Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Zophoníasarhús Aðalgata 3a Blönduósi
Hliðstæð nafnaform
- Aðalgata 3
- Lárusarhús 1920
- Levíhús 1920
- Zophoníasarhús 1929
- Berndsenhús 1920
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1920 -
Saga
Lárusarhús 1920 - Levíhús 1920 - Berndsenhús 1920 - Zóphoníasarhús 1929.
Staðir
Blönduós gamlibærinn, Aðalgata 3.
Réttindi
Byggingarlist Einfaldur „Alþýðustíll“
Húsið stendur á horni Aðalgötu og Hnjúkabyggðar. Inngangur í húsið er um útitröppur á götuhlið.
Á lóðinni nr. 3B var reist íbúðarhús árið 1950, þétt uppað húsinu, þar sem áður var skúr. Ekkert
hús stendur handan götunnar gegnt húsinu og er ágætis útsýni frá því til norðvesturs.
Starfssvið
Byggt um 1920. Öllum eldri Blönduósingum kemur saman um að það sé byggt af Lárusi Ólafssyni. Þó virðist Sigurður Berndsen hafa átt húsið í upphafi. Lárus átti þó lóðina fyrir [sjá Templarahús], en Sigurður átti næstu lóð norðan við, þar sem Samkomuhúsið reis síðar.
Lárus hafði verkstæði um tíma í kjallara hússins. Þarna bjuggu ýmsir leigjendur Lárusar. Páll Bjarnason, síðar mágur Lárusar kom á Blönduós 1923, bjó hann um tíma í húsinu. Sveinberg Jónsson var um tíma þar, 1935. Björn Leví bjó þar og nefndist það þá Levíshús. Halldór sonur hans bjó í Levíshús til 1929. Þá flytur Zophonías í húsið og býr þar til æviloka 1987 og Guðrún ekkja hans eftir það. Zophonías fær afsal fyrir húsinu 28.8.1938. Emil Björnsson bjó í húsinu fram yfir síðustu aldamót.
Lagaheimild
13.4.1944 fær Zophonías Zophoníasson 150 m2 byggingalóð á sjávarbakkanum vestur af lóð Guðmundar Kolka og sunnan við lóð Þorláks Jakobssonar.
2.11.1921 afsalar umboðsmaður Sigurðar, Lárusi húseign Sigurðar. Lárus lætur brunameta húsið 19.1.1922. Þá er því lýst, sem steyptu húsi með skúrþaki. Húsið er á einu gólfi, hæð undir loft 2,6 metrar. Herbergi eru 4. Skilrúm eru steypt, utan eitt, sem er úr timbri. Gólf eru steypt í tveimur herbergjum, en ómálað. Gluggar eru 7 og hurðir 6.
Þetta hlýtur að vera hálfsmíðað hús, því ekki er minnst á kjallara eða að húsið sé á 2 hæðum. Þetta hlýtur því að vera kjallarinn, en efri hæðin ókomin. Bráðbyrgðar þak hlýtur því að vera á húsinu.
Innri uppbygging/ættfræði
1920-1921- Sigurður Berndsen kaupmaður f. 17. des 1889 d 5. mars 1963, maki; Margrét Pétursdóttir f. 2. ág. 1893 d. 11. nóv. 1965. Berndsenhús 1920, sjá Kistu. Rvík. Sjá ,,Var hann óþokki ?” eftir Braga Kristjónsson.
Börn þeirra; Ewald Ellert (1916-1998) Rvík, Guðný (1922), Pétur (1923-1990) Hafnarf. Margrét (1927-1985) Rvík, Brynhildur Olga (1929), Sólveig (1936).
1921- Lárus Ólafur Jónsson f. 6. júlí 1896 Umsvölum, d. 19. nóv. 1971, ókv barnlaus. Samkomuhúsinu 1957. Péturshúsi 1933. Lárusarhúsi 1951.
1920-1923- Björn Leví Guðmundsson skósmiður, f. 25. sept. 1863 d. 15. febr. 1923, maki 1888; Guðlaug Sigríður Sveinsdóttir f. 6. júní 1869 d. 24. maí 1935. Tilraun 1910.
1923-1929- Halldór Leví Björnsson f. 6. nóv. 1898 Bíldudal, d. 2. febr. 1954 dr í Blöndu, maki 15. jan. 1922, Herdís Antonía Ólafsdóttir f. 17. sept. 1896, d. 28. jan. 1926 kennari Blönduósi, bl. Maki II (slitu samv.), Helga Árnadóttir f. 1. febr. 1898, d. 4. febr. 1985 hjúkrunarkona Blönduósi og á Skaga.
Barn þeirra;
Björn Leví (1931).
Barn hennar með Þórði Pálmasonar Þóroddssonar. Kaupfélagsstjóri í Víkurkauptúni, Víkursókn, V-Skaft. 1930. Kaupfélagsstjóri í Borgarnesi. Síðast bús. í Reykjavík. sjá Pósthús;
1) Ebba Sigurbjörg Þórðardóttir (1926-1991). Var í Bolungarvík 1930. Fósturfor: Eggert Reginbaldsson og Halldóra Júlíana Haraldsdóttir í Bolungarvík. Síðast bús. í Bolungarvík.
1923- Páll Bjarnason f. 30. júlí 1884 Hellukoti Stokkseyri, d. 27. febr. 1968, sjá Ólafshús.
1929-1987- Zóphonías Zophoníasson f. 6. júl. 1906 Æsustöðum, d. 10. maí 1987, maki 23. des. 1928, Guðrún Helga Einarsdóttir f. 27. okt. 1900, d. 26. júní 1994 sjá Fögruvelli. Börn þeirra;
1) Ragna Margrét (1929-1929),
2) Zophonías (1931-2002) Var í Zóphóníasarhúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Framkvæmdastjóri á Blönduósi. Sjá Zophoníasar bílskúr.
3) Guðrún Sigríður (1934) Eiðum,
4) andvanafætt sveinbarn (1934),
5) Kolbrún (1941) Blönduósi.
1935- Jón Sveinberg Jónsson f. 6. júlí 1910 Reykjavík, d. 29. nóv. 1977, sjá Sveinshús.
1941- Elín Jónsdóttir prjóna og hjúkrunarkona, f. 7. sept. 1878 d. 3. ágúst 1952. Sjá Grænumýri og Kistu.
Um aldamót bjuggu þar Emil Björnsson og ? Valgarðsdóttir.
Lúðvík Vilhelmsson eignast þá húsið. Núverandi eigandi og íbúi er Helgi Bragason frá Sunnuhlíð.
Almennt samhengi
BYGGINGARLAG, EFNI og ÁSTAND
Húsið er byggt í einföldum „Alþýðustíl“. Húsið er einnar hæðar steinhús á steyptum kjallara. Inngangur í húsið er um steyptar útitröppur á götuhliðinni. Tröppur þessar sneru upprunalega að götunni en var snúið síðar um 90 gráður. Valmaþak er á húsinu. Árið 1939 var reistur steinsteyptur bílskúr á baklóðinni sem síðar (1948) varð að íbúðarhúsi. Krosspóstar hafa verið í húsinu frá upphafi, en gluggarammar hafa verið fjarlægðir. Þverpóstar prýða ekki lengur kjallaraglugga. Um og uppúr 1930 er einnig annar reykháfurinn farinn. Húsið er að öðru leyti nánast óbreytt frá upphafi. Aðalgata 3A og 3B eru á sameiginlegri lóð. Ástand hússins er nokkuð gott en það þarfnast þó ýmissa lagfæringa.
SAGA
Fyrsta húsið, sem byggt var á óafmarkaðiri lóð á þessum stað í eigu Möllers, var Templarahús
byggt 1907 af „Vinabandinu“. Húsið var flutt frá Akureyri og var notað til ýmissa skemmtana, s.s.
dansleikja og tombóla. Þegar Kvennaskólahúsið brann 1911 var skólahaldinu komið fyrir í
nokkrum húsum innan ár, m.a. í Templarahúsinu (íbúðarhús skólameyja). Eftir að skólameyjar
hurfu á braut bjuggu ýmsir í húsinu. Árið 1917 var húsið selt til Lárusar Ólafssonar smiðs með
sérstaklega útmældri lóð. Lárus reif Templarahúsið 1918 og seldi Sláturfélagi AusturHúnvetninga timbrið úr því. Það var notað í sláturhús félagsins. Lárus byggði síðan nýtt
steinsteypt hús á lóðinni árið 1919.
Árið 1929 keypti Zophonías Zophoníasson bílstjóri húsið og bjó þar með fjölskyldu sinni í nær 60 ár. Bakhús á lóðinni, einnar hæðar skúr, tilheyrði einnig. Þar var settur upp árið 1924 lítill ljósamótor til raflýsingar á sjúkrahúsinu og nutu nokkur önnur hús á svæðinu góðs af því.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
controls
Zophoníasarhús Aðalgata 3a Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er eigandi af
Zophoníasarhús Aðalgata 3a Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er stjórnað af
Zophoníasarhús Aðalgata 3a Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Blö
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 28.5.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
file:///C:/Users/Notandi/OneDrive%20-%20Bl%C3%B6ndu%C3%B3sb%C3%A6r/Husakonnun-a-Blonduosi-2015-lokahefti.pdf
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ