Magnea Björnsdóttir (1885-1969) þvottatæknir á Héraðshælinu

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Magnea Björnsdóttir (1885-1969) þvottatæknir á Héraðshælinu

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

11.10.1885 - 29.9.1969

History

Filippía Magnea Björnsdóttir var fædd 11. október árið 1885 að Kambhóli í Eyjafirði. Magnea var dygg og trú í störfum sínum. Barn að aldri fluttist hún með foreldrum sínum til Skagafjarðar. Um fermingaraldur réðist hún í vistir og þótti þegar rösk til verka. Rétt upp úr aldamótunum síðustu, er hún stóð á tvítugu, fluttist hún að Strjúgsstöðum í Langadal og dvaldist þar fram yfir þrítugt, sem hægri hönd roskinnar húsmóður. Eftir 1920 átti Magnea heima í Bólstaðarhlíðarhreppi og dvaldi þá m. a. í Mjóadal hjá Guðmundi Erlendssyni (1847-1922), hreppsstjóra og Ingibjörgu Guðrúnu Sigurðardóttur (1848-1922) konu hans. Stundaði hún þau hjón í banalegu þeirra, en þau létust bæði í sömu vikunni árið 1922. Hún andaðist 29. sept. 1969 á Héraðshælinu.

Places

Kambhóll: Skagafjörður: Strjúgsstaðir í Langadal: Mjóidalur á Laxárdal fremri: Blönduós 1927:

Legal status

Functions, occupations and activities

Barn að aldri fluttist hún með foreldrum sínum til Skagafjarðar. Um fermingaraldur réðist hún í vistir og þótti þegar rösk til verka. Rétt upp úr aldamótunum síðustu, er hún stóð á tvítugu, fluttist hún að Strjúgsstöðum í Langadal og dvaldist þar fram yfir þrítugt, sem hægri hönd roskinnar húsmóður. Eftir 1920 átti Magnea heima í Bólstaðarhlíðarhreppi og dvaldi þá m. a. í Mjóadal hjá Guðmundi Erlendssyni (1847-1922), hreppsstjóra og Ingibjörgu Guðrúnu Sigurðardóttur (1848-1922) konu hans. Stundaði hún þau hjón í banalegu þeirra, en þau létust bæði í sömu vikunni árið 1922. Árið 1927 fluttist Magnea til Blönduóss og réðist í þjónustu Sjúkrahússins og hafði á hendi umsjón þvottahúss þess. Jafnframt hjálpaði hún þar til við ýmis önnur störf, svo sem margs konar aðhlynningu sjúklinga og vikastörf á skurðstofu við handlæknisaðgerðir. Eftir að hið nýja og glæsilega Héraðshæli Austur-Húnvetninga tók til starfa 1955, flutti hún þangað og vann störf sín af alkunnri fórnfýsi og árvekni. En er kraftar og heilsa hennar voru a þrotum komnir, naut hún ókeypis allrar aðhlynningar á Héraðshælinu. Sýnir þetta m. a. hversu mikils stjórn Héraðshælisins virti hið langa og merka starf Magneu, er hún jafnan vann í þágu stofnunarinnar um 40 ára skeið og hefur enginn starfað jafn lengi þar.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Hún var eitt af níu börnum Björns Jónssonar 22. júní 1849 - 26. júlí 1931. Var 1849-56 eða lengur í fóstri á Stafnshóli í Deildardal, Skag. Var í Tumabrekku í Óslandshlíð 1860 og í Ártúni 1864. Vinnumaður í Nýlendu, Hofssókn, Skag. 1870, á Siglunesi við Siglufjörð 1874-78, Hálsi í Fnjóskadal 1878-79 og fór þá að Kamphóli. Vinnumaður á Kamphóli, Möðruvallaklaustursókn, Eyj. 1880 og til 1886. Bóndi í Svínakoti á Árskógsströnd 1886-87, vinnumaður á nokkrum bæjum í Blönduhlíð 1888-96 og 1897-1906. Vinnumaður í Sólheimum, Miklabæjarsókn, Skag. 1890. Húsmaður á Egilsá 1896-97. Verkamaður í Miklabæ, Miklabæjarsókn, Skag. 1901. Dvaldist frá 1906 í Langadal, A-Hún, á Strjúgsstöðum og Móbergi. Var á Móbergi, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930 og Rósu Svanhildar Jónsdóttur 15. október 1851 - 30. júlí 1914 Ólst upp með foreldrum. Var á Litlu-Hámundarstöðum, Stærraárskógssókn, Eyj. 1860. Var á Hrísum, Vallasókn, Eyj. 1870 og til um 1877. Vinnukona á Kamphóli, Möðruvallakl.sókn, Eyj. 1880, kom þar um 1879 og var til 1886. Húsfreyja í Svínakoti á Árskógsströnd 1886-87, fór þá í vistir og húsmennsku í Blönduhlíð, Skag. Hjú í Víkurkoti, Miklabæjarsókn, Skag. 1901. Flutti að Miklabæ 1905 og var þar til æviloka.
Magnea eignaðist tvo syni með Þorvarði Árnasyni 20. júní 1887 - 20. júní 1975 Lausamaður á Steiná. Síðast bús. í Reykjavík,
Þeir eru:
1) Helgi Þorvarðarson 22. apríl 1906 - 17. október 1978 Afgreiðslumaður í lyfjabúð á Blönduósi 1930. Lyfsalasveinn í Reykjavík. Kona hans; Jakobína Kristín Arinbjarnardóttir 9. október 1894 - 25. desember 1972 Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja. Systir Kristjáns Arinbjarnar læknis á Blönduósi.
2) Hjalti Þorvarðarson 22. desember 1916 - 12. apríl 1967 Sjúklingur á sjúkrahúsinu á Blönduósi 1930. Var í Helgafelli, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Lyfsalasveinn. Ókvæntur

General context

Relationships area

Related entity

Ragnar Ottó Arinbjarnar (1929-1997) læknir (12.7.1929 - 23.11.1997)

Identifier of related entity

HAH01856

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Kristján læknir faðir Ragnars var bróðir Jakobínu konu Helga sonar Magneu.

Related entity

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-) (31.12.1955)

Identifier of related entity

HAH10014

Category of relationship

associative

Dates of relationship

31.12.1955

Description of relationship

Starfsmaður og hafði þar einnig heimili

Related entity

Sjúkraskýli Aðalgötu 7 Blönduósi 1915 (1915-)

Identifier of related entity

HAH00666

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Bjó þar 1933 og 1951

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01725

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 16.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places