Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Ragnar Karlsson (1942-2005) Raflagnamaður Blönduósi um 1970
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
22.4.1942 - 18.1.2005
History
Ragnar Karlsson fæddist í Reykjavík 22. apríl 1942. Hann lést 18. janúar 2005.
Ragnar var ágætur námsmaður, mikill grúskari og gat endalaust sökkt sér niður í hin margvíslegustu verkefni innan og utan skólans.
Útför Ragnars fór fram í kyrrþey.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans; Karl Guðmundsson 30. des. 1898 - 15. apríl 1977. Raflagningamaður á Kárastíg 8, Reykjavík 1930. Rafvélavirkjameistari og sýningarstjóri í Tjarnarbíoi, síðast bús. í Reykjavík og kona hans; Margrét Tómasdóttir 31. maí 1899 - 5. nóv. 1982. Húsfreyja á Kárastíg 8, Reykjavík 1930. Ljósmóðir í Árnessýslu og Viðey. Síðast bús. í Reykjavík.
Systkini Ragnars eru:
1) Ásta Guðrún Karlsdóttir 6. okt. 1926 - 12. jan. 1992. Var á Kárastíg 8, Reykjavík 1930. Fulltrúi í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Guðmundur Karlsson 2. okt. 1927 - 15. júní 1999. Var á Kárastíg 8, Reykjavík 1930. Kerfisfræðingur, síðast bús. í Garðabæ.
3) Hrefna Sigríður Karlsdóttir 25. jan. 1930 - 25. maí 2015. Var á Kárastíg 8, Reykjavík 1930. Verslunarstarfsmaður í Reykjavík.
4) Anna Kristjana Karlsdóttir 2. jan. 1932 - 5. jan. 1994. Framkvæmdastjóri, síðast bús. í Kópavogi.
5) Margrét Björk Kristinsdóttir 15. jan. 1933 - 13. júlí 1977. Húsfreyja í Reykjavík. Kjörforeldrar: Kristinn Guðmundsson, f. 14.10.1897, d. 30.4.1982 og Elsa Alma Guðmundsson Kalbow, f. 16.9.1889, d. 7.3.1982.
6) Kristinn Karlsson f. 18.2. 1935, vélvirki í Reykjavík;
7) Tómas Karlsson 20. mars 1937 - 9. mars 1997. Lögfræðingur og blaðamaður, síðast bús. í Kópavogi.
8) Einar Karlsson 7. mars 1939 - 23. júní 1999.
Sonur hans;
1) Iro Auriola, sem nú er 36 ára, lögfræðingur í Helsinki. Móðir hans er Eila Auriola.
General context
Ragnar var tæplega tvítugur þegar hann lenti í alvarlegu vinnuslysi hjá línudeild Rafmagnsveitna ríkisins. Hann var að störfum uppi í rafmagnsstaur, en féll niður eftir að hafa snert við streng, sem rafmagn reyndist á. Þetta slys olli algjörum umskiptum í lífi hans og eftir það þyngdist fyrir fæti. Hann reyndi sannarlega að ná sér á skrið aftur, stundaði meðal annars menntaskólanám og fór í lýðháskóla í Noregi, en þrátt fyrir afburðagáfur á sviði stærðfræði og eðlisfræði var eins og úthaldið skorti, þegar mikið lá við. Bakkus var einnig farinn að trufla áralagið hjá honum, en sem betur fer komu nokkur góð ár á milli. Hvernig sem á stóð hjá Ragga hætti hann aldrei að hugsa um stærðfræðina, og í uppstyttum undi hann löngum stundum við skriftir um þetta hugðarefni sitt. Hann var einnig ljóðelskur og orti ljóð bæði á sænsku og íslensku.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 31.3.2020. Innsetning og skráning
Language(s)
- Icelandic