Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigríður Björg Metúsalemsdóttir (1863-1939) prestsfrú Staðarbakka
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
9.4.1863 - 15.8.1939
Saga
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Methúsalem Magnússon 5. des. 1832 - 6. mars 1905. Bóndi á Bakka á Langanesströnd, Arnarvatni og Helluvaði í Mývatnssveit og Einarsstöðum í Reykjadal. Gekk undir nafninu Methúsalem jarðyrkjumaður. „Jarðyrkju- og dugnaðarmaður mikill“, segir í Laxdælum. Bóndi á Arnarvatni, Skútustaðasókn, S-Þing. 1901 og fyrri kona hans 19.7.1860; Þorbjörg Þorsteinsdóttir 21.6.1840 - 18.6.1865. Var á Bakka, Skeggjastaðasókn, N-Múl. 1845.
Seinni kona Methúsalem 11.10.1869; Karólína Soffía Helgadóttir 10.7.1848 - 19.3.1920. Með foreldrum í Mývatnssveit og Reykjahverfi, S-Þing. og í Kelduhverfi, N-Þing. fram um 1860. Flutti að Bakka á Langanesströnd, N-Múl. 1869 og þaðan aftur til Mývatnssveitar 1870. Húsfreyja á Helluvaði í Mývatnssveit um 1871-78, á Einarsstöðum, S-Þing. um 1880 og húsfreyja og húskona á Arnarvatni um 1887-1901. Var hjá dóttur sinni á Arnarvatni, Skútustaðasókn, S-Þing. 1910.
Albróðir hennar;
1) Magnús Methúsalemsson 23.7.1861 - 25.6.1862
Systkini hennar samfeðra;
2) Halldóra Metúsalemsdóttir 21.7.1870 - 26.9.1945. Hjá foreldrum á Helluvaði um 1871-78 og um tíma eftir það á Einarsstöðum í Reykjadal, S-Þing. Hjú á Skútustöðum og Arnarvatni um 1888-95.
Húsfreyja og ljósmóðir á Arnarvatni í Mývatnssveit frá 1895 til æviloka.
3) Benedikt Methúsalemsson 8.4.1874 - 11.12.1879. Með foreldrum á Helluvaði 1874-77.
Maður hennar 12.6.1884. Lárus Eysteinsson 4.3.1853 - 5.5.1890. Var á Refstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Prestur á Helgastöðum í Reykjadal, Þing. 1881-1884 og á Staðarbakka í Miðfirði, Hún. frá 1884 til dauðadags. „Gáfaður maður en drykkfelldur“, segir Einar prófastur. Faðir hans Eysteinn Jónsson (1818-1885).
Barnsfaðir hennar 5.12 1898; Björn Jóhannesson Líndal 5.6.1876 - 14.12.1931. Lögfræðingur, alþingismaður, sýslumaður í Eyjafirði og bæjarfógeti á Akureyri. Bóndi og útgerðarmaður á Svalbarði á Svalbarðsströnd, S-Þing. um 1913-31. Framkvæmdarstjóri á Svalbarði, Svalbarðseyri, Svalbarðssókn, S-Þing. 1930.
Börn hennar og Lárusar;
1) Guðrún Lárusdóttir 31.7.1886 - 26.11.1886
2) Benedikt Lárusson 28.12.1888 - 21.1.1891
Sonur hennar og Björns;
3) Theódór Björnsson Líndal 5.12.1898 - 2.2.1975. Málflutningsmaður í Bergstaðastræti 76, Reykjavík 1930. Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík 1945. Hæstaréttarlögmaður og lagaprófessor í Reykjavík. Kona hans 19.10.1923; Þórhildur Pálsdóttir Briem Líndal 7.12.1896 - 12.3.1991. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Bergstaðastræti 76, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Meðal barna þeirra; Páll Líndal maður Guðrúnar Jónsdóttur á Þingeyrum og Sigurður Líndal lagaprófessonr
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Sigríður Björg Metúsalemsdóttir (1863-1939) prestsfrú Staðarbakka
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er stjórnað af
Sigríður Björg Metúsalemsdóttir (1863-1939) prestsfrú Staðarbakka
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsinga er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.
Staða
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 28.10.2020
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Guðfræðingatal 1847 - 1976 bls 272