Elín Rannveig Briem (1856-1937) Skólastýra Kvsk

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Elín Rannveig Briem (1856-1937) Skólastýra Kvsk

Parallel form(s) of name

  • Elín Briem (1856-1937) Skólastýra Kvsk
  • Elín Rannveig BriemSkólastýra Kvsk

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

19.10.1856 - 4.12.1937

History

Elín Rannveig Briem 19. október 1856 - 4. desember 1937 Var á Hjaltastöðum, Flugumýrarsókn, Skag. 1870. Ráðskona á Bókhlöðustíg 7, Reykjavík 1930. Ekkja. Fyrrverandi skólaforstöðukona á Blönduósi. Skólastjóri og kennari.
Elín Briem hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1921, fyrst kvenna ásamt Þórunni Jónassen, fyrir störf sín í þágu menntunar íslenskra kvenna.

Places

Espihóll; Reynisstaður í Staðarsókn; Syðri-Ey; Reykjavík; Sauðárkrókur; Blönduós:

Legal status

Elín fékk menntun í heimaskóla eins og systkini hennar en bræðurnir fóru svo í framhaldsnám. Elín hafði mikinn hug á meira námi en á því var þá ekki kostur. Þess í stað hvatti hún til þess að kvennaskóla yrði komið á fót í héraðinu og var það gert haustið 1877, þegar Kvennaskóli Skagfirðinga hóf störf í Ási í Hegranesi. Elín tók að sér kennslu þar um veturinn og eins næstu tvö árin, þegar skólinn var á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, en illa gekk að fá honum fastan samastað. Þegar Húnvetningar stofnuðu kvennaskóla var Elín fengin til að stýra honum eftir fyrsta veturinn og gerði það á meðan skólinn var á Lækjamóti í Víðidal.
Sumarið 1881 réðist Elín í að sigla til náms í Danmörku og lauk prófi frá húsmæðrakennaraskóla Nathalie Zahle í Kaupmannahöfn vorið 1883.

Functions, occupations and activities

Hún fór þá heim og tók við stjórn Kvennaskólans á Ytri-Ey á Skagaströnd, sem var sameiginlegur skóli Húnvetninga og Skagfirðinga. Þar kenndi hún til 1895 og hafði með sér tvo kennara. Í þessum skóla voru ekki eingöngu kenndar hannyrðir, matreiðsla og önnur hússtörf, heldur líka danska, enska, saga, landafræði, reikningur, skrift og fleira. Námsmeyjar voru fyrst tuttugu að tölu en fjölgaði síðar.
Elín kenndi við Kvennaskólann næstu ár en beindi jafnframt kröftum sínum í að berjast fyrir stofnun hússtjórnarskóla í Reykjavík, því að hún vildi hafa skóla þar sem áherslan var á verkmenntun húsmæðra en ekki bóklegar greinar. Með miklum dugnaði við fjáröflun tókst henni að hrinda áformi sínu í framkvæmd og Hússtjórnarskóli Reykjavíkur var stofnaður 1897. Elín rak skólann, þótt hún stýrði honum ekki, til 1901 en þá flutti hún aftur norður og tók við stjórn Kvennaskólans á Blönduósi, sem var arftaki skólans á Ytri-Ey.

Mandates/sources of authority

Á Ytri-Ey ritaði Elín bókina Kvennafræðarinn sem kom fyrst út um áramótin 1888-1889. Áður höfðu komið út tvær matreiðslubækur á íslensku, árið 1800 og um miðja 19. öld, en hvorug náði mikilli útbreiðslu. Það gerði Kvennafræðarinn aftur á móti, seldist strax í 3000 eintökum og var endurprentuð fjórum sinnum. Bókin hafði veruleg áhrif á íslenska matargerð og einnig á hússtjórn, hreinlæti og margt annað.
Í Kvennafræðaranum birtast í fyrstaskipti á prenti uppskriftir af Vínartertu, lyfrarpylsu ofl uppskriftir sem fylgdu þjóðinni á 20. öld og jafnvel enn.
Í grein sem skrifuð var í tímaritið 19. júní á sjötugsafmæli Elínar segir að hún hafi jafnan stýrt húnvetnska kvennaskólanum „með áhuga, röggsemi og lipurð, og sérstaklega næmum skilning á hvað best hentaði íslenskum staðháttum, og hversu nemendur gætu haft sem mest not skólavistarinnar. Enda brá svo við að hvert sinn er hún kom að skólanum jókst aðsóknin að honum stórum".

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar; Eggert Ólafur Gunnlaugsson Briem 15. október 1811 - 11. mars 1894 Varð sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu 1848. Bjó á Espihóli 1848-1861. Sýslumaður á Espihóli, Hrafnagilssókn, Eyj. 1860. Settur amtmaður í Norður- og Austuramti 1852-53. Varð sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1861. Bjó á Reynistað í Skagafirði. Sýslumaður á Hjaltastöðum, Flugumýrarsókn, Skag. 1870. Varð riddari af Dannebrog 30.8.1880. Fyrrverandi sýslumaður í Lækjargötu 6, Reykjavíkursókn, Gull. 1890 og kona hans 18.8.1845; Ingibjörg Eiríksdóttir Briem 16. september 1827 - 15. september 1890 Var á Hamri, Borgarsókn, Mýr. 1835. Húsfreyja á Reynistað í Skagafirði.
Systkini hennar;
1) Eiríkur Briem 17. júlí 1846 - 27. nóvember 1929 Skólapiltur á Espihóli, Hrafnagilssókn, Eyj. 1860. Prófastur, húsbóndi á Steinnesi, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Fjarverandi. Prestaskólakennari, alþingismaður og prófessor í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. „Að mörgu hinn merkasti maður“, segir Einar prófastur. Kona hans 2.7.1874; Guðrún Gísladóttir 28. janúar 1848 - 2. mars 1893 Prestfrú. Var í Höfða, Vallanessókn, N-Múl. 1860. Prófastskona, húsfreyja í Steinnesi, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Bókhlöðustíg 2, Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Sonur þeirra var Eggert (1879-1939) í Viðey.
2) Gunnlaugur Eggertsson Briem 18. ágúst 1847 - 24. ágúst 1897 Var á Espihóli, Hrafnagilssókn, Eyj. 1860. Sýslufullmektugur á Reynistað, Reynistaðarsókn, Skag. 1880. Verslunarstjóri og alþingismaður í Hafnarfirði. Kona hans 7.11.1877; Frederike Caroline Briem Claessen 19. nóvember 1846 - 2. maí 1930 Var á Reynistað, Reynistaðarsókn, Skag. 1880. Húsfreyja í Hraunprýði, Garðasókn, Gull. 1890. Var í Reykjavík 1910. Var í Reykjavík. Ekkja frá Hafnarfirði. Nefnd Frederikke C. J. Briem í Alamanki.1932. Fædd Claessen.
3) Kristín Eggertsdóttir Claessen 14. október 1849 - 10. desember 1881 Var á Espihóli, Hrafnagilssókn, Eyj. 1860. Maður hennar 7.11.1876; Jean Valgard van Deurs Classen 9. október 1850 - 27. desember 1918 Kaupmaður á Sauðárkróki, síðar landsféhirðir í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Börn þeirra meðal annars; Ingibjörg (1878-1970) kona Jóns Þorlákssonar (1877-1935) fyrsta formanns Sjálfstæðisflokksins. María (1880-1964) móðir Gunnars Thoroddsen (1910-1983) borgarstjóra og forsætisráðherra. Kristín (1926) móðir Sólveigar Láru vígslubiskups á Hólum, faðir hennar var Guðmundur Benediktsson (1924-2005) ráðuneytisstjóri.
4) Ólafur Briem 28. janúar 1851 - 19. maí 1925 Bóndi og alþingismaður á Álfgeirsvöllum á Efribyggð, Skag. Kona hans 6.9.1884; Halldóra Pétursdóttir Briem 26. desember 1853 - 5. júlí 1937 Var í Valadal, Víðimýrarsókn, Skag. 1870. Var í Grímstungu í Vatnsdal 1875. Húsfreyja á Álfgeirsvöllum. Ekkja á Lindargötu 1 b, Reykjavík 1930. Fyrri maður hennar 20.5.1875; Þorsteinn Eggertsson 3. febrúar 1836 - 29. ágúst 1881 Var á Þóreyjarnúpi, Víðidalstungusókn, Hún. 1845. Var í Grímstungu, Grímstungusókn, Hún. 1870 og einnig 1875. Bóndi í Haukagili í Vatnsdal.
5) Halldór Briem 5. september 1852 - 29. júní 1929 Prestur og kennari, síðast bókavörður í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Var á Espihóli, Hrafnagilssókn, Eyj. 1860. Kona hans 30.9.1880; Susanna „Susie“ Taylor Briem 28. mars 1861 - 29. desember 1937 Húsfreyja í Reykjavík 1910. Ekkja á Laufásvegi 6, Reykjavík 1930. Nefnd Susie Briem á manntali 1930. Amerísk.
6) Páll Jakob Eggertsson Briem 19. október 1856 - 17. desember 1904 Amtmaður og alþingismaður á Akureyri. Bankastjóri við Íslandsbanka. Riddari af Dannebrog. Var á Espihóli, Hrafnagilssókn, Eyj. 1860. M1 19.3.1886; Kristín Guðmundsdóttir Briem 13. mars 1865 - 24. október 1887. M2 21.6.1895; Álfheiður Helga Helgadóttir Briem 11. nóvember 1868 - 28. september 1962 Húsfreyja á Akureyri. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Ekkja á Tjarnargötu 24, Reykjavík 1930.
7) Sigurður Eggertsson Briem 12. september 1860 - 19. maí 1952 Sýslumaður, hæstaréttardómari og síðar póstmálastjóri í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Póstmálastjóri á Tjarnargötu 20, Reykjavík 1930. Kona hans 22.6.1899; Sigurður Eggertsson Briem 12. september 1860 - 19. maí 1952 Sýslumaður, hæstaréttardómari og síðar póstmálastjóri í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Póstmálastjóri á Tjarnargötu 20, Reykjavík 1930. Dóttir þeirra var Ása (1902-1947) kona Jóns Kjartanssonar (1893-1962) ritstjóra Morgunblaðsins og Ísafoldar.
8) Sigríður Eggertsdóttir Briem 14. nóvember 1862 - 9. janúar 1913 Kennari og húsmóðir. Húsfreyja á Bókhlöðustíg, Reykjavík. 1901. Maður hennar 8.6.1895; Helgi Eyjólfur Jónsson 31. október 1852 - 6. júní 1905 Var í Ökrum, Akrasókn, Mýr. 1860. Kaupmaður í Vallarstræti 4, Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Kaupmaður í Borgarfirði og síðar bankaritari í Reykjavík.
9) Kristján Vilhjálmur Briem 18. janúar 1869 - 1. júní 1959 Prestur í Goðdölum í Skagafirði 1894-1899 og á Staðastað, Snæf. 1901-1912. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Bankaritari á Hverfisgötu 98, Reykjavík 1930. Kona hans 19.4.1894; Steinunn Pétursdóttir Briem 10. mars 1870 - 31. maí 1962 tónlistarkennari.
10) Jóhanna Katrín Kristjana Eggertsdóttir Briem 2. febrúar 1872 - 4. desember 1962 Húsfreyja á Skólavörðustíg 4 c, Reykjavík 1930. Prestfrú á Hálsi í Fnjóskadal, í Gaulverjabæ í Flóa og Reykholti í Borgarfirði. Síðast bús á Laugarbökkum í Ölfusi, Árn. Maður hennar 27.7.1893; sra Einar Pálsson 24. júlí 1868 - 27. janúar 1951 Prestur á Hálsi í Fnjóskadal, Þing. 1893-1903, í Gaulverjabæ, Árn. 1903-1908 og í Reykholti, Borg.1908-1930. Uppgjafaprestur á Skólavörðustíg 4 c, Reykjavík 1930. Síðast skrifstofumaður í Reykjavík.

Maður Elínar 1.6.1895; Sæmundur Eyjólfsson 10. janúar 1861 - 18. maí 1896 Var í Síðumúla, Síðumúlasókn, Mýr. 1870. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Kennari, guðfræðingur og rithöfundur. M2 21.5.1903; Stefán Jónsson 27. október 1856 - 5. maí 1910 Var í Miklabæ, Miklabæjarsókn, Skag. 1860. Verslunarstjóri Gránufélagsins á Sauðárkróki. Systir hans Anna Hólmfríður (1856-1946) kona sra Pálma Þóroddssonar (1862-1955), þau voru foreldrar Þorbjargar (1884-1944) konu Jóhanns Möller (1883-1926) og Jóns S Pálmasonar (1886-1976) á Þingeyrum eiginmanns Huldu Á Stefánsdóttur skólastjóra Kvsk á Blönduósi. Sonur Stefáns var Jón Stefánsson (1881-1962) listmálari.
Fóstursonur hennar;
1) Sæmundur Helgason 24. september 1896 - 8. júlí 1976 Póstfulltrúi á Bókhlöðustíg 7, Reykjavík 1930. Póstfulltrúi í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

General context

Relationships area

Related entity

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk (1.1.1897 - 25.3.1989)

Identifier of related entity

HAH01457

Category of relationship

family

Dates of relationship

21.5.1903

Description of relationship

Maður Huldu; Jón S Pálmason (1886-1976) var sonur Önnu Hólmfríðar (1856-1946) systur Stefáns seinni manns Elínar.

Related entity

Ólöf Hallgrímsdóttir (1855-1901) Sauðárkróki (16.6.1855 - 24.9.1901)

Identifier of related entity

HAH07119

Category of relationship

family

Dates of relationship

21.5.1903

Description of relationship

Seinni kona Stefáns

Related entity

Einar Pálsson (1868-1951) (26.7.1868 - 27.1.1951)

Identifier of related entity

HAH03127

Category of relationship

family

Dates of relationship

27.7.1893

Description of relationship

Kona Einars var; Jóhanna Katrín Kristjana Eggertsdóttir Briem (1872-1962) systir Elínar

Related entity

Anna Valgerða Claessen Briem (1889-1966) (22.8.1889 - 8.5.1966)

Identifier of related entity

HAH02430

Category of relationship

family

Dates of relationship

7.11.1876

Description of relationship

Systir Elínar; Kristín Eggertsdóttir Claessen (1849-1889) var fyrri kona Jean Valgard van Deurs Classen (1850-1918) föður Önnu

Related entity

Eggert Ólafur Gunnlaugsson Briem (1811-1894) Espihóli (15.10.1811 - 11.3.1894)

Identifier of related entity

HAH03079

Category of relationship

family

Type of relationship

Eggert Ólafur Gunnlaugsson Briem (1811-1894) Espihóli

is the parent of

Elín Rannveig Briem (1856-1937) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

19.10.1856

Description of relationship

Related entity

Jóhanna Briem (1872-1962) Hálsi Fnjóskadal ov (2.2.1872 - 4.12.1962)

Identifier of related entity

HAH05399

Category of relationship

family

Type of relationship

Jóhanna Briem (1872-1962) Hálsi Fnjóskadal ov

is the sibling of

Elín Rannveig Briem (1856-1937) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

2.2.1872

Description of relationship

Related entity

Eggert Ólafur Briem (1867-1936) hæstréttardómari (25.7.1867 - 7.7.1936)

Identifier of related entity

HAH07415

Category of relationship

family

Type of relationship

Eggert Ólafur Briem (1867-1936) hæstréttardómari

is the sibling of

Elín Rannveig Briem (1856-1937) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

25.7.1867

Description of relationship

Related entity

Páll Briem (1856-1904) amtmaður Akureyri (19.10.1856 - 17.12.1904)

Identifier of related entity

HAH09057

Category of relationship

family

Type of relationship

Páll Briem (1856-1904) amtmaður Akureyri

is the sibling of

Elín Rannveig Briem (1856-1937) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

19.10.1856

Description of relationship

Tvíburar

Related entity

Eiríkur Briem (1846-1929) Steinnesi (17.7.1846 - 27.11.1929)

Identifier of related entity

HAH03140

Category of relationship

family

Type of relationship

Eiríkur Briem (1846-1929) Steinnesi

is the sibling of

Elín Rannveig Briem (1856-1937) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

17.7.1846

Description of relationship

Related entity

Eggert Ólafsson Briem (1891-1963) kennari og verslunarmaður í Reykjavík (30.12.1891 - 13.6.1963)

Identifier of related entity

HAH03077

Category of relationship

family

Type of relationship

Eggert Ólafsson Briem (1891-1963) kennari og verslunarmaður í Reykjavík

is the cousin of

Elín Rannveig Briem (1856-1937) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

1891

Description of relationship

Ólafur faðir Eggerts var bróðir Elínar

Related entity

Kvennaskólinn á Ytri-Ey (1879 -1901)

Identifier of related entity

HAH00614

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Kvennaskólinn á Ytri-Ey

is controlled by

Elín Rannveig Briem (1856-1937) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31 (1901 - 1974)

Identifier of related entity

HAH00115

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31

is controlled by

Elín Rannveig Briem (1856-1937) Skólastýra Kvsk

Dates of relationship

Description of relationship

Skólastjóri 1901-1903 og 1912-1915

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03196

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 13.3.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places