Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Hulda Þorsteinsdóttir (1913-1988) frá Eyjólfsstöðum
Parallel form(s) of name
- Hulda Þorsteinsdóttir (1913-1988) frá Eyjólfsstöðum
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
27.3.1913 - 2.9.1988
History
Hulda S. Þorsteinsdóttir frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, síðast til heimilis að Stóragerði 32 í Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 2. sept. sl. Hún hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða um alllangt skeið, en veiktist svo skyndilega og þar með voru endalokin ráðin.
Hulda Sigríður, eins og hún hét fullu nafni, fæddist að Eyjólfsstöðum 27. mars 1913. Það varð hlutskipti þeirra systranna, Huldu og Unnu (hún var alltaf kölluð Unna), að halda heimili með foreldrum sínum, og síðar fyrir þau, er þau voru flutt hingað tilReykjavíkur. Lengst af bjuggu þau á Bergstaðastræti 64 og þar létust þau bæði aldin að árum. Þær systurnar unnu þó lengi við verslunarstörf, jafnframt heimilishaldinu, lengst af hjá Ludvig Storr á Laugavegi 15. Ég kom oft á Bergstaðastrætið og var ætíð vel fagnað. Þorsteinn kallaði mig alltaf nafna sinn og fannst mér mikið til um það.
Eftir fráfall þeirra Þorsteins og Margrétar, keyptu þær systur séríbúð í Stóragerði 32 og bjuggu þar til æviloka. Hjúkrunarstörf Huldu voru þó ekki liðin. Um margra áraskeið annaðist hún Unnu systur sína í veikindum hennar, en hún hafði verið heilsutæp í fjölda ára og lést á síðasta ári, löngu farin að kröftum. Sjálf stóð Hulda sterk þar til hún eins og allir aðrir verða að beygja sig fyrir síðasta kalli lífsins, dauðanum. Lífið gerir oft miklar kröfur og ekki er það allra að geta svarað þeim. Hulda bognaði ekki undan þeim byrðum, semá hana voru lagðar.
Ógift barnlaus.
Places
Eyjólfsstaðir í Vatnsdal: Reykjavík:
Legal status
Kvsk á Blönduósi 1933-1934:
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Konráðsson bóndi og kona hans Margrét Jónasdóttir, er bjuggu þar frá árinu 1901-1938. Foreldrar Þorsteins voru hjónin Konráð Konráðsson og Guðrún Þorsteinsdóttir yngri, sem kölluð var, en þau bjuggu að Múla í Línakradal og þar fæddist Þorsteinn. Þau fluttu síðan að Mýrum í Hrútafirði og lést Konráð þar árið 1888, enn á besta aldri. Guðrún flutti að Haukagili í Vatnsdal 1889 með syni sína tvo, Þorstein og Eggert.
Aldamótaárið flutti Þorsteinn að Eyjólfsstöðum. Árið eftir gengur hann að eiga Margréti Oddnýju Jónasdóttur Guðmundssonar bónda þar og konu hans Steinunnar Steinsdóttur. Jónas faðir Margrétar var hálfbróðir Jóhannesar Nordal, föður Sigurðar Nordal.
Þau Þorsteinn og Margrét eignuðust átta börn og tóku eitt í fóstur. Heimilið var því ávallt mannmargt; fjölskyldan sjálf 11 manns auk vinnufólks, sem þá var kallað, sérstaklega á meðan börnin voru ung. Þetta krafðist mikillar orku og athafna. Þorsteinn var völundar smiður; hann byggði nýtt og vandað íbúðarhús 1918, hann var organisti Undirfellskirkju og hann stundaði ætt- og tónlistarfræði auk sjálfs búrekstursins. Margrét var afburða húsmóðir, enda ekki heiglum hentað sjá um svo stórt heimili. Eyjólfs staðaheimilið var orðlagt fyrir rausn og menningarbrag. Börn þeirra hjóna voru sem hér fer á eftir:
- Sigurður Jónas, stórkaupm. í Reykjavík, f. 10 maí 1901, d. 16. apríl 1946. Eiginkona Kristín Hannesdóttir frá Stóru-Sandvík í Flóa.
- Jóhannes Nordal, iðnrekandi í Reykjavík, f. 18. okt. 1905, d. 12. júní 1937. Eiginkona Anna Gísladóttir frá Saurbæ í Vatnsdal.
- Guðrún Margrét, húsmóðir, f. 12. febr. 1907. Eiginmaður Magnús Hannesson, rafvirkjam. frá Stóru-Sandvík í Flóa. Nú látinn.
- Unnur Sigurlaug, verslun arm., f. 9. nóv. 1910, d. 6. jan. 1987.
- Hulda Sigríður, verslunarm., f. 27. mars 1913, d. 2. september 1988.
- Hannes Eggert, stórkaupm. í Reykjavík, f. 19. febr. 1918. Eiginkona Jóhanna Thorlacius.
- Konráð, kaupm. í Reykjavík, f. 31. ágúst 1919, d. 10. mars 1978. Eiginkona Steinunn Vilhjálmsdóttir. Þau slitu samvistum.
- Kristín, húsmóðir, f. 22. sept. 1924. Eiginmaður Guðlaugur Guðmundsson, kaupm. frá Sunnuhlíð í Vatnsdal.
- Fósturd.: Margrét Oddný Jósefsdóttir, húsmóðir, f. 14. ágúst 1917. Eiginmaður Guðmundur Jó hannesson. Nú látinn.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Hulda Þorsteinsdóttir (1913-1988) frá Eyjólfsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Hulda Þorsteinsdóttir (1913-1988) frá Eyjólfsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Hulda Þorsteinsdóttir (1913-1988) frá Eyjólfsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Hulda Þorsteinsdóttir (1913-1988) frá Eyjólfsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Hulda Þorsteinsdóttir (1913-1988) frá Eyjólfsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 21.6.2017
Language(s)
- Icelandic