Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk

Parallel form(s) of name

  • Hulda Árdís Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk
  • Hulda Árdís Stefánsdóttir Skólastýra Kvsk

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1.1.1897 - 25.3.1989

History

Skólastjóri Húsmæðraskólans í Reykjavík. Húsfreyja á Þingeyrum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Þingeyrum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Hin mæta kona Hulda Árdís Stefánsdóttir fæddist 1. janúar 1897 á Möðruvöllumí Hörgárdal. Voru foreldrar hennar Stefán Jóhann Stefánsson skólameistari sonur Stefáns Stefánssonar á Heiði í Gönguskörðum og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur. Er margt meðal þeirra Heiðamanna landskunnir. Kona Stefáns, móðir frú Huldu, var Steinunn Frímannsdóttir frá Helgavatni í Vatnsdal. Möðruvellir voru stór staður á uppvaxtarárum frú Huldu, velsóttur skóli í góðu áliti og faðir hennar ekki að eins skólastjóri heldur stór bóndi.

Þau systkini Hulda og Valtýr ólust upp á miklu menningarheimili, ríkum garði. Frú Huldu var hug næmast að ræða um æsku sína frá þessum dögum, þar á meðal heimilið á Hofi yst í Hörgárdal hjá sr. Davíð Guðmundssyni presti er varfrá Vindhæli á Skagaströnd og son hans, Ólaf Davíðsson, er lengi hafði dvalið við nám í Höfn en nú varkominn heim. Hann hafði stundað náttúrufræði í Höfn, einkum grasafræði og nú þjóðsagnasöfnun. Hann kenndi stundum á Möðruvöllum og var barngóður og var mikill vinur þeirra barnanna Valtýs og Huldu. Var tekin mynd af Ólafi og þeim er frú Hulda hafði uppi alla tíð. Þessar æskuminningar frú Huldu voru ríkar í huga hennar oft er við ræddum saman.

Hafði hún mjög hug á að setjast í Menntaskólann í Reykjavíkog ljúka þar stúdentsprófi.- En meðal kvenna var vaknaður áhugi fyrir námi við skólann og má geta þess að vorið 1915 útskrifuðust 7 kvenstúdentar.- Eigi varð úr að Hulda færi í Menntaskólann, en síðar sigldi hún til Hafnar og dvaldi fyrst hjá dr. Valtý Guðmundssyni prófessor. En þeir Stefán skólameistari voru skólabræður úr Latínuskólanum og félagar við nám ytra. Var ávallt mikil vinátta meðþeim.- Hulda gekk á Húsmæðraskólann í Vordenburg, síðan var hún á hljómlistarskóla í Höfn, en hún sem foreldrar hennar unni hljómlist. Um leið gekk hún á Verslunarháskóla í Friðriksbergi og stundaði þar tungumál og bókfærslu.- Hulda hafði notið námsins vel til munns og handa og var há menntuð kona er hún kom heim.

Hún var kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri frá 1921-23 og bjó með móður sinni en Stefán skólameistari andaðist 20. janúar 1921.

Þann 15. júní 1923 giftist Hulda Stefánsdóttir Jóni Sigurði Pálmasyni bónda á stórbýlinu Þingeyrum. Hann var sonur sr. Pálma Þóroddssonar frá Skeggjastöðum í Garði, presti á Höfða á Höfðaströnd, síðar á Hofsósi og konu hans, Önnu Hólmfríði Jónsdóttir Hallssonar prófasts í Glaumbæ.- Jón Pálmason var búfræðingur frá Ólafsdal 1905.

Hann vann að jarðarbótum og sveitastörfum í 2 ár, stundaði verslunarstörf á Sauðárkróki 1907-13 og var verslunarstjóri þar á sinni árin. Þá dvaldi hann eitt ár við landbúnaðarstörf á Sjálandi.- Hann keypti jörðina Þingeyrar í Húnaþingi 1914 og hóf þar búskap 1915. Hann var félagslyndur maður. Hann var oddviti í 30 ár og sýslunefndarmaður frá 1928. Jón Pálmason var kirkjunnar maður. Var í sóknarnefnd frá 1916 enda átti hann guðshúsið og því kirkjubóndi.
Minningarathöfn um frú Huldu fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 6. apríl, að viðstöddu miklu fjölmenni. Sr. Guðmundur Þorsteinsson frá Steinnesi flutti minningarræðuna.- Hún var lögð til hinstu hvíldar að Þingeyrum við hlið manns síns að lokinni athöfn í Þingeyrakirkju. Á þeim stað sem henni var svo kær.

Places

Möðruvellir í Hörgárdal:

Legal status

Hulda gekk á Gagnfræðaskólann á Akureyri, útskrifaðist þaðan 1912; Stúdent frá MR 1915: Húsmæðraskólinn í Vordenburg Danmörku: Hljómlistaskóli Kaupmannahöfn: Verslunarskólinn í Frediksberg:

Functions, occupations and activities

Hún var kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri frá 1921-23. Skólastjóri Kvsk á Blönduósi

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Voru foreldrar hennar Stefán Jóhann Stefánsson skólameistari sonur Stefáns Stefánssonar á Heiði í Gönguskörðum og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur. Er margt meðal þeirra Heiðamanna landskunnir. Kona Stefáns, móðir frú Huldu, var Steinunn Frímannsdóttir frá Helgavatni í Vatnsdal. Möðruvellir voru stór staður á uppvaxtarárum frú Huldu, velsóttur skóli í góðu áliti og faðir hennar ekki að eins skólastjóri heldur stór bóndi.
Þau systkini Hulda og Valtýr ólust upp á miklu menningarheimili, ríkum garði.

Þann 15. júní 1923 giftist Hulda Stefánsdóttir Jóni Sigurði Pálmasyni bónda á stórbýlinu Þingeyrum. Hann var sonur sr. Pálma Þóroddssonar frá Skeggjastöðum í Garði, presti á Höfða á Höfðaströnd, síðar á Hofsósi og konu hans, Önnu Hólmfríði Jónsdóttir Hallssonar prófasts í Glaumbæ.- Jón Pálmason var búfræðingur frá Ólafsdal 1905. Þau hjón frú Hulda og Jón eignuðust eina dóttur barna,
1) Guðrún, er varð stúdent og lærði síðan húsagerðarlist í Höfn. Guðrún er nú arkitekt í Reykjavík og er gift Páli Líndal lögfræðingi í Stjórnarráðinu. Hann var sonur Theodórs Líndal, en faðir hans og afi Páls var Björn Líndal frá Útibleiksstöðum í Húnaþingi, en síðar lögfræðingur og alþingismaður og bóndi á hinu gamla höfuðbóli Svalbarði á Svalbarðsströnd.

General context

Relationships area

Related entity

Byggðasafnið á Reykjum (1955 -)

Identifier of related entity

HAH00186

Category of relationship

temporal

Dates of relationship

1955

Description of relationship

Var í framkvæmdanefnd um stofnun safnsins.

Related entity

Björg Lovísa Pálmadóttir (1885-1972) Hofsósi og Reykjavík (31.5.1885 - 15.9.1972)

Identifier of related entity

HAH02741

Category of relationship

family

Dates of relationship

15.6.1923

Description of relationship

Hulda var gift Jóni Pálmason (1886-1976) bróður Bjargar

Related entity

Elín Rannveig Briem (1856-1937) Skólastýra Kvsk (19.10.1856 - 4.12.1937)

Identifier of related entity

HAH03196

Category of relationship

family

Dates of relationship

21.5.1903

Description of relationship

Maður Huldu; Jón S Pálmason (1886-1976) var sonur Önnu Hólmfríðar (1856-1946) systur Stefáns seinni manns Elínar.

Related entity

Christian Ludwig Jóhannsson Möller (1887-1946) kaupmaður Blönduósi (5.4.1887 - 11.8.1946)

Identifier of related entity

HAH02989

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Jón S Pálmason var bróðir Þorbjargar, konu Jóhanns Georgs (1883-1926) bróður Christian

Related entity

Hallfríður Pálmadóttir (1891-1977) Hofsósi og Blönduósi (25.9.1891 - 27.2.1977)

Identifier of related entity

HAH03471

Category of relationship

family

Dates of relationship

25.9.1891

Description of relationship

Maður Huldu var Jón Sigurður bróðir Hallfríðar

Related entity

Guðrún Sigurðardóttir (1831-1903) Heiði Gönguskörðum (2.9.1831 - 20.2.1903)

Identifier of related entity

HAH04442

Category of relationship

family

Dates of relationship

1897

Description of relationship

Guðrún var föður amma Huldu

Related entity

Ólafur Davíðsson (1862-1903) cand phil Hofi í Hörgárdal (26.2.1862 - 6.9.1903)

Identifier of related entity

HAH01787

Category of relationship

associative

Type of relationship

Ólafur Davíðsson (1862-1903) cand phil Hofi í Hörgárdal

is the friend of

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þórir Jónsson (1922-2012) Þingeyrum (18.4.1922 - 14.7.2012)

Identifier of related entity

HAH02184

Category of relationship

family

Type of relationship

Þórir Jónsson (1922-2012) Þingeyrum

is the child of

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

1925

Description of relationship

Hulda og Sigurður á Þingeyrum ólu Þóri upp frá 1925

Related entity

Guðrún Jónsdóttir (1935-2016) arkitekt frá Þingeyrum (20.3.1935 - 2.9.2016)

Identifier of related entity

HAH04413

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Jónsdóttir (1935-2016) arkitekt frá Þingeyrum

is the child of

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

20.3.1935

Description of relationship

Related entity

Steinunn Frímannsdóttir (1863-1947) Akureyri frá Helgavatni (12.5.1863 - 1947)

Identifier of related entity

HAH07447

Category of relationship

family

Type of relationship

Steinunn Frímannsdóttir (1863-1947) Akureyri frá Helgavatni

is the parent of

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

1.1.1897

Description of relationship

Related entity

Stefán Jóhann Stefánsson (1863-1921) skólameistari Akureyri og alþm (1.8.1863 - 20.1.1921)

Identifier of related entity

HAH06792

Category of relationship

family

Type of relationship

Stefán Jóhann Stefánsson (1863-1921) skólameistari Akureyri og alþm

is the parent of

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

1.1.1897

Description of relationship

Related entity

Jón S Pálmason (1886-1976) Þingeyrum (29.7.1886 - 19.11.1976)

Identifier of related entity

HAH05726

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón S Pálmason (1886-1976) Þingeyrum

is the spouse of

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

15.6.1923

Description of relationship

Fóstursonur; 1) Þórir Jónsson 18. apríl 1922 - 14. júlí 2012. Var á Þingeyrum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Kona Þóris í nær hálfa öld var Sigríður Hanna Guðmannsdóttir f. í Reykjavík 18. júní 1932. Hún lést 8. júlí 2008. Foreldrar hennar voru Guðmann Hannesson f. 8. janúar 1912 - 25. desember 1994. Verkamaður á Grettisgötu 55 a, Reykjavík 1930. Bifreiðarstjóri í Reykjavík 1945 og Rannveig Filippusdóttir f. 6. október 1900 - 29. janúar 1953 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Dóttir þeirra; 2) Guðrún Ólafía Jónsdóttir 20. mars 1935 - 2. sept. 2016. Arkitekt í Reykjavík. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Maður hennar var Knútur Jeppesen 10. desember 1930 - 15. júní 2011 Arkitekt. Hét áður Knud Eigil Jeppesen. For: Else Marie Rigmor Jensine Jeppesen og Nikolajs Reinholt Jeppesen. K1: Ritha Jensen, barn þeirra: Andre Tim Löfgren, f. 14.2.1951 í Kaupmannahöfn. K2: Ulla Rosenvænge Jacoksen, f. 30.5.1934 í Fredericia, barn þeirra: Hanna Kejser Brinkmann, f. 5.8.1954 í Kaupmannahöfn. Knútur og Guðrún skildu skildu 1972. Guðrún vann að skipulagsmálum fyrir Blönduós.

Related entity

Guðrún Frímannsdóttir (1855-1904) Miðhópi (24.1.1855 - 23.1.1904)

Identifier of related entity

HAH04290

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Frímannsdóttir (1855-1904) Miðhópi

is the cousin of

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

1897

Description of relationship

Móðir Huldu var Steinunn (1863-1947) systir Guðrúnar.

Related entity

Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31 (1901 - 1974)

Identifier of related entity

HAH00115

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31

is controlled by

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

Description of relationship

Skólastjóri 1932-1937

Related entity

Þingeyrar ((1000))

Identifier of related entity

HAH00274

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Þingeyrar

is controlled by

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

1920

Description of relationship

1920-1943 og aftur 1955-1974-

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01457

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 21.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places