Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Undirfellskirkja (1893)
Parallel form(s) of name
- Undirfellskirkja
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1893-1990
History
Undirfellskirkja er í Þingeyrarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Nikulási biskupi í Myra. Útkirkja var að Másstöðum, þar til hún brotnaði í snjóflóði 1811, og í Grímstungu 1849-1881.
Víða voru hálfkirkjur og bænhús í sókninni. Kirkjan, sem nú stendur, er byggð úr steinsteypu 1915. Rögnvaldur Ólafsson, húsameistari, teiknaði hana.
Undirfell er eyðibýli, kirkjustaður og fram til 1906 prestssetur í vestanverðum Vatnsdal. Stendur staðurinn undir Felli (358m y.s.) og er kenndur við það. Fell þetta mun upphaflega hafa heitið Undornfell. Undorn (eða undrun) er eyktamark í fornu máli og merkti sama og nón (kl.3), spr. Völuspá, 6. vísu:
"morgin hétu
ok miðjan dag,
undorn og aftan,
árum at telja."
En fellið er í nónstað frá bænum. Í Landnámabók og Vatnsdæla sögu er bærinn Undirfell nefndur Undunfell. Einnig kemur fyrir rithátturinn Undinfell og Undurnfell og virðist bærinn þannig hafa verið samnefndur fellinu.
Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.
Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann nú fyrir smásögur sínar. Heildarsafn verka Einars er ritsafn I-IV (1944 og síðar).
Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. orláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.
Turninn rís upp úr nyrðra framhorni hennar. Ásgrímur Jónsson málaði altaristöfluna (Jesús að blessa börnin). Nokkrir aðrir góðir gripir eru í kirkjunni. Timburkirkjan, sem þarna stóð frá 1893, brann annan í jólum 1913. Sonur síðasta prestsins, Hjörleifs Einarssonar, sem þjónaði að Undirfelli í 30 ár til 1906, var Einar H. Kvaran (1859-1938), rithöfundur. Fyrsti listmálarinn, sem kvað að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924), fæddist að Undirfelli.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
https://www.nat.is/Kirkjur/Kirkjur%20NL%20undirfellskirkja.htm sótt þann 30.8.2017 https://www.hunavatnshreppur.is/ferdathjonusta/page/undirfellskirkja sótt þann 30.8.2017
Internal structures/genealogy
Prestar með búsetu að Undirfelli.
1691-1731- Arnbjörn Jónsson 1661 - 18. mars 1731. Prestur á Undirfelli , Ásshreppi, Hún. 1703. Prestur á Undirfelli frá 1691 til dánardags.
1735-1742- Jón „eldri“ Arnbjarnarson (1705) - 1742. Prestur á Undirfelli í Vatnsdal, Hún. frá 1735 til dauðadags. Dó úr bólunni. Ókvæntur og barnlaus.
1766-1794- Guðmundur Guðmundsson 1. nóv. 1736 - 19. okt. 1794. Aðstoðarprestur í Glaumbæ á Langholti 1761-1766, prestur í Stafholti í Stafholtstungum 1766-1768 og prestur á Undirfelli í Vatnsdal frá 1768 til dauðadags.
1794-1838- Páll Bjarnason 19. sept. 1763 - 6. mars 1838. Aðstoðarprestur á Melstað í Miðfirði, Hún.1789-1790. Prestur á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1801. Prestur á Undirfelli frá 1794 til dauðadags.
1838-1859- Jón Eiríksson 23. sept. 1798 - 28. júlí 1859. Var á Hafgrímsstöðum, Mælifellssókn, Skag. 1801. Aðstoðarprestur í Glaumbæ á Langholti 1828-1838. Prestur á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1845. Prestur á Undirfelli í Vatnsdal frá 1838 til dauðadags.
1859-1872- Þorlákur Stefánsson 13. okt. 1806 - 21. júlí 1872. Aðstoðarprestur á Staðarbakka í Miðfirði, Hún. 1838-1844. Prestur í Blöndudalshólum i Blöndudal, Hún. 1844-1859. Prestur á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1860. Prestur á Undirfelli frá 1859 til dauðadags. Þjónaði Þingeyraklaustri samhliða 1862.
1872-1876- Sigfús Jónsson 21. okt. 1815 - 9. mars 1876. Var í Vogum, Reykjahlíðarsókn, Þing. 1816. Aðstoðarprestur á Auðkúlu í Svínadal, Hún. 1846. Prestur á Tjörn á Vatnsnesi 1846-1872 og síðar á Undirfelli í Vatnsdal frá 1872 til dauðadags.
1876-1906- Hjörleifur Einarsson 25. maí 1831 - 13. okt. 1910. Prestur í Blöndudalshólum í Blöndudal 1859-1869, Goðdölum í Vesturdal 1869-1876 og á Undirfelli í Vatnsdal 1876-1906. Prófastur í Húnavatnssýslu 1886-1907. „Áhugamaður mikill bæði um búnaðarframfarir, kirkjumál og landsmál“ segir í Skagf.1850-1890 III. Sæmdur Dannebrogsorðu 1892.
General context
Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.
Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann nú fyrir smásögur sínar.
Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS-HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
30.8.2017 frumskráning í atom, SR
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
Maintenance notes
SR