Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Ingibjörg Hillers (1918-2005) Selfossi
Hliðstæð nafnaform
- Ingibjörg Hillers Þorvaldsdóttir (1918-2005) Selfossi
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
14.5.1918 - 7.5.2005
Saga
Ingibjörg Þorvaldsdóttir Hillers fæddist á Sauðárkróki 14. maí 1918. Hún lést í Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 7. maí síðastliðinn. Ingibjörg fæddist á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, flutti með foreldrum sínum að Brennigerði í Skarðshreppi 1920, þar sem þau bjuggu í tíu ár, en fluttu að þeim liðnum aftur til Sauðárkróks. Hún var gædd listrænum hæfileikum, söng í Kirkjukór Sauðárkróks og lék m.a. annað aðalhlutverkið í Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen. Hún flutti á Selfoss 1941 og átti þar heima síðan. Hún stundaði þar ýmis tilfallandi störf. Hún hafði yndi af heimilishaldi og hlutu þau Börge verðlaun fyrir fallegan blómagarð við heimili þeirra í Heiðmörk 3 á Selfossi.
Útför Ingibjargar Þorvaldsdóttur Hillers fór fram frá Selfosskirkju laugardaginn 21. maí, í kyrrþey, að ósk hinnar látnu.
Staðir
Sauðárkrókur: Brennigerði í Skarðshreppi 1920: Sauðárkrókur 1930: Selfoss 1941:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru hjónin Þorvaldur Guðmundsson, kennari, hreppstjóri og sjúkrahúshaldari á Sauðárkróki, f. 13. október 1883, d. 10. október 1961, og Ingibjörg Salóme Pálmadóttir, f. 7. október 1884, d. 21. apríl 1957. Foreldrar Þorvalds voru hjónin Guðmundur Gíslason og Guðbjörg Guðmundsdóttir á Auðkúlu í Svínadal. Foreldrar Salóme voru hjónin Pálmi Jónsson og Ingibjörg Eggertsdóttir á Ytri-Löngumýri í Blöndudal. Þeim Þorvaldi og Salóme varð fjögurra barna auðið og var Ingibjörg næstyngst þeirra.
Systkini hennar voru þessi:
1) Svavar Dalmann, bifreiðarstjóri í Reykjavík; hann átti Dagrúnu Halldórsdóttur; þau eru bæði látin.
2) Þorvaldur, fyrrum kaupmaður á Sauðárkróki; hann átti Huldu Jónsdóttur, sem er látin; Þorvaldur dvelst nú á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki.
3) Guðbjörg, húsfreyja í Reykjavík; hún er látin; hún bjó fyrr með Sveini Guðmundssyni á Sauðárkróki, en gekk síðar að eiga Erlend Þórðarson.
Hinn 30. maí 1936 gekk Ingibjörg að eiga Björn Guðmundsson frá Reykjarhóli í Seyluhreppi, f. 28. maí 1911, d. 20. júní 1979. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson frá Flatatungu og Stefanía Guðrún Guðmundsdóttir frá Dunhagakoti í Hörgárdal. Þau Ingibjörg og Björn skildu.
Dóttir þeirra er:
1) Gyða Huld Björnsdóttir, f. 13. apríl 1937, húsfreyja á Selfossi. Eigimaður hennar er Jón Ágústsson, húsasmíðameistari á Selfossi, f. 7. júlí 1936. Þau eiga fjögur börn: Ingibjörgu, Sigrúnu, Ágúst og Örvar. Áður eignaðist Gyða soninn Björn. Barnabörn þeirra eru fimm og auk þess eiga þau eitt barnabarnabarn.
Árið 1941 hóf Ingibjörg að búa á Selfossi með Börge Hillers, mjólkurfræðingi frá Marup Mark við Koldind/Koldindbro á Jótlandi, f. 3. júní 1915, d. 2. október 1987. Foreldrar hans voru hjónin Carl Christian Heinrich Hillers, kaupmaður, og Nielsine (Kristine) Pedersen Kolind Hillers. Þau Ingibjörg og Börge gengu í hjónaband 29. desember 1951.
Börn þeirra eru:
1) Ómar Hillers, f. 6. september 1942, kona hans er Anna Friðbjörnsdóttir, f. 17. ágúst 1943. Eiga þau tvær dætur, Helgu og Thelmu. Áður eignaðist Ómar soninn Pál. Barnabörn þeirra eru átta.
2) Úlla Hillers, f. 26. september 1947. Dóttir hennar er Rakel Lilja og fóstursonur Davíð Þorvaldur. Barnabörn eru sex.
3) Úlfar P. Hillers, f. 3. maí 1953. Kona hans er Ingibjörg Hjaltadóttir, f. 22. nóvember 1956, eiga þau þrjú börn, Söru, Aron Jarl og Evu. Áður eignaðist Úlfar dótturina Svölu Borg. Barnabörnin eru þrjú.
4) Karl H. Hillers, f. 14. ágúst 1954. Kona hans er Edda Guðmundsdóttir, f. 22. nóvember 1957, eiga þau þrjá syni, Birgi Ottó, Óttar og Arnór. Áður átti Karl soninn Davíð Arnar.
Þá átti heima hjá þeim Ingibjörgu og Börge í rúm tvö ár;
Guðbjörg Linda Udengaard, frá því hún var tveggja ára að aldri. Móðir hennar var Ingibjörg Salóme Sveinsdóttir.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Ingibjörg Hillers (1918-2005) Selfossi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Ingibjörg Hillers (1918-2005) Selfossi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Ingibjörg Hillers (1918-2005) Selfossi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Ingibjörg Hillers (1918-2005) Selfossi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Ingibjörg Hillers (1918-2005) Selfossi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 21.6.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
ÆAHún bls 1118
mbl 29.5.2005. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1020112/?item_num=0&searchid=d0d1111a025d8aa71b0ae2ba2933457180461b73