveggir einnig málaðir. Í húsinu er múrpípa, eldavél og 1 ofn. Við húsið eru 2 skúrar, annar við útidyr 1,26 x 1,57 m hæð 1,9 m. Þök á skúrum þessum eins og á aðalhúsinu. Lóð sögð 484 m2. Ekki var komin vatnslögn í húsið 1916, en brunnur var snemma gerður á lóðinni og er þar enn, jarðvegur yfir.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
1899-1901- Sigurður Oddleifsson f. 11. sept. 1860 Kolbeinsá, d. 16. ág. 1937, maki; Margrét Gísladóttir (1865-1895) frá Húnstöðum. Búfræðingur Stóru-Giljá 1890. Vesturheimi 1902, giftist aftur þar aftur.
1901- Christian Björn Berndsen (1876-1968) maki; Guðríður Þorvaldsdóttir (1875-1930), sjá Sólheima Blönduósi.
1901 og 1920- Hansína Sigurbjörg Þorgrímsdóttir f. 10. apr. 1847 d. 28. jan. 1928 frá Hofteigi á Jökuldal, ekkja 1901, maki 21. maí 1870 (seinni kona); Þorvaldur Ásgeirsson f. 20. maí 1836 d. 24. ág. 1887 prestur Hjaltabakka. Zophoníasarhúsi (Jónasarhús) 1910, ekkja 1920.
Börn þeirra;
1) Ásgeir (1872-1874),
2) Sigríður (1873-1875),
3) Þorgrímur (1873),
4) Guðríður (1875-1930),
5) Sigríður (1876-1944) Hjaltabakka
6) Ingibjörg (1878-1897),
7) Kristín (1879-1880),
8) Ásgeir (1881-1962). Ásgeirshúsi
1901; Hansína Sigurbjörg Guðmundsdóttir (1886-1990) Syðri-Löngumýri. Maður hennar; 22.5.1914; Erlendur Hallgrímsson 14. september 1891 - 27. ágúst 1943 Bóndi í Tungunesi. Sauðárkróki.
1920 og 1951- Ásgeir Þorvaldsson f. 4. ág. 1881, d. 25. jan. 1962, maki 12. nóv. 1909; Hólmfríður Zophoníasdóttir f. 9. júní 1889, d. 5. apr. 1957 sjá Jónshús. Zophoníasarh. 1910.
Börn:
1) Hrefna 12. feb. 1909 - 22. apríl 1939. Húsfreyja í Vallanesi á Völlum. Kjörsonur: Hrafn Marinósson f. 2.10.1938, d.3.1.1986.
2) Sigríður Taylor 7. des. 1911 - 18. des. 1990. Vinnukona á Blönduósi 1930. Húsfreyja í Englandi. M: Arnold Taylor.
3) Ása Sigurbjörg 27. ágúst 1914 - 3. apríl 1996. Var á Blönduósi 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
4) Soffía Ingibjörg 1. sept. 1917 - 6. júlí 2004. Var á Blönduósi 1930. Húsfreyja og saumakona í Reykjavík. Uppeldisdóttir: Hólmfríður Guðmundsdóttir, f. 15.5.1946.
5) Kristín Arndís 13. sept. 1919 - 26. des. 2006. Var á Blönduósi 1930.
6) Þorvaldur Ásgeirsson f. 7. febr. 1921 d. 29. júlí 2003 maki 8. júní 1946; Sigurborg Jónína Sigríður Gísladóttir f. 27. apr. 1923 Svarthamri við Álftarfjörð, d. 7. des. 2006 Vestm.
7) Olga Magnúsdóttir 7. feb. 1921 - 23. ágúst 1977. Var í Flögu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Skrifstofumaður í Reykjavík.
8) Helga Maggý 28. feb. 1923 - 9. maí 1970. Var á Blönduósi 1930. Húsfreyja á Gufuskálum undir jökli. Síðast bús. í Neshreppi.
9) Zophonías 1. júní 1924 - 27. sept. 2013. Var á Blönduósi 1930. Vélstjóri í Hafnarfirði og síðar húsvörður og umsjónarmaður.
10) Valgarð 25. okt. 1927 - 22. apríl 1996. Var á Blönduósi 1930. Var í Ásgeirshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Múrarameistari á Blönduósi.
1920- Ragnheiður Brynjólfsdóttir (1901-1994) frá Ytri-Ey, sjá Samkomuhús. 1940-
1920- Jónína Sigríður Árnadóttir, (1863-1943) sjá Jónasarhús,
1920- Sigríður Árnadóttir (1870-1958) sjá Bakka.
1946- Hrafn Marinósson (1938-1986) sonur Hrefnu og sra Marínó Friðriks Kristinssonar (1910-1994).
1947 og 1951- Þorvaldur Ásgeirsson f. 7. febr. 1921 d. 29. júlí 2003 maki 8. júní 1946; Sigurborg Jónína Sigríður Gísladóttir f. 27. apr. 1923 Svarthamri við Álftarfjörð, d. 7. des. 2006 Vestm.
Börn þeirra;
1) Ásgeir Ingi (1948),
2) Hrefna (1951),
3) Olgeir (1961).
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
controls
Ásgeirshús Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Blö
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 13.5.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ