Árfar í Þingi

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Árfar í Þingi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

8.10.1720 -

Saga

8.10.1720 féll skriða úr Vatnsdalsfjalli og tók af bæinn Bjarnastaði. Þar fórust 7 manns. Þetta var mikil skriða sem stíflaði Vatnsdalsá og myndaði Flóðið. Vatnið náði allt fram hjá Hvammi í Vatnsdal fyrstu dagana eftir að skriðan féll og spillti engjum á mörgum bæjum og skerti búsetumöguleika hjá þeim sem þá bæi byggðu. Síðan braut vatnið sér leið yfir skriðuna.

Hólabak er ítak hálfar slægjur á móts við Vatnsdalshóla á Skriðuhólma, sem liggur milli hins forna árfarvegs og Kvíslarinnar suður undan Hnausum.
Landamerkjaskrá fyrir Öxl í Sveinsstaðahreppi. Að sunnan úr syðsta heygarði á Slíubakka austan Árfars beina stefnu í Markstein á Axlarbölum
Ennfremur eiga Bjarnastaðir ítök í Hnausalandi: Lindartjörn og Slýubakka austan árfars til allra slægna.

Dýpið næst skriðunni var um fimm álnir fyrir ofan og sunnan farveginn sem áin hefur náð að mynda yfir skriðuna. Farvegurinn yfir skriðuna reyndist vera 63 faðmar. Þegar kemur yfir skriðuna skiptist afrennslið í þrjár kvíslar. Ein rennur austur fyrir heimaland klaustursins, sem kallað er Hnausar, gegnum tjörn, Skriðutjörn. Önnur rennur þvert yfir haga og engi áðurnefndrar jarðar, Hnausa, út í tjörn sem heitir Svanatjörn. Minnsta kvíslin rennur vestur út í hinn gamla farveg árinnar.
Í skýrslunum er einnig lýst hvernig áin hefur brotið sér leið yfir skriðuna og hvernig umhorfs sé á þessu svæði þarna á vordögum eftir þetta mikla skriðuhlaup. Þar kemur fram að breidd skriðunnar þar sem gamli farvegur árinnar var sé um 320 faðmar. Þá segir á einum stað: „Að vestanverðu við farveg árinnar hefur áminnst skriða hlaupið áfram yfir stærstu hóla og björg, sem frá fornu fari hafa verið kallaðir Vatnsdalshólar. Lengd skriðunnar í þá átt frá farveginum var um 279 faðmar og hefur margnefnd skriða, eftir að hún hafði fallið yfir ána þakið hólana með stórum steinum og eðju, svo mikilfenglengt ef á að horfa. Yfir að sjá lítur allt út eins og nýrunnin skriða. Hæð sumar stærstu klettanna mælt upp og niður er 20 faðmar.“ Samkvæmt þessu hefur skriðan náð um 500 m vestur fyrir núverandi farveg og hæð stærstu steinanna 30-40 metra.

Staðir

Sveinsstaðahreppur; Flóðið; Bjarnastaðaskriða; Bjarnastaðir; Axlarbalar; Hnausar; Vatnsdalsfjall; Vatnsdalur; Vatnsdalsá; Hvammur í Vatnsdal; Hólabak; Vatnsdalshólar; Skriðuhólmi; Kvíslarin; Lindartjörn; Slýubakki; Þingeyrarklaustur; Öxl; Marksteinn; Svanatjörn; Hnauskvísl;

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hnausakvísl og brúin ((1950))

Identifier of related entity

HAH00266

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bjarnastaðir í Þingi ((900))

Identifier of related entity

HAH00068

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Öxl í Þingi ((1350))

Identifier of related entity

HAH00514

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00024

Kennimark stofnunar

IS HAH-Nat

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.3.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Dýravinurinn, 4. Tölublað (01.01.1891), Blaðsíða 26. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4693794

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir