Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Páll Jónsson (1899-1979) skólastjóri á Skagaströnd
Hliðstæð nafnaform
- Páll Jónsson (1899-1979) Skagaströnd
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
22.12.1899 - 19.7.1979
Saga
Bóndi og kennari á Hofi, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Breiðabliki, Höfðahr., A-Hún. 1957. Skólastjóri á Skagaströnd. Páll Jónsson fæddist 22. desember 1899 á Njálsstöðum í Vindhælahreppi. Árið 1920 höfðu systkini Páls, Pétur og Vilborg flutzt með foreldrum sínum frá Balaskarði út að Hofi á Skagaströnd og hafið búskap á hinu forna prestsetri.
Staðir
Njálsstaðir: Balaskarð: Hof á Skagaströnd 1927: Breiðablik á Skagaströnd 1944:
Réttindi
Páll Jónsson fór ungur á alþýðuskólann á Hvammstanga, er Ásgeir Magnússon hélt og var um skeið í miklu gengi. Var það Páli góður undirbúningur er hann fór í Kennaraskólann, en þar lauk hann prófi 1923.
Starfssvið
Páll var kennari austur í Holtum í 4 ár 1923: Öll sín búskaparár var Páll kennari, fyrst í farkennslu í Vindhælishreppi og síðan sem kennari og skólastjóri við fastan skóla í Höfðakaupstað frá 1939. Mátti hann því margan vetur vera burtu frá sínu heimili við kennslu en kom heim á helgum. Hvíldi því umsjá heimilis hans á konu hans með hjálp systkina Páls. Eftir því sem skólastjórn og kennslustarfið óx í hinum ört vaxandi nýsköpunarbær Höfðakaupstað, varð Páli þessi búseta á Hofi óhægari, þótt hann ynni sveitalífinu. Fluttist því Páll og fjölskylda hans ásamt systkinum hans, Pétri og Vilborgu til Höfðakaupstaðar 1944.
Hlóðust þá brátt á Pál ýmis félagsstörf,var hann organisti Hólaneskirkju og var í sóknarnend. Var hann framarlega og starfaði mikið í félagsmálum kennara í Norðurlandskjördæmi-vestra. Fjölda ára í stjórn Kaupfélags Skagstrendinga og formaður Búnaðarfélags hreppsins um árabil, gjaldkeri hafnanefndar og hann var einn af stofnendum og fyrsti fonmaður Lionsklúbbs Höfðakaupstaðar.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Voru foreldrar hans Jón Sigurðsson (1855-1946) er lengi bjó á Balaskarði í Laxárdal, og kona hans Guðný Málfríður Pálsdóttir 11. september 1866 - 13. júní 1942. Var á Hofi, Hofssókn, A-Hún. 1930. Lengst af húsfreyja á Balaskarði í Laxárdal. Jón Sigurðsson var Þingeyingur fæddur á Undirvegg í Kelduhverfi, sonur Sigurðar Sigurðssonar, er síðast var húsmaður á Hrauni á Skaga, er var bróðir Vilborgar Sigurðardóttur, konu séra Magnúsar Jónssonar fyrst, prests á Hofi og síðan á Laufási. En Guðný Pálsdóttir var húnvetnsk, dóttir Páls Jónssonar bónda á Ytra-Hóli. Þau Balaskarðshjón eignuðust 13 böra er upp komust, er hafa reynzt hið mesta myndarfólk.
Hann kvæntist, Sigríði Guðnadóttur frá Hvammi í Holtum f 28. október 1900 - 4. mars 1964 Húsfreyja á Hofi, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Breiðabliki, Höfðahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Hofi á Skagaströnd, er reyndist honum hin ágætasta kona og tryggur lífsförunautur. Faðir hennar var Guðni Oddsson 22. febrúar 1858 - 29. október 1934. Bóndi í Hvammi, Hagasókn, Rang. 1930. Bóndi í Hvammi í Holtum, Rang. og konu hans Guðfinna Bárðardóttir 19. ágúst 1862 - 16. nóvember 1941.
Er Páll fluttist norður, og kvæntist Sigríði Guðnadóttur, 1927 hófu þau búskap á móti systkinum Páls á Hofi og fór svo fram til 1944, að þetta tvíbýli hélzt á Hofi.
Börn þeirra voru;
1) Kristinn Pálsson 22. desember 1927 - 21. október 2008 Var á Hofi, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Hólabraut 4, Höfðakaupstað , A-Hún. 1957. Kennari á Skagaströnd og síðar á Blönduósi, verslunarmaður og verkamaður á Blönduósi. Kennari á Blönduósi, kvæntur Guðnýju Pálsdóttr.
2) Jón Sveinn Pálsson 28. desember 1933 skólastjóri í Höfðakaupstað, kvæntur Björk Axelsdóttur.
3) Guðný Málfríður Pálsdóttir 2. júlí 1929 - 17. febrúar 2005 Húsfreyja, síðast bús. í Kópavogi. Var á Hofi, Hofssókn, A-Hún. 1930, gift Hjalta Elíassyni rafvirkja
4) Guðfinna Pálsdóttir 21. september 1930 - 27. apríl 2015 Var í Breiðabliki, Höfðahr., A-Hún. 1957. Hjúkrunarfræðingur á Blönduósi , hjúkrunarkona á Blönduósi, gift Þórhalli Blöndal bifvélavirkja.
5) Ingveldur Anna Pálsdóttir 12. apríl 1935 , húsmæðrakennari á Egilsstöðum, gift Þráni Jónssyni frá Gunnhildargerði.
6) Ásdís Pálsdóttir 17. ágúst 1936 Var í Breiðabliki, Höfðahr., A-Hún. 1957. Hafnarfirði, gift Stefáni Ásbjarnarsyni og
7) Edda Pálsdóttir 4. október 1939 - 8. apríl 2016 Var í Breiðabliki, Höfðahr., A-Hún. 1957. Starfaði lengst af við verslunarstörf og síðar við fiskvinnslu og matseld á Skagaströnd.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barn
Páll Jónsson (1899-1979) skólastjóri á Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Páll Jónsson (1899-1979) skólastjóri á Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Páll Jónsson (1899-1979) skólastjóri á Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barn
Páll Jónsson (1899-1979) skólastjóri á Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Páll Jónsson (1899-1979) skólastjóri á Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Páll Jónsson (1899-1979) skólastjóri á Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Páll Jónsson (1899-1979) skólastjóri á Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barnabarn
Páll Jónsson (1899-1979) skólastjóri á Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 14.7.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=256546
8.4.1970