Sigurlaug Björnsdóttir (1896-1989) frá Veðramóti Gönguskörðum

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigurlaug Björnsdóttir (1896-1989) frá Veðramóti Gönguskörðum

Hliðstæð nafnaform

  • Sigurlaug Björnsdóttir (1896-1989) frá Veðramóti Gönguskörðum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lauga:

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

25.1.1896 - 15.9.1989

Saga

Sigurlaug var fædd á Veðramóti í Gönguskörðum 25. janúar 1896, yngst tólf barna foreldra sinna. Hún undi vel hag sínum í Höfn, kynntist þar mörgu góðu og skemmtilegu fólki og kunni vel að meta það sem gamla góða Borgin við Sundið hafði upp á að bjóða í fjölbreyttu menningarlífi, sem sveitastúlkan norðan úr Gönguskörðum hafði ekki átt kost á að kynnast áður. En það var gamla sagan. Heimþrá Íslendingsins sagði til sín og enda þótt Sigurlaugu stæðu ýmsar leiðir opnar þarna úti, hélt hún heim til Íslands - forfrömuð og glæsileg ung stúlka, ríkari af lífsreynslu og þroska eftir rúmlega þriggja ára dvöl í Kaupmannahöfn.
Skömmu eftir heimkomuna lá leið hennar vestur í Vigur til Bjargar systur sinnar og frænda síns Bjarna og var þar til heimilis næstu sjö til átta árin, auk þess sem hún dvaldi einnig um lengri eða skemmri tíma hjá öðrum systkinum sínum og var þeim til halds og trausts, ef einhverja erfiðleika bar að höndum.
Sigurlaug var fríð kona sýnum, hispurslaus og stolt í fasi. Allt fram til hins síðasta, er hún var rúmföst orðin, gekk hún teinrétt í baki og bar höfuðið hátt. Hún var hreinskiptin og einörð í skoðunum, öll undirmál voru henni fjarri skapi. Eftir að hún lét af störfum sem kennari bjó hún til æviloka hjá Þorbjörgu dóttur sinni.

Staðir

Veðramót: Reykjavík: Kaupmannahöfn: Vigur.

Réttindi

Sigurlaug fór í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan námi rúmlega tvítug með góðan vitnisburð enda bæði námfús og vel greind. Nokkrum árum síðar hélt hún utan til Kaupmannahafnar til náms í verslunarfræðum. Stundaði hún nám í einn vetur við Hússtjórnarskólann á Ísafirði,

Starfssvið

Fékk síðan atvinnu sem bókhaldari hjá Gyldendahl bókaforlaginu. Um árabil var hún heimavistarstjóri á Grenimel 29 við útibú frá heimavistinni á Sólvallagötu 12. Þetta ver á þeim árum, þegar hússtjórnarskólarnir blómstruðu og færri komust að en vildu. Því var gripið til þess ráðs að færa út heimavistina og "Melflugurnar", eins og stúlkurnar kölluðu sig gjarnan, undu sér mæta vel undir verndarvæng Sigurlaugar, sem hafði lag á að skapa þarna notalegan og heimilslegan anda.

Lagaheimild

Hulda heitin Stefánsdóttir skólastjóri kemst svo að orði í æviminningum sínum um heimsókn til frændfólks síns á Veðramóti: - Ég efast um, að nokkurs staðar til sveita hafi veri jafn fríður hópur gjörvilegra systkina og glaðværra. Þegar komið var í bæinn á málum, kváðu við hlátrasköll og heitar umræður um landsins gagn og nauðsynjar. Það var enginn dauða doppuháttur á fólkinu. Mikil gleði og vaskleiki fylgdi þeim systkinum. -

"Hún var skólans prýði" - sagði Katrín Helgadóttir, fyrrum skólastjóri - "traust, samviskusöm og hlý. Okkur kennurum og nemendum þótti öllum vænt um hana."

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Björn Jónsson f. 14. júní 1848 - 23. janúar 1924 Bóndi í Háagerði, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Bóndi, hreppstjóri og dannebrogsmaður á Veðramóti í Gönguskörðum, Skag. Hreppstjóri þar, 1890, frá Háagerði á Skagaströnd og kona hans, Þorbjörg Stefánsdóttir 28. september 1855 - 18. maí 1903. Húsmóðir í Háagerði, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Húsfreyja að Veðramóti í Gönguskörðum, Skag. 1890, frá Heiði í Gönguskörðum.
Tíu barnanna komust til fullorðinsára, sex synir og fjórar dætur, öll hið mesta atgervisfólk. Með Sigurlaugu er hið síðasta Veðramóts systkina horfið úr tölu lifenda.
Systkin hennar voru:
1) Stefán Þorsteinn Björnsson 3. september 1880 - 5. nóvember 1914 Var í Veðramóti, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Bóndi í Sjávarborg.
2) Jón Þorbjargarson Björnsson 15. ágúst 1882 - 21. ágúst 1964 Kennari á Sauðárkróki og síðar skólastjóri þar. Fósturbarn: Geirlaug Björnsdóttir, f. 25.12.1939.
3) Sigurður Árni Björnsson 22. maí 1884 - 1. maí 1964 Var á Veðramótum, Fagranessókn, Skag. 1890.Oddviti og hreppstjóri á Veðramóti í Gönguskörðum, Skag. Síðar framfærslufulltrúi í Reykjavík. Bóndi á Veðramóti 1920 og 1930. Framfærslufulltrúi í Reykjavík 1945.
4) Þorbjörn Björnsson 12. janúar 1886 - 14. maí 1970 Bóndi í Geitaskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Heiði í Gönguskörðum, Skarðshreppi, Skag. og á Geitaskarði í Langadal, A-Hún. Var í Geitaskarði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Sauðárkróki.
5) Guðrún Steinunn Björnsdóttir 14. janúar 1887 - 27. september 1976 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
6) Heiðbjört Björnsdóttir 1888 Var á Veðramótum, Fagranessókn, Skag. 1890.
7) Björg Björnsdóttir 7. júlí 1889 - 24. janúar 1977 Húsfreyja á Vigri, Ögursókn, N-Ís. 1930. Húsfreyja í Vigur, síðast bús. í Ögurhreppi.
8) Haraldur Heiðbjartur Björnsson 27. júlí 1891 - 9. desember 1967 Leikari í Reykjavík 1930 og 1945. Síðast bús. í Reykjavík
9) Guðmundur M. Björnsson 20. júlí 1894 - 8. apríl 1956 Bóndi í Tungu, Sauðárkrókssókn, Skag. 1930. Bóndi í Tungu í Gönguskörðum, Skag.
10) Sigurlaug Björnsdóttir 25. janúar 1896 - 15. september 1989 Skrifstofukona á Knarrarbergi, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Kennari við Húsmæðraskóla Reykjavíkur
Dóttir hennar var:
1) Þorbjörg Bjarnar Friðriksdóttir f. 5. nóvember 1929, Var á Knarrarbergi, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Faðir hennar var Jóhannes Friðrik Hansen f. 17. janúar 1891 - 27. mars 1952. Bóndi í Garði í Hegranesi, Skag. Kennari, vegaverkstjóri, oddviti og skáld á Sauðárkróki.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Sigurður Örn Þorbjarnarson (1916-2002) Geitaskarði (27.10.1916 - 15.3.2002)

Identifier of related entity

HAH01956

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1916 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ástríður Friðriksdóttir Hansen (1920-1993) Svaðastöðum (6.6.1920 - 17.10.1993)

Identifier of related entity

HAH03694

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Jónsson (1848-1924) Veðramótum (14.6.1848 - 23.1.1924)

Identifier of related entity

HAH02845

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Björn Jónsson (1848-1924) Veðramótum

er foreldri

Sigurlaug Björnsdóttir (1896-1989) frá Veðramóti Gönguskörðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Árni Björnsson (1884-1964) Veðramótum (22.5.1884 - 1.5.1964)

Identifier of related entity

HAH07248

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurður Árni Björnsson (1884-1964) Veðramótum

er systkini

Sigurlaug Björnsdóttir (1896-1989) frá Veðramóti Gönguskörðum

Dagsetning tengsla

1896

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Heiðbjört Björnsdóttir (1893-1988) frá Veðramóti) (6.1.1893 - 24.5.1888)

Identifier of related entity

HAH07249

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Heiðbjört Björnsdóttir (1893-1988) frá Veðramóti)

er systkini

Sigurlaug Björnsdóttir (1896-1989) frá Veðramóti Gönguskörðum

Dagsetning tengsla

1896

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björg Björnsdóttir (1889-1977) Vigri (7.7.1889 - 24.1.1977)

Identifier of related entity

HAH02716

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Björg Björnsdóttir (1889-1977) Vigri

er systkini

Sigurlaug Björnsdóttir (1896-1989) frá Veðramóti Gönguskörðum

Dagsetning tengsla

1889 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Björnsson (1894-1956) Tungu á Skörðum (20.7.1894 -8.4.1956)

Identifier of related entity

HAH04102

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Björnsson (1894-1956) Tungu á Skörðum

er systkini

Sigurlaug Björnsdóttir (1896-1989) frá Veðramóti Gönguskörðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorbjörn Björnsson (1886-1970) Geitaskarði (12.1.1886 - 14.5.1970)

Identifier of related entity

HAH02137

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Þorbjörn Björnsson (1886-1970) Geitaskarði

er systkini

Sigurlaug Björnsdóttir (1896-1989) frá Veðramóti Gönguskörðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Björnsdóttir (1887-1976) frá Veðramóti (14.1.1887 - 27.9.1976)

Identifier of related entity

HAH04262

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðrún Björnsdóttir (1887-1976) frá Veðramóti

er systkini

Sigurlaug Björnsdóttir (1896-1989) frá Veðramóti Gönguskörðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01968

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 23.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir