Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
22.6.1898 - 1.8.1971
Saga
Jón var fæddur 22. júní 1898 í Hvammi á Laxárdal. Svo falla sterkir stofnar hljótt, sem stráin foldar til. Grös, blóm og bjarkir vaxa úr moldu, laufgast, blómstra, fölna og falla í skaut jarðar. Þetta er táknræn mynd af lífi og tilveru mannanna, kynslóð eftir kynslóð á þessari jörð.
Jón S. Baldurs fyrrv. framkvæmdastjóri á Blönduósi andaðist á Borgarspítalanum 1. ágúst s. 1. eftir stutta legu þar. Þá var sigð dauðans beitt snöggt og felldur einn af sterkustu stofnum þessa héraðs.
Hann var af merkum bændaættum og munu foreldrar hans hafa ætlað honum starf sveitabóndans að ævistarfi
Staðir
Hvammur á Laxárdal fremri: Reykjavík 1943: Blönduós 1951:
Réttindi
Með lítinn farareyri, en einbeittan viljakraft fór hann í Verzlunarskóla íslands og lauk þar námi árið 1917.
Starfssvið
Jón fluttist til Reykjavíkur á ársbyrjun 1943 og gerðist skrifstofustjóri hjá Kristjáni G. Gíslasyni. Á því ári lét Pétur Theódórs Pétur Theódórsson Theódórs f. 21. nóvember 1884 - 14. maí 1951, af framkvæmdastjórastarfi hjá Samvinnufélögunum á Blönduósi og var þá leitaðil Jóns og honum gefinn kostur á starfinu. Hann hóf störf hjá Samvinnufélögunum á Blönduósi (Kaupfélagi Húnvetninga og Sölufélagi A—Húnvetninga) árið 1918, sem bókhaldari og þar starfaði hann þar til í lok júní mánaðar að 1. að einu ári undanskildu, en það ár var hann í Reykjavík. Hann var ákaflega stundvís og áhugasamur starfsmaður. Bókfærsla hans var jafnan traust, enda mjög glöggur á tölur. Hann skrifaði mjög fallega og allur frágangur á verkum hans bar vott um smekkvísi, nákvæmni og skyldurækni. Þannig vildi hann líka að aðstoðarmenn hans leystu sín störf af hendi, og það var þeim lærdómsríkur og skemmtilegur skóli að starfa með honum.
Lagaheimild
Á þessum tímum var mjög erfitt með allar framkvæmdir, bæði hjá héraðsbúum og samvinnufélögunum, vegna lánsfjárskorts. Bændur höfðu fullan hug á að auka túnrækt og byggja ný hús á jörðum sínum. Þetta var því aðeins mögulegt að Kaupfélagið lánaði efnisandvirðið um styttri eða lengri tíma, og Jón Baldurs beitti sér fyrir því að sú leið var farin. Honum var líka ljóst að fyrirtækið, sem hann stjórnaði hafði brýna þörf fyrir aukið húsrými og betri aðstöðu. Hann hugsaði mikið um þessi mál, mótaði sér ákveðnar skoðanir um þau og fékk þær samþykktar af stjórn og aðalfundum. Hann beitti sér fyrir byggingu Mjólkurvinnslustöðvar, svo og íbúðarhúss fyrir framkvæmdastjóra, stórs vörugeymsluhúss og endurbótum og stækkun á sláturhúsi, svo að nokkuð sé nefnt. Allt sem hann lét framkvæma kom að góðum notum og reyndist vel og var til mikilla hagsbóta. Hann mundi líka vilja að ég bætti því við hér, að við hlið hans stóð traustur maður, Runólfur Björnsson f. 19. janúar 1887 - 7. ágúst 1963, bóndi á Kornsá, en hann var Stjórnarformaður Kaupfélagsins um langt skeið. Runólfur var prýðilega greindur maður, sem gjörhugsaði málin og fylgdi fram skoðunum sínum með mikilli einurð og festu, og sannur samvinnumaður.
Eitt þeirra mála, sem Jón Baldurs hafði brennandi áhuga fyrir voru hafnarbætur á Blönduósi. Bryggjan var mjög lítil, og byggð úr timbri, og þar gátu aðeins lagzt að uppskipunarbátar, sem fluttu alla vöru að og frá skipum, sem lágu við festar alllangt frá landi. Hann átti frumkvæði að því að Samvinnufélögin leggðu árlega fram fjárupphæð til hafnarbóta, en þar þurfti sterkan áróður, því að félagsmenn voru flestir mótfallnir þessum umbótum í fyrstu. En bryggja úr steinsteypu var þó byggð, að vísu í nokkrum áföngum, og er það stór nú að öll vöruflutningaskip geta legið við hana og fengið góða afgreiðslu.
Innri uppbygging/ættfræði
Sonur Sigurjóns Jóhannssonar bónda í Hvammi, f. 6. október 1873 - 4. ágúst 1961 Bóndi á Blöndudalshólum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Finnstungu og Mjóadal í Bólstaðarhlíð. Var á Blöndudalshólum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957 og Ingibjargar Solveigar Jónsdóttur, konu hans, f. 15. ágúst 1863 - 3. júní 1944 Húsfreyja á Blöndudalshólum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Finnstungu.
Jón Baldurs var mikill gæfumaður alla æfi og hann sá áhugamál sín verða að veruleika. Hans góða kona Arndís Baldurs f. 30. október 1899 - 31. mars 1990 Var í Kaupfélagsstjórahúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Blönduósi. Nefnd Arndís Ágústsdóttir Blöndal í Jóelsætt. Bjó hún honum mjög fallegt og hlýtt heimili og hún gætti þess jafnan vandlega að hann gæti notið hvíldar og næðis að afloknum löngum vinnudegi.
Börn þeirra:
1) Theódóra Theódóra Arndís Jónsdóttir Berndsen 22. desember 1923 - 25. janúar 2007 Var í Gautsdal, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Ásgarði, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Nefnd Jónsdóttir Baldurs í Æ.A-Hún. Theódóra giftist, 17. júní 1951, Knúti V. Berndsen húsasmíðameistara og verkstjóra á Blönduósi. Synir þeirra eru: 1) Jón Örn, f. 1951, maki, Elín H. Sæmundsdóttir, börn Tjörvi og Arndís. 2) Gunnbjörn Valur, f. 1952, maki, Lísa Berndsen, börn Knútur og Guðrún. Áður átti Gunnbjörn eina dóttur, Aðalheiði. 3) Stefán Þröstur, f. 1956, maki, Ásta Ingvarsdóttir, þau eru skilin, börn Steindór Hrannar, Theódóra Arndís og Signý. Áður átti Stefán eina dóttur Maríu Ásdísi. Sambýliskona Stefáns er Sólveig Róarsdóttir. 4) Haukur, f. 1961, maki Chona Millan.
2) Jóhann Frímann Jónsson Baldurs 29. mars 1926 - 19. maí 2014 Bifvélavirkjameistari og yfirverkstjóri, síðast bús. í Kópavogi. Jóhann giftist eiginkonu sinni Ásu Þorvaldsdóttur Baldurs 30. maí 1952. Þau eignuðust þrjá syni: 1) Þorvaldur Baldurs, f. 22. ágúst 1952, maki Hrafnhildur Óskarsdóttir, látin 20. október 2011. Börn þeirra eru: Óskar Hrafn Þorvaldsson, f. 25. október 1973, maki Laufey Kristjánsdóttir, börn þeirra eru: Magnea, Orri Steinn og Emelía; og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, f. 24. október 1983. 2) Jón Arnar Baldurs, f. 20. mars 1968, maki Jóhanna Pálsdóttir. Börn þeirra eru: Ása Karen Baldurs, f. 7. desember 1992, Unnar Páll Baldurs, f. 8. desember 1994 og Kristján Ingi Baldurs, f. 31. ágúst 1998. 3) Jóhann Ásgeir Baldurs, f. 17. nóvember 1972, maki Björg Jónsdóttir og eiga þau eina dóttur, Jóhönnu Huld Baldurs, f. 17. september 2002.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barn
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
controls
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er stjórnað af
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er stjórnað af
Jón Sigurjónsson Baldurs (1898-1971) kaupfélagsstjóri Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 17.7.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
©GPJ ættfræði.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=256546
31.10.1969
1.9.1971