Solveig Benediktsdóttir (1912-2010) skólastýra Kvennaskólanum

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Solveig Benediktsdóttir (1912-2010) skólastýra Kvennaskólanum

Hliðstæð nafnaform

  • Solveig Kristbjörg Benediktsdóttir (1912-2010) skólastýra Kvennaskólanum
  • Solveig Sövik (1912-2010) skólastýra Kvennaskólanum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

24.12.1912 - 29.7.2010

Saga

Solveig Kristbjörg Benediktsdóttir fæddist á Húsavík 24. desember 1912. Hún lést á Héraðshælinu á Blönduósi að morgni 29. júlí 2010. Síðustu æviárin bjó hún á dvalardeild Héraðshælisins á Blönduósi.
Útför Solveigar fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 6. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 14.

Staðir

Höfði á Húsavík: Blönduós:

Réttindi

Solveig ólst upp á Húsavík og lauk prófi úr unglingaskólanum þar árið 1928. Síðan stundaði hún nám við Húsmæðraskólann á Laugum og árin 1934-1936 var hún við nám í húsmæðrakennaraskólanum í Stabekk, Noregi.

Starfssvið

Að námi loknu fluttist hún til Blönduóss þar sem hún bjó til æviloka. Hún var skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi frá 1937 til 1947, kennari við unglingaskólann á Blönduósi 1948-53 og síðar kennari við Kvennaskólann á Blönduósi um langt árabil, allt þar til hann var lagður niður haustið 1978. Auk þess átti hún löngum sæti í skólanefndum þessara skóla. Solveig starfaði við Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu í 10 ár, kenndi á píanó og gegndi þar stöðu skólastjóra lengst af. Um margra áratuga skeið var hún organisti og söngstjóri við Blönduóskirkju og hljóp gjarnan í skarðið við fleiri kirkjur ef þörf var á. Hún starfaði lengi með Kvenfélaginu Vöku og var formaður þess um hríð. Hún átti sæti í stjórn Sambands austur-húnvetnskra kvenna og Sambands norðlenskra kvenna.
Hún var mikill brautryðjandi í matjurtarækt, ræktaði ólýsanlega margar tegundir af grænmeti, kartöflur, rófur, gulrætur, næpur og hreðkur, hvítkál, grænkál og blómkál og salat auk ýmissa kryddtegunda eins og steinselju og dill. Svo var það rifsið, sólberin og jarðarberin og meira að segja ræktaði hún um tíma belgjabaunir og stikkilsber.

Lagaheimild

Hún samdi matreiðslubók í samstarfi við Halldóru Eggertsdóttur, sem kom út árið 1954 og var endurprentuð árið 1961, en er nú löngu ófáanleg. Var hún notuð sem kennslubók í matreiðslu við húsmæðraskólana í landinu.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Benedikt Björnsson, skólastjóri á Húsavík, f. 1879, d. 1941 og Margrét Ásmundsdóttir, húsmóðir, f. 1881, d. 1969.
Systkini Solveigar voru: Ragnheiður Hrefna, f. 1907, d. 1941, Ásbjörn, f. 1914, d. 1934, Jóhann Gunnar, f. 1916, d. 2010, Ólafur, f. 1917, d. 2000, Sigurður, f. 1919, d. 1967, og Guðmundur f. 1924, d. 2005.

  1. september 1944 giftist Solveig Óskari Sövik rafvirkjameistara, f. 1. janúar 1904, d. 9. júlí, 2002, frá Veblungsnes, Noregi.
    Dóttir þeirra er
    1) Ragnheiður Guðveig, f. 26. júlí 1953, kennari, búsett í Glaumbæ II í Skagafirði. Eiginmaður hennar er Arnór Gunnarsson, f. 19. júlí 1951, bóndi. Synir þeirra eru Óskar, f. 30. mars 1976, tölvunarfræðingur í Reykjavík, og Atli Gunnar, f. 12. mars 1979, verkfræðingur á Sauðárkróki.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Ásgarður Blönduósi (1947 -)

Identifier of related entity

HAH00622

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ragnheiður Guðveig Sövik (1953) Blönduósi (26.7.1953 -)

Identifier of related entity

HAH06893

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ragnheiður Guðveig Sövik (1953) Blönduósi

er barn

Solveig Benediktsdóttir (1912-2010) skólastýra Kvennaskólanum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Oscar Sövik (1904-2002) Rafveitustjóri Blönduósi (1.1.1904 - 9.7.2002)

Identifier of related entity

HAH01782

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Oscar Sövik (1904-2002) Rafveitustjóri Blönduósi

er maki

Solveig Benediktsdóttir (1912-2010) skólastýra Kvennaskólanum

Dagsetning tengsla

1944 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31 (1901 - 1974)

Identifier of related entity

HAH00115

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31

er stjórnað af

Solveig Benediktsdóttir (1912-2010) skólastýra Kvennaskólanum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02014

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 26.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir