Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Jón Leifs Þorleifsson (1899-1968) tónskáld
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1.5.1899 - 30.7.1968
Saga
Þorleifur og Ragnheiður, einkum þó hún, hneigðust til spíritisma, og mun dauði Bjarna sonar þeirra hafa átt þar þátt í. Á unglingsárum Jóns sóttu þau miðilsfundi með Jóhönnu Linnet miðli, og einnig héldu þau slíka fundi á heimili sínu. Jón tók þátt í þessum fundum og hreifst hann mjög af því sem hann sá og heyrði. Eftir fyrsta fundinn, sem hann sótti, skrifar hann: „Nú hefi ég kynst merkilegasta málefni heimsins, nei, tilverunnar, merkilegasta málefni alheimstilverunnar, Spiritulismanun." Jón bætir því síðan við, að þetta hafi verið „merkilegasta stund ævi minnar".
En Jón lét ekki við það sitja að sækja miðilsfundi því að hann gerði upp á eigin spýtur ýmsar tilraunir til þess að ná sambandi við „lífið hinumegin" og nefnir Jón þær „Tilraunir til að sanna ódauðleik mannsins". Þá var hann á sextánda aldursári. Vinir Jóns, þeir Skúli V. Guðjónsson, Hendrik J. S. Ottósson og Jón S. Thoroddsen, tóku þátt í þessum tilraunum með honum, auk þess sem móðir hans og systur lögðu hönd á plóginn. Jón skráði niðurstöður tilraunanna með vísindalegri nákvæmni, en ljóst er að þær náðu ekki þeim tilgangi sem þeim upphaflega var ætlað.
Spíritisminn fylgdi Jóni fram eftir aldri þó að dofnað hafi verulega yfir þeirri trú hans, að hægt væri að sanna ódauðleik mannsins með vísindalegum tilraunum. Jón var að ýmsu leyti bráðger unglingur. Hugur hans stóð til hæða og hann velti fyrir sér tilgangi þess að lifa, eigingirni mannsins, og hvernig hægt væri að göfga anda sinn: Við erum hér til að þroskast andlega - andinn er ég - líkaminn er ekki ég - til þess lifum við að við göfgum anda vorn (til þess að við getum svo göfgað anda annara) – til þess og einskis annars lifum við.
Það var að kvöldi 5. mars 1916, að afloknum tónleikum Páls ísólfssonar í Reykjavík, að Jón tilkynnti foreldrum sínum að hann væri hættur í skólanum. Nóttin varð honum erfið, og daginn eftir skrópaði hann í skólanum en sat þess í stað við píanóið heima hjá sér og æfði sig af krafti. Síðar þann sama dag kom móðir hans með þau boð til Jóns, að hún og faðir hans vildu gera við hann samning. Samningurinn fólst í því, að ef Jón myndi ljúka góðu prófi úr 4. bekk frá menntaskólanum þá um vorið fengi hann að fara utan til náms. „Þá var sigurinn unninn."
Jón lauk prófinu um vorið og undirbúningur ferðarinnar út í hinn stóra heim hófst. Jón fýsti að fara til Þýskalands til náms, „í þann mikla helgidóm, listanna land", en þangað var löng leið og ekki auðvelt að komast vegna stríðsins. Páll ísólfsson hafði undanfarna vetur stundað orgelnám hjá Karli Straube við Tómasarkirkjuna í Leipzig, og var hann á leiðinni þangað aftur um haustið. Jón langaði til að verða honum samferða þangað en var hálfragur við að kynnast honum og segja honum frá tilgangi ferðar sinnar til Þýskalands. Svo fór þó, að þeir Jón og Páll ásamt Sigurði Þórðarsyni stigu á skipsfjöl þann 27. september 1916, og sigldu þeir með Botníu frá Reykjavík til Seyðisfjarðar og Leith og þaðan til Kaupmannahafnar. Í Kaupmannahöfn öfluðu þeir félagar sér heimilda til dvalar í Þýskalandi, og til Leipzig komu þeir heilu og höldnu þann 15. október. Nýr kafli var hafinn í lífi Jóns Leifs.
Þegar Jón kom til náms í Þýskalandi var fyrri heimsstyrjöldin í algleymingi. Mikillar ólgu gætti á meðal þjóðarinnar vegna stríðsrekstursins, og uppþot og verkföll voru tíð. Matvæli voru af skornum skammti, einkum fannst Jóni skorta feitmeti og sápu, og það sem fékkst var oft dýrara en svo, að fátækur námsmaður ofan af Íslandi gæti keypt það. Peningasendingarnar frá foreldrum Jóns dugðu honum vart til nauðsynlegustu framfærslu, en matvælasendingar með smjöri, riklingi og ýmsu öðru góðgæti riðu oft baggamuninn.
Draumur Jóns um að fá fast starf á Íslandi rættist ekki fyrr en í febrúar 1935, en þá var hann ráðinn tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins. Hann flutti þá heim til móður sinnar, en Annie og dæturnar tvær urðu eftir í Þýskalandi og bjuggu þær í Rehbrücke nálægt Berlín. Jón hafði mjög ákveðnar og skýrar hugmyndir um hlutverk útvarpsins í íslensku þjóðlífi, en honum veittist erfitt að koma þeim hugmyndum í framkvæmd vegna skilningsleysis yfirboðara sinna. Svo fór að lokum, að hann hætti störfum hjá Ríkisútvarpinu 1937 og fluttist þá aftur til fjölskyldu sinnar í Þýskalandi. Þá var svo komið í Þýskalandi, að enginn gyðingur gat talið sig þar óhultan vegna ofsókna nasista en Jón taldi, að þar sem hann væri íslenskur ríkisborgari gæti hann veitt fjölskyldu sinni vernd fyrir þeim ofsóknum. Í október 1938 hertóku nasistar Súdetaland og flýðu þá tengdaforeldrar Jóns til Prag. Eignir þeirra hefðu væntanlega verið gerðar upptækar ef Jóni hefði ekki tekist að fá þær skráðar á sitt nafn.Nokkrum mánuðum síðar hertóku Þjóðverjar Tékkóslóvakíu og voru þá gyðingum þar í landi allar undankomuleiðir lokaðar. Tengdamóðir Jóns lenti í fangabúðum nasista og var myrt þar, en tengdafaðir hans dó náttúrulegum dauðdaga áður en kom til þess að hann væri sendur í útrýmingabúðir.
Jón Leifs lést þann 30. júlí 1968. Hann var þá sextíu og níu ára gamall. Jarðarför hans var gerð frá Dómkirkjunni þann 7. ágúst og voru jarðneskar leifar hans bornar til moldar í Fossvogskirkjugarði
Staðir
Sólheimar í Svínadal A-Hún: Reykjavík: Leipzig: Baden Baden: Travemünde: Svíþjóð:
Réttindi
Jón hafði aðeins verið fjóra daga í Leipzig þegar hann tók inntökupróf í tónlistarháskólann þar, Konservatorium der Musik zu Leipzig. Hann stóðst prófið og gerðist nemandi í píanóleik hjá Robert Teichmüller (1863-1939), en Teichmüller var einn þekktasti píanókennari þess tíma í Mið-Evrópu. Eftir fyrsta píanótímann lét Teichmüller þau orð falla, að Jón væri músíkalskur en skorti alla píanótækni.
Jón æfði af kappi allan veturinn, einkum æfingar í fingrafimi, og fékk svo góðar umsagnir að loknum vorprófum, að hann fékk niðurfelld skólagjöldin veturinn eftir. Síðla þessa fyrsta námsárs í tónlistarháskólanum byrjaði Jón að læra hljómfræði, en það var ekki fyrr en um það bil ári síðar að hann fór að sækja tíma í raddskrárlestri og hljóðfærafræði. Tónsmíðanám og nám í hljómsveitarstjórn fylgdi svo í kjölfarið. Kennarar Jóns við tónlistarháskólann voru, auk Roberts Teichmüllers, þeir: Stephan Krehl (1864-1924) og Emil Paul sem kenndu Jóni hljómfræði og kontrapunkt; Aladár Szendrei (1884-1976) og Paul Graener (1872-1944) sem báðir voru þekkt tónskáld. Sá fyrrnefndi þurfti síðar að flýja Þýskaland vegna uppruna síns á meðan sá síðarnefndi klifraði upp metorðastigann og varð að lokum eitt háttsettasta tónskáld Þriðja ríkisins; og þeir Otto Lohse (1858-1925) og Hermann Scherchen (1891-1966), sem leiðbeindu Jóni í hljómsveitarstjórn. Otto Lohsevar hljómsveitarstjóri við óperuna í Leipzig en Hermann Scherchen var á sínum tíma einn þekktasti brautryðjandi nýrrar og framsækinnar tónlistar í Evrópu. Jón útskrifaðist frá tónlistarháskólanum 17. júní 1921, en á lokaprófinu lék hann verk eftir kennara sinn, Paul Graener, og konzert í f-moll eftir J.S. Bach undir stjórn Arthurs Bartmuss. Hann hlaut hin lofsamlegustu ummæli kennara sinna, og af þeim ummælum að dæma hafði Jón stundað nám sitt af mikilli elju og kappsemi og kennarar hans, allir sem einn, bundu miklar vonir við framtíð þessa unga tónlistarmanns. Þegar Jón fór til náms ætlaði hann sér að verða píanóleikari í fremstu röð. Nú höfðu aðrar greinar tónlistarinnar fangað hug hans allan, og hafði faðir Jóns, Þorleifur, miklar áhyggjur af því, að Jón væri að dreifa kröftum sínum um of og hann skoraði á son sinn að takmarka sig við aðeins eina grein listarinnar. Jón sagði, miklu síðar á ævinni, að hann hefði átt erfitt með að fallast á þetta sjónarmið, „en reynslan hefur kennt mér, að hann hafði á réttu að standa.
Starfssvið
Jón fann köllun sinni til andlegra starfa farveg í tónlistinni. Foreldrar hans höfðu keypt píanó og hann sótti píanótíma hjá Herdísi Matthíasdóttur, dóttur Matthíasar Jochumssonar skálds. Jón stundaði æfingar af kappi og í desember 1914 kom hann fram á skemmtun í Menntaskólanum í Reykjavík og lék þar smálög eftir Grieg og verk eftir Beethoven, m.a. Sónötu Pathétique op. 13. Þegar færi gafst æfði hann sig á píanóið marga tíma á dag og á miðju sumri 1915 var tónlistin orðin honum þvílík ástríða, að fátt annað komst að í hugskoti hans. Tónlistin átti greiða leið að hjarta hans, einkum verk Beethovens, og í tónlistinni opnaðist honum veröld fegurðar og trúarlegrar uppljómunar. Eftir að hafa skoðað í fyrsta sinn nóturnar af 9. sinfóníu Beethovens skrifar Jón eftirfarandi klausu í dagbókina sína:
Ekki fæ ég með orðum lýst þeirri hrifning sem ég varð fyrir. Það var sem sál mín væri komin í Paradís og himneskur eldur logaði í hjarta mínu - og svo þegar þetta kemur: Alle Menschen werden Bruder wo dein sanfter Flügel weilt - þá langar mig til að láta fallast á knén, fórna höndunum og lofa guð - og þó kemur slíkt ekki oft fyrir mig. Hvílíkur máttur! Ætli þessi Symphonie gæti ekki gert alla menn að bræðrum?
Unglingur með ótvíræða köllun og þrá til tónlistarmenntunar, eins og þá sem Jón bar í brjósti, átti ekki margra kosta völ í því samfélagi sem var í Reykjavík í byrjun þessarar aldar. Menningarlífið var fábreytt og tilbreytingasnautt, tækifæri til að heyra góða tónlist flutta þannig að skammlaust væri voru sárafá, og öll tónlistarkennsla var á frumstigi. Jón gerði sér það ljóst strax veturinn 1915-1916, að ef hann ætti að hlýða köllun sinni yrði hann að fara utan til náms, og því fyrr sem hann færi þeim mun betra. Honum fannst námið í Menntaskólanum í Reykjavík vera einber tímasóun og það var honum kvöl að þurfa að gera annað en það sem hugur hans stóð til. Hann fann að hann stóð á vegamótum: Ég stend í ár á vegamótum; mig fýsir að ganga einn veginn; ég sé hann og ekkert annað - þó að ég sjái þar þyrnóttar rósir - það eru þó rósir. Stingir þeirra eru unaður. - Hver maður sem ætlar að velja sér lífstarf, hann þarf að hugsa um til hvers lífið er.
Nýr þáttur hófst í lífi Jóns Leifs við heimkomuna 1945. Félagsmál listamanna tóku hug hans allan, og aðeins átján dögum eftir að hann steig fæti sínum á land í Reykjavík stofnuðu íslensk tónskáld með sér félag, sem gefið var nafnið Tónskáldafélag Íslands. Mannréttindabarátta listamanna hafði lengi brunnið á Jóni, sem sést best á því, að um það bil tuttugu árum áður átti hann öðrum mönnum fremur frumkvæðið að stofnun Bandalags íslenskra listamanna. Sá félagsskapur var stofnaður haustið 1928. Um þátt Jóns í stofnun bandalagsins og um hugmyndir hans varðandi hlutverk þess segir Ingunn Þóra Magnúsdóttir í ritgerð sinni um fyrstu ár Bandalags íslenskra listamanna:
Félagið er skilgetið afkvæmi Jóns. Það menningarlega umhverfi sem hann hrærðist í erlendis vakti hann til vitundar um samtakamátt listamanna. Jón vildi rjúfa menningarlega einangrun heimalands síns og gefa því hlutdeild í umheiminum, jafnframt því sem heimurinn átti að kynnast menningu og list Íslands. Jón leit á ísland sem sjálfkjörið forystuland norrænnar menningar, „Vonarstjörnu Norðursins", og ætlaði listamönnum þess stóra hluti. Líklega hefur Jón líka upphaflega ætlað samtökum listamanna annað hlutverk en varð. Hann hefur í byrjun verið að hugsa um listráð, en úr verða hagsmunasamtök. Þótt hans hugmynd hafi ekki náð fram að ganga, vinnur hann félagsskapnum af jafn heilum huga eftir sem áður.
Jón var ritari í fyrstu stjórn bandalagsins, en Gunnar Gunnarsson, skáld, var fyrsti formaður þess og Guðmundur Einarsson frá Miðdal gjaldkeri. Stofnfundur Tónskáldafélags íslands var haldinn þann 25. júlí 1945 og átti Jón Leifs frumkvæðið að þeim fundi. Auk Jóns sátu fundinn þeir Páll Ísólfsson, Sigurður Þórðarson, Karl O. Runólfsson og Helgi Pálsson. Á fundinum lagði Jón fram frumvarp að lögum fyrir félagið og var það samþykkt. Auk þess lagði hann fram tillögu um hverjir skyldu skipa fyrstu stjórn þess og var hún einnig samþykkt. Þá stjórn skipuðu þeir Páll ísólfsson, formaður, Hallgrímur Helgason, ritari, og Helgi Pálsson, gjaldkeri. Jón sjálfur var kjörinn varaformaður. Jón gegndi formennsku í Tónskáldafélagi Íslands frá 1948 til 1950, og 1952 var hann aftur kjörinn til þess starfs. Hafði hann þá formennskuna óslitið á hendi allt til dauðadags.
Lagaheimild
Vökudraumur (Reverie) for solo piano (1913)
Torrek - Intermezzo, Op. 1 No. 2 (piano piece) (1919)
Trilogia piccola, Op. 1 (1922–24)
Four Pieces for solo piano, Op. 2 (1921)
Studies for solo violin, Op. 3 (1924)
3 Songs, Op. 4 (1924)
Organ Prelude, Op. 5, No. 1 (1924)
Kyrie, chorus, Op. 5, No. 2 (1924)
Loftr-Suite, Op. 6a (1925)
Icelandic Folk Songs for solo piano (1925)
Organ Concerto, Op. 7 (1930)
Variations on a Theme by Beethoven, Op. 8 (1930)
Iceland Overture, Op. 9 (1926)
Overture to Loftr, Op. 10 (1927)
Icelandic Folk Dances, Op. 11 (1929–30)
3 Church Songs (Hymns) for voice and piano/organ, Op. 12a (1929)
Iceland Cantata, Op. 13 (1930)
2 Songs for voice and piano, Op. 14a (1929–30)
New Icelandic Dances, Op. 14b (1931)
Íslendingaljóð (Poems of Icelanders) for male chorus, Op. 15a (1931)
Sjavarvísur (Ocean Verses) for male chorus, Op. 15b (1931)
3 Organ Preludes, Op. 16 (1931)
Íslenskir söngdansar (Icelandic Dance-Songs) for chorus and instruments ad lib, Op. 17a (c. 1931)
2 Songs for voice and piano, Op. 18a (1931)
2 Songs of the Edda (Love Verses from the Edda) for tenor and piano, Op. 18b (1931–32)
Nocturne for harp, Op. 19a (c. 1934)
2 Icelandic Folk Songs for voice and piano, Op. 19b (1934)
Edda, Part 1 "The Creation of the World", Op. 20 (1932–37)
Mors et Vita, Op. 21 (1st String Quartet) (1939)
Guðrúnarkviða, Op. 22 (1940)
3 Songs for voice and piano, Op. 23 (1941)
3 Saga Songs (3 Songs from Icelandic Sagas) for tenor and piano, Op. 24 (1941)
Songs from the Saga Symphony for tenor and piano, Op. 25 (1941)
Sögusinfónía (Saga Symphony), Op. 26 (1941–42)
3 ættjarðarsöngvar (3 Patriotic Songs) for male chorus, Op. 27 (1927–43)
3 söngvar eftir Jónas Hallgrímsson (3 Verses by Jónas Hallgrímsson) for chorus, Op. 28 (1943)
Íslendingaljóð (Poems of Icelanders) for male chorus, Op. 29 (1943)
Íslendingaljóð (Poems of Icelanders) for chorus, Op. 30 (1943)
3 Ancient Songs for voice and piano, Op. 31 (1944)
3 alþýðusöngvar (3 Folksongs) for chorus, Op. 32 (1945)
Torrek, Op. 33a (1947)
Requiem, Op. 33b (1947)
Baldr, Op.34 (1943–47), A Choreographic Drama in Two Acts
Erfiljóð (Elegies), Op. 35 (1948)
Vita et Mors, Op. 36 (2nd String Quartet) (1948–51)
Fjallasöngvar (Mountain Verses) for mezzo-soprano, baritone, male chorus, timpani, percussion and double bass, Op. 37 (1948)
Thorgeroarlog (Songs of Thorgerdur) for male chorus, flute, viola and cello, Op. 38 (1948)
2 söngvar (2 Songs) for male chorus, Op. 39 (1948–61)
Réminiscence du nord, Op. 40 (1952)
Landfall - Overture, Op. 41 (1955)
Edda, Part 2, "Lif guoanna" (The Lives of the Gods), oratorio for soli, chorus and orchestra, Op. 42 (1951–66)
Baptism Invocation for baritone and organ, Op. 43 (1957)
Trois peintures abstraites, Op. 44 (Þrjú óhlutræn málverk) (1955)
Memorial Songs on the Death of Jónas Hallgrímsson for mezzo-soprano/baritone and piano, Op. 45 (1958)
Vorvísa (Spring Song), Op. 46 (1958)
Turmglockenspiel über Themen aus Beethovens Neunter Symphonie for carillon (1958)
Das Leben muss trotz allem Stets weiter gehen for carillon (1958)
Es ist ein Ros entsprungen for folksong, chorus (arr. 1958)
Stand, House of Stone for tenor and piano, Op. 47a (1958)
Jónas Hallgrímsson in memoriam, Op. 48 (1961)
Boy's Song, "Strákalag", Op. 49 (1961)
Quintet, Op. 50 for flute/piccolo, clarinet, bassoon, viola and cello (1961)
Geysir, Op. 51 (1961)
Hekla, Op. 52 (1961) for orchestra and percussion
Elegy, Op. 53 (1961)
Víkingasvar (Viking’s Answer), Op. 54 (1962), Intermezzo for wind ensemble, percussion, violas and double basses
Fine I, Op. 55 (1963) (Farewell to earthly life)
Fine II, Op. 56 (1963) (Farewell to earthly life)
Dettifoss, Op. 57 (1964)
Scherzo concreto, Op.58 (1964)
Nótt (Night), Op. 59 (1964)
Darraðarljóði, Op. 60 (1964)
Helga kviða Hundingsbana, Op.61 (1964)
Grógaldr, Op. 62 (1965)
Hafís (Drift Ice), Op. 63 (1965)
El Greco, Op. 64 (3rd String Quartet) (1965)
Heilsuheimt (Health Regained) for chorus (arr. 1965) [orig. work of Ludwig van Beethoven, Op. 132, No. 2]
Edda, Part 3 "Ragnarok" (The Twilight of the Gods), oratorio for soli, choruses and orchestra, op. 65 (1966–68, incomplete)
Hughreysting (Consolation), Intermezzo for string orchestra, Op. 66 (1968)
Innri uppbygging/ættfræði
Jón Leifs fæddist þann 1. maí 1899 að Sólheimum í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru þau Þorleifur Jónsson (f. 26. apríl 1855, d. 2. apríl 1929), bóndi og alþingismaður (1886-1900) og síðar póstmeistari í Reykjavík, og Ragnheiður Bjarnadóttir (f. 7. desember 1873, d. 30. september 1961). Foreldrar Þorleifs voru þau Jón Pálmason, bóndi í Sólheimum og síðar í Stóradal, og kona hans Ingibjörg Salóme Þorleifsdóttir. Foreldrar Ragnheiðar voru þau Bjarni Þórðarson, bóndi á Reykhólum, og kona hans Þórey Pálsdóttir. Þorleifur og Ragnheiður giftust 9. september 1893, og bjuggu þau sinn fyrsta hjúskaparvetur hjá foreldrum Ragnheiðar. Á árinu 1894 reistu þau sér bú í Stóradal í Svínavatnshreppi, en fluttust ári síðar að Syðri-Löngumýri þar sem þau bjuggu í eitt ár. Þaðan fluttust þau að Sólheimum þar sem þau ráku búskap til vors 1900. Það sama vor tók Þorleifur við starfi póstafgreiðslumanns í Reykjavík og fluttust þau hjónin þá þangað. Þorleifur gegndi þessu starfi til ársloka 1919 þegar hann var skipaður póstmeistari í Reykjavík. Hann lét af því embætti í árslok 1928. Ragnheiður kom á fót verslun í Reykjavík 1908, Silkibúðinni, og rak hún þá verslun til dauðadags. Heimili þeirra í Reykjavík var að Bókhlöðustíg 2.
Jón var næstyngstur systkina sinna, en þau voru: Bjarni (f. 1. apríl 1894, d. 28. mars 1913); Þórey (f. 23. júní 1895, d. 7. janúar 1959), verslunarkona í Reykjavík; Salóme (f. 19. ágúst 1897, d. 31. október 1979), barnahjúkrunarkona, giftist í Þýskalandi dr. Nagel og átti með honum einn son; og Páll (f. 30. maí 1902, d. 10. janúar 1961), skrifstofumaður í Reykjavík, kvæntist Önnu G. Guðmundsdóttur. Þá fæddist þeim Þorleifi og Ragnheiði drengur, sem lést í fæðingu. Jón var aðeins á fjórtánda árinu þegar Bjarni bróðir hans andaðist, þá vart tvítugur að aldri. Þó að Jóni hafi ekki fundist þeir bræður sérlega samrýmdir, harmaði hann bróður sinn alla ævi og minntist hans oft í bréfum til foreldra sinna. Sterk bönd tengdu þau systkinin alla tíð og var vinátta þeirra Þóreyjar og Jóns sérlega náin. Þórey dáði Jón meira en aðra menn, og skiptust þau systkinin reglulega á bréfum á meðan Jón bjó erlendis og þau umgengust nær daglega eftir að hann fluttist heim.
Í tónlistarháskólanum kynntist Jón Leifs ungri stúlku, Annie Riethof (f. 11. júní 1897 í Teplitz-Schönau), en hún var í píanótímum hjá Robert Teichmüller, kennara Jóns. Þau felldu brátt hugi saman, og skrifar Jón foreldrum sínum snemma árs 1919, að Annie sé „undantekning frá öllu öðru kvenfólki."
Foreldrar Annie voru gyðingar og bjuggu þau í Teplitz í Súdetalandi, ekki langt fyrir sunnan Dresden. Faðir Annie, Erwin Riethof, var efnamaður og átti hann gler- og postulínsverksmiðjur í Teplitz og var hann jafnframt framkvæmdastjóri þeirra. Jón vildi kvænast Annie strax vorið 1920 en faðir hennar var því þá andsnúinn. Giftingin frestaðist þar til að Jón hafði lokið skólanum, og þann 24. júní 1921 gengu þau Annie og Jón í hjónaband með samþykki foreldra þeirra beggja. Skömmu síðar sigldu þau til Íslands þar sem þau eyddu hveitibrauðsdögunum. Jón hafði þá ekki komið heim frá því að hann fór utan til náms haustið 1916. hann bjó þá ásamt konu sinni og rúmlega eins árs gamalli dóttur,
1) Snót f. 2. mars 1923 d. 5.9.2011, f. bænum Wernigerode í Harz.
2) Líf, þann 20. ágúst 1929 d. 11.7.1947 fædd í Travemünde drukknaði á sundi í Hamburgersund milli Jakobseyjar og lands í Svíþjóð.
Annie og Jón héldu tvenna tónleika í Bárunni í Reykjavík skömmu áður en þau héldu til Þýskalands aftur. Þau léku á tvö píanó og fluttu konserta eftir Bach og Mozart. Þá gerði Jón tilraun til þess að koma á fót strengjasveit í Reykjavík, en sú tilraun rann út í sandinn vegna áhugaleysis hljóðfæraleikaranna og vegna misklíðar við Þórarin Guðmundsson.
Annie og Jón skildu 1946 og bjó hún þá áfram í Svíþjóð en Jón hélt til Íslands.
Jón ferðaðist víða um heim í erindum fyrir Tónskáldafélagið og STEF. Hann sótti alþjóðafundi tónskálda og rétthafa, tók þátt í alþjóðlegum þingum og ráðstefnum um tónlistarmál, og hann fór á tónlistarhátíðir sem haldnar voru í stórborgum Evrópu. Þá var hann formaður Norræna tónskáldaráðsins 1952-1954 og aftur 1962-1964.
Hann var tíður gestur í Svíþjóð á fyrstu árunum eftir stríðið, og þar kynntist hann sænskri konu, Althea Maria Duzzina Heintz (ættarnafn: Anderson, f. 26. mars 1905), og kvæntist hann henni í Gömlu Uppsalakirkju 3. febrúar 1950. Hjónaband þeirra entist ekki lengi og fengu þau skilnað 5. apríl 1956.
Hinn 11. júlí 1947 gerðist sá harmleikur, sem risti Jón dýpra og sárar en nokkur annar atburður á lífsleið hans. Dóttir hans, Líf, sem þá var aðeins sautján ára gömul, drukknaði þann dag á sundi milli Jakobseyjar við vesturströnd Svíþjóðar og lands. Líf sótti þetta sumar fiðlutímahjá Charles Barkel í Hamburgsund, og var hún vön að byrja hvern morgun á því að synda þessa kílómetralöngu leið á milli eyjar og lands. Þennan örlagaríka morgun var sjórinn óvenju kaldur og varaði fiskimaður Líf við því að leggjast til sunds. Annie og Snót komu á vettvang daginn eftir og sýndist mönnum Annie vera stjörf af sorg. Eftir níu daga leit fannst lík Lífar og var hún síðan lögð til hinstu hvíldar í Reykjavík. Annie og Snót fluttu síðar meir til Reykjavíkur þar sem Annie bjó þeim heimili á Nýlendugötunni og hafði viðurværi af því að kenna á píanó í einkatímum. Annie lést 3. nóvember 1970, þá sjötíu og þriggja ára gömul. Jón fékk útrás fyrir harm sinn yfir dauða Lífar í tónsmíðunum. Hann samdi þrjú undurfögur verk í minningu hennar, Requiem (sálumessa) op. 33 fyrir blandaðan kór, Erfiljóð -In memoriam op. 35 fyrir karlakór, og strengjakvartettinn Vita et mors op. 36. Þessi verk lýsa öll stirðnaðri sorg og djúpum sársauka, en um leið kveikja þau von hjá áheyrandanum um eilíft líf og birtu. Kvartettinn er í þremur þáttum (Bernska, Æska og Sálumessa - Eilífð), en hið kyrrláta Requiem, sem samið er við Ijóð Jónasar Hallgrímssonar og við brot úr þjóðvísum, er ein óslitin hljómadýrð. Þessi hljómadýrð líður áfram í hægu hljóðfalli, sem í senn minnir á öldufall sjávarins og á hreyfingu barnsvöggunnar.
Gæfan brosti við Jóni á ný þegar hann, haustið 1955, kynntist Þorbjörgu Jóhannsdóttur Möller (f. 20. ágúst 1919 – 7.9.2008). Þau felldu hugi saman og þann 15. júlí 1956 voru þau vígð saman í hjónaband í Dómkirkjunni. Þau bjuggu sér fyrst heimili að Hólatorgi 2 í Reykjavík, en í október 1957 fluttu þau í lítið einbýlishús að Freyjugötu 3. Foreldrar Þorbjargar voru þau Jóhann Möller og Þorbjörg Pálmadóttir f. 24. júní 1884 - 29. maí 1944, systir Hallfríðar (1891-1977) konu Vilhelms Erlendssonar (1891-1972) póstmeistara á Blönduósi. Á milli Þorbjargar og Jóns skapaðist náið og innilegt samband sem stóð meðan bæði lifðu. Þorbjörg var Jóni stoð og stytta í störfum hans og hún skildi þá köllun til tónsköpunar, sem fylgt hafði honum frá því að hann var unglingur í foreldrahúsum.
Þau eignuðust einn son,
3) Leif, sem fæddist 5.aprí 1957.
Almennt samhengi
Jón Leifs (1899-1968) hefur á síðustu árum notið sífellt meiri viðurkenningar sem eitt athyglisverðasta og frumlegasta tónskáld íslenskrar tónlistarsögu. Hann var einn af frumkvöðlunum í íslenskum tónsmíðum á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar, og reyndi fyrstur íslenskra tónskálda að sameina í verkum sínum mið-evrópska tónlistarhefð og eiginleika íslenska þjóðlagsins. Verk Jóns áttu litla samleið með þeim straumum og stefnum sem ríktu í íslenskum tónsmíðum á fyrri hluta aldarinnar, enda var verkum hans, einkum þeim stærri, oft tekið með fálæti á Íslandi meðan hann lifði. Stíll Jóns Leifs er að mörgu leyti frumstæður, og tónlist hans á tíðum bæði harkaleg og kaldhömruð. Einmitt þannig reyndi Jón að skapa íslenskan tónsmíðastíl þar sem frumkraftar náttúrunnar fengju að hljóma í tónum, enda hefur verkum hans á síðari tímum verið líkt við eldgos og ísjaka, sólstjörnur og sprengigos.
Svona kemst Árni Heimir Ingólfsson, tónvísindamaður, að orði í upphafi greinar sinnar í tilefni opnunar vefs um Jón Leifs, 1. maí 1999.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Jón Leifs Þorleifsson (1899-1968) tónskáld
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Jón Leifs Þorleifsson (1899-1968) tónskáld
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Jón Leifs Þorleifsson (1899-1968) tónskáld
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Jón Leifs Þorleifsson (1899-1968) tónskáld
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Jón Leifs Þorleifsson (1899-1968) tónskáld
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Lágmarks
Skráningardagsetning
GPJ 21.7.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000536832
Hjálmar H Ragnars Andvari 115 árgangur 1990
©GPJ ættfræði.