Ingibjörg Pálsdóttir (1928-2004)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ingibjörg Pálsdóttir (1928-2004)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Budda

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

7.8.1928 - 24.2.2004

Saga

Ingibjörg Pálsdóttir fæddist á Blönduósi 7. ágúst 1928. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. febrúar síðastliðinn. Ingibjörg ólst upp á Blönduósi og bjó þar nær allan sinn aldur. Hún vann margvísleg störf um ævina bæði á Blönduósi og í sveitunum í kring. Hún var Blöndósingur í húð og hár, fædd þar og uppalin, og bjó þar nær allan sinn aldur. Móðurforeldrar Ingibjargar, Ólafur Ólafsson og Ingibjörg Lárusdóttir, fluttu til Blönduóss rétt fyrir aldamótin 1900, og þar fæddist móðir hennar Jóhanna. Faðir Ingibjargar var Páll Bjarnason ættaður frá Stokkseyri. Páll var atvinnubílstjóri, og Budda, eins og Ingibjörg var kölluð, sagði mér frá því með stolti að Páll faðir hennar hefði komið með fyrsta bílinn á Blönduós árið 1923. Ingibjörg átti einn bróður, Bjarna, sem er fæddur 1927. Fjölskyldan bjó alla tíð í Ólafshúsi á Blönduósi. Ingibjörg og Bjarni sitt á hvorri hæðinni eftir lát foreldra sinna.
Strax á unglingsaldri fór Ingibjörg að vinna á sveitabæjum í nágrenni Blönduóss.
Rúmlega tvítug fór Ingibjörg til Eyjafjarðar í Tóvinnuskóla. Þar nam hún prjóna- og saumaskap og meðferð ullar einn vetur. Budda var alla tíð mikil prjónakona. Hún starfaði á prjóna- og saumastofu um tíma, en alla tíð prjónaði hún mikið fyrir vini sína og sveitunga. Einkenni á prjóni Buddu var hvað flíkurnar voru hlýjar, og fræg er lambhúshetta hennar, sem margir Blönduósingar eiga eflaust enn í dag. Annars vann Ingibjörg fjölmörg störf á Blönduósi, eins og í bakaríi, á sjúkrahúsinu og a.m.k. tuttugu og fimm haust vann hún í Sláturhúsi Sölufélagsins. Í Sláturhúsinu vann hún undir verkstjórn Gísla Garðarssonar, sem hún mat mikils. Ingibjörg hafði mjög gaman af trjárækt og garðrækt. Hún byggði sér skjól á túni sínu við Blöndu, og skírði Geitaból. Þar dvaldi Budda sumrin löng þegar hún var hætt að vinna. Þar plantaði hún trjám, ræktaði kartöflur og grænmeti, og leit eftir folaldsmerum á vorin. Í Geitabóli leið henni vel, þar var Budda í sínu ríki. Ingibjörg var praktísk og mjög nýtin eins og hennar kynslóð. Frægt er farartæki hennar, barnavagninn, sem hún notaði til ýmissa flutninga. Budda sagði oft að barnavagn rúmaði margt fleira en börn.
Ingibjörg var mikill dýravinur. Hún hafði kindur í mörg ár heima við Ólafshús, og kunnugir hafa sagt mér að hún hafi verið einstaklega natin við féð.
Ingibjörg hafði mjög gaman af því að spjalla við fólk. Hún gat verið stríðin við þá sem hún taldi hafa efni á að taka stríðni, og oft var stutt í háan og hvellan hlátur hennar. En Buddu var einnig mjög umhugað um þá sem minna máttu sín. Hún gat átt það til að færa fólki eða stofnunum eitthvað sem hún taldi vanta.
Ingibjörg var litríkur persónuleiki, sem ekki fór troðnar slóðir. Það verður sjónarsviptir að henni úr mannlífinu á Blönduósi.
Útför Ingibjargar verður gerð frá Blönduóskirkju í dag 7. mars 2004 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Blönduós:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Páll Bjarnason, f. 30. júlí 1884, d. 27. febrúar 1968, og Jóhanna Alvilda Ólafsdóttir, f. 1. ágúst 1904, d. 21. júní 1979. Hún átti einn bróður, Bjarna Pálsson, f. 13. apríl 1927.
Ingibjörg ólst upp á Blönduósi og bjó þar nær allan sinn aldur

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Elín Guðmundsdóttir (1891-1915) (6.4.1891 - 9.3.1915)

Identifier of related entity

HAH03181

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1928 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ólafshús Blönduósi (1878 -)

Identifier of related entity

HAH00127

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Páll Bjarnason (1884-1968) Ólafshúsi (30.7.1884 - 27.2.1968)

Identifier of related entity

HAH04937

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Páll Bjarnason (1884-1968) Ólafshúsi

er foreldri

Ingibjörg Pálsdóttir (1928-2004)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bjarni Pálsson (1927-2004) Ólafshúsi (13.4.1927 - 11.10.2004)

Identifier of related entity

HAH01121

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Bjarni Pálsson (1927-2004) Ólafshúsi

er systkini

Ingibjörg Pálsdóttir (1928-2004)

Dagsetning tengsla

1928 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Alma Ólafsdóttir (1898-1966) Þorleifsbæ 1920 (23.1.1898 -14.11.1966)

Identifier of related entity

HAH02286

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Alma Ólafsdóttir (1898-1966) Þorleifsbæ 1920

is the cousin of

Ingibjörg Pálsdóttir (1928-2004)

Dagsetning tengsla

1928 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Lárus Ólafsson (1889-1972) Ólafshúsi (8.12.1889 - 21.11.1972)

Identifier of related entity

HAH04930

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Lárus Ólafsson (1889-1972) Ólafshúsi

is the cousin of

Ingibjörg Pálsdóttir (1928-2004)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01498

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

Gpj 23.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir