Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Kvenfélagið Vaka Blönduósi (1928)

  • HAH10053
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1928

Kvenfélagið Vaka var stofnað þann 8. janúar 1928 og voru stofnendur 12 talsins. Í fyrstu stjórn félagsins sátu þær Jóhanna Hemmert, formaður, Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri og Láretta Stefánsdóttir, ritari. Allt frá stofnun félagsins hefur það jafnan reynt að fylgja 1. lagagrein félagsins í því að vinna að líknar- og menningarmálum. Á fyrstu starfsárunum, kreppuárunum, voru ýmsir hjálpaþurfi og reyndi félagið að bæta hag þeirra eftir mætti. Þá var einnig reynt að styðja þá, sem urðu yfir sérstökum áföllum. Þá gerðist félagið einnig þátttakandi í framkvæmdum í byggðarlaginu, s.s. byggingu Héraðshælisins og síðar Félagsheimilisins. Snemma var hugað að fegrun og ræktun í þorpinu og hvamminum þar sem vinnu við ræktun var fyrst getið í gerðabókum 1936. Hvammurinn fékk snemma nafnið Kvenfélagsgarðurinn en á seinni árum var honum gefið nafnið Fagrihvammur. Það var von kvenfélagskvenna að hreppsbúar létu sér annt um garðinn og nytu þess næðis og gróðursældar sem þar var.

Guðmundur Guðmundsson (1850-1934) Hvammsvík

  • HAH04025
  • Einstaklingur
  • 30.11.1850 - 12.3.1934

Guðmundur Guðmundsson 30. nóvember 1850 - 12. mars 1934 Trésmiður á Smiðjustíg 11, Reykjavík 1930. Bóndi í Hvammsvík í Kjós, síðar verslunarmaður og smiður í Reykjavík.

Guðmundur Guðmundsson (1877-1973) Sneis

  • HAH04029
  • Einstaklingur
  • 1.1.1877 - 23.12.1973

Guðmundur Guðmundsson 1. janúar 1877 - 23. desember 1973 Fór til Vesturheims 1887 frá Sneisi, Engihlíðarhreppi, Hún.
Bóndi í Big Quill, Humboldt, Saskatchewan, Kanada 1916. Kaupmaður í Wynyard, Humboldt, Saskatchewan, Kanada 1921.

Guðmundur Guðmundsson (1893-1976) Fossum

  • HAH04034
  • Einstaklingur
  • 10.8.1893 - 29.8.1976

Guðmundur Guðmundsson 10. ágúst 1893 - 29. ágúst 1976 Bóndi á Fossum í Svartárdal, Bólstaðarhlíðarhr.

Guðmundur Hagalín Guðmundsson (1954)

  • HAH04040
  • Einstaklingur
  • 13.2.1954 -

Guðmundur Hagalín Guðmundsson 13. febrúar 1954 Stöðvarstjóri Blönduvirkjunar. Sérfræðingur hjá HS Orku.

Guðmundur Hallgrímsson (1950) Helgavatni

  • HAH04043
  • Einstaklingur
  • 10.3.1950 -

Guðmundur Hallgrímsson 10. mars 1950 Var að Helgavatni, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Bústjóri Hvanneyri í Andakíl

Guðmundur Jónasson (1874) Ytri-Reykjum

  • HAH04073
  • Einstaklingur
  • 11.7.1874 -

Guðmundur Jónasson 11. júlí 1874 fósturbarn Neðrifitjum, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Vinnumaður þar 1890. Bóndi og hreppstjóri á Ytri-Reykjum, V-Hún.

Guðmundur Jónsson (1825-1896) Torfalæk

  • HAH04075
  • Einstaklingur
  • 30.6.1825 - 2.12.1896

Guðmundur Jónsson 30. júní 1825 - 2. desember 1896 Var á Gafli, Víðidalstungusókn, Hún. 1835. Vinnuhjú í Kolugili í Víðidalstungusókn, Hún. 1845. Bóndi í Torfalæk, Hjaltabakkasókn, Hún. 1860. Bóndi í Mörk í Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1870 og 1880.

Guðmundur Jónsson (1827-1913) Hóli í Svartárdal

  • HAH04076
  • Einstaklingur
  • 17.9.1827 - 18.7.1913

Guðmundur Jónsson 17. september 1827 - 18. júlí 1913 Bóndi á Hóli, Bergstaðasókn, Hún. 1860. Bóndi og bókbindari í Hvammi, Bergsstaðasókn, Hún. Var þar 1880.

Jakob Guðmundsson (1950) Blönduósi

  • HAH05239
  • Einstaklingur
  • 1.4.1950 -

Jakob Þór Guðmundsson 1. apríl 1950. Símvirki Blönduósi; Var í Neðri Lækjardal, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.

Jóhanna Magnúsdóttir (1892-1962) Gunnfríðarstöðum

  • HAH05403
  • Einstaklingur
  • 21.1.1892 - 24.8.1962

Jóhanna Magnúsdóttir 21. jan. 1892 - 24. ágúst 1962. Var í Hamrakoti, Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja í Brekku og Selhaga, Skag. og lengst á Gunnfríðarstöðum í Langadal. Löngumýri Skagafirði 1920.

Valdimar Sigurgeirsson (1889-1967) Gunnfríðarstöðum

  • HAH8844
  • Einstaklingur
  • 24.9.1889 - 15.1.1967

Bóndi á Brekku í Seyluhreppi, Selhaga á Skörðum og lengst á Gunnfríðarstöðum í Langadal. Var í Hamrakoti,Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Valdimar Stefán Sigurgeirsson var fæddur að Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði, 24. sept 1889. Valdimar var vinsæll maður, lundléttur og glaðvær, greiðasamur og góðlyndur. Hann var mikill skepnuvinur, einkum hafði hann yndi af hestum og þótti sérlega laginn tamningamaður. Hann var bókhneigður, minnugur og fróður um margt, sönghneigður og hafði lært að spila á orgel og mun hafa verið kirkjuorganisti í Skagafirði um skeið. Hann andaðist á héraðshælinu á Blönduósi 15. janúar

Dýrborg Daníelsdóttir (1879-1970) Stóru-Ökrum

  • HAH06094
  • Einstaklingur
  • 1.10.1879 - 29.1.1970

Dýrborg Daníelsdóttir 1. okt. 1879 - 29. jan. 1970. Tökubarn á Mælifellsá, Mælifellssókn, Skag. 1880. Var í Brekkukoti fremra í Blönduhlíð, Skag. 1901. Húsfreyja á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð, á Ytra-Skörðugili á Langholti og í Valadal á Skörðum, Skag.

Vilborg Guðmundsdóttir (1885-1968) Miðgili

  • HAH06120
  • Einstaklingur
  • 25.9.1885 - 14.3.1968

Húsfreyja í Miðgili, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Miðgili. Var í Höfðabrekku 2, Höfðakaupstað , A-Hún. 1957.

Blöndubrú í Blöndudal 1950

  • HAH0780
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 24.06.1951

Nýja Blöndubrúin vígð

Um 1000 manns hvaðanæfa af Norður- og Vesturlandi sóttu vígsluhátíðina.

Á sunnudaginn var fór fram vígsla nýrrar brúar á Blöndu, um 30 km. framan við Blönduós. Var byrjað á brúargerð þessari fyrir 2 árum og henni að mestu lokið í fyrrahaust. Við vígsluathöfnina fluttu ræður: Hermann Jónasson samgöngumálaráðherra, Geir Zoéga vegamálastjóri, Jón Pálmason þingmaður Austur-Húnvetninga og Guðbrandur Ísberg sýslumaður. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum flutti kvæði, er hann hafði ort í tilefni þessa viðburðar. Tveir karlakórar úr héraðinu sungu, og dansað var á brúnni fram eftir kvöldi.

Veður var bjart og fagurt þennan dag, og sóttu um 1000 manns vígsuna, fyrst og fremst Húnvetningar, en auk þeirra margt manna víðs vegar að af Norður- og Vesturlandi og sunnan úr Reykjavík.

Blöndubrúin nýja er um 100 metra löng, með 4 metra breiðri akbraut. Þetta er hengi brú að samskonar gerð og brúin yfir Jökulsá hjá Grímsstöðum. Hún er mikið mannvirki og kemur til með að stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur að verulegum mun. Verkstjóri við byggingu brúarinnar var Þorvaldur Guðjónsson Akureyri.

(Íslendingur 24. tölublað 27.06.1951)

Hin nýja 100 m. langa Blöndubrú vígð í dag.

Í dag verður vígð hin nýja hengibrú yfir Blöndu, en brúin er skammt frá Löngumýri í Blöndudal. Brú þessi er í tölu stærstu brúa landssins og er af henni hin mesta samgöngubót.

Þetta mikla brúarmannvirki er 100 m. að lengd og akbrautin eftir brúnni 4 metrar á breidd. Er brúin svipuð mjög Ölfusárbrúnni.

Byggð á einu ári.

Þessi nýja Blöndubrú er um 30 km. leið fyrir ofan Blönduósbrúna. Byrjað var á brúarsmíðinni árið 1949. Var brúarsmíðinni sjálfri lokið 1950. Þá var eftir að múrhúða yfir alla steypu og aðeins þá var eftir að mála hana. Því er nú lokið og hin nýja Blöndubrú er hvít að lit og fallegt mannvirki til að sjá, með fjórum 15 metra háum turnum, er halda uppi burðarstrengjum brúarinnar.

Mikil samgöngubót.

Húnvetningar fagna mjög þeirri stórlega auknu samgöngubót sem brú þessi hefur í för með sjer og eins skapar hún meira öryggi við flutninga á vetrum.

Þegar vígsluhátíðin fer fram í dag verða þar m.a. viðstaddir landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra, vegamálastjóri og ýmsir leiðandi menn þar nyðra.

(Morgunblaðið 140. tölublað 24.06.1951)

Nýja Blöndubrúin vígð

Nýja brúin á Blöndu hjá Löngumýri í Blöndudal verður vígð í dag með mikilli viðhöfn. Meðal ræðumanna þar munu verða Geir Zoëga, vegamálastjóri, Hermann Jónasson, samgöngumálaráðherra o.fl. Borgfirðingar, sem eru á ferð í Húnavatnssýslu í boði Vatnsdælinga og Þingbúa munu fara til vígslunnar ásamt gestgjöfum sínum og búist er við fjölmenni úr héraðinu. Að lokinni vígslu mun verða stiginn dans á brúnni, mega menn þá gæta sín, ef vel er veitt, að falla ekki fyrir borð.

(Tíminn 139. tölublað 24.06.1951)

Nýja Blöndubrúin vígð í fyrradag

NÝJA BRÚIN yfir Blöndu hjá Löngumýri var vígð á sunnudaginn að viðstöddu miklu fjölmenni. Munu 800-1000 manns hafa verið viðstödd brúarvíglsuna, þar af margir utan héraðs menn. Ræður fluttu Hermann Jónasson samgöngumálaráðherra, Geir G. Zoëga vegamálastjóri, Jón Pálmason alþingismaður og Guðbrandur Ísberg sýslumaður, en Gísli Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum flutti kvæði. Þá sungu Karlakórinn Húnar á Blönduósi og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Dansað var á brúnni um kvöldið.

(Alþýðublaðið 140. Tölublað 26.06.1951)

Ný Blöndubrú vígð.

Blöndubrúin nýja hjá Löngumýri var vígð í gær að viðstöddu miklu fjölmenni, ekki aðeins úr Húnavatnssýslum, heldur og úr ýmsum nærliggjandi byggðarlögum og sýslum.

Hófst athöfnin með því að vegamálastjóri, Geir G. Zoëga bauð gesti velkomna. Þá sungu tveir karlakórar, Húnar frá Blönduósi og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, en að því loknu hélt Hermann Jónasson samgöngumálaráðherra vígsluræðuna, Geir G. Zoëga vegamálastjóri lýsti brúarsmíðinni, en aðrar ræður héldu þingmaður Austur-Húnavatnssýslu, Jón Pálmason, og Guðbrandur Ísberg sýslumaður. Gísli Ólafsson skáld flutti brúardrápu. Sungið var milli ræðuhalda og eins á eftir.

Um kvöldið var dansað á brúnni, en hjlómsveit frá Sauðárkróki lék fyrir dansinum.

Nærri lætur, að 800-1000 manns hafi verið viðstatt brúarvígsluna. Veður var eins fagurt og frekast var unnt að kjósa sér.

Brúin er 112 metra löng og er að henni hin mesta samgöngubót, því áður var aðeins ein brú á Blöndu, niður við ósa hennar.

(Vísir 142. Tölublað 25.06.1951)

Jóhann Guðlaugsson (1906-2002) Kirkjubóli í Skutulsfirði

  • HAH06177
  • Einstaklingur
  • 6.6.1906 - 6.10.2002

Jóhann Vilhjálmur Guðlaugsson 6. júní 1906 - 6. okt. 2002. Lausamaður í Krossanesi, Árnesssókn, Strand. 1930. Bóndi á Kirkjubóli í Skutulsfirði, N-Ís. í nokkur ár milli 1930 og 1940. Verkamaður í Reykjavík í mörg ár. Síðast bús. þar.

Jón Guðlaugsson (1909-2006) stofnandi Opal

  • HAH06178
  • Einstaklingur
  • 15.8.1909 - 14.10.2006

Jón Guðlaugsson fæddist á Steinstúni í Norðurfirði í Árneshreppi 15. ágúst 1909.

Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 14. október 2006. Útför Jóns var gerð frá Laugarneskirkju 23.10.2006 og hófst athöfnin klukkan 15.

Esja

Kristján Blöndal Jónsson (1977-2018) Blönduósi

  • HAH05204
  • Einstaklingur
  • 28.8.1977 - 2.7.2018

Kristján Blöndal var fæddur 28. ágúst 1977 á Héraðshælinu Blönduósi.
Hann lést í London 2. júlí 2018. Hann var jarðsunginn frá Blönduóskirkju 13. júlí 2018, klukkan 14.

Sigurjón Jóhannsson (1873-1961) Blöndudalshólum

  • HAH06250
  • Einstaklingur
  • 6.10.1873 - 4.8.1961

Sigurjón Jóhannsson 6. október 1873 - 4. ágúst 1961 Bóndi á Blöndudalshólum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Finnstungu og Mjóadal í Bólstaðarhlíð. Var á Blöndudalshólum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

Hannes Pálsson (1898-1978) Undirfelli

  • HAH04784
  • Einstaklingur
  • 18.4.1898 - 15.1.1978

Hannes Pálsson 18. apríl 1898 - 15. janúar 1978. Eiðsstöðum 1901, Guðlaugsstöðum 1910 og 1920. Bóndi á Undirfelli, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Undirfelli, síðar stjórnarráðsfulltrúi í Reykjavík.

Ásdís Eysteinsdóttir (1927-2012) kennari Reykjavík

  • HAH06258
  • Einstaklingur
  • 13.9.1927 - 21.10.2012

Var á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. kennari í Reykjavík.
Ásdís Eysteinsdóttir fæddist í Meðalheimi, Vestur-Húnavatnssýslu 13. september 1927.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík, 21. október 2012. Ásdís var jarðsungin frá Grensáskirkju 29. september 2012, kl. 13.

Blönduóskirkja yngri 1993

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1.5.1993 -

Nýja kirkjan var vígð 1. maí 1993. Dr. Maggi Jónsson teiknaði og hannaði hana og sótti hugmyndir að útlitinu í fjöllin og landslagið í umhverfinu. Kirkjan tekur 250 manns í sæti. Byggingarframkvæmdir hófust 1982. Í kjallaranum er aðstaða fyrir safnaðarstarf.

Munir gömlu kirkjunnar prýða hina nýju, s.s. altaristaflan (Emmausgangan eftir Jóhannes Kjarval) og skírnarfonturinn (Ríkharður Jónsson skar út; gjöf frá Guðbrandi Ísberg, fyrrum sýslum. til minningar um konu hans). Orgelið var vígt um leið og kirkjan (4 radda; Marcusen og søn D.)

Guðrún Ragnarsdóttir Borg (1917-2004) sjúkraliði Akureyri

  • HAH04420
  • Einstaklingur
  • 2.7.1917 - 22.11.2004

Guðrún Ragna Ragnarsdóttir Ragnars Borg 2. júlí 1917 - 22. nóv. 2004. Sjúkraliði og húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík. Nemandi á Akureyri 1930.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. nóvember 2004.
Útför Guðrúnar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Guðrún Blöndal (1847-1925) Snæringsstöðum

  • HAH04429
  • Einstaklingur
  • 27.4.1847 - 5.1.1925

Guðrún Blöndal Sigfúsdóttir 27. apríl 1847 - 5. jan. 1925. Húsfreyja á Heggstöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Snæringsstöðum og víðar í Vatnsdal.

Guðrún Jensdóttir (1896-1965) Hallormsstað

  • HAH04428
  • Einstaklingur
  • 5.3.1896 - 7.12.1965

Guðrún Sesselja Jensdóttir 5. mars 1896 - 7. des. 1965. Kennslukona í Húsmæðraskólanum, Hallormsstað, Vallanessókn, S-Múl. 1930. Hússtjórnarkennari í Hallormsstað. Síðast bús. í Reykjavík. Ógift, bl.

Guðrún Indriðadóttir (1882-1968) leikkona

  • HAH04430
  • Einstaklingur
  • 3.6.1882 - 19.2.1968

Guðrún Sigríður Indriðadóttir 3. júní 1882 - 19. feb. 1968. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Tjarnargötu 3, Reykjavík 1930. Leikkona í Reykjavík.

Niðurstöður 6201 to 6300 of 10412