Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Sigríður Magnúsdóttir Möller (1822-1896) Blönduósi

  • HAH06789
  • Einstaklingur
  • 29.6.1822 - 22.4.1896

Sigríður Magnúsdóttir Möller 29. júní 1822 - 22. apríl 1896. Var í Reykjavík 1835. Húsfreyja í Reykjavík 1845. Var á Sauðárkróki, Sjávarborgarsókn, Skag. 1890.

Stefán Jóhann Stefánsson (1863-1921) skólameistari Akureyri og alþm

  • HAH06792
  • Einstaklingur
  • 1.8.1863 - 20.1.1921

Stefán Jóhann Stefánsson 1. ágúst 1863 - 20. jan. 1921. Var á Heiði, Fagranessókn, Skag. 1870, fæddur þar. Skólapiltur í Latínuskólanum, Reykjavík 1880. Skólameistari og alþingismaður á Akureyri.
Alþingismaður Skagfirðinga 1900–1908, konungkjörinn alþingismaður 1908–1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).
Forseti efri deildar 1913–1915. 1. varaforseti efri deildar 1911–1912.

Hulda Kristjánsdóttir Blöndal (1912-1962) Gilsstöðum

  • HAH05557
  • Einstaklingur
  • 1.7.1912 - 21.8.1962

Hulda Steinunn Kristjánsdóttir Blöndal 1. júlí 1912 - 21. ágúst 1962. Var á Gilsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Gilsstöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Þá skráð með aðsetur í Rvk.

Þórhalla Gísladóttir (1920-2006) Valþjófsstað

  • HAH05666
  • Einstaklingur
  • 11.3.1920 - 18.4.2006

Þórhalla Gísladóttir 11. mars 1920 - 18. apríl 2006. Var í Skógargerði, Ássókn, N-Múl. 1930. Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur í Fella-, Fljótsdals- og síðar Þórshafnarhreppi. Síðast bús. í Reykjavík.

Þórhalla Gísladóttir fæddist í Skógargerði í Fellum 11. mars 1920. Þórhalla ólst upp hjá foreldrum sínum í Skógargerði.
Hún lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 18. apríl 2006.
Þórhalla var jarðsungin frá Valþjófsstaðarkirkju í Fljótsdal 29.4.2006 og hófst athöfnin klukkan 14.
ATH í minningargrein um sr Marinó er hún ítrekað sögð heita Þórkatla.

Guðmundur Sveinbjarnarson (1900-1977) Akranesi og Kópavogi

  • HAH06391
  • Einstaklingur
  • 1.4.1900 - 12.7.1977

Guðmundur Sveinbjarnarson f. 1. apríl 1900 - 12. júlí 1977. Vinnumaður í Geirshlíðarkoti, (Giljahlíð) í Flókadal í Borgarfirði. Ráðsmaður á bæjum í Vatnsdal. Sjómaður á Akranesi, var síðar lengi starfsmaður Olíuverslunar Íslands. Síðast bús. í Kópavogi

Veiðifélag Laxár á Ásum (1936)

  • HAH10072
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1936

Laxá á Ásum, stundum kölluð Neðri-Laxá, er bergvatnsá á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu, um 14 km að lengd. Hún var lengi gjöfulasta og dýrasta laxveiðiá landsins þótt dregið hafi úr veiðinni á síðari árum. Áin fellur úr Laxárvatni en í það fellur aftur Fremri-Laxá úr Svínavatni. Laxá á Ásum rennur svo í Húnavatn, sem Vatnsdalsá fellur einnig í, og síðan um Húnaós í Húnaflóa. Áin er fremur vatnslítil en í hana hefur oftast gengið mjög mikið af laxi og gat áin áður fyrr gefið gífurlega mikla veiði, allt að 1800 laxa á þriggja mánaða tímabili. Hefur jafnvel verið fullyrt að hún hafi verið besta laxveiðiá í heimi en á árunum fyrir 1990 var áin ofveidd og stofninn lét verulega á sjá. Þar er nú aðeins leyfð fluguveiði og er veiðin á uppleið að nýju. Margir heimsfrægir menn hafa í áranna rás veitt í Laxá og sumir koma ár eftir ár. Laxá var virkjuð um 1930 til að afla rafmagns fyrir Blönduós og nærliggjandi sveitir og var þá gerð stífla sem myndaði uppistöðu (Laxárvatn). Þar var gerður laxastigi svo að laxinn kæmist áfram upp í Fremri-Laxá.
SAMÞYKKT
fyrir Veiðifélag Laxár á Ásum.

  1. gr.
    Nafn félagsins er Veiðifélag Laxár á Ásum.
  2. gr.
    Heimili þess og varnarþing er þar sem formaður þess er búsettur hverju sinni.
  3. gr.
    Félagsmenn eru skráðir eigendur/ábúendur eftirtalinna jarða og landareigna, sem land
    eiga að eða veiðirétt í Laxá á Ásum frá Húnaósi í sjó að Laxárvatni.
    Jarðirnar eru: Skinnastaðir, Hjaltabakki, Húnsstaðir, Holt, Árholt, Laxholt, Hnjúkar,
    Sauðanes, Röðull, Laxabrekka, Mánafoss, Hurðarbak, Hurðarbak II og Hamrakot.
    Félagið starfar sem sjálfstæð deild Veiðifélagsins Orra, sem er veiðifélag um vatnasvæði
    Laxár á Ásum, Laxárvatns, Fremri-Laxár, Svínavatns, Svínadalsár og Sléttár.

Jóhann Frímann Baldurs (1926-2014) Blönduósi

  • HAH05305
  • Einstaklingur
  • 29.3.1926 - 19.5.2014

Jóhann Frímann Jónsson Baldurs 29. mars 1926 - 19. maí 2014. Bifvélavirkjameistari og yfirverkstjóri, síðast bús. í Kópavogi.
Jóhann ólst upp á Blönduósi. Jóhann bjó stærstan hluta ævinnar á fjölskylduheimilinu sem hann byggði sjálfur að Urðarbraut 9 í vesturbæ Kópavogs. Jóhann var virkur í félagsstörfum þann tíma sem hann bjó á Sauðárkróki
Útför Jóhanns fór fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 27. maí 2014, og hófst athöfnin kl. 15.

Ragnar Karlsson (1942-2005) Raflagnamaður Blönduósi um 1970

  • HAH06820
  • Einstaklingur
  • 22.4.1942 - 18.1.2005

Ragnar Karlsson fæddist í Reykjavík 22. apríl 1942. Hann lést 18. janúar 2005.
Ragnar var ágætur námsmaður, mikill grúskari og gat endalaust sökkt sér niður í hin margvíslegustu verkefni innan og utan skólans.
Útför Ragnars fór fram í kyrrþey.

Fjóla Helgadóttir (1930-2015) Reykjavík

  • HAH08062
  • Einstaklingur
  • 4.9.1930 - 1.1.2015

Fjóla Helgadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 4. september 1930. Var á Klapparstíg 42, Reykjavík 1930. Var í Reykjavík 1945. Húsfreyja í Reykjavík. Þau Björn stofnuðu heimili á Hverfisgötu 100b. Síðar bjuggu þau í Stóragerði 8 og í Akraseli 6, þar sem tvíburasysturnar og makar þeirra byggðu sér tvíbýlishús árið 1974. Fjóla bjó áð Sléttuvegi 23 frá 2007 til dauðadags.
Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 1. júlí 2015. Útför Fjólu var gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. júlí 2015, og hófst athöfnin kl. 13.

Anna Skarphéðinsdóttir (1929-2017) Króki Víðidal

  • HAH08060
  • Einstaklingur
  • 17.5.1929 - 18.7.2017

Anna Skarphéðinsdóttir fæddist í Króki í Víðidal 17. maí 1929, var þar 1957.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 18. júlí 2017. Útför Önnu fór fram frá Fossvogskirkju 1. ágúst 2017, og hófst athöfnin klukkan 13.

Jóhanna Tómasdóttir (1931-2022) Reykjavík

  • HAH05379
  • Einstaklingur
  • 13.7.1931 - 18.2.2022

Jóhanna Guðbjörg Tómasdóttir 13. júlí 1931 - 18. feb. 2022. Húsfreyja í Reykjavík, fædd í Vestmannaeyjum. Einkabarn

Vatnsdalur

  • HAH00412
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 880 -

Vatnsdalur er 25 km langur dalur í Austur-Húnavatnssýslu. Í dalnum nam Ingimundur gamli Þorsteinsson land samkvæmt því sem segir í Landnámu, og bjó hann á Hofi. Vatnsdalsvegur er 40 km langur og liggur um dalinn, beggja vegna Vatnsdalsár.

Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur dalur sem gengur inn til suðurs milli Vatnsdalsfjalls, sem er 1018 m hátt, í austri og Víðidalsfjalls, sem er 993 m. Næsti dalur vestan við hann er Víðidalur, en til austurs er Sauðadalur næstur, svo Mjóidalur og að lokum Svínadalur.

Við mynni dalsins að vestan eru Vatnsdalshólar, sem sagðir eru óteljandi. Þeir eru flestir keilumyndaðir og eru taldir hafa orðið til við jarðskrið úr Vatnsdalsfjalli fyrir um 10.000 árum. Í Þrístöpum vestast í Vatnsdalshólum fór fram síðasta aftaka á Íslandi árið 1830, þegar Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru hálshöggvin fyrir morð. Innan við hólana er stöðuvatnið Flóðið, sem varð til árið 1720, þegar skriða úr Vatnsdalsfjalli stíflaði Vatnsdalsá, sem rennur um dalinn, og eyddi bænum Bjarnastöðum. Áin sem nú rennur úr vatninu heitir Hnausakvísl. Vatnsdalsá er ein af betri laxveiðiám landsins og í henni er líka mikil silungsveiði.

Í landi Kornsár fyrir miðjum dal er alldjúp, sérkennileg smátjörn sem nefnist Kattarauga, á henni eru tvær fljótandi eyjar og er hún friðlýst náttúruvætti. Trjálundur er í Þórdísarlundi og við Ólafslund. Inn af dalnum er Grímstunguheiði, víðlent afréttarland sem áður tilheyrði stórbýlinu Grímstungu, þar sem áður var prestssetur og kirkjustaður. Vestan við hana er Haukagilsheiði, kennd við bæinn Haukagil í Vatnsdal.

Vatnsdalur er þéttbýl sveit og þar er stundaður landbúnaður og ferðaþjónusta. Kirkja er á Undirfelli og þar er einnig rétt sveitarinnar.

Ævarsskarð

  • HAH00149
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um880 -

Í Árbók hins íslenzka Fornleifafélags fyrir árið 1923 (bls. 65), 1924 (bls. 8 og 31) og 1925-1926 (bls. 32-42) deila þrír íslenzkir fræðimenn all-harðlega um, hvar leita beri Ævarsskarðs, þar sem Landnáma segir, að búið hafi Ævar gamli, en hann nam allan efri hluta Langadals frá Móbergi.

Dr. Finnur Jónsson taldi, að Ævarsskarð væri sama og Stóra-Vatnsskarð. Þetta er útilokað af því að Stóra-Vatnsskarð var allt í land námi Þorkels vingnis, og að það skarð nær heldur ekki í gegnum fjöllin til landnáms Ævars. Virðist þessi staðreynd vera mönnum undarlega dulin.

Dr. Hannes Þorsteinsson og Margeir Jónsson halda báðir, að Ævarsskarð sé sama og Litla-Vatnsskarð. Styðja þeir tilgátu sína aðallega við eftirfarandi röksemdir:
a) Bæjarnafnið Vatnsskarð hafi breytzt í framburði og verið upphaflega Ævarsskarð (dr. H. Þ.)
b) Jóhannes Guðmundsson á Gunnsteinsstöðum (f 1879) kvað svokallaðar Ævarstóptir vera til nærri Litla-Vatnsskarði.
c) Hvorugur finnur neinn annan stað í Landnámi Ævars, þar sem hann hafi getað búið.
d) Litla-Vatnsskarð liggi þannig, að það komi bezt heim við frásögn Landnámu (M. J.).

Hina fyrstu röksemd hefur dr. Finnur hrakið. Um hina aðra er þetta að segja m. a.: Jóhannes á Gunnsteinsstöðum var að vísu gagnmerkur maður. En hann ætlaði sér aldrei þá dul, að færa fullar sönnur á, að Ævarsskarð og Litla-Vatnsskarð væri eitt og hið sama. Hann vissi, að ýmsar tilgátur voru um það atriði. En af því, að hann hafði heyrt getið um Ævarstóptir hjá Litla-Vatnsskarði, hallaðist hann helzt að því, að þar hefði bær Ævars staðið. En nú er á það að líta, að þessar tóptir voru alls ekki í skarðinu, svo ef Ævar hefði búið þar, hefði Landnáma ekki komizt svo að orði, að „Ævar bjó í Evarsskarði«. Í öðru lagi veita rústirnar sjálfar engar upplýsingar um þetta mál. Í þriðja lagi er það ekkert merkilegra, að fleiri en einar bæjarrústir finnist á Litla-Vatnsskarði en víða annars staðar, þar sem bæir hafa verið færðir úr stað ýmsra orsaka vegna. Á nafninu einu er engin rök hægt að reisa. Fyrir því er þessi röksemd lítils eða einskis virði. En hinum tveim síðustu röksemdum verður svarað með því, er eftir fer.

Frásögn Landnámu um Landnám í Langadal er á þessa leið: »Ævarr hét maðr, son Ketils helluflaga ok Þuríðar, dóttur Haraldar konungs gullskeggs ór Sogni. Ævarr átti þeira son var Véfröðr. Synir Ævars laungetnir váru þeir Karli ok Þorbjörn Strjúgr ok Þórður mikill. Ævarr fór til íslands ór víkingu, ok synir hans aðrir en Véfröðr með honum fór út Gunnsteinn, frændi hans ok Auðúlfr ok Gautr, en Véfröðr var eftir í víkingu. Ævarr kom skipi sínu í Blönduós; þá váru numin lönd fyrir vestan Blöndu. Ævarr fór upp með Blöndu at Ieita sér landnáms, en er hann kom þar sem heita Móbergsbrekkur, setti hann niðr stöng háva, ok kveðst þar taka Véfröði syni sínum bústað. Síðan nam hann Langadal allan upp þaðan ok svá fyri norðan háls.

Þar skipti hann löndum með skipverjum sínum. Ævarr bjó í Evarsskarði. Véfröðr kom út síðar í Gönguskarðsárós ok gekk norðan til föður síns ok kenndi faðir hans hann eigi. Þeir glímdu svá, at upp gengu stokkar allir í húsinu áðr Véfröðr sagði til sín. Hann gerði bú at Móbergi sem ætlat var, en Þorbjörn strjúgr á Strjúgsstöðum, en Gunnsteinn á Gunnsteinsstöðum, Karli á Karlastöðum, Þórðr á Mikilsstöðum, Auðúlfr á Auðúlfsstöðum. Gautr bygði Gautsdal ....

Holti hét maðr, er nam Langadal ofan frá Móbergi ok bjó á Holtastöðum.“
Þegar kom fram um Móberg, þótti Ævari tími til kominn að helga sér landið, enda óvíða fegurra. Þar voru og eðlileg takmörk að utan, en þess virðast landnámsmenn hafa gætt mjög vel, að landnámið væri skýrt afmarkað. Hvammsá og Brunnárdalur gátu engum dulizt. Á Móbergi, yzta bænum í landnáminu, helgaði Ævar Véfröði, syni sínum, bústað. Síðar, eftir að hann hafði ákveðið landnámið, og valið sér sjálfum bezta bitann að venju, gaf hann frændum sínum og skipverjum land, og eru bústaðir þeirra raktir fram Langadal sömu röð og gert er enn í dag. Aðeins tveir þeirra, Karlastaðir og Mikilsstaðir, eru lagztir í eyði fyrir ævalöngu. Ævar fór fram Langadal. Hvar nam hann staðar og setti landnáminu takmörk í þeirri átt?

Margeir Jónsson heldur fram þeirri fjarstæðu, að þau takmörk hafi verið á milli Æsustaða og Bólstaðarhlíðar. Þetta er fjarstæða af því, að þar eru engin og hafa aldrei verið nein náttúrleg landamerki. Æsustaðir hafa augsýnilega bygzt eftir að land var hér numið að mestu Ieyti eða öllu. Annaðhvort varð Ævar að nema staðar við Auðólfsstaðaá eða fara dalinn á enda. Og hvað var því til fyrirstöðu? Ekkert, að því, er séð verður. Ævar fór fram dalinn, fram með fjöllunum, unz hann kom í skarð eitt mikið. Um það skarð rann allmikil bergvatnsá út í Blöndu. Hún kallast Svartá.

Skarð þetta skilur Blöndudal og Langadal, sem ella nefndust sama heiti, því í raun rjettri eru þeir einn dalur. Norðan skarðsins rís hinn bratti stafn Langadalsfjalla, en að sunnan hinn tignarlegi Tunguhnjúkur (Finnstunguhnjúkur), sem er endi háls þess, er skilur Svartárdal og Blöndudal. Frá Langadal liggur skarð þetta þvert á Svartárdalsmynni og nær að Svatárdalsfjalli, sem skilur Svartárdal og Stóra Vatnsskarð.

Ævar gat ekki valið landnámi sínu æskilegri né eðlilegri takmörk en í skarði þessu. Um það féll Svartá, er skildi landnámið frá Blöndudal, en er kom austur úr því, féll Hlíðará úr þverdölum niður í Svartá og skildi lönd Ævars frá landnámi Þorkels vingnis, er nam land um Vatnsskarð allt og Svartárdal. í skarði þessu var skýlt og fagurt. Heitir þar enn í dag Skógarhlíð, þó þar sjáist nú engin hrísla. Þar var veðursæld svo mikil, að þangað heimfæra menn ennþá máltækið: »Það er grimmur góudagur, ef ekki tekur í Hlíðarfjalli«. Þar var vatn gnægt. Þar var svo landrúmt til fjallanna, að ekki varð á betra kosið. Þar var svo sérkennilegt, að engum gekk úr minni: Umlukt fjöllum á alla vegu, og lágu þó þangað allar leiðir. Hér tók Ævar sér bústað, í hjarta landnáms síns, og var því skarðið nefnt Ævarsskarð. Hvar bærinn hefur staðið, verður ekki vitað með fullri vissu.

Rústir eru enn í miðju skarði, sem sumir hyggja, að sýni, hvar Ævar bjó. Hitt tel ég líklegra, að bær hans hafi staðið þar sem bærinn Bólstaðarhlíð stendur enn í dag; þetta höfuðból, sem á síðari öldum hefir ýmist verið talið til Svartárdals eða Langadals. Vegna þess, hve ætt Ævars flutti snemma úr landnámi hans, svo nafnið á skarðinu mikla týndist niður. Hvers vegna ættmenn Ævars gamla sleptu Bólstaðarhlíð og fyrnefndum jörðum í Langadal úr hendi sér, er óráðin gáta. Ef til vill má aðeins geta þess til, að þar hafi þá verið mestir ættarhöfðingjarnir, sem fóru með Ávellinga (eða Æverlinga) goðorð og hinir einhverra hluta vegna leitað til þeirra trausts og halds.

Tungumúli í Vatnsdal

  • HAH00568
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Tungumúli (338 m). Upphafsstaður: Vatnsdalsvegur sunnan Þórormstungu. Hækkun 270 m. Gengið frá Vatnsdalsvegi sunnan Þórormstungu um vegslóða á Tungumúla. Gott göngukort fæst víða.

Jökull Ingimundarson var sonur Ingimundar gamla er nam land í Vatnsdal. Jökli var úthlutað land í hlíðum Tungumúla í Vatnsdal og byggði þar bæ sinn, Jökulsstaði. Tóftir Jökulstaða eru í landi Þórormstungu.

Jökli Ingimundarsyni er lýst að hann hafi verið allmikilfenglegur með hvassar sjónir, eigi margra maki og mikill kappi og afreksmaður að vexti og afli. Hann var fálátur, ómjúkur og ódæll, harðúðigur og hraustur um allt, en gat trauðla hamið skap sitt. Ekki var hann skapdeildarmaður en tryggur vinur og gekk á undan í öllum deilum þeirra bræðra. Jökull hlaut sverðið Ættartanga við arfskipti eftir Ingimund gamla.

Í Vatnsdæla sögu er sagt frá því að þegar Eyvindur sörkvir frétti að Hrolleifur hinn mikli hefði banað Ingimundi hafi hann fyrirfarið sér með því að láta fallast á sax sitt. Synir Eyvindar voru þeir Hermundur og Hrómundur halti, sem örkumlaðist þegar Jökull Ingimundarson hjó á fót honum.

Álka og Álkugil í Vatnsdal

  • HAH00020
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Álka er innst inni í Vatnsdal að vestanverðu. Ein af nokkrum ám sem renna í Vatnsdalsá. Álka (Álftaskálará) er 290km" vatnasvið og er hún stærsta áin er rennur í Vatnsdalsá.

Þeir sem hafa gengið upp í Álkugil í Vatnsdal hafa tekið eftir því að búið er að leggja veg að Úlfsfossi. Vilja sumir meina að þarna hafi verið framin óafturkræf umhverfisspjöll en vegurinn var gerður að beiðni landeigenda fyrir veiðimenn. Skipulags- og byggingarnefnd Húnavatnshrepps heimilaði lagningu vegarins á fundi 12. maí 2016 og sveitarstjórn Húnavatnshrepps gaf samþykkti sitt fyrir framkvæmdunum 8. júní 2016.

Svínadalsá

  • HAH00523b
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Kerlingarfjöll

  • HAH00350
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Kerlingarfjöll er fjallgarður á hálendi Íslands nálægt Kili. Jarðvegur er sums staðar rauður á svæðinu vegna eldvirkni þar. Jarðefni úr hverum á svæðinu eru gul, rauð og græn. Vinsælt skíðasvæði var í Kerlingarfjöllum en það var aflagt árið 2000. Aðstaða er fyrir ferðamenn í Kerlingarfjöllum. Þekktir tindar þar eru Loðmundur, Snækollur, Fannborg, Höttur, Ögmundur og Kerlingartindur. Snækollur er þeirra hæstur eða 1477 metrar. Fjöllin eru nefnd eftir dranga við Kerlingartind, Kerlingu.

Tjaldsvæðið er á eyrum meðfram Ásgarðsá.
Á svæðinu eru sturtur og eins er unnið að uppsetningu gufubaðs uþb 1 km innan við tjaldstæðið.
Tjaldstæðið er í dalnum Ásgarði, sem er norðan í Kerlingarfjöllum, hlýlegur dalur í útjaðri stórbrotins landsvæðis. Fyrir yngri kynslóðina eru trampólín, rólur og að sjálfsögðu umhverfi sem fær flesta til að láta sér líða vel. Á svæðinu er hestagirðing fyrir þá sem koma á hestum.

Hvítá í Árnessýslu

  • HAH00375a
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Hvítá í Árnessýslu
Á er fellur úr Hvítárvatni. Rétt fyrir neðan útfallið er brú á henni og tveimur km neðar fellur Jökulfall í hana. Hvítá rennur í gljúfri sunnan undir Bláfelli. Efst í því er fossinn Ábóti. Nokkru fyrir ofan byggð steypist Hvítá í Gullfossi ofan í mikil gljúfur sem hún hefur grafið sér fram með Tungufelli. Haldast þau nokkuð ofan í byggð. Þar er brú á Brúarhlöðum, um 10 km neðan við Gullfoss. Brúin var byggð 1927 en endurbyggð 1959 og aftur 1994-1995. Algengt sumarrennsli Hvítár við Gullfoss er 100-180 m³/s og vetrarrennsli 50-110 m³/s. Mesta flóð hefur mælst 2000 m³/s.
Í byggð rennur Hvítá fyrst milli Biskupstungna og Hrunamannahrepps. Verður áin þar allbreið með köflum. Þar koma í hana tvær stórar ár vestan frá, Tungufljót ofar og Brúará neðar. Að austan kemur Stóra-Laxá og tvöfaldast rennsli Hvítár við tilkomu þeirra allra. Lögferjur voru á Iðu og í Auðsholti. Nú er 107 m löng brú á ánni hjá Iðu, byggð 1957. Neðar fellur áin milli Grímsness og Skeiða, sveigir suður fyrir Hestfjall og rennur síðan til vesturs fyrir ofan Flóann þar til Sogið fellur í hana fyrir austan Ingólfsfjall. Eftir það heitir vatnsfallið Ölfusá til ósa. Mikil laxveiði er í Hvítá og Ölfusá og ýmsum þverám sem í Hvítá falla.
Flóabændur hagnýttu sér Hvítá til áveitna í stórum stíl á fyrri hluta þessarar aldar.
Oft koma stórkostleg flóð í Hvítá á vetrum. Flæðir áin þá langt yfir bakka sína og leggur undir sig mikið af engi og öðru flatlendi, stundum svo að einstaka bæir einangrast um hríð. Þá á hún einnig til að þorna að mestu niðri í byggð. Þessu veldur krapi og íshröngl sem stíflar ána. Er Hvítá-Ölfusá talin hættulegasta flóðaá landsins.

Baldheiði á Kili

  • HAH00997a
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Baldheiði á Kili. Innri-Fróðárdalur opnast bak við Rauðafell, og myndast austurbrún hans að eins af hallanum niður af Baldheiði, en vesturbrúnin er brött og há; og er þar Dólerít hraun, hið sama sem myndar vesturbrún neðra dalsins; hraun þetta hefir runnið niður undan jökli, líklega úr stórri Dólerít bungu, sem jökullinn liggur útá; hraunið hefir líklega runnið eptir ísöldina, en er þó afar gamalt; það hefir fyllt krókinn milli bungu þessarar og Hrútafells að miklu leyti; hraunið er að ofan sprungið plötuhraun. Hraun þetta er kallað Leggjabrjótur; innan við það, uppi undir jökli, er sandur, sem heitir Hrútasandur, en fyrir neðan það í djúpri hvilft er dálítið stöðuvatn undir suðurhorninu á Hrútafelli, og kölluðum við það Hrútavatn; það var auðséð, að töluvert minna vatn var í lautinni en vant var, vegna þurrkanna; þegar rigningar ganga, rennur lækur úr vatninu niður milli Hrútafells og Baldheiðar í Fúlukvísl. Baldheiði og bungan uppi við jökulinn eru líklega báðar gömul eldfjöll; Baldheiði hallast um 4° út á við frá miðju, en efri bungan 5 - 6°. Aðalefnið í Hrútafelli er Móberg, en ofan á því liggur basalt eða Dólerít; sumstaðar innan um móbergið eru ljósleit »túff»-lög með margkvísluðum basaltgöngum. Alls staðar er hér graslaust í kring, nema lítilfjörlegur gróður utan í Hrútafellshlíð upp af Hrútavatni, og í botni Innra Fróðárdals.

Leggjabrjótur á Kili

  • HAH00997
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Milli Sólkötlu og Hrútafells er breiður dalur, sem Leggjabrjótur (443-586 mys] heitir. Er hann þakinn helluhraunum frá Sólkötlu. Fyrir botni dalsins er allhár hnjúkur uppi í jöklinum. Virðist hann vera leifar af eldfjalli. Beggja vegna við hnjúkinn ganga fram skriðjöklar. Annar nær suður að Sólkötlu, en hinn norður að fellum þeim, sem ganga frá Hrútafelli upp í Langjökul.
Suður af Leggjabrjót er Karlsdráttur (111); er hann vogur, sem gengur út úr Hvítárvatni.

Sigurður Árnason (1880-1959) Höfnum á Skaga

  • HAH09280
  • Einstaklingur
  • 2.5.1880 - 10.6.1959

Sigurður Árnason 2. maí 1880 - 10. júní 1959. Ólst upp í Höfnum með foreldrum og síðar móður. Fyrirvinna á búi móður sinnar þar um tíma frá um 1890 fram til 1913. Óðalsbóndi í Höfnum 1913-42. Bóndi í Höfnum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Flutti til Reykjavíkur 1942 og var þar síðan. „Gaf eitt herbergi á Nýja Stúdentagarðinum. Skyldi nefnt Hafnir og menn af Hafnaætt sitja fyrir dvöl þar, síðan almennt Húnvetningar.“ segir í Eftirmælaskrá Jóns Skagan.

Ólafur Friðriksson (1886-1964) blaðamaður

  • HAH09283
  • Einstaklingur
  • 16.8.1886 - 12.11.1964

Ólafur Friðriksson 16. ágúst 1886 - 12. nóv. 1964. Ritstjóri og verkalýðsforingi. Var í Framkaupstað, Hólmasókn, S-Múl. 1890. Búðarmaður á Akureyri, Eyj. 1901. Blaðamaður í Austurstræti 1, Reykjavík 1930. Forgöngumaður að stofnun Alþýðuflokksins og Alþýðusambands Íslands 1916.

Tryggvi Jónasson (1892-1952) Finnstungu í Blöndudal

  • HAH06166
  • Einstaklingur
  • 4.3.1892 - 20.12.1952

Tryggvi Jónasson 14. mars 1892 - 20. desember 1952. Bóndi í Finnstungu í Bólstaðahlíðarhreppi. Var í Kolviðarnesi, Rauðamelssókn, Hnapp. 1901. Bóndi í Finnstungu 1930.

Lilja Sigurðardóttir (1884-1970) Víðivöllum

  • HAH06163
  • Einstaklingur
  • 26.2.1884 - 30.3.1970

Lilja Sigurðardóttir 26. feb. 1884 - 30. mars 1970. Fæddist á Víðivöllum og ráðskona þar 1930. Húsmæðraskólakennari, bús. í Ásgarði í Blönduhlíð, Skag. Síðast bús. í Akrahreppi.
Hlaut riddarakross fyrir garðyrkjustörf, heimilisiðnað og störf að félagsmálum.

Steinunn Valdimarsdóttir (1894-1969) Beinakeldu

  • HAH06170
  • Einstaklingur
  • 7.4.1894 - 5.7.1969

Steinunn Valdimarsdóttir 7. apríl 1894 - 5. júlí 1969. Var á Beinakeldu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi.

Jónas Kristjánsson (1870-1960) læknir

  • HAH09289
  • Einstaklingur
  • 20.9.1870 - 3.4.1960

Læknir víða um land, meðal annars á Sauðárkróki en síðast í Hveragerði. Héraðslæknir á Sauðárkróki 1930.

Sigurveig Friðfinnsdóttir (1865-1946) Glæsibæ í Staðarhreppi Skagafirði

  • HAH09288
  • Einstaklingur
  • 1.1.1865 - 9.7.1946

Sigurveig Ósk Friðfinnsdóttir 1.1.1865 - 9.7.1946. Þorbrandsstöðum 1870, Húsfreyja í Glæsibæ í Staðarhr, Skag. Læknisekkja Dallandsparti 1901. Húskona á Selhellu í Mjóafirði. Fór þaðan til Vesturheims 1905. Kom til Quebeck 23.júní 1905 með SS Lake Erie (1899-1925) Canadian Pacific Line, með viðkomu í Liverpool.

Karlakórinn Húnar

  • HAH06192
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1944

Árið 1944 stofnuðu nokkrir menn á Blönduósi karlakór, tvöfaldur kvartett fyrst og hét þá Áttungar. Eftir tvö ár 1946 hafði fjölgað í hópnum og hlaut kórinn þá nafnið Karlakórinn Húnar. Stjórnandi kórsins í 11 ár var Guðmann Hjálmarsson.

Signý Böðvarsdóttir (1879-1961) Helgavatni

  • HAH06457
  • Einstaklingur
  • 27.5.1879 - 5.2.1961

Námsmey í Kvennaskólanum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Helgavatni, Undirfellssókn, A-Hún. 1910. Maður hennar 12.5.1908; Eðvarð Hallgrímsson 21. júní 1883 - 20. ágúst 1962. Bóndi á Helgavatni, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Helgavatni.

Þuríður Sæmundsen (1894-1967) Sæmundsenhúsi

  • HAH06418
  • Einstaklingur
  • 1.5.1894 - 22.5.1967

Þuríður Guðrún Sigurðardóttir Sæmundsen 1. maí 1894 - 27. maí 1967. Kennari á Blönduósi 1930. Kennari og síðar bóksali á Blönduósi. Var í Sæmundsenshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Kristín Hannesdóttir (1869-1952) Þóreyjarnúpi

  • HAH06678
  • Einstaklingur
  • 16.11.1869 - 30.6.1952

Kristín Hannesdóttir 16. nóv. 1869 - 30. júní 1952. Húsfreyja Hvarfi 1901, á Þóreyjargnúpi, V-Hún. Var á Hvarfi, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930.

Anna María Sveinsdóttir (1948-2016) Kirkjuhvoli í Stöðvarfirði

  • HAH07251
  • Einstaklingur
  • 26.9.1948 - 26.8.2016

Anna María Sveinsdóttir fæddist 26. september 1948 í Kirkjuhvoli á Stöðvarfirði. Anna María og Hrafn bjuggu saman fyrst á Norðfirði, en fluttu fljótlega á Stöðvarfjörð og byggðu sér húsið Rjóður árið 1971. Anna María ólst upp á Stöðvarfirði hjá fjölskyldu sinni, en fór 16 ára gömul í Húsmæðraskólann á Blönduósi.
Hún vann um árabil í frystihúsinu á Stöðvarfirði, bókasafninu og apótekinu og einnig í Grunnskólanum á Fáskrúðsfirði, sat lengi í svæðisstjórn fatlaðra á Austurlandi og var formaður um skeið, í heilbrigðisnefnd Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar og var formaður þar um árabil. Verkalýðsbaráttan var henni hugleikin og skipaði hún forystusveit verkalýðsfélagsins í heimabyggð. Anna María var þekkt af áhugamálum sínum, sérstaklega bútasaumi í samfélagi með vinafólki á Stöðvarfirði og nágrannabyggðum.
Hún varð bráðkvödd 26. ágúst 2016. Útför Önnu Maríu fór fram frá Stöðvarfjarðarkirkju 10. september 2016, klukkan 14.

Laurits Olsen & Co Atelier ljósmyndastofa Östergade 13 Kjöbenhavn

  • HAH07075
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 10.8.1872 - 9.5.1955

Ljósmyndari þar á einhverjum tíma Lauritz Olsen (10.8.1872 - 9.5.1955), leikari, kvikmyndaframleiðandi og bókbindari, gæti verið skyldmenni.
Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn. Authority record; Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn ...
Gæti verið bróðir Ludwig Olsen (1870) ljósmyndara á sama stað um1885

Ingimundur Guðmundsson (1884-1912) Marðarnúpi Vatnsdal

  • HAH06701
  • Einstaklingur
  • 17.2.1884 - 14.3.1912

Marðarnúpi Vatnsdal 1901. Hrossaræktarráðunautur 1910-12. Búfræðingur úr Hólaskóla og átti frumkvæði að stofnun Hólamannafélagsins. Var í Reykjavík 1910. Drukknaði í Hvítá í Borgarfirði.

Vilborg Guðbergsdóttir (1920-2004) Höfða, Mýrarsókn

  • HAH07910
  • Einstaklingur
  • 10.11.1920 - 2.12.2004

Vilborg Guðbergsdóttir 10. nóv. 1920 - 2. des. 2004. Var á Höfða , Mýrarsókn, V-Ís. 1930. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.
Fæddist í Fremstuhúsum í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði. Vilborg ólst upp í Dýrafirði og stundaði síðar nám í húsmæðraskólanum á Blönduósi. Á Blönduósi kynntist hún Magnúsi og fluttu þau til Reykjavíkur árið 1941 og byrjuðu búskap á Grandaveginum. Þau fluttust síðar á Leifsgötu 25 þar sem þau bjuggu þar til árið 1986 en fluttu þá að Bergstaðastræti 11A.
Hún lést á líknardeild Landakotsspítala. Útför Vilborgar var gerð frá Fossvogskirkju 16.12.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.

Ása Stefánsdóttir (1925-2018) Mýrum, Melstaðarsókn

  • HAH07310
  • Einstaklingur
  • 7.7.1925 - 9.7.2018

Ása Guðlaug Stefánsdóttir 7.7.1925 - 9.7.2018. Var á Mýrum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var á Mýrum 2, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957.
Hún fæddist á Mýrum í Hrútafirði. Eftir að Stefán sonur hennar féll frá bjó hún ein í sínu húsi allt þar til tveimur dögum fyrir andlátið.

Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga. Útför hennar fór fram frá Melstaðarkirkju, föstudaginn 20. júlí 2018, klukkan 14.

Ragnhildur Árnadóttir (1923-2014) Hofdölum Skagafirði

  • HAH07903
  • Einstaklingur
  • 5.11.1923 - 3.5.2014

Ragnhildur Árnadóttir 5. nóv. 1923 - 3. maí 2014. Fæddist á Atlastöðum, Upsasókn, Eyj. 1930. Húsfreyja og starfaði við umönnun, síðast bús. í Reykjavík. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.
Ragnhildur fluttist frá Atlastöðum með foreldrum sínum og öðru heimilisfólki að Syðri-Hofdölum í Viðvíkurhreppi í Skagafirði árið 1936 og ólst þar upp til fullorðinsára.
Hún lést á Landspítalanum. Útför Ragnhildar Árnadóttur var gerð frá Neskirkju 23. maí 2014, og hófst athöfnin klukkan 15.

Sigríður Kristinsdóttir (1921-1998) Okala Florida

  • HAH07908
  • Einstaklingur
  • 15.11.1921 - 23.5.1998

Sigríður G Kristinsdóttir 15. nóv. 1921 - 23. maí 1998. Iðnverkakona í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Okala í Flórída. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.
Útför Sigríðar fór fram frá Neskirkju þriðjudaginn 2. júní 1998 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Tryggvina Steinsdóttir (1922-2021) Hrauni á Skaga

  • HAH07909
  • Einstaklingur
  • 7.4.1922 - 11.1.2021

Tryggvina Ingibjörg Steinsdóttir 7. apríl 1922 - 11. jan. 2021. Húsfreyja, ráðskona hjá Vegagerðinni og síðar bréfberi og póstafgreiðslumaður. Var á Hrauni, Hvammssókn, Skag. 1930. Var í Efri-Núp, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. 1957. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.
Fæddist á Hrauni og ólst þar upp.
Hún á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi. Útför Tryggvinu var gerð frá Áskirkju 22. janúar 2021, klukkan 15

Ragnheiður Þorsteinsdóttir (1931-2018) Sandbrekka, N-Múl.

  • HAH08079
  • Einstaklingur
  • 23.5.1931 - 19.10.2018

Ragnheiður Þorsteinsdóttir [Ragna] 23. maí 1931 - 19. okt. 2018. Húsfreyja á Egilsstöðum og fékkst við ýmis störf. Kvsk á Blönduósi 1949-1950.
Hún fæddist á Sandbrekku í Hjaltastaðarþinghá
Ragnheiður Þorsteinsdóttir, eða Ragna eins og hún var jafnan kölluð, ólst upp við öll venjuleg sveitastörf á Sandbrekku í Hjaltastaðarþinghá þar sem faðir hennar var hreppstjóri og bóndi og móðir hennar húsmóðir á mannmörgu heimili.

Guðrún Jónsdóttir (1919-2004) Garðakoti Skagafirði

  • HAH07926
  • Einstaklingur
  • 16.10.1919 - 28.5.2004

Guðrún Jóna Jónsdóttir fæddist í Mýrarkoti í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu 16. október 1919.
Húsfreyja á Akureyri og í Reykjavík. Var í Mýrakoti, Engihlíðarhr., A-Hún. 1920.
Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 28. maí 2004. Útför Guðrúnar var gerð frá Grensáskirkju 4.6.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Lilja Halldórsdóttir (1926-2008) Stykkishólmi

  • HAH07939
  • Einstaklingur
  • 14.3.1926 - 13.1.2008

Lilja Halldórsdóttir fæddist að Ytri-Tungu í Staðarsveit 14. mars 1926. Lilja og Ólafur bjuggu allan sinn búskap á Akranesi ef frá eru talin 10. ár sem þau bjuggu að Innsta-Vogi. Síðustu árin bjuggu þau á Höfðagrund 25 á Akranesi.
Var í Ytri-Tungu, Staðastaðarsókn, Snæf. 1930. Húsfreyja og saumakona og síðar sjúkrahússtarfsmaður á Akranesi. Kvsk á Blönduósi 1943-1944.
Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 13. janúar 2008. Útför Lilju fór fram frá Akraneskirkju 18.1.2008 og hófst athöfnin klukkan 14.

Niðurstöður 6801 to 6900 of 10349