Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Bjarni Jónsson (1863-1926) frá Vogi
Hliðstæð nafnaform
- Bjarni Jónsson frá Vogi
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
13.10.1863 - 18.7.1926
Saga
Bjarni Jónsson 13. október 1863 - 18. júlí 1926 Alþingismaður, grískudósent og rithöfundur. Húsbóndi í Reykjavík 1910.
Fæddur í Miðmörk undir Eyjafjöllum 13. október 1863, dáinn 18. júlí 1926.
Staðir
Miðmörk undir Eyjafjöllum; Reykjavík:
Réttindi
Stúdentspróf Lsk. 1888. Cand. mag. í þýsku og klassískum málum Hafnarháskóla 1894. Dvaldist því næst um hríð í Þýskalandi.
Starfssvið
Varð fyrst stundakennari við Lærða skólann í Reykjavík 1895, síðar aukakennari, vikið frá 1904. Ritstjóri Ingólfs 1903–1904. Skipaður 1909 viðskiptaráðunautur til 31. desember 1913, er það starf var lagt niður. Skipaður 1915 dósent í latínu og grísku við Háskóla Íslands og gegndi því starfi til æviloka. Vann alla ævi jöfnum höndum að ritstörfum og fékk styrk til þeirra 1914–1915 af opinberu fé.
Skipaður 1917 í milliþinganefnd í fossamálum. Átti sæti í fullveldisnefnd Alþingis 1917–1918. Í sambandslaganefnd 1918 og síðan dansk-íslenskri ráðgjafarnefnd frá 1918 til æviloka. Bankaráðsmaður Íslandsbanka frá 1918–1926.
Alþingismaður Dalasýslu 1908–1926 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri (Landvarnarflokkurinn), Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Borgaraflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
- varaforseti neðri deildar 1917–1923.
Lagaheimild
Samdi sögur og ljóð og ritaði greinar um bókmenntir, sögu og stjórnmál.
Ritstjóri: Ingólfur (1903–1904). Sumargjöf (1905–1908). Huginn (1907–1908). Þjóðviljinn (1908). Æringi (1908). Birkibeinar (1911–1913). Fra Islands næringsliv (1914). Andvaka (1918–1920, 1923). Dagrenning (1924).
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar: Jón Bjarnason fæddur 11. október 1823 í Finnstungu í Blöndudal, dáinn 11. maí 1905 prestur í Stóradalsþingum, síðar í Skarðsþingum og kona hans 24.9.1956; Helga Árnadóttir fædd 3. mars 1831, dáin 2. febrúar 1920 húsmóðir.
Systkini Bjarna;
1) Elín Jónsdóttir 12. nóvember 1856 - 17. apríl 1911. Hjá foreldrum sínum í Efri-Ey, fór síðan með þeim að Mið-Mörk, Var síðar á Fellsströnd ógift. Var í Litla-Galtardal, Staðarfellssókn, Dal. 1910. Hannyrðakona. „Var vel að sér“, segir í Dalamönnum.
2) Bjarni Jónsson 9. júlí 1858 - 15. mars 1860.
3) Bjarni Jónsson 20. janúar 1860 - 19. ágúst 1860.
4) Magnús Blöndal Jónsson 15. nóvember 1861 - 25. ágúst 1956. Prestur í Þingmúla í Skriðdal, Múl. 1891-1892 og í Vallanesi, S-Múl. 1892-1925. M1 9.9.1886; Ingibjörg Pétursdóttir Eggerz 11. júlí 1867 - 15. ágúst 1898. Húsfreyja í Vallanesi, S-Múl. Var á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1870. M2 23.6.1899; Guðríður Ólafsdóttir Hjaltested 12. ágúst 1864 - 17. október 1942. Húsfreyja á Ormarsstöðum í Fellum. Húsfreyja þar 1890. Húsfreyja á Skólavörðustíg 3 b, Reykjavík 1930.
Fyrrimaður Guðríðar 27.8.1886; Þorvarður Andrésson Kjerúlf 1. apríl 1848 - 26. júlí 1893. Var á Melum, Valþjófsstaðasókn, N-Múl. 1860. Læknir og alþingismaður á Ormarsstöðum í Fellum. Héraðslæknir á Ormarsstöðum, Ássókn, N-Múl. 1890.
5) Helgi Jónsson 4. apríl 1866. Dó ungur.
6) Helgi Jónsson 11. apríl 1867 - 2. apríl 1925. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Náttúrufræðingur.
7) Jósefína Guðbjörg Jónsdóttir 1.3.1869 Staðarfellssókn. móðir; Þuríður Guðbrandsdóttir 1840 - 22. febrúar 1906. Var í Stóra Galtardal, Staðarfellssókn, Dal. 1845. Vinnukona á Ísafirði, Eyrarsókn í Skutulsfirði, N-Ís. 1880. Kom frá Fellsströnd að Gröf, Setbergssókn, Snæf. 1890. Bústýra á Grund, Setbergssókn, Snæf. 1890. Vinnukona í Valentínusarhúsi, Stykkishólmssókn, Snæf. 1901, fráskilin.
8) Þóra Benónía Jónsdóttir 16. september 1871 - 8. nóvember 1916. Húsfreyja á Folafæti í Skötufirði við Ísafjarðardjúp. Maður hennar; Þórhannes Gíslason 19. maí 1858 - 13. apríl 1941. Bóndi á Folafæti í Skötufirði við Ísafjarðardjúp. Bóndi á Glæsivöllum í Miðdölum, Dal. og á Melum í Miðdölum 1923-28. Fluttist suður í Kjós.
Maki 1; 18. september 1896: Guðrún Þorsteinsdóttir fædd 25. september 1876, dáin 6. mars 1957 húsmóðir. Þau skildu. Foreldar: Þorsteinn Eggertsson og kona hans Halldóra Pétursdóttir. Guðrún var stjúpdóttir Ólafs Briems alþingismanns.
Börn Bjarna og Guðrúnar:
1) Sigríður Bjarnadóttir 5. febrúar 1899 - 3. febrúar 1996. Bankaritari í Reykjavík 1945.
2) Þórsteinn Bjarnason 3. desember 1900 - 12. október 1986. Iðnaðarmaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Eysteinn Bjarnason 26. júní 1902 - 5. október 1951. Verslunarstjóri á Sauðárkróki 1930. Fósturforeldrar Pálmi Pétursson og Jónheiður Helga Guðjónsdóttir. Kaupmaður og bæjarfulltrúi á Sauðárkróki.
Maki 2 21. ágúst 1909: Guðlaug Magnúsdóttir fædd 22. desember 1887, dáin 19. september 1971, húsmóðir. Foreldrar: Magnús Gunnarsson og kona hans Þóra Ágústa Ólafsdóttir.
Börn Bjarna og Guðlaugar:
4) Bjarni Bjarnason 2. mars 1913 - 30. mars 1979. Var á Túngötu 16, Reykjavík 1930. Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Bæjarfógeti á Siglufirði skv. ÍÆ.
5) Magnús Helgi Bjarnason 28. janúar 1917 - 31. janúar 1992. Stýrimaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
6) Helga Bjarnadóttir 19. janúar 1919 - 16. apríl 1919.
7) Jón Bjarnason 11. október 1920 - 10. febrúar 2008. Var á Túngötu 16, Reykjavík 1930. Lögfræðingur í Reykjavík.
8) Guðlaug Bjarnadóttir 12. ágúst 1922 - 26. mars 1924.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barn
Bjarni Jónsson (1863-1926) frá Vogi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barn
Bjarni Jónsson (1863-1926) frá Vogi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 5.12.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
Alþingi. http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=69
Föðurtún bls. 129. 254. 488.