Sýnir 10346 niðurstöður

Nafnspjald

Hvítárbrú í Borgarfirði

  • HAH00321
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1.11.1928 -

Við Ferjukot er Hvítárbrú, sem vígð var 1.11.1928 og var mikil samgöngubót. Þó lokaðist þjóðvegurinn oft við Ferjukot vegna vatnavaxta en Hvítá flæddi oft yfir veginn þar og var þá ófært í Ferjukot nema á báti.

Kleifar Blönduósi

  • HAH00112
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1952 -

Kleifar standa á vesturbakka Blöndu gengt Hrútey. Kristinn Magnússon byggði þar upp 1952, en áður var þar Klifakot. Íbúðarhús 1952 492 m3, fjós fyrir 12 gripi, fjárhús fyrir 220 fjár. Tún 15,5 ha.

Grímstunga í Vatnsdal

  • HAH00044
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (950)

Forn kirkjujörð og prestssetur til 1847. Bærinn stendur á sléttu hólbarði rétt sunnan Álku spöl neðan brekkna. Takmarkast jörðin af Vatnsdalsá að austan, en Álku að vestan. Beitarhús [Kvisthagi] móti Forsæludal. Þar hét Litlidalur áður. Fyrrum átt jörðin alla Grímstunguheiði suður á há Stórasand. Fjölfarinn reiðvegur lá yfir yfir heiðarnar niður hjá Grímstugu. Heimagrafreitur er efst í túni. Í túnjaðri var Grímstungukot, en sel við Selkvísl, er skilur heimaland og heiði. Skútabær við Álku á Skúteyrum. Grímstungusel var í Fremridal. Íbúðarhús byggt 1921, 754 m3. Fjós fyrir 11 gripi. Fjárhús yfir 255 fjár. Hlaða 450 m3. Votheysgryfjur 120 m3. Haughús 160 m3. Tún 29,3 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Álku.

Vopnafjarðarkirkja 1902

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1902 -

Vopnafjarðarkirkja er úr timbri sem tekur um 250 manns í sæti. Í kirkjunni er altaristafla eftir Jóhannes Kjarval sem sýnir frelsarann tala til fólksins. Kirkjan er þjónuð frá Hofi.

Ófeigsstaðir í Kinn

  • Fyrirtæki/stofnun

Nafnið Ófeigsstaðir gæti verið afbökun af hinu forna nafni "Offrustadir" sem þýðir Fórnarstaður [hugdetta mín], en það nafn kemur fyrir í fornunum handritum.

Leifur heppni Eiríksson (um965) landafundamaður

  • Fyrirtæki/stofnun
  • (960)

LEIFUR heppni stendur traustum fótum á Skólavörðuholtinu. Stöpullinn undir styttunni, sem er úr graníti, er settur saman af 18 steinbjörgum, og er heildarþyngd stöpulsins hátt í fimmtíu tonn. Sjálf myndin af Leifi vegur hins vegar um eitt tonn.

Styttan og stöpullinn mynda saman eina órofa heild. Stöpullinn er hugsaður sem skipsstafn og þykir hann ekki síður merkilegur frá listrænu sjónarmiði en styttan sjálf.

Gjöf Bandaríkjamanna

Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum styttuna í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930. Árið 1929 var haldin samkeppni í Bandaríkjunum um gerð styttu af Leifi heppna til að gefa Íslendingum. Samkeppnina vann bandaríski listamaðurinn Alexander Stirling Calder og hann mun hafa gert bæði styttuna og stöpulinn.

Árið 1931 kom stöpullinn til landsins. Eins og fyrr segir er stöpullinn settur saman úr 18 einingum og vegur hver um sig nokkur tonn.

Bandaríkjamenn höfðu af því nokkrar áhyggjur að í Reykjavík fyndist ekki nógu sterkt farartæki til að flytja verkið frá höfninni uppá Skólavörðuholt. Á þessum tíma fannst þó einn vörubíll í bænum sem talinn var nógu sterkbyggður í verkefnið. Hann dugði þó ekki til. Því var brugðið á það ráð að fá Tryggva Magnússon, glímukappa, til að hjálpa bílnum síðasta spölinn, a.m.k. þegar þyngstu björgin voru flutt.

Það var svo 17. júlí 1932 sem Coleman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi afhenti þáverandi forsætisráðherra, Ásgeiri Ásgeirssyni, styttuna að gjöf. Og síðan þá hefur Leifur staðið óhreyfður á Skólavörðuholtinu.

Engin teikning til

Engin teikning hefur fundist af stöplinum og það er því ýmsum vandkvæðum bundið að taka styttuna niður og ekki síður að koma henni fyrir á ný. En þótt ekki hafi verið lagt í að hreyfa styttuna hefur verið töluverður ágangur við hana. Bandaríkjamönnum mun hafa blöskrað svo mjög umgengnin við styttuna fyrstu árin að brugðið var á það ráð að setja vörð um styttuna. Var sá styttuvörðurinn starfandi fram undir stríð. Mun Leifur heppni vera eina styttan í borginni sem sérstakur vörður var staðinn um.

Annar Leifur á Rhode Island

Þegar heimsýningin var haldin í New York 1939 óskuðu Íslendingar eftir að fá að gera eftirmynd af Leifi heppna til að hafa á sýningunni. Fékk íslenska nefndin leyfi til að nota gifsmótin af upphaflegu styttunni, sem þá voru geymd á Smithsonian Institution í New York, til að gera nákvæma eftirmynd.

Eftir sýninguna þurfti hins vegar að finna nýju styttunni framtíðarstað. Voru hugmyndir á lofti um að koma henni fyrir í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Henni mun þó hafa verið fundinn staður í hafnarborginni Rohde Island. Þar stendur styttan nálægt sjó og horfir Leifur til hafs.

Djúpidalur í Skagafirði

  • Fyrirtæki/stofnun

Djúpidalur er bær í Blönduhlíð í Skagafirði og stendur í mynni Dalsdals, sem gengur inn til austurs sunnan við fjallið Glóðafeyki. Dalurinn greinist um Tungufjall (eitt af þremur með því nafni í Blönduhlíðarfjöllum) og ganga álmurnar langt inn í fjallgarðinn. Um dalinn fellur Djúpadalsá eða Dalsá og er í djúpu og allhrikalegu gili í dalsmynninu. Hún hefur myndað víðáttumiklar eyrar á láglendinu sem eru nú að gróa upp. Þar á eyrunum var Haugsnesbardagi háður 1246. Kirkja eða bænhús var í Djúpadal fyrr á öldum en lagðist af snemma á 18. öld.

Mera-Eiríkur Bjarnason, sem var bóndi í Djúpadal frá 1733, var frægur fyrir hrossaeign sína og átti í útistöðum við Skúla Magnússon sýslumann á Stóru-Ökrum, sem reyndi að sanna á hann tíundarsvik en tókst ekki. Frá Mera-Eiríki er Djúpadalsætt og búa afkomendur hans enn í Djúpadal.

Glóðarfeykir

  • Fyrirtæki/stofnun

Glóðafeykir er fjall í austanverðum Skagafirði, í miðjum Blönduhlíðarfjöllum beint á móti Varmahlíð, svipmikið, burstmyndað og klettótt ofan til en þó fremur auðgengt. Glóðafeykir, sem oft er kallaður Feykir eða Feykirinn er 910 m hár.

Djúpir dalir ganga inn í Tröllaskagafjallgarðinn beggja vegna Glóðafeykis, Flugumýrardalur að norðan en Dalsdalur að sunnan. Tveir bæir standa uppi undir fjallsrótum, Flugumýri að norðan og Djúpidalur í mynni Dalsdals. Sagt er að Helga Sigurðardóttir, fylgikona Jóns Arasonar biskups, hafi sumarið 1551 falið sig í tjaldi í Húsgilsdragi á bak við Glóðafeyki fyrir hermönnum sem Danakonungur sendi til Hóla.

Ungmennafélag sem starfaði í Akrahreppi frá því snemma á 20. öld og til 1995 var nefnt eftir fjallinu, Ungmennafélagið Glóðafeykir. Héraðsfréttablaðið Feykir er einnig kennt við fjallið.

Vegahnjúkur / Vegaskarð á Möðrudal

  • Fyrirtæki/stofnun

Hnjúkarnir, sem eru úr móbergi, standa á þráðbeinni gossprungunni og fara mjókkandi til suðurs. Þeir sem sjást á myndinni standa hver á sínu gosopi og verða þannig pýramídalaga, en norðar myndar goshryggurinn samfellu,“ segir Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi ráðherra. Hann er gjörkunnugur þessum slóðum og hefur skrifað mikið um þær, meðal annars í árbókum Ferðafélags Íslands. Möðrudalur fór úr alfaraleið þegar vegurinn um svonefnda Háreksstaðaleið út eftir Jökuldalsheiði komst í gagnið fyrir um 15 árum. Vel sést þó til keilnanna úr fjarlægð frá þjóðvegi 1.

Baula (934 m)

  • Fyrirtæki/stofnun

Baula er keilumyndað fjall úr granófýr eða ljósgrýti, u.þ.b.50 norður af Borgarnesi og vestan eða ofan Norðurárdals í Borgarfirði. Baula er 934 metra há og myndaðist í troðgosi fyrir rúmlega 3 milljónum ára, þegar súr bergkvika á uppleið tróðst inn í jarðlagastafla skammt undir yfirborðinu. Þegar að bergkvikan svo storknaði myndaðist innskot í staflann, harðara og fastara fyrir en hraunlögin í kring. Jöklar hafa svo unnið á ytra bergi í aldanna rás og eftir stendur Baula.

Fjallið var fyrst klifið svo vitað sé árið 1851 og þótti afrek, en þrátt fyrir að Baula sé bratt fjall og skriðurunnið er uppgangan auðveld að suðvestan eða suðaustan. Vestan og norðan Baulu eru Litla-Baula og Skildingafell og þar á milli Sátudalur. Úr Sátudal rennur Dýrastaðaá í gljúfrum með fjölda fossa og sameinast Norðurá hjá Hóli og Hafþórsstöðum. Fjallið er bratt og skríðurunnin og torfærulaust en seinfarið, en mögulegt að ganga á fjallið að suðaustan eða suðvestan frá Bjarnardal. Hálflaust stórgrýti á leiðinni.

Hrútafjörður

  • HAH00875
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Hrútafjörður er um 36 km langur fjörður, sem liggur suður úr Húnaflóa. Næsti fjörður fyrir norðan hann er Bitrufjörður. Byggðin á vesturströndinni, Strandamegin, kallaðist Bæjarhreppur og var syðsta sveitarfélagið á Ströndum. Skráður íbúafjöldi í hreppnum var um það bil 100 manns, sem hafa atvinnu af landbúnaði, verslun og þjónustu. Dálítið þéttbýli er á Borðeyri. Eftir að sameining Húnaþings vestra og Bæjarhrepps var samþykkt þann 3. desember 2011 voru þessi tvö sveitarfélög sameinuð um áramótin 2011-2012. Sveitarfélagið Húnaþing vestra nær því upp á miðjan Stikuháls, sem aðskilur Hrútafjörð og Bitrufjörð á Ströndum.

Við austanverðan fjörðinn var áður Staðarhreppur, en er nú hluti af Húnaþingi vestra. Þar er Reykjatangi þar sem er Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna og áður var rekinn Héraðsskólinn á Reykjum. Við miðjan Hrútafjörð er Hrútey sem er í eigu Melstaðarkirkju. Í eynni er gjöfult æðarvarp.

Inn Hrútaförð var siglingaleið fraktskipa fyrr á árum og sigldu þau þá inn til Borðeyrar með vistir og varning. Hrútafjörður þótti erfiður til siglinga fyrir stór skip sökum þess hve skerjóttur hann er. Nokkur hætta var því á að flutningaskip tækju niðri á einhverjum köflum í firðinum.

Mörk Stranda og Húnaþings, og þar með einnig mörk Vestfjarða og Norðurlands, liggja frá botni Hrútafjarðar með Hrútafjarðará, síðan vestur yfir miðja Holtavörðuheiði upp á Tröllakirkju. Innsti byggði bærinn var áður Grænumýrartunga en er núna Óspaksstaðir eftir að Grænumýrartunga fór í eyði árið 1967.

Í Landnámabók er sagt að Ingimundur gamli Þorsteinsson hafi gefið firðinum nafn þegar hann kom þar við í leit sinni að landi til að nema og fann tvo hrúta. Bálki Blængsson er hins vegar sagður hafa numið land í Hrútafirði og búið á Bálkastöðum og síðan í Bæ. Hann á að hafa verið son Sóta af Sótanesi og barist í Hafursfjarðarorustu gegn Haraldi konungi. Í landnámi Bálka byggðu síðan landnámsmennirnir Arndís auðga Steinólfsdóttir, Grenjuður og Þröstur Hermundarsynir, Eysteinn meinfretur Álfsson og Þóroddur.

Vigeland, Gustav (1869-1943) myndhöggvari

  • Einstaklingur
  • 11.4.1869 - 12.3.1943

Gustav Vigeland [Adolf Gustav Thorsen] (11. apríl, 1869 – 12. mars, 1943) var norskur myndhöggvari. Hann var talinn einn fremsti myndhöggvari Norðmanna í upphafi 20. aldar og eftir hann liggja fjölmörg verk. Þekktastur er Vigeland-garðurinn í Osló þar sem mörg verka hans standa, meðal annars risavaxinn gosbrunnur sem hann vann að um margra ára skeið.

Árið 1947 gáfu Norðmenn Íslendingum styttu af Snorra Sturlusyni sem Vigeland hafði gert árið 1914 og stendur í Reykholti.

Tokagjel Norheimsund í Hörðalandi

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907-

Tokagjelet er en veiparsell i Kvam. Veien gjennom Tokagjelet ble stukket ut rundt 1890, påbegynt i 1903 og åpnet i 1907. Store partier er bygget med håndkraft mens arbeiderne hang i tau i den glatte fjellsiden. Dette ble gjort fordi veien mangler naturlig fundament.

Ny vei med fire tunneler ble bygget mellom 1953 til 1956. Dette er tunnelene Snauhaugen på 349 meter, Hansagjel på 697 meter, Tokagjel på 408 meter og Fossagjel på 365 meter.

Det som er igjen av den gamle veien utenfor tunnelene ble i 2002 foreslått vernet i Nasjonal verneplan for veger, bruer og vegrelaterte kulturminner[1] og vedlikeholdt som gang- og sykkelvei.

Den 21. desember 2009 fredet Riksantikvaren Tokagjelet sammen med 39 andre veier omtalt i Nasjonal verneplan for veger, bruer og vegrelaterte kulturminner.

Stavanger / Stafangur Noregi

  • Fyrirtæki/stofnun

Stafangur (norska: Stavanger) er borg í Rogaland-fylki í Noregi. Íbúar sveitarfélagsins voru 131.371 árið 30. júní 2014 en alls 180.000 innan hinna eiginlegu borgarmarka, en borgin nær einnig yfir Sola, Randaberg og Sandnes.

Nágrannasveitarfélög eru Randaberg og Rennesøy í norðri, Sandnes í suðri og Sola í vestri.

Stafangur (norska: Stavanger) er borg í Rogaland-fylki í Noregi. Íbúar sveitarfélagsins voru 131.371 árið 30. júní 2014 en alls 180.000 innan hinna eiginlegu borgarmarka, en borgin nær einnig yfir Sola, Randaberg og Sandnes.

Nágrannasveitarfélög eru Randaberg og Rennesøy í norðri, Sandnes í suðri og Sola í vestri.
'Angur' merkir hér fjörður eða vík. 'Staf' er einfaldlega leitt af stafur og vísar líklega til að fjörðurinn er að mestu bugðulaus.

Stafangur stendur á meginlandi Noregs en til borgarinnar heyra einnig eyjarnar í kring. Flatarmál sveitarfélagsins alls er 67,67 km² og er hæsti punkturinn Jåttånuten, 139 m yfir sjávarmáli.
Um þessar mundir er Stafangur „olíuhöfuðborg“ Noregs, því olíufyrirtækið Statoil hefur höfuðstöðvar sínar þar í bæ. Þar er líka stórt olíusafn og öll umferð út á olíuborpallana í Norðursjó fer um Sola flugvöll fyrir utan Stafangur.

Odda Hörðalandi Noregi

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1.7.1913 -

Odda (help·info) was a municipality in Hordaland county, Norway. The municipality was located in southeastern Hordaland county, surrounding the southern end of the Sørfjorden. The administrative centre is the town of Odda, which is also the main commercial and economic centre of the entire Hardanger region. Other villages in the municipality include Botnen, Eitrheim, Håra, Røldal, Seljestad, Skare, and Tyssedal.

The 1,616-square-kilometre (624 sq mi) municipality is the 42nd largest by area out of the 422 municipalities in Norway. Odda is the 150th most populous municipality in Norway with a population of 7,025. The municipality's population density is 4.8 inhabitants per square kilometre (12/sq mi) and its population has decreased by 1.8% over the last decade

The new municipality of Odda was established on 1 July 1913 when the southern district of Ullensvang was separated out to form its own municipality. Initially, Odda had 3,077 residents. During the 1960s, there were many municipal mergers across Norway due to the work of the Schei Committee. On 1 January 1964, the neighboring municipality of Røldal (population: 676) was merged into Odda, bringing the total population of the new municipality to 10,163 residents.[4]

On 1 January 2020, the three neighboring municipalities of Jondal, Odda, and Ullensvang are going to be merged. The new municipality will be called Ullensvang and its administrative centre will be the town of Odda.[5]

Name[edit]

The municipality (originally the parish) is named after the old "Odda" farm (Old Norse: Oddi), since the first Odda Church was built there. The name is identical with the word oddi which means "headland".[6]

Coat-of-arms[edit]

The coat-of-arms is from modern times; they were granted on 8 October 1982. The arms show a canting of an arrowhead (Norwegian language: pilodd). The name of the municipality, however, is not derived from the word for arrowhead.[7]

Churches[edit]

The Church of Norway has four parishes (sokn) within the municipality of Odda. It is part of the Hardanger og Voss deanery in the Diocese of Bjørgvin.

Hólabyrða (1.244 m.y.s.)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Náttúra Hólastaðar er tilkomumikil. Hólar eru líka sögustaður. Á miðöldum var þar fjölmennt þorp, skóli, prentsmiðja og eins konar miðstöð kirkju og veraldlegra málefna. Hér spígsporuðu ýmsar þekktar persónur Íslandssögunnar sem þið getið eflaust margar nafngreint…. Enn er mikið um að vera á Hólum. Þar er til dæmis háskóli!

Byggðin er falleg og stílhrein. Kirkjan stillir sér fremst, turninn upphefur hana og svo er reisulegt skólahúsið að baki. Að baki þorpsins rís fjallið Hólabyrða í öllu sínu veldi. Þess má geta að fjallið er hæsta fjall við byggð á Íslandi! En Hólabyrða er ekki eina fjallið. Dalurinn er umkringdur fallegum fjöllum sem halda utan um Hóla ef svo má segja.

Gvendarskál er sylla í Hólabyrðu sem nefnd er eftir Guðmundi biskupi góða. Þaðan féll stór skriða og myndaði hólana sem þorpið stendur á. Á láglendinu var votlent (fyrir tíma framræslu) en á hólunum sem stóðu uppúr votlendinu var tilvalið að setja niður hús. Víða sjást lækjarsprænur renna í átt til Hjaltadalsár og í fjöllunum eru gil.

Skínandi í Vatnsdalsá

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Í Vatnsdalsá eru margir fossar, hver öðrum fallegri. Sá efsti þeirra, Skínandi, er í um 400 m hæð yfir sjó.

Ófeigur frá Ófeigsfirði / hákarlaskip (1875)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1875 -

Þar má berja augum einn af lykilgripum safnsins, hákarlaskipið Ófeig frá Ófeigsfirði á Ströndum. Hann var byggður árið 1875 Farið er yfir sögu skipsins, sem er eina skip sinnar tegundar sem varðveist hefur á Íslandi, sýndir eru gripir sem allir tengjast hákarlaveiðum á einhvern hátt, sagt er frá menningunni sem skapaðist í kring um veiðarnar og fleira.

Ófeigur var smíðaður í Ófeigsfirði árið 1875 og var notaður til hákarlaveiða hvern vetur til 1915. Hann var meðal síðustu opinna skipa, sem var gert út frá Ströndum. Síðasta hákarlalegan þaðan í opnu skip var árið 1916.

Vatnsnesfjall á Vatnsnesi

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Þar er lítið láglendi nema á vesturhlutanum.

Hálendi Vatnsness nefnist einu nafni Vatnsnesfjall, en það er nokkuð skorið dölum og eru þeirra stærstir Katadalur og Þorgrímsstaðadalur.

Hæsti hnjúkur Vatnsnesfjalls er Þrælsfell, 895 m y.s. Þaðan er víðsýnt til allra átta, en sjá má í sjö sýslur í góðu skyggni. Hringvegur um Vatnsnes er 90 km langur. Meðal áhugaverðra eða sögufrægra staða við Vatnsneshringinn má til dæmis nefna Hamarsrétt, Illugastaði, Tjörn, Hvítserk og Borgarvirki. Á Vatnsnesi er mikið um sel og gott aðgengi fyrir ferðamenn að skoða seli í Hindisvík og að Ósum.

Í selatalningu í lok ágúst 2007 við Vatnsnes sáust 727 selir. Kauptúnið Hvammstangi stendur á vesturströnd Vatnsness.

Bakásar

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Hlíðin vestan að Blöndu með nokkrum bæjum handan blöndu er svo Langidalur.
Austasti dalur Húnavatnssýslu er Svartárdalur, þá Blöndudalur, Sléttárdalur og Svínadalur. Út af þeim og niður með Blöndu kallast Bakásar en vestur þaðan liggja Ásarnir með kaupstaðinn við Blönduós.
Þorgils gjallandi er talinn landnámsmaður Bakása, Hálsa eða Ása ofanverða og ef til vill svæðið milli Sléttár og Blöndu upp að Gilsá.

Árni Erlendsson (1833) bóndi Flögu

  • Einstaklingur
  • 31.5.1833 -

Léttadrengur í Steinnesi, Þingeyrasókn, Hún. 1845. Vinnumaður í Steinnesi, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Bóndi á Hólabaki, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsbóndi á Flögu, Undirfellssókn, Hún. 1880 og 1890.

Þorvaldur Guðmundsson (1828) vm Flögu

  • Einstaklingur
  • 11.4.1828 -

Var í Hlíð, Úlfljótsvatnssókn, Árn. 1835. Vinnumaður á Flögu, Undirfellssókn, Hún. 1880 og 1890. Ókv.

Niðurstöður 901 to 1000 of 10346