Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Tryggvi Gunnarsson (1835-1917) bankastjóri
Hliðstæð nafnaform
- Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson (1835-1917) bankastjóri
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
18.10.1835 - 21.10.1917
Saga
Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson, fæddur í Laufási við Eyjafjörð 18. okt. 1835 - 21. okt. 1917. Framkvæmdastjóri Gránufélagsins, bankastjóri og alþingismaður. Húsbóndi í Reykjavík 1910. „Var atorkumaður mikill...“ segir í ÍÆ. Faðir Selfoss.
Staðir
Réttindi
Nam trésmíðar hjá móðurbróður sínum Ólafi Briem þjóðfundarmanni og timburmeistara á Grund 1850–1853.
Dvaldist í Kaupmannahöfn veturinn 1863–1864 og lærði þá m.a. ljósmyndun, fór þaðan til Noregs og var þar um tíma á búnaðarskólanum í Ási.
Starfssvið
Sendur til Reykjavíkur sumarið 1858 í verslunarerindum fyrir Höfðhverfinga og seldi þá kaupmönnum syðra skipsfarm af eyfirskum afurðum og tók vörur norður í staðinn. Bóndi á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 1859–1873. Stofnandi Gránufélagsins og kaupstjóri þess 1871–1893. Fluttist til Kaupmannahafnar 1873. Bankastjóri Landsbankans í Reykjavík 1893–1909, var þá vikið frá, en Alþingi ákvað síðan að hann nyti fullra eftirlauna til æviloka.
Lagaheimild
Hreppstjóri í Hálshreppi 1865–1868, þá vék mágur hans Pétur Havstein amtmaður honum frá. Í móttökunefnd vegna konungskomu 1874 og aftur 1907.
Þingkjörinn umsjónarmaður með byggingu alþingishússins 1879–1881.
Forseti Þjóðvinafélagsins 1880–1911 og 1914–1917.
Sá um byggingu Ölfusárbrúar 1891.
Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1897–1908 og 1910–1916.
Stofnandi Dýraverndarfélags Íslands 1914 og formaður þess frá stofnun til æviloka.
Alþingisgarðurinn var að miklu leyti handaverk hans og þar kaus hann sér legstað.
Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1869–1874 (sat ekki á þingi 1871 og 1873), alþingismaður Suður-Múlasýslu 1874–1885, alþingismaður Árnesinga 1894–1900, alþingismaður Reykvíkinga 1900–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).
Varaforseti sameinaðs þings 1881 og 1894, varaforseti neðri deildar 1883–1885 og 1895, 2. varaforseti neðri deildar 1907.
Ritstjóri: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags (1880–1911 og 1914–1917). Dýravinurinn (1885–1916).
Ævisaga Tryggva er til í fjórum bindum: Tryggvi Gunnarsson, höfundar Þorkell Jóhannesson og Bergsteinn Jónsson (1955, 1965, 1972 og 1990).
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar; Gunnar Gunnarsson 24. janúar 1781 - 24. júlí 1853. Var á Upsum, Upsasókn, Eyj. 1801. Ammanuensis í Biskupsstofu, Reykjavíkursókn, Gull. 1816. Sóknarprestur í Laufási, Laufássókn, S-Þing. frá 1828 til dauðadags. „var fjölmenntaður maður, lengi biskupsritari, og hafði lært lækningar.“ segir í Árbók Þingeyinga og kona hans 9.10.1834; Jóhanna Kristjana Gunnlaugsdóttir Briem 14. nóv. 1813 - 23. okt. 1878. Var á Grund, Grundarsókn, Eyj. 1816. Húsfreyja á Laufási, Laufássókn, Þing. 1835, síðar Hálsi í Fnjóskadal.
Bm Gunnars 4.2.1812: Guðrún Jónsdóttir 1791 - 18. október 1858. Óvíst hvort/hvar hún er í manntali 1801. Húsfreyja á Æsustöðum, Mosfellssókn, Kjós. 1835. Húsfreyja á Æsustöðum, Mosfellssókn, Kjós. 1845 og 1855. Kom 1856 í Sauðanessókn. Var hjá dóttur sinni á Sauðanesi í Sauðanessókn 1858.
Seinni maður Kristjönu 29.9.1854; Þorsteinn Pálsson 28.5.1806 - 27.6.1873. Aðstoðarprestur í Hálsprestakalli í Fnjóskadal, S-Þing. 1834-1846 og bjó þá á Vöglum Prestur á Hálsi frá 1846 til dauðadags Þingmaður Suður-Þingeyinga. 1845-1847. Seinni kona hans.
Systkini;
1) Þóra Gunnarsdóttir 4. febrúar 1812 - 9. júní 1882. Hjá föður í Laufási, Grýtubakkahreppi um 1829-34. Húsfreyja á Eyjardalsá í Bárðardal, S-Þing. 1834-49. Húsfreyja á Sauðanesi. Talið er að minnsta kosti af sumum að Jónas Hallgrímsson skáld hafi ort hið fræga kvæði „Ferðalok“ til Þóru. Maður hennar 9.10.1834; sra Halldór Björnsson 21. júní 1798 - 13. júní 1869. Var á Eyjardalsá, Eyjardalsársókn, Þing. 1801. Aðstoðarprestur á Laufási við Eyjafjörð 1822-1828. Prestur á Helgastöðum í Reykjadal 1829-1830, Eyjardalsá í Barðardal, S-Þing. 1830-47 og í Sauðanesi á Langanesi, N-Þing. frá 1847 til dauðadags. Prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi 1840-1863. „Halldór var ríkur maður og mikils metinn.“ segir í Árbók Þingeyinga.
2) Katrín Kristjana Gunnarsdóttir 20. september 1836 - 24. febrúar 1927 Húsfreyja á Möðruvöllum. Var í Reykjavík 1910. Maður hennar 28.7.1857; Jörgen Pétur Jakob Havsteen 17. febrúar 1812 - 24. júní 1875 Amtmaður á Möðruvöllum í Hörgárdal. Amtmaður í Friðriksgáfu, Möðruvallarklausturssókn, Eyj. 1860. „hann var röggsamt yfirvald og ríkur í lund og einn fyrirferðarmesti maður sinnar tíðar í íslensku þjóðlífi.“ segir í Arnarneshr. Var hún 3ja kona hans. Barn þeirra Hannes Hafstein (1861-1922) fyrstu ráðherra Íslands.
3) Gunnar Jóhann Gunnarsson 11. mars 1839 - 21. október 1873 Var í Laufási, Laufássókn, S-Þing. 1845. Aðstoðarprestur á Sauðanesi á Langanesi 1865-1869, prestur á Svalbarða í Þistilfirði 1869-1873 og síðast á Lundarbrekku í Bárðardal 1873. Prófastur í N-Þingeyjarsýslu frá 1871. Kona hans 29.9.1865; Valgerður Þorsteinsdóttir 23. apríl 1836 - 18. júní 1917 Húsfreyja á Svalbarði í Þistilfirði, Lundarbrekku og á Halldórsstöðum, Bárðdælahr., S-Þing. Skólastjóri á Laugalandi.
4) Eggert Ólafur Gunnarsson 23. júlí 1840 - um 1885 Var í Laufási, Laufássókn, S-Þing. 1845. Bóndi á Espihóli og á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði. Umboðsmaður á Hjaltastöðum, Flugumýrarsókn, Skag. 1870. Kona Eggerts 12.7.1867; Elín Sigríður Magnúsdóttir Olsen 11. júní 1848 - 17. janúar 1869 Var á Þingeyrum, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Munkaþverárklaustri. Bróðir hennar var Björn Olsen fyrsti rektor Háskóla Íslands. Barnlaus.
5) Geir Finnur Gunnarsson 27. apríl 1843 - 3. mars 1899 Hjá foreldrum í Laufási 1843-53 og síðan með móður á Hálsi í Fnjóskadal 1854-57. Söðlasmiður á Fornastöðum í sömu sveit 1860. Bóndi á Árbakka, Spákonufellssókn, Hún. 1870. Bóndi og verslunarstjóri. Húsbóndi á Raufarhöfn, Ásmundarstaðasókn, Þing. 1880. Fór til Vesturheims 1893 frá Harðbaki, Presthólahreppi, N-Þing. Bjó eitt ár í Argyle-byggð en eftir það í Winnipeg. Nefndur Geirfinnur í Þingeyingaskrá og kirkjubók við skírn. Kona hans 1.10.1864; Valgerður Jónsdóttir 2. ágúst 1842 - 7. nóvember 1900 Húsfreyja á Árbakka, Spákonufellssókn, Hún. 1870. Húsmóðir á Raufarhöfn, Ásmundarstaðasókn, Þing. 1880. Fór til Vesturheims 1893 frá Harðbaki, Presthólahreppi, Árn.
Kona Tryggva 30.6.1859; Kristín Halldóra Þorsteinsdóttir 12.12.1837 - 7.3.1875. Húsfreyja í Reykjavík. Húsfreyja á Hallgilsstöðum, Hálssókn, S-Þing. 1860. Barnlaus. Dóttir Þorsteins Pálssonar, stjúpföður Tryggva og fyrri konu.
Bm 1.11.1890; Jóhanna Margrét Jónsdóttir 27.7.1868 - 17.8.1910. Léttastúlka í Stóru Strandgötu, Akureyrarsókn, Eyj. 1880. Smiðsfrú á Akureyri, Eyj. 1901. Kom frá Kaupmannahöfn til Akureyrar 1896. Maður hennar var Bogi Daníelsson (1881-1943) veitingamaður Akureyri, frá Kolugili í Víðidal.
Sambýliskona; Helga Jónasdóttir 7.10.1887 - 17.8.1962, úr Sauðlauksdal. Var í Reykjavík 1910. Kaupkona á Laufásvegi 37, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Kennari í Reykjavík 1945.
Börn;
1) Valgerður Jónsdóttir 26. júní 1863 - 28. jan. 1913. Fósturdóttir, Biskupsfrú. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Maður hennar 16.9.1887; Þórhallur Bjarnarson 2. desember 1855 - 15. desember 1916. Alþingismaður og síðar biskup yfir Íslandi. Prestur í Reykholti í Reykholtsdal, Borg. 1884-1885 og prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi 1884-1885. Prestur á Akureyri 1885-1886 og í Reykjavík 1889-1890. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Börn þeirra; Dóra (1893-1964) forsetafrú og Tryggvi (1889-1935) forsætisráðherra.
2) Ólafur Tryggvason 1.11.1890 - 3.3.1913. Var á Akureyri, Eyj. 1901. Kom til Akureyrar 1896 ásamt móður sinni frá Kaupmannahöfn. Var í Hafnarstræti 64, Akureyri 1910.
3) Lilý Guðrún Tryggvadóttir 24. sept. 1912 - 23. ágúst 1993. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Ljósmyndari hjá Sigríði Zoëga í yfir 40 ár.
4) Áslaug Tryggvadóttir 28. mars 1916 - 28. júní 1987. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
5) Þórunn Anna María Tryggvadóttir 17. nóv. 1917 - 28. apríl 2007. Var á Laufásvegi 37, Reykjavík 1930. Tannsmíðameistari í Reykjavík. María giftist Gunnari Kristinssyni verslunarmanni og söngvara í Reykjavík 12. október 1946, f. 5. október 1917, d. 21. október 2004.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Tryggvi Gunnarsson (1835-1917) bankastjóri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS-HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 13.7.2023
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 13.7.2023
Íslendingabók
Alþingi. https://www.althingi.is/altext/cv/is/cv/Tryggvi_Gunnarsson/581/?nfaerslunr=581
mbl 4.5.2007. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1143373/?item_num=0&searchid=7723df9a7d627ad12bc52ffb7eac00f395daddc2
FamSearch. https://www.familysearch.org/tree/person/details/LC3X-Z12
sjá; Ævisaga Tryggva er til í fjórum bindum: Tryggvi Gunnarsson, höfundar Þorkell Jóhannesson og Bergsteinn Jónsson (1955, 1965, 1972 og 1990).
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Tryggvi_Gunnarsson1835-1917bankastj__ri.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg