Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Hulda Pétursdóttir (1929-2006) frá Kötlustöðum
Hliðstæð nafnaform
- Hulda Pétursdóttir frá Kötlustöðum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
23.6.1929 - 27.9.2006
Saga
Hulda Pétursdóttir fæddist á Kötlustöðum í Vatnsdal í A-Hún. 23. júní 1929. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 27. september síðastliðinn. Hulda bjó á Kötlustöðum í Vatnsdal fyrstu fimm ár ævi sinnar, var á Guðrúnarstöðum og víðar í Vatnsdalnum uns hún fór níu ára að Hofi. Hulda lauk barnaskólaprófi norður í Vatnsdal fermingarárið sitt 1943, flutti á Akranesi 1945, var þrjá vetur í Gagnfræðaskólanum og útskrifaðist 1948. Þótti hún dugleg til náms og þá sérstaklega hvað varðaði íslensku. Hún vann á matsölu hjá Halldóru Hallsteins frá Skorholti og í bakaríi hjá Guðna. Hulda flutti inn að Akralæk í Skilmannahreppi í maí 1950 til Guðjóns og þau bjuggu þar til 1968 að þau fluttu á Akranes, fyrst á Akurgerði 5 og frá 1990 á Grenigrund 32. Hulda var lengst af húsmóðir og annaðist heimili og börn auk þess sem hún prjónaði til margra ára lopapeysur fyrir Handprjónasambandið en síðustu starfsár sín vann hún við heimilishjálp á Akranesi, eða fram til 1988 að hún hætti af heilsufarsástæðum.
Útför Huldu var gerð í kyrrþey að hennar ósk.
Staðir
Kötlustaðir og Hof í Vatnsdal A-Hún.: Akranes 1945: Akralækur 1950 - 1968:
Réttindi
Gagnfræðingur Akranesi 1948:
Starfssvið
Prjónakona:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Pétur Ólafsson, bóndi á Kötlustöðum, f. 15. mars 1902, d. 18. október 1985, og Ingibjörg Jakobsdóttir, húsmóðir á Kötlustöðum, f. 8. júlí 1889, d. 4. maí 1936. Systkini Huldu eru: a) Jóhann Ólafur Pétursson, f. 29. desember 1920, d. 20. ágúst 1994, eiginkona Kristín Svafarsdóttir, f. 21. júní 1924, d. 11. júní 2003, b) Kristín Sæunn Pétursdóttir, f. 25. maí 1943, eiginmaður Þórir Rúnar Jónsson, f. 27. janúar 1941, c) Ingi Pétursson, f. 19. október 1944, d. 27. febrúar 1988.
Eiginmaður Huldu frá 22. mars 1953 er Guðjón Guðmundsson, f. 18. desember 1929, og börn þeirra eru átta;
1) Ingibjörg, f. 1. desember 1949, eiginmaður Jón Ármann Einarsson, f. 27. júlí 1946, börn þeirra eru : a) Ásta Huld, f. 17. janúar 1970, sambýlismaður Árni Sigfússon, f. 7. ágúst 1972, sonur Ástu er Guðjón Jósef Baldursson, f. 8. desember 1993, b) Einar Ottó, f. 19. febrúar 1973, börn hans eru Svanberg Aron, f. 2. júlí 1998, og Ingibjörg Lilja, f. 22. júní 2000, c) Sigríður Ósk, f. 22. ágúst 1979, sambýlismaður Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson, f. 20. desember 1977, börn þeirra eru Aníta Hrund, f. 2. desember 1999, og Freyja Margrét, f. 15. apríl 2002.
2) Guðrún Sesselja, f. 12. júní 1951.
3) Guðmundur, f. 10. september 1952, eiginkona Þórunn Gunnarsdóttir, f. 18. júní 1953, börn þeirra eru: a) Sigrún Esther, f. 11. ágúst 1972, eiginmaður Grímur Arnórsson, f. 18. apríl 1971, börn þeirra eru Arnór Már, f. 20. október 1994, og Guðmundur Þór, f. 2. nóvember 1998, b) Hulda Björk, f. 19. september 1978, sambýlismaður Gísli Valur Waage, f. 28. desember 1979, börn þeirra eru Marinó Elí, f. 16. desember 1996, Tinna Von, f. 11. mars 2000, og Birgitta Nótt, f. 1. febrúar 2004.
4) Ásdís, f. 10. maí 1954, eiginmaður Jón Þórðarson, f. 18. ágúst 1956, börn þeirra : a) Rósa Dögg, f. 1. maí 1982, sambýlismaður Hlynur Stefánsson, f. 24. ágúst 1977, b) Erla Rún, f. 29. mars 1984, og c) Fjóla María, f. 19. mars 1989.
5) Pétur, f. 19. október 1956, sambýliskona Oddný Ragnheiður Kristjánsdóttir, f. 9. febrúar 1956.
6) Björn, f. 26. ágúst 1958.
7) Kristín, f. 13. maí 1960, dóttir hennar Guðrún Sesselja Sveinbjörnsdóttir, f. 13. ágúst 1987, og hennar sambýlismaður Einir Freyr Helgason, f. 29. júní 1983.
8) Ævar, f. 12. febrúar 1962, sambýliskona Heiðveig Erla Brynjólfsdóttir, f. 14. ágúst 1963, börn þeirra eru: a) Jóhann Ingi, f. 2. maí 1988, b) Sara Lísa, f. 26. júní 1990, og c) Sindri Snær, f. 24. nóvember 2005.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Hulda Pétursdóttir (1929-2006) frá Kötlustöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 21.6.2017
Tungumál
- íslenska