Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Ævarsskarð
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
um880 -
Saga
Í Árbók hins íslenzka Fornleifafélags fyrir árið 1923 (bls. 65), 1924 (bls. 8 og 31) og 1925-1926 (bls. 32-42) deila þrír íslenzkir fræðimenn all-harðlega um, hvar leita beri Ævarsskarðs, þar sem Landnáma segir, að búið hafi Ævar gamli, en hann nam allan efri hluta Langadals frá Móbergi.
Dr. Finnur Jónsson taldi, að Ævarsskarð væri sama og Stóra-Vatnsskarð. Þetta er útilokað af því að Stóra-Vatnsskarð var allt í land námi Þorkels vingnis, og að það skarð nær heldur ekki í gegnum fjöllin til landnáms Ævars. Virðist þessi staðreynd vera mönnum undarlega dulin.
Dr. Hannes Þorsteinsson og Margeir Jónsson halda báðir, að Ævarsskarð sé sama og Litla-Vatnsskarð. Styðja þeir tilgátu sína aðallega við eftirfarandi röksemdir:
a) Bæjarnafnið Vatnsskarð hafi breytzt í framburði og verið upphaflega Ævarsskarð (dr. H. Þ.)
b) Jóhannes Guðmundsson á Gunnsteinsstöðum (f 1879) kvað svokallaðar Ævarstóptir vera til nærri Litla-Vatnsskarði.
c) Hvorugur finnur neinn annan stað í Landnámi Ævars, þar sem hann hafi getað búið.
d) Litla-Vatnsskarð liggi þannig, að það komi bezt heim við frásögn Landnámu (M. J.).
Hina fyrstu röksemd hefur dr. Finnur hrakið. Um hina aðra er þetta að segja m. a.: Jóhannes á Gunnsteinsstöðum var að vísu gagnmerkur maður. En hann ætlaði sér aldrei þá dul, að færa fullar sönnur á, að Ævarsskarð og Litla-Vatnsskarð væri eitt og hið sama. Hann vissi, að ýmsar tilgátur voru um það atriði. En af því, að hann hafði heyrt getið um Ævarstóptir hjá Litla-Vatnsskarði, hallaðist hann helzt að því, að þar hefði bær Ævars staðið. En nú er á það að líta, að þessar tóptir voru alls ekki í skarðinu, svo ef Ævar hefði búið þar, hefði Landnáma ekki komizt svo að orði, að „Ævar bjó í Evarsskarði«. Í öðru lagi veita rústirnar sjálfar engar upplýsingar um þetta mál. Í þriðja lagi er það ekkert merkilegra, að fleiri en einar bæjarrústir finnist á Litla-Vatnsskarði en víða annars staðar, þar sem bæir hafa verið færðir úr stað ýmsra orsaka vegna. Á nafninu einu er engin rök hægt að reisa. Fyrir því er þessi röksemd lítils eða einskis virði. En hinum tveim síðustu röksemdum verður svarað með því, er eftir fer.
Frásögn Landnámu um Landnám í Langadal er á þessa leið: »Ævarr hét maðr, son Ketils helluflaga ok Þuríðar, dóttur Haraldar konungs gullskeggs ór Sogni. Ævarr átti þeira son var Véfröðr. Synir Ævars laungetnir váru þeir Karli ok Þorbjörn Strjúgr ok Þórður mikill. Ævarr fór til íslands ór víkingu, ok synir hans aðrir en Véfröðr með honum fór út Gunnsteinn, frændi hans ok Auðúlfr ok Gautr, en Véfröðr var eftir í víkingu. Ævarr kom skipi sínu í Blönduós; þá váru numin lönd fyrir vestan Blöndu. Ævarr fór upp með Blöndu at Ieita sér landnáms, en er hann kom þar sem heita Móbergsbrekkur, setti hann niðr stöng háva, ok kveðst þar taka Véfröði syni sínum bústað. Síðan nam hann Langadal allan upp þaðan ok svá fyri norðan háls.
Þar skipti hann löndum með skipverjum sínum. Ævarr bjó í Evarsskarði. Véfröðr kom út síðar í Gönguskarðsárós ok gekk norðan til föður síns ok kenndi faðir hans hann eigi. Þeir glímdu svá, at upp gengu stokkar allir í húsinu áðr Véfröðr sagði til sín. Hann gerði bú at Móbergi sem ætlat var, en Þorbjörn strjúgr á Strjúgsstöðum, en Gunnsteinn á Gunnsteinsstöðum, Karli á Karlastöðum, Þórðr á Mikilsstöðum, Auðúlfr á Auðúlfsstöðum. Gautr bygði Gautsdal ....
Holti hét maðr, er nam Langadal ofan frá Móbergi ok bjó á Holtastöðum.“
Þegar kom fram um Móberg, þótti Ævari tími til kominn að helga sér landið, enda óvíða fegurra. Þar voru og eðlileg takmörk að utan, en þess virðast landnámsmenn hafa gætt mjög vel, að landnámið væri skýrt afmarkað. Hvammsá og Brunnárdalur gátu engum dulizt. Á Móbergi, yzta bænum í landnáminu, helgaði Ævar Véfröði, syni sínum, bústað. Síðar, eftir að hann hafði ákveðið landnámið, og valið sér sjálfum bezta bitann að venju, gaf hann frændum sínum og skipverjum land, og eru bústaðir þeirra raktir fram Langadal sömu röð og gert er enn í dag. Aðeins tveir þeirra, Karlastaðir og Mikilsstaðir, eru lagztir í eyði fyrir ævalöngu. Ævar fór fram Langadal. Hvar nam hann staðar og setti landnáminu takmörk í þeirri átt?
Margeir Jónsson heldur fram þeirri fjarstæðu, að þau takmörk hafi verið á milli Æsustaða og Bólstaðarhlíðar. Þetta er fjarstæða af því, að þar eru engin og hafa aldrei verið nein náttúrleg landamerki. Æsustaðir hafa augsýnilega bygzt eftir að land var hér numið að mestu Ieyti eða öllu. Annaðhvort varð Ævar að nema staðar við Auðólfsstaðaá eða fara dalinn á enda. Og hvað var því til fyrirstöðu? Ekkert, að því, er séð verður. Ævar fór fram dalinn, fram með fjöllunum, unz hann kom í skarð eitt mikið. Um það skarð rann allmikil bergvatnsá út í Blöndu. Hún kallast Svartá.
Skarð þetta skilur Blöndudal og Langadal, sem ella nefndust sama heiti, því í raun rjettri eru þeir einn dalur. Norðan skarðsins rís hinn bratti stafn Langadalsfjalla, en að sunnan hinn tignarlegi Tunguhnjúkur (Finnstunguhnjúkur), sem er endi háls þess, er skilur Svartárdal og Blöndudal. Frá Langadal liggur skarð þetta þvert á Svartárdalsmynni og nær að Svatárdalsfjalli, sem skilur Svartárdal og Stóra Vatnsskarð.
Ævar gat ekki valið landnámi sínu æskilegri né eðlilegri takmörk en í skarði þessu. Um það féll Svartá, er skildi landnámið frá Blöndudal, en er kom austur úr því, féll Hlíðará úr þverdölum niður í Svartá og skildi lönd Ævars frá landnámi Þorkels vingnis, er nam land um Vatnsskarð allt og Svartárdal. í skarði þessu var skýlt og fagurt. Heitir þar enn í dag Skógarhlíð, þó þar sjáist nú engin hrísla. Þar var veðursæld svo mikil, að þangað heimfæra menn ennþá máltækið: »Það er grimmur góudagur, ef ekki tekur í Hlíðarfjalli«. Þar var vatn gnægt. Þar var svo landrúmt til fjallanna, að ekki varð á betra kosið. Þar var svo sérkennilegt, að engum gekk úr minni: Umlukt fjöllum á alla vegu, og lágu þó þangað allar leiðir. Hér tók Ævar sér bústað, í hjarta landnáms síns, og var því skarðið nefnt Ævarsskarð. Hvar bærinn hefur staðið, verður ekki vitað með fullri vissu.
Rústir eru enn í miðju skarði, sem sumir hyggja, að sýni, hvar Ævar bjó. Hitt tel ég líklegra, að bær hans hafi staðið þar sem bærinn Bólstaðarhlíð stendur enn í dag; þetta höfuðból, sem á síðari öldum hefir ýmist verið talið til Svartárdals eða Langadals. Vegna þess, hve ætt Ævars flutti snemma úr landnámi hans, svo nafnið á skarðinu mikla týndist niður. Hvers vegna ættmenn Ævars gamla sleptu Bólstaðarhlíð og fyrnefndum jörðum í Langadal úr hendi sér, er óráðin gáta. Ef til vill má aðeins geta þess til, að þar hafi þá verið mestir ættarhöfðingjarnir, sem fóru með Ávellinga (eða Æverlinga) goðorð og hinir einhverra hluta vegna leitað til þeirra trausts og halds.
Staðir
Langadalur; Móberg; Gunnsteinsstaðir; Auðólfsstaðir [Auðúlfsstaðir]; Æsustaðir; Karlastaðir; Mikilsstaðir; Gautsdalur; Bólstaðarhlíð [Evarsskarð ?]; Litla-Vatnsskarð; Stóra-Vatnsskarð;
Blönduós; Blanda; Ævarstóptir; Móbergsbrekkur; Holtastaðir; Hvammsá; Brunnárdalur; Auðólfsstaðaá; Svartá; Svartárdalur; Blöndudalur; Langadalsfjall; Tunguhnjúkur [Finnstunguhnjúkur]; Svatárdalsfjall; Svartárdalur; Hlíðará;
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Nat
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 6.9.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, Megintexti (01.01.1941), Blaðsíða 77. https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2050331