Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Júlíus Jónsson (1896-1991) Mosfelli
Hliðstæð nafnaform
- Júlíus Jónsson (1896-1991) Mosfelli
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
19.7.1896 - 17.5.1991
Saga
Júlíus og Guðrún Sigvaldadóttir, eiginkona hans (dáin 1. ágúst 1981), bjuggu lengst á Mosfelli. Þau tóku við því koti en brutu mikið land og ræktuðu, byggðu myndarlega, gerðu að góðri jörð. Bæði voru forkar dugleg, ákafafólk til allra verka, ósérhlífin. Þau voru ekki lík að lunderni en einkar samhent. Júlíus á Mosfelli var stefnufastur maður í lífsstarfi og skoðunum, fljótur að skipta skapi en bjartsýnn, glaður og reifur hversdagslega og óvílgjarn. Hann var með hærri mönnum á vöxt, grannvaxinn og liðlegur í hreyfingum, fríður maður á yngri árum og yfirbragðið karlmannlegt. Hárið dökkt og hrokkið nokkuð.
Staðir
Mosfell í Svínadal 1930:
Réttindi
Bóndi
Starfssvið
Lagaheimild
Þegar Júlíus veiktist í göngum, sem reyndust hans síðustu, kvað hann:
Heldur dofnar hugurinn,
herðir elli böndin;
ég er að kveðja í síðasta sinn
sólrík heiðalöndin.
Þó að sjónum sortni ský
og sverfi að glæstum vonum
Þá er að lifa áfram í
endurminningunum.
Innri uppbygging/ættfræði
Júlíus Jónsson, Mosfelli ¬ Kveðja Laugardaginn 25. maí síðastliðinn var gerð útför Júlíusar á Mosfelli frá Þingeyrakirkju. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi þann 17. sama mánaðar. Vegferðin var orðin löng og hannekki óviðbúinn kallinu. Fæddur var hann í Brekku í Þingi 19. júlí 1896, sonur hjónanna Þórkötlu Guðmundsdóttur og Jóns Jóhannssonar er þá og lengi síðan bjuggu í Brekku. Systkin hans voru; Árið 1924 gekk Júlíus að eiga Guðrúnu Sigvaldadóttur sem ættuð var af Ströndum, mikla ágætiskonu. Eftir frumbýlingsár á einum tveimur jörðum keyptu þau hjón árið 1930 Mosfell í Svínadal og bjuggu þar síðan meðan kraftar entust.
Kjörbörn þeirra eru:
1) Sólveig áður húsfreyja á Ríp í Hegranesi, nú á Sauðákróki, gift Þórði Þórarinssyni,
2) Anton bóndi á Þorkelshóli í Víðidal kvæntur Jóhönnu Eggertsdóttur og
3) Bryndís húsfreyja á Mosfelli gift Einari Höskuldssyni.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
29.6.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
ÆAHún bls 1030