Húsfreyja á Skólavörðustíg 9 , Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Þann 13. febr. s.l. lézt í Landakotsspítala Ragnhildur Levi Pálsdóttir húsfreyja að Kleppsvegi 20 hér í borg. Var hún eiginkona Jóns Sigtryggssonar fyrrum fangavarðar og síðar lengi dómvarðar i Hæstarétti.
Vegna örðugrar lífsbaráttu fjölskyldunnar hvarf Ingibjörg ung að höfuðbólinu Bessastöðum. Ólst hún þar upp til manndóms- og þroska hjá þjóðskörungnum Grími Thomsen og Jakobínu konu hans. Hefur Ingibjörg vafalítið borið svipmót þess fósturs með sér út í lífið. Ein í hópi 5 systkina, er á legg komust, ólst Ragnhildur upp í föðurgarði. Var æskuheimili hennar að Heggsstöðum þekkt að reglusemi, atorku
og hvers konar þrifnaði. Mun hún því ung hafa lært að beita hug og hönd við margvísleg störf og fara vel með allt það, það sem henni var trúað fyrir. Og með því að hún var eldri systir af tveimur, mun húshaldið snemma hafa kallað á krafta hennar til aðstoðar og úrbóta. Þaðan komu henni starfshæfnin, hirðusemin og snyrtimennskan, sem voru aðalsmerki hennar allt lifið.