Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Þorleifur Ingvarsson (1900-1982) Sólheimum
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
9.10.1900 - 27.8.1982
Saga
Þorleifur Ingvarsson 9.10.1900 - 27.8.1982. Bóndi á Sólheimum í Svínavatnshr., A-Hún. Bóndi á Sólheimum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Sólheimum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.
Hann var fæddur 9. október árið 1900 í Sólheimum í Svínavatnshreppi. Tæpra tveggja ára missti Þorleifur móður sína. Var honum þá komið í fóstur til Hannesar Sveinbjörnssonar og konu hans Þorbjargar Jónsdóttur, er þá bjuggu á Geithömrum og síðar í Sólheimum.
Árið 1922 kom hann heim frá Noregi og hóf búskap á hálfum Sólheimum. Hóf hann búskapinn af stórhug og bjartsýni og varð brátt í röð fremstu bænda í sveit sinni. Árið 1927 réðist til hans ráðskona, Sigurlaug Hansdóttir, vestan úr Vatnsdal, hin ágætasta kona er öllum vildi gott gjöra. Varð heimili þeirra þekkt rausnarheimili þar sem m.a. gamalt fólk, er hvergi átti höfði sínu að halla, átti sér athvarf.
Hann andaðist 27. ágúst 1982 á Héraðshælinu. Útför hans var gerð frá Svínavatnskirkju 4. september 1982.
Staðir
Réttindi
Ungur að árum fór hann í Unglingaskóla á Hvammstanga og var þar við nám vetrarlangt. Síðan fór hann utan til Noregs þar sem hann dvaldi í eitt og hálft ár og kynnti sér búskaparháttu Norðmanna. Einnig mun hann hafa stundað nám um tíma við lýðskóla.
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Ingvar Þorsteinsson 20.10.1838 [29.9.1837] - 21.1.1916. Var á Grund, Auðkúlusókn, Hún. 1860. Hreppstjóri og bóndi í Sólheimum og sambýliskona hans; Kristín Gísladóttir 19. júní 1857 - 19. sept. 1901. Var í Auðkúluseli, Auðkúlusókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Sólheimum.
Fyrri kona Ingvars 2.11.1866; Ingiríður Pálmadóttir 1815 - 2. júlí 1886. Var á Holtastað, Holtastaðarsókn, Hún. 1816, þau barnlaus. Fyrri maður hennar; 16.10.1833; Andrés Þorleifsson 1809 - 23. apríl 1865 Bóndi á Stóra-Búrfelli, Svínavatnssókn, Hún. 1845. Bróðir hennar; Erlendur (1820-1888) í Tungunesi.
Bróðir hans;
1) Steingrímur Ingvarsson 28.6.1897 - 9.10.1947. Bóndi í Hvammi í Vatnsdal. Bóndi þar 1930. Kona hans 5.7.1920; Theódóra Hallgrímsdóttir 9. nóvember 1895 - 13. maí 1992 Húsfreyja í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Hofi, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi.
Sambýliskona hans; Sigurlaug Hansdóttir Önnudóttir 22.6.1889 [5.7.1889] - 16.3.1980. Sólheimum. Barnsfaðir hennar 4.8.1912; Guðmundur Jónsson 14.7.1877 - 8.8.1953, sjómaður Helgastöðum Reykjavík. Sonur hans Kristmann Guðmundsson rithöfundur. Bróðir hennar samfeðra; Jónbjörn Gíslason (1879-1969).
Börn þeirra
1) Lára Sigríður Guðmundsdóttir, f. 4.8.1912 - 5.10.1997. Vinnukona í Kaupfélagshúsinu, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bús. í Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar 16.7.1945: Jón Sveinberg Jónsson 6. júlí 1910 - 29. nóvember 1977. Var í Reykjavík 1910. Lausamaður í Stóradal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Bús. í Blönduóshr., A-Hún. 1957. Verslunarmaður, bifreiðarstjóri og fulltrúi á Sæbóli, Blönduósi. Síðast bús. í Reykjavík
2) Fjóla Þorleifsdóttir 20. ágúst 1928 - 6. nóvember 2007 Var á Sólheimum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Ljósmóðir víða í Skagafirði, síðast á Sauðárkróki. Formaður Kvenfélags Sauðárkróks um árabil og síðar formaður Félags eldriborgara. Fjóla giftist 9. október 1950 Ingólfi Guðmundssyni bifvélavirkja, f. 19.4. 1929, d. 16.6. 1991. Foreldrar hans voru Guðmundur Árnason bóndi á Þorbjargarstöðum og kona hans Kristín Árnadóttir.
3) Ingvar Þorleifsson 17. mars 1930 - 8. júlí 2016. Var á Sólheimum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Bóndi að Sólheimum í Svínavatnshreppi. Hreppstjóri, hreppsnefndarmaður og gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Kona hans 27.12.1958; Sigríður Ingimundardóttir 5. júní 1936. Húsmóðir og hannyrðakona Sólheimum Svínavatnshreppi.
4) Steingrímur Th. Þorleifsson f. 27.4. 1932. tæknifræðingur Reykjavík. Kona hans; Ethel Marita Jöderholm Þorleifsson 17. feb. 1934.
5) Svanhildur Sóley Þorleifsdóttir 9. sept. 1934 - 13. apríl 1988. Var í Skála, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja og gangastúlka á Blönduósi. Maður hennar; Ragnar Annel Þórarinsson 1.10.1924 - 12.3.2017. Var á Steinnesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Skála, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Vörubílstjóri á Blönduósi.
Uppeldissdóttir er;
6) Sjöfn Ingólfsdóttir 17. júlí 1939 Var á Sólheimum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957, maki Bjarni Ólafsson, þau eiga tvö börn. Faðir Sjafnar: Ingólfur Helgason, heildsali, f. 17. júlí 1916.
Almennt samhengi
Þorleifur Ingvarsson var maður vel greindur, fríður sýnum, gleðimaður á góðri stund og hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Hann var söngmaður ágætur og hafði háa og bjarta tenórrödd. Hann var félagsmálamaður mikill og eindreginn samvinnumaður. Honum voru því falin trúnaðarstörf í þágu sveitar sinnar og sýslu. Var hreppstjóri um skeið. Sat í sveitarstjórn um árabil, og var yfir tuttugu ár í stjórn Búnaðarfélags Svínavatnshrepps, elsta búnaðarfélagi landsins og formaður þess um skeið.
Um áratugi var hann deildarstjóri sveitar sinnar í Kaupfélagi Húnvetninga og fulltrúi á fjölda aðalfunda félagsins. Þá var hann síðasti formaður Svínvetningabrautarfélagsins, eða þar til félagið var lagt niður þegar það hafði lokið hlutverki sínu.
Um árabil hafði hann með höndum forðagæslustörf í sveit sinni, auk annarra trúnaðarstarfa er hann gegndi af mikilli samviskusemi og dugnaði.
Árið 1970 brá hann búi og fól það í hendur syni sínum Ingvari, en þeir höfðu þá um skeið búið félagsbúi. Var það þá orðið eitt af stærstu búum sýslunnar. Sama ár fluttu þau Þorleifur og Sigurlaug til Reykjavíkur til sonar þeirra Steingríms og bjuggu þar í tvö ár. Festu þau eigi rætur þar, en fluttu aftur norður og settust að hjá dóttur sinni, Svanhildi og Ragnari manni hennar á Blönduósi. Atti hann heimili sitt þar til dauðadags.
Sama ár og þau fluttu norður reistu þau sér sumarhús í Sólheimum þar sem þau dvöldu á sumrum. Voru þau óþreytandi í að fegra umhverfi þess og bar lóðin í kring vott um smekkvísi þeirra og elju. Þorleifur í Sólheimum var maður vinmargur og vinsæll meðal samferðamanna sinna. Hann var stórhuga framfaramaður og hreinskiptinn í viðskiptum og minnisstæður persónuleiki þeim er honum kynntust.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barn
Þorleifur Ingvarsson (1900-1982) Sólheimum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Þorleifur Ingvarsson (1900-1982) Sólheimum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Þorleifur Ingvarsson (1900-1982) Sólheimum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 14.3.2021
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 14.3.2021
Íslendingabók
ÆAHún bls 873
Húnavaka 1983. https://timarit.is/page/6347595?iabr=on