Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Stekkjardalur Svínavatnshreppi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1961 -
Saga
Nýbýli byggt á hálfu Stóradalslandi 1961. Býlið er á láglendinu við suðausturenda Svínavatns. Ræktunarland er þar mikið og gott. Beitilandið er tungan milli Stóradals og Litladals. Þótt ættarjörðin Stóridalur hafi verið skert með stofnun þessa nýbýlis er það athyglisvert að hjónin sem byggðu það eru bæði afkomendur Guðmundar ríka er fyrstur bjó þar þeirra ættmenna. Það má því færa rök fyrir því að jörðin sé ættarjörð. Skilarétt upprekstrarfélagsins er í landi jarðarinnar. Íbúðarhús byggt 1961, 428 m3. Fjós fyrir 40 gripi ásamt mjólkurhúsi, áburðar og kjarnfóðurgeymslu. Fjárhús yfir 250 fjár. Véla og verkfærageymsla 291 m3. Geymsla 53 m3. Hlaða 800 m3. Votheyshlaða 170 m3. Tún 40 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.
Staðir
Svínavatnshreppur; Stóridalur; Litlidalur: Svínavatn;
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Ábúendur;
1961- Sigurgeir Hannesson 3. apríl 1919 - 8. feb. 2005. Var á Blönduósi 1930. Vann að ýmsu á yngri árum, var á sjó á Suðurnesjum, vörubílstjóri hjá hernum í Hvalfirði á stríðsárunum, rak síðar flutningabíl sem fór milli Blönduóss og Reykjavíkur, var einnig í mjólkurflutningum og á farandvinnuvélum við jarðabætur og vegagerð. Bóndi í Stóradal í Svínadal 1944-61 og síðan á nýbýlinu Stekkjardal í sömu sveit um árabil frá 1961. Sinnti ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, var t.d. formaður Búnaðarfélags Svínavatnshrepps og í hreppsnefnd og fleiru. Var í Stóradal, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Stekkjardal. Kona hans; Hanna Jónsdóttir 26. mars 1921 - 30. sept. 2006. Húsfreyja í Stekkjardal, Svínavatnshr. Var í Stóradal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Var í Stóradal, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 15.4.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Húnaþing II bls 236