Arnljótur Björnsson Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Arnljótur Björnsson Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,

Parallel form(s) of name

  • Arnljótur Björnsson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,
  • Arnljótur B. Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,
  • Arnljótur Björnsson Olson Pembina, N-Dakota,

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

17.1.1864 - 16.8.1946

History

Arnljótur Björnsson Olson 17. janúar 1864 - 16. ágúst 1946 Búfræðingur, fór til Vesturheims 1888 frá Bjarnastöðum í Hólahr., Skag. Bóndi í Pembina, N-Dakota, Bandaríkjunum 1895-99, flutti þá til Gimli, Manitoba, Kanada. Pioneer Icelandic Settlers in Pembina Township

Places

Finnstunga: Pembina N-Dakota: Winnipeg 1899:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Anna Lilja Jóhannsdóttir 20.2.1826 - 12. janúar 1888. Vinnuhjú á Þingvöllum, Þingvallasókn, Árn. 1845. Var á Þorbrandsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1850. Húsfreyja í Ystagili, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Finnstungu, Blöndudalshólasókn, Hún. 1870 og maður hennar 13.5.1852; Björn yngri Ólafsson 9. september 1821 - 7. febrúar 1873. Bóndi í Finnstungu, Blöndudalshólasókn, Hún. Var þar 1870 Þau voru afi og amma Ólafs Björnssonar á Árbakka í Vindhælishreppi. Kona hans Jórunn Sigríður Ólafsdóttir 29.9.1869 - 1.9.1933. Fór til Vesturheims 1878 frá Tungu, Þingvallahreppi, Árn.

Börn þeirra:
1) Irene 1891 d. 27.6.1991? Brookside Cemetery Winnipeg. Hennar er ekki getið í minningargrein, en annarsstaðar er sagt að hann hafi átt 2 syni og eina dóttur.
2) Snæbjörn Olson 1898 Winnipeg, fermdur 28.4.1912
3) Ólafur Hrafnkell, sem býr í St. James Manitoba, og vinnur fyrir strætisvagna félagið; Winnipeg Electric Railway.

General context

"Hann fluttist til Canada i september mánuði 1888 og hefir átt heima í Manitobafylki frá þeirn tima til þessa dags. í desembermánuði 1895 kvæntist hann ungfrú Jórunni Ólafsdóttur í Pembina í Norður Dakota. Hún dó 1. september 1933. Mr. Olson á eina dóttur og tvo syni. Frá árinu 1888 til 1901 átti Arnljótur heima í Winnipeg; vann hann þá á sumrum við búnaðarstörf í Norður Dakota og Manitoba, en á vetrum við járnbrautarvinnu. Árið 1901 festi hann sér bújörð hálfa fjórðu mílu fyrir vestan Gimli og bjó þar þangað til 1909. Þá flutti hann til Gimli til þess að geta veitt börnum sínum fullkomnari menntun. Frá árinu 1909 til 1916 var hann lögtaksmaður héraðsréttarins á Gimli og fylkislögregluþjónn. Á þeim árumi var hann einnig sveitarráðsfulltrúi Gimli-sveitar eitt kjörtímabil. Til Winnipeg flutti hann árið 1916 og dvaldi þar þangað til 1929; þá flutti hann aftur til Gimli og var þar til ársins 1933; flutti hann þá enn til Winnipeg og hefir átt þar heima síðan. Arnljótur útskrifaðist í búfræði frá Hólaskóla á íslandi. Hefir hann frá æsku verið mjög bókhneigður og sílesandi þegar tími gafst frá daglegum önnum. Þegar hann kom frá íslandi- var hans dýrasti og kærasti fjársjóður fullt koffort af bókum. Þrátt fyrir það þótt hann hafi altaf verið fátækur maður, hefir hann ár frá ári bætt við þetta litla safn. sem hann flutti að heiman, þangað til nú að það er orðið eitt allra merkasta og dýrasta bókasafn einstakra manna íslenzkra i Canada og Bandaríkjum. Það er þetta merkilega safn, sem hann hefir nú gefið Manitoba háskólanum. Mr. Olson hefir óbifandi trú á mentagildi íslenzkrar tungu og ísIenzkra bókmenta. Það er því ósk hans og von að í náinni framtíð verði mögulegt að stofna varanlegt kennaraembætti í íslenzku eða fornnorrænu við háskólann í Manitoba. Eins og allir vita eru fleiri íslendingar í Winnipeg saman komnir en á nokkrum öðrum stað í öllum heimi, að undantekinni Reykjavík, höfuðstað Íslands. Manitoba háskólinn er þess vegna betur fallinn staður en nokkur annar í allri Norður Ameríku til þess að stofna slíkt embætti. Þessi myndarlegla og merkilega gjöf Mr. Olsons er í því skyni af hendi látin, að hún megi flýta fyrir þeirri stund að kennarastaða í islenzkum fræðum verði stofnuð og einnig til þess að þegar hún hefir verið stofnuð þá geti hún notið góðs og nauðsynlegs bókasafns. Þetta bókasafn verður nefnt "Olsons safnið" og hæfilegt nafnspjald búið til fyrir það. Um leið og forstöðumaður háskólans veitti safninu mótföku fórust honum orð á þessa leið: Eg er sérlega stoltur af þessari gjöf, sérstaklega vegna þess- hversu margt framúrskarandi námsfólk af íslenzku bergi brotið háskólinn hefir haft; er það stofnuninni heiður að hafa mentað fjölda manna og kvenna hinnar ágætu íslenzku þjóðar hér í landi."
Föstudaginn, 16. ágúst 1946, lézt Arnljótur B. Olson á Betel, gamlalmennaheimilinu á Gimli- 82 ára að aldri. Hann hafði verið á heimilinu aðeins rúmt ár en vanheilsa hrjáði hann meiripartinn af þeim tíma, enda var byrði ellinnar orðin honum þung.

Systkini hans voru;
1) Jóhannes Sigvaldi Björnsson 9. júlí 1858 - 13. nóvember 1947. Var í Ystagili, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Bóndi á Skeggstöðum.
2) Ingibjörg Björnsdóttir 26. júní 1861 - 11. júní 1945 Var í Finnstungu, Blöndudalshólasókn, Hún. 1870. Dóttir hennar í Eyvindarstaðagerði, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1893 frá Finnstungu, Bólstaðarhlíðarhreppi, Hún. gift Benedikt Freemannssyni
3) Sigríður Björnsdóttir 19. september 1862. Var í Finnstungu, Blöndudalshólasókn, Hún. 1870.
4) Ólafur Björnsson 14. febrúar 1865 - 1. nóvember 1950. Bóndi og kennari á Hofi í Vindhælishr., Hún. Síðar bóndi og oddviti á Árbakka í sama hreppi.
5) Björn Björnsson Olson 23. október 1866 - 22. júní 1933 Fór til Vesturheims 1887, óvíst hvaðan. Lögregludómari á Gimli.
6) Rannveig Björnsdóttir 1869 - 2. apríl 1910. Var í Finnstungu, Blöndudalshólasókn, Hún. 1870. Hjú á Kúfustöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1901.

Relationships area

Related entity

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi. ([1300])

Identifier of related entity

HAH00159

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Ólafur Hrafnkell Olson (1901-1968) Winnipeg (21.2.1901 - 25.8.1968)

Identifier of related entity

HAH09067

Category of relationship

family

Type of relationship

Ólafur Hrafnkell Olson (1901-1968) Winnipeg

is the child of

Arnljótur Björnsson Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,

Dates of relationship

21.2.1901

Description of relationship

Related entity

Benjamin Franklín Björnsson Olson (1898-1981) Gimli (1.6.1898 - 8.4.1981)

Identifier of related entity

HAH02589

Category of relationship

family

Type of relationship

Benjamin Franklín Björnsson Olson (1898-1981) Gimli

is the child of

Arnljótur Björnsson Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,

Dates of relationship

1898

Description of relationship

Related entity

Snæbjörn Björnsson Olson (1898) Winnipeg (1898)

Identifier of related entity

HAH09406

Category of relationship

family

Type of relationship

Snæbjörn Björnsson Olson (1898) Winnipeg

is the child of

Arnljótur Björnsson Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,

Dates of relationship

1898

Description of relationship

Related entity

Arnljótína Ingibjörg Olson (Irene) (1891) Thingvalla, Pembina, ((1891))

Identifier of related entity

HAH02498

Category of relationship

family

Type of relationship

Arnljótína Ingibjörg Olson (Irene) (1891) Thingvalla, Pembina,

is the child of

Arnljótur Björnsson Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,

Dates of relationship

1891

Description of relationship

Related entity

Björn Björnsson Olson (1866-1933) Lögregludómari á Gimli. (23.10.1866 - 22.6.1866)

Identifier of related entity

HAH2789

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Björnsson Olson (1866-1933) Lögregludómari á Gimli.

is the sibling of

Arnljótur Björnsson Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,

Dates of relationship

23.10.1866

Description of relationship

Related entity

Ólafur Björnsson (1865-1950) Árbakka (14.2.1865 - 1.11.1950)

Identifier of related entity

HAH09073

Category of relationship

family

Type of relationship

Ólafur Björnsson (1865-1950) Árbakka

is the sibling of

Arnljótur Björnsson Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,

Dates of relationship

1865

Description of relationship

Related entity

Sigvaldi Björnsson (1858-1947) Skeggstöðum (9.7.1858 - 13.11.1947)

Identifier of related entity

HAH05480

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigvaldi Björnsson (1858-1947) Skeggstöðum

is the sibling of

Arnljótur Björnsson Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,

Dates of relationship

17.1.1864

Description of relationship

Related entity

Ingibjörg Björnsdóttir (1861-1945) Gimli og Indiana USA (26.6.1861 - 11.6.1945)

Identifier of related entity

HAH09391

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingibjörg Björnsdóttir (1861-1945) Gimli og Indiana USA

is the sibling of

Arnljótur Björnsson Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,

Dates of relationship

17.1.1864

Description of relationship

Related entity

Jórunn Olson (1869-1933) Pembina ND (29.9.1869 - 1.9.1933)

Identifier of related entity

HAH09068

Category of relationship

family

Type of relationship

Jórunn Olson (1869-1933) Pembina ND

is the spouse of

Arnljótur Björnsson Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,

Dates of relationship

1895

Description of relationship

Related entity

Jón Hjálmarsson (1924-1988) frá Fjósum (9.10.1924 - 18.4.1988)

Identifier of related entity

HAH01574

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón Hjálmarsson (1924-1988) frá Fjósum

is the cousin of

Arnljótur Björnsson Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,

Dates of relationship

9.10.1924

Description of relationship

Ólöf móðir Jóns var dóttir Sigvalda bróður Arnljóts

Related entity

Björn Ólafsson (1897-1936) Árbakka, Vindhælishr., (25.1.1897 - 21.4.1936)

Identifier of related entity

HAH02879

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Ólafsson (1897-1936) Árbakka, Vindhælishr.,

is the cousin of

Arnljótur Björnsson Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,

Dates of relationship

25.1.1897

Description of relationship

Arnljótur var bróðir Ólafs (1865-1950) föður Björns

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02499

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 1.11.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places