Blönduósbryggja

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Blönduósbryggja

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1898 -

Saga

Með lögum nr. 21/1875 var svo löggilt verslunarhöfn við ós Blöndu (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 9), og strax þá um sumarið hófst verslun á staðnum um borð í „Hana“, skipi Thomasar Jedrovskys Thomsen (Th. Thomsen) sem flutt hafði verslunarvöru ýmiss konar frá Bergen í Noregi (Kristján Sveinsson, 2009, bls. 304). Verslunin um borð mun þó hafa fengið nokkuð skjótan endi þar sem vist á skipsfjöl hentaði viðskiptavinum Thomsens illa og segir Kristján (Kristján Sveinsson, 2009, bls. 306) að „kaupgleði hafi vikið fyrir sjósótt þegar áleitnar öldur Húnaflóans vögguðu Hana í norðankælunni“.

Thomsen kaupmaður flutti sig í framhaldinu á land og reisti þar skúr til þess að stunda viðskipti sín.

Þótt hafnleysið hafi löngum verið Blönduósbúum til baga, þá eru víða skráðar heimildir, er greina frá komu kaupskipa í Blönduós. I Vatnsdæla sögu segir frá því er Eyvindur sörkvir fékk léðan Stíganda, skip Ingimundar gamla. „Þeir kómu út annat sumar í Blönduárósi." Farmenn, sem komu skipum sínum í ósinn, urðu að athuga hann, áður en þeir héldu skipi sínu þar inn, því óhemjan Blanda breytti ósnum í hvert sinn, er hún ruddi sig. Enn eru hafnarmál vandamál staðarins. Þó er nú alllöng bryggja utan við ána, undir Skúlahorni. Hún var síðast lengd sumurin 1968 og 1969. Þangað koma minni vöruskip og geta athafnað sig í öllu sæmilegu veðri.

Staðir

Blönduós

Réttindi

Árið 1974 kom 41 skip upp að bryggjunni auk smærri báta. Blönduós var löggilt sem höfn árið 1875, en sem verzlunarstaður 1. janúar 1976.

Bryggja var byggð góðan spöl norðan árinnar árin 1894-5 vegna þess að þar var svolítið skjól fyrir brimi og hafís, með fulltingi kaupmanns sunnan árinnar auk annarra.

Verslunarrekstur Kaupfélags Húnvetninga hófst, í kjölfarið á bryggjusmíðinni, árið 1898 norðan árinnar en árið áður var fyrsta brúin yfir Blöndu vígð. Að undirlagi kaupmanna í þorpinu sunnan árinnar var byggð bryggja í fjörunni þeim megin árið 1922, væntanlega til þess að bæta samkeppnisstöðu þeirra gagnvart kaupfélaginu. Sú bryggja kom aldrei að gagni og var endanlega ákveði ð að leggja hana af 1941.

Starfssvið

Fljótlega eftir löggildingu verslunarstaðarins hófust umræður um samgöngubætur og strax árið 1877 mun Erlendur í Tungunesi hafa hreyft því opinberlega að æskilegt væri að gera bryggju við Blönduós og 1892 ritaði Jóhann G. Möller sýslunefnd Húnavatnssýslu bréf um nauðsyn bryggjugerðar (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 17).

Erindi Jóhanns mun hafa fengið ágætar viðtökur hjá sýslunefnd og svo Alþingi en framkvæmdir við bryggjusmíðina hjá Bolanöf, norðan óssins, hófust 1894 (Kristján Sveinsson, 2009, bls. 305). Þarna mun í fyrsta sinn hafa verið ráðstafað opinberu fé til bryggjugerðar á Íslandi en fram að þess um tíma höfðu kaupmenn sjálfir reist slík mannvirki hver á sínum stað. Kostnaðinum var skipt á milli ríkisins og sveitarfélagsins og þannig í raun lagður grunnur að því kerfi sem enn er notað við fjármögnun hafnarframkvæmda á Íslandi.

Bryggjunni var valinn staður norðan árinnar vegna þess að þar var lítil klettasnös, Bolanöf, sem veitti lítilsháttar skjól fyrir brimi og ekki síður hafís (Kristján Sveinsson, 2009, bls. 305). Sama heimild greinir frá því að á fyrstu árum 20. aldarinnar fóru fram margvíslegar endurbætur á bryggjunni, meðal annars var hún styrkt og lengd og að hún var í daglegu tali Blönduósbúa kölluð „kaupfélagsbryggjan“ þó að hún væri í eigu sveitarfélagsins. Það mun hafa helgast af því að það voru fyrst og fremst umsvif Kaupfélagsins norðan árinnar sem einkenndu notkun hennar.

Lagaheimild

Blönduárós er jafnframt nefndur í Vatnsdæla sögu (Netútgáfan, 2010) í tengslum við skipaferðir þegar Eyvindur sörkvir og Þórormur vinur hans komu til Íslands eftir allgóða kaupferð utan. Ingimundur gamli landnámsmaður í Vatnsdal, sem þá var kominn nokkuð til ára sinna, hafði lánað þeim skip sitt Stíganda til fararinnar.

Í sögunni segir annars frá því að Ingimundur hafi notað Húnaós, um 6 km suðvestur af Blönduósi, sem nokkurs konar heimahöfn fyrir skipið, eins og örnefnið „Stígandahró“ við Þingeyrar ber með sér. Húnaósinn, eða Húnavatnsós, mun reyndar fram eftir öldum hafa verið notaður fyrir skipakomur (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 16).

Af þætti Þorleifs jarlaskálds í Flateyjarbók (Þorleifs þáttur jarlaskálds, 1450-1500) má ráða að einhver verslun hafi verið við Blönduós svo snemma sem í lok 10. aldar. Þar er að finna frásögn af því þegar Þorleifur „..kaupir sér skip at kaupmönnum er uppi stóð í Blönduósi“.

Í Biskupasögum er svo að finna frásögn af því að Magnús Einarsson, nýkjörinn Skálholtsbiskup, hafi ætlað utan til vígslu 1133 en „..varð afturreka í Blönduós“ í það skiptið (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 16).

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Erlendur Pálmason (1820-1888) Tungunesi (20.11.1820 - 28.10.1888)

Identifier of related entity

HAH03346

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sandbryggjan og fjaran (1922 - 1941)

Identifier of related entity

HAH00098

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Blönduós / Blönduóssbær / Húnabyggð (1.1.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00080

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002) (1895-2002)

Identifier of related entity

HAH10057

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00099

Kennimark stofnunar

IS HAH-Blö

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 24.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Blönduós - þroskasaga skipulags – Húnavaka, 51. árgangur 2011 (01.05.2011), Bls. 85-96 http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=001195091

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir