Vaglaskógur

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Vaglaskógur

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1950)

Saga

Vaglaskógur er skógur í Fnjóskadal, Suður-Þingeyjarsýslu. Hann er 300 hektarar að stærð og er annar stærsti skógur Íslands. Norðan við hann er Hálskógur sem eyddist mikið á fornöld af beit og skógarhöggi. Skógurinn komst í eigu Skógræktar Ríkisins árið 1908 og var í eigu Danmerkur þar á undan sem bæði lögðu kapp á gróðursetningu skógarins. Í dag er skógurinn frístundasvæði og í einkaeigu.

Vaglaskógur er í margra huga einn stærsti og fegursti skógur landsins. Hann er vinsæll til útivistar og um hann liggja merktar gönguleiðir. Á Vöglum er starfstöð Skógræktarinnar og aðsetur skógarvarðarins á Norðurlandi. Starfsemin felst í umhirðu skóglenda Skógræktarinnar á Norðurlandi, grisjun, úrvinnslu og sölu afurða. Á Vöglum er unnið að trjákynbótum, ræktuð fræ nytjatrjátegunda og þar er fræmiðstöð Skógræktarinnar með frægeymslum og fræsölu.
Um miðbik Fnjóskadals, austan Fnjóskár, er Vaglaskógur. Stutt er til Akureyrar frá Vöglum, eða um 34 km ef farið er um Víkurskarð en aðeins um 16 km um Vaðlaheiðargöng.

Vaglaskógur er meðal fjölsóttustu skóga á Íslandi. Skógurinn er skipulagður til útivistar með merktum göngustígum. Vinsæl tjaldsvæði eru í skóginum og fjöldi sumarhúsa í nágrenninu. Í skóginum er skemmtilegt trjásafn með fjölda tegunda.
Margir leggja leið sína í Vaglaskóg til sveppa- eða berjatínslu og jurtaskoðunar. Sveppir gegna veigamiklu hlutverki við ræktun skóga. Þeir útvega trjánum næringu en hafa líka hlutverk í náttúrlegum hringrásum við niðurbrot á dauðu efni. Kúalubbi myndar til dæmis svepprót með birki og fjalldrapa, hjálpar plöntunum að afla sér vatns og steinefna og þiggur í staðinn næringu frá trjánum. Í Vaglaskógi er að finna ýmsa bragðgóða matsveppi, svo sem áðurnefndan kúalubba en líka kóngsvepp, lerkisvepp, furusvepp og fleiri tegundir. Hrútaber dafna vel á sólríkum og skjólgóðum stöðum eins og í gras- og blómabrekkum, í gisnu kjarri eða birkiskógi. Hrútaber er því víða að finna í Vaglaskógi þegar líður á sumarið og sækjast margir gestir skógarins eftir þeim. Úr hrútaberjum má gera saft og sultur eða hlaup.

Þegar Skógræktin tók formlega til starfa 1. janúar 1908 fékk hún í vöggugjöf Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg og umsjón með ræktuðu smáreitunum á Þingvöllum og að Grund í Eyjafirði. Vaglaskógur hafði náð athygli dönsku frumkvöðlanna sem störfuðu hérlendis kringum aldamótin. Þegar höfðu verið settar upp litlar girðingar á Vöglum til undirbúnings gróðrarstöðvar svipað og gert var í Mörkinni á Hallormsstað. Þegar var hafist handa við að friða skóginn í heild.

Bogabrúin yfir Fnjóská er fyrsta steinbrú sinnar tegundar hér á landi. Brúin var hönnuð og byggð árið 1908 af danska fyrirtækinu Christiani & Nielsen og var þá lengsti steinbogi á Norðurlöndum, 54,8 metrar. Hún var upphaflega aðeins ætluð fyrir ríðandi menn og hestvagna en var notuð fyrir almenna umferð til ársins 1968. Eftir það var hún aðeins ætluð léttri umferð en var á endanum lokað fyrir bílaumferð árið 1993 þegar hún var færð í sitt upprunalega horf. Það gerði Vegagerðin vegna sérstöðu mannvirkisins svo það gæti staðið sem minnisvarði gamallar verkmenningar og samgöngusögu.

Staðir

Fnjóskadalur; Suður-Þingeyjarsýsla; Hálskógur; Vaglir; Fnjóská; Akureyri; Víkurskarð; Vaðlaheiðargöng; Hallormsstaðaskógur; Þingvöllur; Grund í Eyjafirði; Mörkin;

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Hallormsstaður á Skógum (1903 -)

Identifier of related entity

HAH00238

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Akureyri (1778 -)

Identifier of related entity

HAH00007

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Fnjóskadalur Þingeyjarsýslu ((874) -)

Identifier of related entity

HAH00865

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Fnjóskadalur Þingeyjarsýslu

is the associate of

Vaglaskógur

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Fnjóská í Fnjóskárdal ((874) -)

Identifier of related entity

HAH00864

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Fnjóská í Fnjóskárdal

is the associate of

Vaglaskógur

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Fnjóskárbrú í Fnjóskadal (1908 -)

Identifier of related entity

HAH00863

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Fnjóskárbrú í Fnjóskadal

is the associate of

Vaglaskógur

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00224

Kennimark stofnunar

IS HAH-Norl

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 5.3.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir