Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Magnea Björnsdóttir (1885-1969) þvottatæknir á Héraðshælinu
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
11.10.1885 - 29.9.1969
Saga
Filippía Magnea Björnsdóttir var fædd 11. október árið 1885 að Kambhóli í Eyjafirði. Magnea var dygg og trú í störfum sínum. Barn að aldri fluttist hún með foreldrum sínum til Skagafjarðar. Um fermingaraldur réðist hún í vistir og þótti þegar rösk til verka. Rétt upp úr aldamótunum síðustu, er hún stóð á tvítugu, fluttist hún að Strjúgsstöðum í Langadal og dvaldist þar fram yfir þrítugt, sem hægri hönd roskinnar húsmóður. Eftir 1920 átti Magnea heima í Bólstaðarhlíðarhreppi og dvaldi þá m. a. í Mjóadal hjá Guðmundi Erlendssyni (1847-1922), hreppsstjóra og Ingibjörgu Guðrúnu Sigurðardóttur (1848-1922) konu hans. Stundaði hún þau hjón í banalegu þeirra, en þau létust bæði í sömu vikunni árið 1922. Hún andaðist 29. sept. 1969 á Héraðshælinu.
Staðir
Kambhóll: Skagafjörður: Strjúgsstaðir í Langadal: Mjóidalur á Laxárdal fremri: Blönduós 1927:
Réttindi
Starfssvið
Barn að aldri fluttist hún með foreldrum sínum til Skagafjarðar. Um fermingaraldur réðist hún í vistir og þótti þegar rösk til verka. Rétt upp úr aldamótunum síðustu, er hún stóð á tvítugu, fluttist hún að Strjúgsstöðum í Langadal og dvaldist þar fram yfir þrítugt, sem hægri hönd roskinnar húsmóður. Eftir 1920 átti Magnea heima í Bólstaðarhlíðarhreppi og dvaldi þá m. a. í Mjóadal hjá Guðmundi Erlendssyni (1847-1922), hreppsstjóra og Ingibjörgu Guðrúnu Sigurðardóttur (1848-1922) konu hans. Stundaði hún þau hjón í banalegu þeirra, en þau létust bæði í sömu vikunni árið 1922. Árið 1927 fluttist Magnea til Blönduóss og réðist í þjónustu Sjúkrahússins og hafði á hendi umsjón þvottahúss þess. Jafnframt hjálpaði hún þar til við ýmis önnur störf, svo sem margs konar aðhlynningu sjúklinga og vikastörf á skurðstofu við handlæknisaðgerðir. Eftir að hið nýja og glæsilega Héraðshæli Austur-Húnvetninga tók til starfa 1955, flutti hún þangað og vann störf sín af alkunnri fórnfýsi og árvekni. En er kraftar og heilsa hennar voru a þrotum komnir, naut hún ókeypis allrar aðhlynningar á Héraðshælinu. Sýnir þetta m. a. hversu mikils stjórn Héraðshælisins virti hið langa og merka starf Magneu, er hún jafnan vann í þágu stofnunarinnar um 40 ára skeið og hefur enginn starfað jafn lengi þar.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Hún var eitt af níu börnum Björns Jónssonar 22. júní 1849 - 26. júlí 1931. Var 1849-56 eða lengur í fóstri á Stafnshóli í Deildardal, Skag. Var í Tumabrekku í Óslandshlíð 1860 og í Ártúni 1864. Vinnumaður í Nýlendu, Hofssókn, Skag. 1870, á Siglunesi við Siglufjörð 1874-78, Hálsi í Fnjóskadal 1878-79 og fór þá að Kamphóli. Vinnumaður á Kamphóli, Möðruvallaklaustursókn, Eyj. 1880 og til 1886. Bóndi í Svínakoti á Árskógsströnd 1886-87, vinnumaður á nokkrum bæjum í Blönduhlíð 1888-96 og 1897-1906. Vinnumaður í Sólheimum, Miklabæjarsókn, Skag. 1890. Húsmaður á Egilsá 1896-97. Verkamaður í Miklabæ, Miklabæjarsókn, Skag. 1901. Dvaldist frá 1906 í Langadal, A-Hún, á Strjúgsstöðum og Móbergi. Var á Móbergi, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930 og Rósu Svanhildar Jónsdóttur 15. október 1851 - 30. júlí 1914 Ólst upp með foreldrum. Var á Litlu-Hámundarstöðum, Stærraárskógssókn, Eyj. 1860. Var á Hrísum, Vallasókn, Eyj. 1870 og til um 1877. Vinnukona á Kamphóli, Möðruvallakl.sókn, Eyj. 1880, kom þar um 1879 og var til 1886. Húsfreyja í Svínakoti á Árskógsströnd 1886-87, fór þá í vistir og húsmennsku í Blönduhlíð, Skag. Hjú í Víkurkoti, Miklabæjarsókn, Skag. 1901. Flutti að Miklabæ 1905 og var þar til æviloka.
Magnea eignaðist tvo syni með Þorvarði Árnasyni 20. júní 1887 - 20. júní 1975 Lausamaður á Steiná. Síðast bús. í Reykjavík,
Þeir eru:
1) Helgi Þorvarðarson 22. apríl 1906 - 17. október 1978 Afgreiðslumaður í lyfjabúð á Blönduósi 1930. Lyfsalasveinn í Reykjavík. Kona hans; Jakobína Kristín Arinbjarnardóttir 9. október 1894 - 25. desember 1972 Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja. Systir Kristjáns Arinbjarnar læknis á Blönduósi.
2) Hjalti Þorvarðarson 22. desember 1916 - 12. apríl 1967 Sjúklingur á sjúkrahúsinu á Blönduósi 1930. Var í Helgafelli, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Lyfsalasveinn. Ókvæntur
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 16.7.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6342201
©GPJ ættfræði.