Vaðlaheiði

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Vaðlaheiði

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

874 -

Saga

Vaðlaheiði er heiði eða fjall milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Yfir heiðina lá áður Þjóðvegur 1 í fjölmörgum beygjum og sveigjum, einkum austan megin, en þar voru beygjurnar 13 talsins. Vegurinn lá hæst í um 520 m hæð og heitir Steinsskarð efst á heiðinni þar sem vegurinn liggur. Hann var lagður um 1930. Efst á heiðinni er gamall húsgrunnur og hafa sumir getið þess til að þar hafi staðið sá frægi „Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr“ en það er oft talið lengsta orð í íslensku. Endurvarps- fjarskiptastöð er á hæstu bungu norðan Steinsskarðsins (613m).

Árið 1985 var þjóðvegurinn færður út í Víkurskarð og hætt að mestu að nota gamla Vaðlaheiðarveginn. Nú eru hins vegar unnið að gerð jarðganga undir Vaðlaheiði og munu þau stytta hringveginn um 16 kílómetra.

Vaðlaheiði er víðast hvar nokkuð vel gróin og af henni er mikið útsýni um Eyjafjörð og Fnjóskadal. Árið 1784 var 35 hreindýrum sleppt á Vaðlaheiði. Þeim fjölgaði nokkuð ört en hurfu af heiðinni og úr Fnjóskadalsafrétti snemma á 19. öld, sum drápust eða voru felld en önnur eru talin hafa leitað í austurátt.

Rétt sunnan Vaðlaheiðar er hið grunna Bíldsárskarð upp af Kaupangi. Þar var fyrrum vörðuð og greiðfær alfaraleið til Fnjóskadals.

Landnáma segir, að Helgi magri hafi byggt sér skála að Bíldsá annað árið sitt við Eyjafjörð. Líklega hefur Helgi lagt skipum sínum skammt norðan þessa bústaðar við svonefndan Festarklett við ósa Bíldsár. Þarna dvaldist hann í bráðabirgðaskála áður en hann fluttist að Kristnesi.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Vaðlaheiðargöng eru veggöng undir Vaðlaheiði. Göngin eru um 7,2 km í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og heildarlengd vegskála er 280 m, samtals eru göngin því um 7,5 km. Með þeim styttist vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 km og ekki þarf lengur að aka um fjallveginn Víkurskarð þar sem vetrarfærð er oft erfið.

Gert var ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið í árslok 2016 en vegna ýmissa ófyriséðra tafa lauk þeim ekki fyrr en í árslok árið 2018. Gangagreftri/sprengingum lauk 28. apríl 2017 og þá tók við frágangur inni í göngunum og utan þeirra, s.s. lagning vega, lagnavinna, strengja-, vatns- og frostklæðningar og uppsetning rafbúnaðar.

Lagaheimild

Böðvar Guðmundsson skáld orti um Vaðlaheiði, þegar hann bjó á Akureyri:
Ó Vaðlafjallið vetrarblátt,
þú Vaðlaheiðin svása,
þú veitir skjól í austannátt
er austanvindar blása.

Þú útsýn vorri yfirleitt
til efstu hæða lyftir
og handan þín er naumast neitt
sem nokkru máli skiptir.

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Eyjafjörður (874 -)

Identifier of related entity

HAH00887

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Eyjafjörður

is the associate of

Vaðlaheiði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Fnjóskadalur Þingeyjarsýslu ((874) -)

Identifier of related entity

HAH00865

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Fnjóskadalur Þingeyjarsýslu

is the associate of

Vaðlaheiði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Fnjóská í Fnjóskárdal ((874) -)

Identifier of related entity

HAH00864

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Fnjóská í Fnjóskárdal

is the associate of

Vaðlaheiði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00888

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 21.5.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir