Sýnir 10353 niðurstöður

Nafnspjald

Langadalsfjall

  • HAH00782
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Langadalsfjall er fjall í Austur-Húnavatnssýslu og liggur austan við endilangan Langadal, en austan við fjallið er svo eyðidalurinn Laxárdalur fremri.

Fjallið nær frá mynni Laxárdals í norðri suður að mynni Svartárdals við Bólstaðarhlíð og er um 25 km á lengd og 700-800 m hátt víðast hvar, en í það eru þrjú djúp skörð á milli dalanna. Ýmsir hlutar fjallsins heita svo sérstökum nöfnum eftir bæjum sem undir því standa, svo sem Bólstaðarhlíðarfjall og Holtastaðafjall upp af Holtastöðum.

Árni Ásgrímur Guðmundsson (1888-1963) Miðgili

  • HAH06124
  • Einstaklingur
  • 11.7.1888 - 25.9.1863

Árni Ásgrímur Guðmundsson f. 11. júlí 1888 - 25. september 1963. Bóndi á Miðgili. Var í Höfðabrekku 2, Höfðakaupstað , A-Hún. 1957.

Þorsteinn Einarsson (1882-1956) ljósmyndari Tannstaðabakka

  • HAH06139
  • Einstaklingur
  • 2.4.1882 - 11.12.1956

Þorsteinn Einarsson 2.4.1882 - 11.12.1956. Bóndi á Reykjum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Reykjum í Hrútafirði 1920. Tannstaðabakka 1910
Th Einarsson ljósmyndari Tannstaðabakka.
ÞANN 20. desember 1956., var jarðsettur að Stað í Hrútafirði. merkisbóndinn Þorsteinn Einarsson, fyrrum bóndi að Reykjum. Hann lézt í sjúkrahúsí í Reykjavík, eftir langa vanheilsu.
Þorsteinn var fæddur að Tannstaðabakka í Hrútafirði 2. apríl 1882, sonur Einars Skúlasonar gullsmiðs og bónda þar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur, er þar bjuggu lengi og gerðu garðinn frægan. Hann ólst upp á Tannstaðabakka í fjölmennum systkinahópi, og naut í æsku betri menntunar í heimahúsum en almennt gerðist á þeim tíma.

Kristján Arinbjarnar (1892-1947) Læknir Blönduósi

  • HAH06141
  • Einstaklingur
  • 8.10.1892 - 5.3.1947

Kristján Arinbjarnar f. 8. okt. 1892, d. 5. mars 1947. Var í Reykjavík 1910. Læknir í Hafnarfirði. Kjörbarn: Halldór Arinbjarnar f. 4.9.1926. Skrifaður Kristján Arinbjarnar í Almanaki. Læknir á Blönduósi 1922 - 1931.

Jón jóhannsson (1956) Beinakeldu

  • HAH05600
  • Einstaklingur
  • 12.2.1956 -

Jón Jóhannsson 12. febrúar 1956. Málari Blönduósi. Var á Beinakeldu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957.

Jóninna Pétursdóttir (1923-1997) kennari [Ninna Björk]

  • HAH06176
  • Einstaklingur
  • 28.1.1923 - 14.12.1997

Ninna Björk (f. Jóninna Pétursdóttir) fæddist að Urðarbaki í Þverárhreppi, Vestur-Húnavatnssýslu hinn 28. janúar 1923. Jóninna Pétursdóttir [Ninna Björk] 28. jan. 1923 - 14. des. 1997. [25.1.1923 skv minningargrein]. Kennari. Var á Þorfinnsstöðum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Fósturforeldrar Guðmundur Guðmundsson og Sigríður Jónsdóttir. Síðast búsett í Svíþjóð. Nefnd Jónína við skírn. Nefndi sig Ninnu í Svíþjóð. Kvsk á Blönduósi 1946-1947.

Hún lést í Täby í Svíþjóð hinn 14. desember 1997. Útför Ninnu fór fram frá Täby-kirkju 2. janúar 1998

Ingibjörg Sigurðardóttir (1874-1970) Búðardal

  • HAH06225
  • Einstaklingur
  • 6.3.1874 - 25.10.1970

Ingibjörg Sigurðardóttir 6. mars 1874 - 25. október 1970 frá Kjalarlandi, póst- og símaafgreiðslukona í Búðardal 1930. Kennari við Kvsk. á Blönduósi 1908-1913

Svanhildur Eysteinsdóttir (1921-1983) Þorlákshöfn

  • HAH07223
  • Einstaklingur
  • 19.11.1921 - 7.12.1983

Svanhildur Eysteinsdóttir 19.11.1921 - 7.12.1983. Fædd í Meðalheimi Ásum 1921-1928, Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1928-1936 og Blönduósi 1936. Var í Miðgili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Húsfreyja. Síðast bús. í Þorlákshöfn.

Jónas Vermundsson (1905-1979) Pálmalundi

  • HAH5841
  • Einstaklingur
  • 18.06.1905-25.08.1979

Jónas Vermundsson, Blönduósi, andaðist 25. ágúst á Héraðshælinu.
Hann var fæddur 18. júní 1905 í Kollugerði á Skagaströnd. Foreldrar
hans voru Vermundur Guðmundsson, bóndi þar og kona hans Arnfríður Sigurðardóttir. Hann ólst upp hjá móður sinni er var víða í
vistum í héraðinu. Voru systkini hans mörg og eru tvær hálfsystur
hans á lífi. Faðir hans Vermundur varð úti í mannskaðaveðrinu mikla
í febrúar 1925.
Jónas vandist allri algengri sveitavinnu í æsku, eins og títt var um
fátæka unglinga á þeim árum.
Þann 4. maí 1939 gekk hann að eiga Torfhildi Þorsteinsdóttur frá
Austurhlíð í Blöndudal. Hófu þau búskap að Aralæk í Þingi, en fluttu
árið 1942 til Blönduóss, þar sem heimili hans var til dauðadags. Allt
frá tvítugsaldri vann hann að vegagerð innan héraðs og var veghefilsstjóri um 36 ára skeið, meðan heilsa og kraftar entust. Síðustu ár
æfi sinnar var hann starfsmaður í áhaldahúsi Vegagerðar ríkisins á
Blönduósi.
Þau hjón eignuðust einn son: Sigurgeir Þór, en hann er bifreiðarstjóri á Blönduósi, kvæntur Guðrúnu Pálsdóttur frá Hafnarfirði.
Torfhildur var gift áður og reyndistJónas fjórum sonum hennar mjög
vel.
Jónas tók um árabil mikinn þátt í félagsstörfum verkstjóra. Hann
var um langt skeið í stjórn Verkstjórafélags Skagafjarðar- og Húnavatnssýslna, en árið 1966 var hann kjörinn heiðursfélagi félagsins, fyrir
langt og gott starf í þágu þess.
Með Jónasi Vermundssyni er horfinn á braut góður félagi, vinsæll
og glaður á góðri stund.
Útför hans fór fram frá Blönduóskirkju 1. september

Sigurður Heiðar Þorsteinsson (1934-2017) Enni

  • HAH06271
  • Einstaklingur
  • 14.6.1934 - 11.10.2017

Fæddist í Enni 14.6.1934
Búfræðingur, fékkst við ýmis störf og rak eigið fyrirtæki á Blönduósi um árabil. Var á Enni, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Gegndi ýmsum félagsstörfum.

Þau hjón fluttu á Blönduós haustið 1959 með þrjú börn í Ásgeirshús. Hann starfaði með Leikfélagi Blönduóss í mörg ár, var formaður þess í nokkur ár og síðar heiðursfélagi. Hann hafði einnig mjög gaman af spilamennsku og var í bæði Bridge og Lomber spilaklúbbum.

Byggðu Holtabraut 12 og fluttu inn 31.5.1968.
Útför Sigurðar fór fram frá Árbæjarkirkju 20. október 2017, klukkan 15.

Leifur Kaldal (1898-1992) gullsmiður

  • HAH01712
  • Einstaklingur
  • 29.8.1898 - 20.10.1992

Leifur Jónsson Kaldal 29. ágúst 1898 - 20. okt. 1992. Gullsmiður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Almannagjá á Þingvöllum

  • HAH00878
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Þingvellir eru með merkilegri jarðfræðistöðum á Íslandi, og í raun má segja að þeir séu á heimsmælikvarða. Ástæða þess er að þar má skoða ummerki um frárek tveggja jarðskorpufleka, Norður-Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Ísland er einn fárra staða á jörðinni þar sem slíkt má greina á þurru landi. Þótt ummerki flekareksins megi sjá nokkuð víða á landinu eru Þingvellir þó einstaklega hentugur staður til að skoða það vegna jarðfræðilegra aðstæðna þar.

Færsla jarðskorpuflekanna á Íslandi sitt í hvora áttina er svo hæggengt ferli að ekki er hægt að fylgjast með því berum augum. Ástæða þess að rek flekanna sést svona auðveldlega á Þingvöllum er sú að við lok síðasta ísaldarskeiðs, fyrir um tíu til ellefu þúsund árum, urðu mikil eldgos á Þingvallasvæðinu. Nokkur eldgosanna urðu undir jökli áður en ísaldarjökullinn hvarf alveg, og mynduðu þau móbergshryggi og móbergsfjöll svæðisins, en eftir að landið varð íslaust urðu gríðarmiklar dyngjur til. Skjaldbreiður er mest áberandi af þeim, en hraunbreiðan sem liggur yfir þjóðgarðinum í Þingvalladældinni er talin hafa komið úr nokkrum minni eldstöðvum norðan við Þingvallavatn. Meðal þeirra er til að mynda eldstöð sem kallast Eldborgir og liggur á milli Hrafnabjarga og Kálfstinda, nokkru norðaustan við Þingvallavatn. Gosin sem komu úr þessum eldstöðvum öllum voru mikil að rúmmáli, sem er ágætt því þau fylltu upp í allar misfellur og glufur sem fyrir voru á svæðinu. Að síðasta gosinu loknu hefur hraunbreiðan því verið nokkurn veginn slétt yfir að líta þar sem Þingvalladældin liggur nú.

Öskurhólshver á Hveravöllum

  • HAH00821
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Öskurhóll eða Öskurhólshver er gufuhver á Hveravöllum. Hann var skírður Öskurhóll vegna þess að hann gaf frá sér drunur og blísturhljóð og var sagt að það heyrðist í mílufjórðungs fjarlægð en hann er þó hættur að blístra núna. Hverinn er hóll eins sjá má á myndunum hér að neðan. Mikið og stöðugt gufuuppstreymi er úr Öskurhól.

Halldór Líndal (1890-1967) Vatnshóli

  • HAH0460
  • Einstaklingur
  • 24.6.1890 - 15.12.1967

Halldór Líndal Magnússon 24. júní 1890 - 15. des. 1967. Bóndi á Vatnshóli, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Kirkjuhvammshreppi. Ókvæntur barnlaus.

Halldór Stefánsson (1872-1955) búfræðingur

  • HAH04690
  • Einstaklingur
  • 2.5.1872 - 8.7.1955

Halldór Stefánsson 2. maí 1872 - 8. júlí 1955. Verkamaður á Akureyri 1930. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Ráðsmaður í Eyjafirði, síðar starfsmaður Vatnsveitu Akureyrar.

Halldóra Karlsdóttir (1906-1984) Efri-Lækjardal

  • HAH04704
  • Einstaklingur
  • 15.10.1906 - 8.9.1984

Halldóra Eggertína Karlsdóttir 15. okt. 1906 - 8. sept. 1984. Húsfreyja í Efri-Lækjardal, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Halldóra Jónsdóttir (1854-1937) Akureyri

  • HAH04717
  • Einstaklingur
  • 8.2.1854 - 4.3.1837

Halldóra Jónsdóttir 8. feb. 1854 - 4. mars 1937. í Árgerði, Uppsasókn, Eyj. 1880. Húsfreyja á Akureyri. Húsfreyja Gullbringu í Svarfaðardal 1887-1891og á Akureyri 1930. Í bókinni Svarfdælingum segir að Halldóra og Stefán hafi einungis eignast eitt barn en svo virðist sem þau hafi orðið tvö.

Halldóra Hjartar Proppé (1889-1936)

  • HAH04723
  • Einstaklingur
  • 1.11.1889 - 4.3.1936

Halldóra Margrét Hjartardóttir Proppé 1. nóv. 1889 - 4. mars 1936. Kambi 1890, Klukkulandi 1901, Hruna á Þingeyri 1910. Húsfreyja og verslunarmaður. Ekkja Gimli á Þingeyri 1920.

Jakob Árnason (1858) ráðsmaður Grímstungu

  • HAH05211
  • Einstaklingur
  • 27.10.1858 -

Jakob Árnason 27.10.1858. Var í Neðri-Þverá, Vesturhópshólasókn, Hún. 1860. Var á Sigríðarstöðum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Ásbjarnarnesi, Vesturhópshólasókn, Hún. 1880. Vinnumaður á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1890. Grímstungu 1920.

Jakob Svavarsson (1952) Síðu

  • HAH05232
  • Einstaklingur
  • 30.8.1952 -

Jakob Óskar, f. 30. ágúst 1952 frá Síðu, mjólkubílstjóri Blönduósi.

Jakob Þorsteinsson (1852-1935) frá Grund

  • HAH05238
  • Einstaklingur
  • 17.8.1852 - 10.4.1935

Jakob Þorsteinsson 17. ágúst 1852 - 10. apríl 1935. Vinnumaður Bæ í Hrútafirði 1870 og Árnesi á Ströndum 1880. Húsbóndi á Bjargi, Flatey, Flateyjarsókn, A-Barð. 1930. Kaupmaður í Bíldudal og Flatey á Breiðafirði, ekkill þar 1890.

Jakobína Thorsteinsen (1843-1921) frá Bollastöðum

  • HAH05241
  • Einstaklingur
  • 4.2.1843 - 5.11.1921

Jakobína Thorsteinsen 4. feb. 1843 - 5. nóv. 1921. Var í Krossnesi, Setbergssókn, Snæf. 1845. Húsfreyja á Grund, Setbergssókn, Snæf. 1880. Húskona í Georgshúsi, Garðasókn, Borg. 1890. Nefnd Jakobína Daníelsen á manntali 1890, þá fráskilin

Björn Lárusson (1918-2006) frá Grímstungu

  • HAH06422
  • Einstaklingur
  • 10.9.1918 - 25.7.2006

Björn Lárusson fæddist í Grímstungu í Vatnsdal 10. september 1918.

Hann lést á Landakoti þriðjudaginn 25. júlí 2006.
Útför Björns var gerð frá Bústaðakirkju 31.7.2006 og hófst athöfnin klukkan 13.

Niðurstöður 3401 to 3500 of 10353