Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Kristinn Magnússon (1897-1979) Kleifum
Hliðstæð nafnaform
- Kristinn Magnússon (1897-1979) Kleifum
- Kristinn Magnússon Kleifum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
13.3.1897 - 26.11.1979
Saga
Kristinn var fæddur að Ægissíðu á Vatnsnesi 13. marz árið 1897, bóndi að Kleifum við Blönduós Fœddur 13. marz 1897-dáinn 26.nóv.1979 andaðist á sjúkrahúsinu á Blönduósi Kristinn Magnússon bóndi að Kleifum við Blönduós og var hann jarðsunginn frá Blönduóskirkju 1. des. að viðstöddu miklu fjölmenni, er sýndi ótvírætt þau ítök sem hinn látni átti í samferðamönnunum. Flest af fólkinu kom heim að Kleifum að athöfninni lokinni og naut veitinga og heimilishlýju fjölskyldunnar fram eftir kvöldi. Gott var þar að vera, sem jafnan á því ágæta heimili. Andlát Kristins bar ekki óvænt að.
Kristinn Magnússon var bóndi í eðli sínu þótt ekki yrði það hlutskipti hans að reka búskap, fyrr en hann var nokkuð kominn yfir miðjan aldur. Hann fékk 10 ha. lands úr Blönduóslandi árið 1952 og síðar 5 ha. í viðbót. Reistu þau hjónin býlið Kleifar á landinu með hjálp barna sinna. Þarf raunar ekki annað en að líta heim að Kleifum til þess að sjá að þar hefir verið af mikilli alúð og smekkvísi að unnið. Fallegt tún og byggingar blasa við augum vegfarandans og skógarteigar með bæjarlæknum. Býlið hlaut líka 1. verðlaun fyrir snyrtimennsku og umgengni bújarða í fyrsta sinn er slík viðurkenning var veitt í Austur-Húnavatnssýslu, en það var árið 1972 á 20 ára afmæli landnáms á Kleifum.
Staðir
Ægissíða á Vatnsnesi: Gottorp 1903: Reykjavík: Bjarg á Blönduósi: Kleifar:
Réttindi
Alþýðuskóla á Hvammstanga 1913-1915: KaupmaðurBlönduósi 1925-1944: Útibússtjóri KH 1944-1971: Bóndi:
Starfssvið
Fjölskyldan flutti svo að Gottorp í Víðidal vorið 1903, en vorið 1908 keypti elsti bróðirinn, Guðmundur, Guðrúnarstaði í Vatnsdal, en þá hafði sú jörð verið í eyði í tvö ár. Fóru foreldrar Guðmundar með honum að Guðrúnarstöðum og þeir bræðra hans er ekki voru í burtu farnir. Var Kristinn í þeirra hópi og var þá 11 ára.
Haustið 1913 stofnaði Ásgeir Magnússon, bróðir Kristins, alþýðuskóla á Hvammstanga. Kristinn dvaldi við nám í skólanum tvo fyrstu veturna, sem hann starfaði, og var þar með búinn að fá allgóða menntun miðað við þær aðstæður er þá voru í skólamálum landsins. Sýndi það sig síðar að Kristni búnaðist vel að þessu námi sínu á langri og fjölbreyttri starfsæfi.
Á unglingsárum var Kristinn Magnússon „kóngsins lausamaður" í Vatnsdalnum. Hann stundaði vegavinnu, heyskap, sláturhúsvinnu og var við skepnuhirðingu á vetrum. Lét honum þetta allt vel. Hann eignaðist kindur og reiðhesta átti hann. Hann var hestaunnandi og kunni vel að meta og fara með hesta. Er hestamannafélagið Neisti var stofnað árið 1943 var hann einn af stofnendum þess og félagi til æfiloka.
Haustið 1923 seldi Kristinn allar kindur sínar og fór til Reykjavíkur, þá eftir áramótin. Magnús bróðir hans, síðar ritstjóri Storms, var þá ritstjóri landsmálablaðsins Vörður og vann Kristinn það sem eftir var vetrar við afgreiðslu blaðsins. Urðu nú þáttaskil í lífi Kristins Magnússonar. Einn dag, síðla um veturinn var hann á gangi í borginni. Rakst hann þá þar að, er átti að hefjast uppboð á vörum gjaldþrota fyrirtækis. Honum sýndist ráð að kaupa nokkuð af vörunum og þar sem uppboðshaldara leizt svo á hann að óhætt mundi að slá honum keypti hann nokkuð af varningnum og sendi norður til Blönduóss, þar sem hann seldi hann svo um vorið. Fór hann síðan heim að Guðrúnarstöðum í heyskapinn. Næsta vetur var Kristinn í Reykjavík og starfaði þá við afgreiðslu blaðsins Storms hjá Magnúsi bróður sínum. Og aftur keypti hann vörur og sendi til Blönduóss. Verzlaði hann svo með vörurnar fram að slætti en fór þá heim að Guðrúnarstöðum í heyskapinn. Á hverjum laugardagsmorgni fór Kristinn þó til Blönduóss og stundaði kaupskap sinn. Er þó þarna um vel 40 km vegalengd að ræða og komu nú hestar hans að liði. Er mér í barnsminni er Kristinn reið hjá garði í Þórormstungu á hesti sínum Geisla er hann hafði keypt af föður mínum. Var hesturinn fölrauður með mjög mikið bæði fax og tagl. Faxið var klofið og flaut beggja megin hálsins í jöfnun straumum aftur um bógana og í fang knapans. Kristinn dáði þennan hest sinn og minntist hans oft.
Haustið 1925 setti Kristinn Magnússon upp fasta verzlun á Blönduósi í húsi Þuríðar Sæmundsen, en byggði sér fljótlega eigið verzlunarhús, þar í næsta nágrenni, á suðurbakka Blöndu. Verzlaði hann þar allt til ársins 1944 að hann, í byrjun ársins, seldi Kaupfélagi Húnvetninga hús sitt og verzlun. Samvinnuhugsjónin átti mikil ítök í Kristni og nú upphófst sá þáttur í lífsstarfi hans sem snéri þar að. Var
hann upp frá þessu útibússtjóri kaupfélagsins í 27 ár eða til loka starfsaldurs síns.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Kristinn var fæddur að Ægissíðu á Vatnsnesi 13. marz árið 1897. Þar bjuggu þá foreldrar hans þau Magnús Kristinsson frá Hólabaki í Þingi og kona hans Sigurlaug Guðmundsdóttir frá Enniskoti í Víðidal. Þau voru leiguliðar á jörðinni í 17 ár og eignuðust á þeim tíma 10 börn. Sex synir komust upp og var Kristinn þeirra yngstur.
Sumarið 1925 var ung eyfirsk stúlka kaupakona í Þórormstungu í Vatnsdal, Ingileif Sæmundsdóttir skipstjóra Sæmundssonar. Fædd var hún í Stærra-Árskógi á Árskógsströnd, en ólst upp á Lómatjörn hjá Guðmundi föðurbróður sínum og Valgerði móðursystur sinni. Móðir Ingileifar og kona Sæmundar skipstjóra, Sigríður Jóhannesdóttir, hafði dáið er Ingileif var aðeins sex ára gömul. Fór Ingileif í Kvennaskólann á Blönduósi um haustið og var í skólanum veturinn 1925-1926. Slík urðu kynni Ingileifar og Kristins Magnússonar að þau gengu í hjónaband 11. des. árið 1926 og hlaut Kristinn þannig stóra vinninginn í happdrætti lífsins, eins og hann orðaði það sjálfur. Þótti jafnræði með þeim ungu hjónunum, enda reyndist svo. Vita það bezt þeir er gerst þekkja til.
Börn þeirra Kleifahjóna eru þrjú:
1) Magnús er veitt hefir búi foreldra sinna forstöðu, ásamt því að starfa með eigin vinnuvél á Blönduósi.
2) Sigrún, búsett í Reykjavík, er gift Jóni Erlendssyni íþróttakennara og eiga þau tvær dætur og einn son.
3) Ásdís, einnig búsett i Reykjavík, gift Kristjáni Thorlacíus yfirkennara og eiga þau fjórar dætur.
Þá ólu þau Kleifahjónin upp bróðurdóttur Kristins,
Jónínu Sveinbjörgu Bjömsdóttur, er búsett var á Akranesi, gift Karli Helgasyni íþróttakennara, en þau slitu samvistum og er Jónína nú búsett í Reykjavík.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Kristinn Magnússon (1897-1979) Kleifum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Kristinn Magnússon (1897-1979) Kleifum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Kristinn Magnússon (1897-1979) Kleifum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Kristinn Magnússon (1897-1979) Kleifum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er stjórnað af
Kristinn Magnússon (1897-1979) Kleifum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsinga er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 1.7.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
ÆAHún bls 1233
https://www.familysearch.org/ark:/61903/1:1:FGY2-J24