Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Geir Gígja (1898-1981) Náttúrufræðingur
Hliðstæð nafnaform
- Geir Kristjánsson (1898-1981)
- Geir Kristjánsson Gígja
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
5.11.1898 - 6.10.1981
Saga
Geir Kristjánsson Gígja 5. nóvember 1898 - 6. október 1981 Kennari á Bjarnarstíg 10, Reykjavík 1930. Náttúrufræðingur í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Geir ólst upp hjá Birni Leví Guðmundssyni og konu hans Þorbjörgu Helgadóttur á Marðanúpi í Vatnsdal, frá 1899- 1923.
Hann gekk í alþýðuskóla Húnvetninga á Hvammstanga 1918-19. Var á garðyrkjunámskeiði í Reykjavík 1922. Hann tók kennarapróf 1923 og var á námskeiði í skólasmíði í Dansk slöjdlærerskole, Khöfn, 1929. Hann las náttúrufræði, aðalgrein skordýrafræði í Dansk lærerhöjskole, Khöfn 19291930. Kennari var hann í Miðbæjarskólanum í Rvík 1923 1945. Hann starfaði að náttúrurannsóknum á sumrum 1931-1944 til undirbúnings að útgáfu The Zoology of Iceland sem var útgefin í Khöfn. Vísindalegur starfsmaður atvinnudeildar Háskólans í skordýrafræði var hann frá stofnun hennar 1937 og síðar Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins til 1973. Hann var stundakennari við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1930 1933 og Kvennaskóla Reykjavíkur 1950-1951. Hann kenndi á námskeiðum í framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri 1949-1964. Hann vann að ákvörðun og uppsetningu skordýra á Náttúrugripasafni Íslands 1942-1946. Í stjórn Hins ísl. náttúrufræðifélags var hann 1942-1946 og formaður Býræktarfélags Íslands 1953-1960. Hann flutti mörg erindi í ríkisútvarpið um náttúrufræðileg efni. Hann stofnaði nýbýlið Naustanes í Kjalarneshreppi, rak þar bú og átti þar heima frá 1948. Hann var sæmdur Garpsmerki FRÍ 1967, gerður að heiðursfélaga Félags ísl. náttúrufræðinga 1978 og sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1980. Geir tók mikinn þátt í frjálsum íþróttum, einkum hlaupum, bæði utan lands og innan á árunum 1923-1930. Hann hlaut yfir 50 verðlaun og setti ísl. met í 800, 1000 og 1500 m hlaupum, sem stóðu í 12, 15 og 18 ár.
Staðir
Hnjúkur; Marðarnúpur; Reykjavík:
Réttindi
Kennarapróf 1923 og var á námskeiði í skólasmíði í Dansk slöjdlærerskole, Khöfn, 1929. Hann las náttúrufræði, aðalgrein skordýrafræði í Dansk lærerhöjskole, Khöfn 1929-1930.
Starfssvið
Kennari var hann í Miðbæjarskólanum í Rvík 1923-1945. Hann var stundakennari við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1930 1933 og Kvennaskóla Reykjavíkur 1950-1951. Hann kenndi á námskeiðum í framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri 1949-1964. Hann vann að ákvörðun og uppsetningu skordýra á Náttúrugripasafni Íslands 1942-1946. Í stjórn Hins ísl. náttúrufræðifélags var hann 1942-1946 og formaður Býræktarfélags Íslands 1953-1960.
Lagaheimild
Hann starfaði að náttúrurannsóknum á sumrum 1931-1944 til undirbúnings að útgáfu The Zoology of Iceland sem var útgefin í Khöfn. Vísindalegur starfsmaður atvinnudeildar Háskólans í skordýrafræði var hann frá stofnun hennar 1937 og síðar Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins til 1973. Hann flutti mörg erindi í ríkisútvarpið um náttúrufræðileg efni. Hann var sæmdur Garpsmerki FRÍ 1967, gerður að heiðursfélaga Félags ísl. náttúrufræðinga 1978 og sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1980. Geir tók mikinn þátt í frjálsum íþróttum, einkum hlaupum, bæði utan lands og innan á árunum 1923-1930. Hann hlaut yfir 50 verðlaun og setti ísl. met í 800, 1000 og 1500 m hlaupum, sem stóðu í 12, 15 og 18 ár.
Helstu rit Geirs eru: Jurtagróður, 1936. Sumardagur á Öskjuhlíð, Sólskin, 1937. Beitrag zur Kenntnis der Käfer-Fauna in Südost-Island nebst Bemerkungen über die Geograpie, Fauna und flora des untersuckten Gebiets (Vís.fél. Íslendinga), 1937. Grasafræði (ríkisútg. námsbóka), 1938. Vatnakerfi Ölfusár-Hvítár (ásamt Finni Guðmundssyni), 1941. Vatnakerfi Blöndu (ásamt F.G.), 1942. Útilíf (ásamt Jóni Oddgeiri Jónssyni o. fl.), 1943. Kleifarvatn, 1944. Meindýr í húsum og gróðri og varnir gegn þeim, 1944. Íslenskt skordýratal (fylgirit skýrslu um Hið ísl. náttúrufræðifélag), 1945. Vatnakerfi Lagarfljóts og ár í Vopnafirði, 1946. Jurtasjúkdómar og meindýr (ásamt Ingólfi Davíðssyni), 1947. Coleoptera auf Isländischen Hochland, 1935. Leyndardómur Kleifarvatns, 1941. Skaðsemi skordýranna, 1942. Skrá yfir íslensk skordýranöfn, 1937. Nýjar skordýrategundir fyrir Ísland, 1939. Skordýr í Vestmannaeyjum (árbók FÍ), 1948. Rannsókn á hnúðormum (ás. I.D.) 1954. Greinar um meindýr í gróðri og húsum í Vasahandbók bænda 1954 og 1960. Meindýr í mannahýbýlum, fræðslurit BÍ, 1954. Ljóð í "Húnvetningaljóðum" 1955. Kartöfluhnúðormurinn og útrýming hans (ás. I.D.), 1956. Coleoptera I. Synopsis of the species (ás. Sven G. Larson), The Zoology of Iceland, III. 1959. Grasafræði (ríkisútg. námsb.), 1961. Grasfiðrildi og grasmaðkur á Íslandi, 1961. Náttúrufræði (ás. Pálma Jósepssyni), 1963. Skaðleg dýr í skreið, 1964. Vatnafræðilegar athuganir við Mývatn, 1971. Dalrím, ljóð 1974.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Kristján Magnússon 19. júlí 1837 - 14. maí 1910 Kennari og sýsluskrifari á Hnjúki í A-Hún. og kona hans 16.11.1901; Sigríður „eldri“ Jósefsdóttir 24. október 1871 - 18. júní 1945 Húskona á Helgavatni og síðar vinnukona á Eyjólfsstöðum. Var á Vætuökrum, Laugarbrekkusókn, Snæf. 1880.
Geir ólst upp hjá Birni Leví Guðmundssyni og konu hans Þorbjörgu Helgadóttur á Marðanúpi í Vatnsdal, frá 1899- 1923.
Kona-I, 1924; Kristjana Gísladóttir 23. nóvember 1900 - 15. apríl 1998 Húsfreyja á Bjarnarstíg 10, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík 1994.
Kona-II, 9.12.1939; Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir 9. ágúst 1908 - 24. nóvember 2002 Námsmær á Brávallargötu 4, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Frá Geitadal í Skriðdal, síðar Bíldsfelli í Grafningi.
Börn Geirs og Kristjönu;
1) Hulda Gígja Geirsdóttir 29. ágúst 1925 - 7. september 2001 Var á Bjarnarstíg 10, Reykjavík 1930.
2) Björn Kristján Gígja 10. október 1928 - 28. febrúar 2001 Var á Bjarnarstíg 10, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945. M1; Guðrún Ingólfsdóttir Gígja 24. september 1927 - 28. maí 2015, þau skildu. Sonur þeirra Ingólfur (1950) http://gudmundurpaul.tripod.com/kristmundur.html M2; Anna Jóhannsdóttir frá Norðfirði.
3) Haukur Haraldur Gígja 22. nóvember 1933
4) Gunnar Geirsson Gígja 13. janúar 1932 - 29. ágúst 1996 Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík 1994.
5) Gylfi Gígja 9. júní 1936 - 26. mars 2005 stálsmíðameistari. Kona hans 1957; Guðrún Sveinfríður Magnúsdóttir 12. janúar 1936 þau skildu.
Samfeðra með Svanhvíti:
1) Guðmundur Gígja 9. mars 1940 - 25. október 2017 Lögreglumaður í Reykjavík. maki Hjördís L Jónasdóttir
2) Elísabet Gígja Geirsdóttir 8. mars 1944 bankafulltrúi, sambýlismaður Sigurður Hall skrifstofustjóri,
3) Guðríður Gígja 8. mars 1944 bankafulltrúi, maki Gunnlaugur Magnússon húsasmíðameistari,
4) Þorbjörg Gígja 21. júní 1946 kennari og lyfjatæknir, maki Ottó B. Ólafsson lyfjafræðingur. Barnsfaðir 23.7.1968; Richarð Júlíus Björgvinsson 30. júní 1945 Lögreglumaður, faðir hans; Björgvin Lúthersson (1926-2000) Símstöðvarstjóri Egilsstöðum og Sandgerði.
Barn Kristjönu;
1) Sæbjörn Helgi Björnsson 31. janúar 1942 - 24. mars 2015 Var í Reykjavík 1945. Kona hans; Ásthildur Gyða Svala Thorsteinsson 1. desember 1946 - 5. desember 1990 Síðast bús. í Reykjavík. Kjörfor: Friðþjófur Thorsteinsson og Svala Jensen Karlsdóttir. Þau slitu samvistir.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Geir Gígja (1898-1981) Náttúrufræðingur
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Geir Gígja (1898-1981) Náttúrufræðingur
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Skráningardagsetning
GPJ 19.6.2018
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði