Showing 10353 results

Authority record

Axel Friðriksson (1901-1981)

  • HAH02527
  • Person
  • 20,5,1901 - 18.12.1981

Axel Friðriksson 20. maí 1901 - 18. desember 1981 Verslunarmaður í Reykjavík 1945 einn af stofnendum Járn og Gler 1942. Síðast bús. í Reykjavík.

Axel Alfreð Meinholt (1885-1972)

  • HAH02525
  • Person
  • 24.5.1885 - 5.3.1972

Axel Alfreð Valdemar Meinholt 24. maí 1885 - 5. mars 1972 Húsbóndi í Reykjavík 1910. Húsgagnasmiður og verslunarmaður á Laugavegi 5, Reykjavík 1930, fæddur í Kaupmannahöfn.

Axel Arnór Einar Bjarnason (1911-1981)

  • HAH02526
  • Person
  • 12.10.1911 - 12.12.1981

Axel Arnór Einar Bjarnason 12. október 1911 - 12. desember 1981 Daglaunamaður á Stýrimannastíg 5, Reykjavík 1930. Bílstjóri í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Uppeldisfor: Bjarni Bjarnason 28. nóvember 1867 - 10. nóvember 1956 Málarameistari í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Húsamálari á Stýrimannastíg 5, Reykjavík 1930 og kona hans Guðlaug Hannesdóttir 27. nóvember 1883 - 23. október 1970 Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Stýrimannastíg 5, Reykjavík 1930.

Axel Guðmundsson (1895-1973) Valdarási

  • HAH02532
  • Person
  • 24.9.1895 - 18.1.1973

Axel Jóhannes Guðmundsson 24. september 1895 - 18. janúar 1973 Tökubarn á Barkarstöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1901. Bóndi á Valdarási, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var á Syðri-Valdarás, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.

Axel Hallgrímsson (1957)

  • HAH02529
  • Person
  • 29.6.1957 -

Axel Jóhann Hallgrímsson 29. júní 1957 Var í Skála, Höfðahr., A-Hún. 1957.

Axel Johnson Gillies (1883-1965) Winnipeg

  • HAH02531
  • Person
  • 11.1.1883 - 2.5.1965

Axel Valdimar Karl Jónsson / Axel Valdimar Karl Gillies [Charles Alexander Walter Gillies] f. 11.1.1883 - 2.5.1965, Fór til Vesturheims 1883 frá Blönduósi, Torfalækjarhreppi, Hún.

Axel Jónsson (1889-1927)

  • HAH02533
  • Person
  • 3.8.1889 - 8.10.1927

Axel Jónsson 3. ágúst 1889 - 8. október 1927 Bóndi og kennari á Syðribakka og Ási í Kelduhverfi.

Axel Valdimar Tulinius (1865-1937)

  • HAH02536
  • Person
  • 6.6.1865 - 8.12.1937

Axel Valdemar Tulinius 6. júní 1865 - 8. desember 1937 Framkvæmdastjóri á Laufásvegi 22, Reykjavík 1930.

Bændaskólinn að Hvanneyri

  • HAH00989
  • Corporate body
  • 1889 -

Hvanneyri er þéttbýlis- skóla- og kirkjustaður í Andakíl í Borgarbyggð. Á staðnum var lengi stórbýli og taldist jörðin 60 hundruð. Þar hefur Bændaskólinn á Hvanneyri verið starfræktur frá 1889, þegar stofnaður var búnaðarskóli fyrir suðuramtið. Hvanneyrarhverfið samanstóð af höfuðbólinu Hvanneyri og þegar búnaðarskólinn var stofnaður voru jarðir og hjáleigur lagðar undir skólann.
Voru þetta Svíri, Ásgarður, Tungutún, Bárustaðir, Staðarhóll, Kista og Hamrakot. Árið 1907 urðu breytingar á starfi skólans, námið varð fjölþættara og bóknám aukið og hét hann eftir það Bændaskólinn á Hvanneyri. Framhaldsnám í búvísindum hófst þar svo 1947 og myndaðist þar þéttbýli í kjölfarið. Bútæknideild Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins hefur haft þar aðsetur og aðstöðu síðan 1965 og í dag er á staðnum Landbúnaðarháskóli Íslands og er aðal lífæð staðarins. Á Hvanneyri áttu 307 lögheimili þann 1. janúar 2019.

Bænhús Gunnsteinsstöðum

  • HAH00365
  • Corporate body
  • (1750)

Bænhús hefur verið á Gunnsteinsstöðum, og sér enn glögg merki fyrir kirkjugarðinum, en ekki vita menn, sem ég hef til náð, upp á víst, hvenær það hefur aflagst, eða hvaðmargir bæir hafa átt þangað sókn.
Bænhúsið, sagt elsta hús landsins 1929.
Á Gunnsteinsstöðum var kirkja helguð með Guði hinum heilaga Ólafi konungi. — 1471 var prestur þar. Þar var kirkja fram á 18. öld. — Við úttekt á Gunnsteinsstöðum 2. júní 1733, er kirkjan talin fyrst húsa, en orðin hrörleg.

Bænhúsið á Núpsstað

  • HAH00187
  • Corporate body
  • 1765 -

Núpsstaður er austasti bærinn í Skaftárhreppi og stendur vestan við Lómagnúp. Á Núpsstað standa einkar merkileg gömul bæjarhús sem talin eru dæmigerð fyrir bæi á Íslandi á síðustu öldum. Þeirra merkast er bænhúsið sem er ein af örfáum torfkirkjum sem enn eru til á landinu. Talið er að bænhúsið sé að stofninum til úr kirkju sem var byggð um 1650 en kirkja var aflögð á Núpsstað 1765. Árið 1930 var bænhúsið friðlýst fyrst húsa á landinu og 1961 var það endurvígt.

Bænhúsið á Núpsstað er torfhús, talið reist um miðja 19. öld, eftir umfangsmiklar breytingar á eldra húsi. Þilverk hússins er eignað Nikulási Jónssyni trésmið (1831-1920) og er líklegt að húsið sé nokkru minna en það sem áður stóð þar. Bænhúsið er 5,2 metrar á lengd og 2,2-2,5 metrar á breidd, breiðast við kórstafninn. Langveggir eru allt að 2,5 metrar á þykkt, hlaðnir úr grjóti og torfi. Austurgafl er hlaðinn til hálfs, en hálfþil að ofan með litlum fjögurrarúðu glugga. Á vesturstafni er alþil og yfir hurð er tveggjarúðu gluggi. Þil eru svartbikuð og torfþekja á húsinu. Húsið var notað m.a. sem skemma um tíma, en gekk þó jafnan undir nafninu bænhús.

Fegurð umhverfisins við Núpsstað er vel þekkt. Svæðið nær frá sjó og svörtum söndum og allt til Vatnajökuls. Núpsstaður liggur alveg við þjóðgarðinn í Skaftafelli og hafa eldgos, jöklar og vötn mótað umhverfið auk þess að skapa fjölbreyttar og einstakar jarðmyndanir.
Austurmark jarðarinnar Núpsstaðar er á Skeiðarársandi og nær jörðin allt norður að Vatnajökli. Austan við bæinn gnæfir Lómagnúpur sem m.a. er þekktur úr Brennu-Njáls sögu. Þarna standa uppi íbúðarhús, fjós og önnur útihús.

Fyrsta kirkjan á Núpsstað er talin hafa verið byggð fyrir siðaskipti á Íslandi, eða fyrir 1200. Kirkjan var tileinkuð dýrlingnum Sankti Nikulási en það voru fáir sem tilheyrðu söfnuðinum á þessum tíma. Árið 1765 var hins vegar hætt að nota kirkjuna fyrir söfnuðinn og hún í staðinn notuð sem einka kapella. Eftir 1783 var byggingin hins vegar notuð sem skemma. Árið 1930 tók Þjóðminjasafnið húsið í sína vörslu og á árunum 1958-1960 var það tekið í gegn og gert upp. Þess má til gamans geta að bærinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldu, mann fram af manni, síðan 1730. Bæjarstæðið er einstaklega vel varðveitt menningarlandslag og er einstök heimild um hvernig búskapi var háttað og hvernig svæðið var nýtt fyrr á dögum. Nú hefur Þjóðminjasafninu verið falin varðveisla bæjarhúsanna á staðnum.

Í landi Núpsstaðar eru einnig Núpsstaðarskógar. Þetta er sérlega fagurt kjarrlendi sem vex í hlíðum Eystrafjalls, vestan Skeiðarárjökuls og sunnan Grænalóns. Þarna vex fjölbreyttur gróður og gaman er að ganga um svæðið. Að skógunum liggur ógreiðfær slóði inn með Lómagnúpi austanverðum og yfir Núpsvötn. Núpsstaður er á náttúruminjaskrá.

Bakásar

  • Corporate body
  • 874 -

Hlíðin vestan að Blöndu með nokkrum bæjum handan blöndu er svo Langidalur.
Austasti dalur Húnavatnssýslu er Svartárdalur, þá Blöndudalur, Sléttárdalur og Svínadalur. Út af þeim og niður með Blöndu kallast Bakásar en vestur þaðan liggja Ásarnir með kaupstaðinn við Blönduós.
Þorgils gjallandi er talinn landnámsmaður Bakása, Hálsa eða Ása ofanverða og ef til vill svæðið milli Sléttár og Blöndu upp að Gilsá.

Bakkabrúnir í Víðidal

  • Corporate body

Víðiblöð hafa varðveist þokkalega í íslenskum jarðlögum og hafa þau fundist á þremur stöðum í setlögum frá fyrri hluta ísaldar. Elstu leifarnar eru frá Bakkabrúnum í Víðidal (1,7 milljón ára).

Bakkakot á Refasveit

  • HAH00201
  • Corporate body
  • 1947 -

Bærinn stendur á brún langrar og allbrattrar brekku sem nær að kalla um þvert land jarðarinnar. Bakkakot mun vera byggt úr landi Blöndubakka og hafa býlin enn óskipta beit og er hlutur Bakkakots 1/3. 1947 var Svangrund lögð undir býlið. Norðan við Bakkakot niður við sjó er vík sem nefnist Selvík, skjólrík og tilvalin til garðræktar. Íbúðarhús byggt 1959, 265 m3, fjárhús fyrir 130 fjár, hesthús fyrir 5 hross og hlöður 1350 m3. Tún 40,1 ha. Veiðiréttur í Hómavatni.

Ábúendur;

Guðmann Valdimarsson 2. apríl 1906 - 5. júní 1988. Bóndi í Bakkakoti, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Bakkakoti, Engihlíðarhr., A-Hún. Kona hans; Laufey Sigurrós Jónsdóttir 25. apríl 1911 - 23. júlí 1981. Lausakona í Flögu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Bakkakoti, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Engihlíðarhreppi.

1969- Valdimar Jón Guðmannsson 29. apríl 1952. Var í Bakkakoti, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Kona hans; Ólöf Stefana Pálmadóttir 24. feb. 1956. Var í Holti,Torfalækjahr., A-Hún. 1957.

Aðalbjörg Valdimarsdóttir (1973) dóttir þeirra.

Bakkakot í Víðidal

  • HAH00864
  • Corporate body
  • (1600)

Í jarðatali frá 1847 er Bakkakot sagt hjáleiga frá Víðitalstungu og er jarðardýrleiki metinn með heimajörðinni ásamt þremur öðrum hjáleigum á 60 hundruð. Í nýrri jarðabók 1861 er
Víðidalstunga sögð 40 hundruð með hjáleigum að fornu en með nýju mati færð í 104,2 hundruð og þar af er Bakkakot metið 7,34 hundruð.

Bakki á Skaga

  • HAH00060
  • Corporate body
  • (1880)

Bærinn stendur örskammt frá sjó, en út og suður og í landátt er allt umvafið grasi og gott til ræktunar: Íbúðarhús steypt 1967 297 m3, fjárhús yfir 400 fjár, 2 hlöður, fjós járnklætt byggt 1972 yfir 15 gripi.

Bakki í Vatnsdal

  • HAH00037
  • Corporate body
  • (950)

Gamalt býli, en var í eyði frá 1908-1953 að núverandi eigendur reistu þar nýbýli. Meðan jörðin var í eyði lá hún undir Eyjólfsstaði og var nytjuð þaðan. Nú hafa risið þar miklar byggingar yfir fólk og fénað og ræktun mikil. Bærinn stendur á sléttlendi skammt frá fjallsrótum, en var áður á hólbarði niður við Vatnsdalá, þar sem nú eru fjárhúsin. Ræktunarland er gott og talsvert þurrt sléttlendi með og í nánd bið Vatnsdalsá. Íbúðarhús byggt 1954, 437 m3. Fjós fyrir 28 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hlöður 994 m3. Véla og verkfæraeymsla 310 m3. Tún 33,2 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Bakki í Víðidal

  • HAH00863
  • Corporate body
  • 1385 -

Jörðin kemur fyrst fyrir í jarðakaupabréfi frá 1385 þar nefnd Litlibakki. Í jarðabók frá 1706 segir að býlið hafi verið „Byggt úr gamalli auðn fyrir meir en 30 árum, á fornum bólstað, en
áður hafði hér sel verið frá Víðidalstungu.

“ Þar segir einnig að munnmæli geti þar um kirkju. Jörðin er komin í eigu Víðitalstungukirkju árið 1394, og er í máldaga nefnd Bakkahlíð og tók kirkjubóndi af henni lýsis-, heytolla og tíund eins og öðrum kirkjujörðum.

Í jarðatali frá 1847 er Bakkakot sagt hjáleiga frá Víðitalstungu og er jarðardýrleiki metinn með heimajörðinni ásamt þremur öðrum hjáleigum á 60 hundruð. Í nýrri jarðabók 1861 er
Víðidalstunga sögð 40 hundruð með hjáleigum að fornu en með nýju mati færð í 104,2 hundruð og þar af er Bakkakot metið 7,34 hundruð.

Balaskarð á Laxárdal fremri

  • HAH00369
  • Corporate body
  • 30.4.1890 -

Bærinn stendur niður undan samnefndu skarði sunnan Tunguhnjúks og norðan Laxárdalsfjalla. Jörðin er landmikil og eru sumarhagar þar með ágætum. Gott til ræktunar. Snjóþungt á vetrum og gjafasamt. Íbúðarhús byggt 1944 og 316 m3. Fjós yfir 8 kýr, fjárhús yfir 200 fjár. Hlöður 643 m3. Tún 15 ha.

Landamerki Balaskarðs.

Undirritaður eigandi og ábúandi jarðarinnar Balaskarðs í Vindhælishreppi lýsi hjermeð yfir því, að merki hennar gagnvart aðliggjandi jörðum eru þessi: Vesturtakmörk jarðarinnar er Laxá, allt þar til er Balaskarðsá rennur í hana, þá ræður Balaskarðsá merkjum að sunnan frá ósi, allt upp á Þröskuld, og úr austanverðum Þröskuldi ráða brúnir til norðurs, þá liggja merki til vesturs á milli Svínahnjúks að sunnan og Sauðahnjúks að norðan í Moldgil hið eystra, og úr gili því liggja merkin norðast yfir frá á Urðunum, sem liggur til norðurs, í rúst, sem er norðantil á flánni, og úr þeirri rúst í Moldgil hið vestara og yfir Tunguhnjúk í Stóruskál, og þaðan sem, skriða ræður úr henni, í Þorleifssýki þar sem það fellur í Laxá, þá ræður Laxá merkjum fram, sem fyr segir.

Balaskarði, 30. apríl 1890.
Gísli Bjarnason eigandi jarðarinnar (nafn handsalað)
J. Benediktsson búandi á Mánaskál
Sveinn Magnússon búandi á Mánaskál
Klemens Sigurðsson búandi á Skrapatungu.
Ingvar Þorsteinsson eigandi Kirkjubæjar.

Lesið upp á manntalsþingi að Viðvík, hinn 22. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 167, fol. 87.

Baldheiði á Kili

  • HAH00997a
  • Corporate body
  • 874 -

Baldheiði á Kili. Innri-Fróðárdalur opnast bak við Rauðafell, og myndast austurbrún hans að eins af hallanum niður af Baldheiði, en vesturbrúnin er brött og há; og er þar Dólerít hraun, hið sama sem myndar vesturbrún neðra dalsins; hraun þetta hefir runnið niður undan jökli, líklega úr stórri Dólerít bungu, sem jökullinn liggur útá; hraunið hefir líklega runnið eptir ísöldina, en er þó afar gamalt; það hefir fyllt krókinn milli bungu þessarar og Hrútafells að miklu leyti; hraunið er að ofan sprungið plötuhraun. Hraun þetta er kallað Leggjabrjótur; innan við það, uppi undir jökli, er sandur, sem heitir Hrútasandur, en fyrir neðan það í djúpri hvilft er dálítið stöðuvatn undir suðurhorninu á Hrútafelli, og kölluðum við það Hrútavatn; það var auðséð, að töluvert minna vatn var í lautinni en vant var, vegna þurrkanna; þegar rigningar ganga, rennur lækur úr vatninu niður milli Hrútafells og Baldheiðar í Fúlukvísl. Baldheiði og bungan uppi við jökulinn eru líklega báðar gömul eldfjöll; Baldheiði hallast um 4° út á við frá miðju, en efri bungan 5 - 6°. Aðalefnið í Hrútafelli er Móberg, en ofan á því liggur basalt eða Dólerít; sumstaðar innan um móbergið eru ljósleit »túff»-lög með margkvísluðum basaltgöngum. Alls staðar er hér graslaust í kring, nema lítilfjörlegur gróður utan í Hrútafellshlíð upp af Hrútavatni, og í botni Innra Fróðárdals.

Baldur Arason (1954-2017) Hvammstanga

  • HAH02538
  • Person
  • 16.5.1954 - 16.7.2017

Baldur Arason f. 16. maí 1954 - 16. júlí 2017 Var í Lindarbrekku, Hvammstangahr., V-Hún. 1957.
Baldur Arason fæddist á Súluvöllum á Vatnsnesi 16. maí 1954. Baldur ólst upp á Hvammstanga til tíu ára aldurs en flutti þá, ásamt foreldrum og systkinum að Efri-Svertingsstöðum í Miðfirði.
Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. júlí 2017.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 24. júlí 2017, klukkan 13.

Baldur Ármann Þorvaldsson (1946-1977)

  • HAH02539
  • Person
  • 9.12.1946 - 28.4.1977

Baldur Ármann Þorvaldsson 9. desember 1946 - 28. apríl 1977 Var í Bræðraborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Vélvirki á Blönduósi. Baldur ólst upp á Blönduósi hjá foreldrum sínum en vorið 1960 missti hann móður sína. Ævi Baldurs varð ekki löng en töluvert innihaldsrík. Við minnumst ekki sjúkdómsins nú, heldur mannsins sem þroskaðist þrátt fyrir sjúkdómmn. Baldur vissi um nálægð dauðans. Hann vissi að kallið gæti komið á hverri stundu. Þessari vitneskju tók hann skynsamlega. Athafnir hans einkenndust af stefnufestu. Aldrei brá fyrir vonleysi eða uppgjöf.
Hann gekk að hverju verki með áhuga og dugnaði, bjó í haginn fyrir konu sína og börn.
Þá var Baldur mikill hvatamaður að og einn af stofnendum Hjálparsveitar skáta á Blönduósi. Þessu málefni var hann drjúgur liðsmaður. Hann eignaðist marga trausta vini þótt ævin yrði ekki löng. Síðustu árin gekk Baldur ekki heill til skógar. Vorið 1971 fékk hann fyrst aðkenningu heilablæðingar. Hann náði sér að mestu eftir það áfall, en fleiri komu á eftir. Síðustu tvö ár ævinnar dvaldi hann mest á sjúkrahúsum.
Hann andaðist á Landsspítalanum í Reykjavík 28. apríl 1977

Baldur Berndsen Maríusson (1936-2012)

  • HAH02541
  • Person
  • 18.4.1936 - 15.12.2012

Baldur Berndsen Maríusson 18. apríl 1936 - 15. desember 2012 Var í Reykjavík 1945. Viðskiptafræðingur og fékkst við ýmis störf í Reykjavík.

Baldur Daníelsson (1959) Blönduósi

  • HAH02542
  • Person
  • 25.6.1959 -

Baldur Daníelsson 25. júní 1959 útibússtjóri Íslandsbanka á Blönduósi. Skólastjóri að Laugum.

Baldur Kristjánsson (1922-1984) Píanóleikari

  • HAH05146
  • Person
  • 21.10.1922 - 4.3.1984

Baldur Kristjánsson er fæddur í Reykjavík 21. okt. 1922, dáinn - 4. mars 1984. Var á Lokastíg 5, Reykjavík 1930. Píanóleikari. Síðast bús. í Reykjavík.

Baldur Magnússon (1918-1992) Hólabaki

  • HAH01100
  • Person
  • 21.11.1918 - 5.6.1992

Var á Sveinsstöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Hólabaki, var oddviti í Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðar skrifstofumaður í Reykjavík.

Baldur Óskarsson (1940)

  • HAH09546
  • Person
  • 26.12.1940

Fæddur í Vík í Mýrdal 26. desember 1940. Foreldrar: Óskar Jónsson alþingismaður og kona hans Katrín Ingibergsdóttir húsmóðir.
Starfaði hjá ASÍ við Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA)

Baldur Pálmason (1919-2010)

  • HAH01101
  • Person
  • 17.12.1919 - 11.9.2010

Kristófer Baldur Pálmason fæddist í Köldukinn á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu hinn 17. desember árið 1919. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík, 11. september síðastliðin.
Útför Baldurs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, föstudaginn 17. september, kl. 15.

Baldur Pétursson (1915-1987) Hjalteyri

  • HAH08758
  • Person
  • 16.7.1915 - 7.5.1987

Baldur fæddist á Akureyri 16.7.1915 - 7.5.1987. Var á Akureyri 1930. Systursonur Reimars Leonharðs Þórðarsonar. Verkstjóri á Hjalteyri við Eyjafjörð, síðast bús. í Reykjavík. F. 16. júní 1915 skv. kb.
Foreldrar hans voru þau Valrós Baldvinsdóttir og Pétur Jónasson framkvæmdastjóri á Hjalteyri. Valrós var Þingeyingur í báðar ættir, dóttir Jóhönnu Finnbogadóttur, sem síðar bjó á Akureyri, og Baldvins Bergvinssonar Bárðdals kennara. Pétur var sonur Þuríðar Pétursdóttur frá Oddsstöðum á Sléttu, sonardóttur Jakobs Péturssonar umboðsmanns á Breiðamýri, og Jónasar Jónssonar sem var ættaður úr Skagafirði, sonarsonur Eiríks Eiríkssonar á Ábæ í Austurdal. Þau Þuríður og Jónas bjuggu á Halldórsstöðum í Reykjadal.

Foreldrar Baldurs fluttust til Hjalteyrar árið 1918 og gerðist Pétur Jónasson framkvæmdastjóri hjá Kveldúlfi hf. sem hafði þá mikil umsvif á staðnum. Pétur var annálaður fyrir dugnað og sína frábæru verkstjórn. Þarna ólst Baldur upp á sjávarbakkanum, ásamt fjórum systkinum sínum í litlu húsi semkallað var Péturshús. Þetta hús stendur enn og er í eigu systkinanna.
Hann lézt á Borgarspítalanum í Reykjavík 7. maí 1987, fór bálför hans fram í kyrrþey að eigin ósk 15. maí. Hann hafði þá átt við vanheilsu að stríða í mörg ár.

Baldur Sigurðsson (1929-1991)

  • HAH01102
  • Person
  • 17.3.1929 - 29.8.1991

Var í Brekkukoti, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Hreppshúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Baldur Sveinsson (1902-1967) Bankafulltrúi í Reykjavík

  • HAH02547
  • Person
  • 18.10.1902 - 2.11.1967

Baldur Sveinsson 18. október 1902 - 2. nóvember 1967 Bankaritari á Skólavörðustíg 21, Reykjavík 1930. Bankafulltrúi í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Baldur Þórarinsson (1921-1988) Sæbóli Blönduósi

  • HAH01103
  • Person
  • 3.10.1921 - 14.9.1988

Vorið 1957 flutti Baldur ásamt konu sinni og börnum að Sæbóli á Blönduósi og áttu þau þar heimili sitt æ síðan. Bókin hefur vafalaust skipað góðan sess á æskuheimili hans enda var faðir hans kunnur hagyrðingur. Baldur átti í raun fágætt safn skákbókmennta og kunni hann góð skil á þeim fræðum. Þetta safn væri verðugt að varðveita þannig að það sundraðist ekki.
Þann 14. september komu félagar úr Taflfélagi Blönduóss saman til skákæfinga á Hótel Blönduós. Meðal þeirra var Baldur Þórarinsson. Eftir að hafa unnið fjórar fyrstu skákirnar stóð hann upp frá borðinu og gekk út úr salnum en féll síðan og var þegar allur. Skyndilega og fyrir aldur fram var hann horfinn yfir móðuna miklu.
Útför Baldurs Þórarinssonar fór fram frá Blönduósskirkju 1. október en jarðsett var á Höskuldsstöðum.

Á Blönduósi stundaði Baldur verkamannavinnu, og var lengi hjá samvinnufélögunum við ullarmat og fleira. Þá fór hann einnig til vinnu í öðrum landshlutum, m.a. hvað eftir annað á vertíð í Vestmannaeyjum.
Hann fórnaði skáklistinni mörgum af sínum frístundum, var góður félagi og öflugur liðsmaður Taflfélags Blönduóss, enda um áratuga skeið í hópi sterkustu skákmanna héraðsins. Hann var baráttuglaður við skákborðið en ekki síður traustur og drengilegur, hvort sem var í leik eða keppni.

Baldur Þórður Steingrímsson (1907-1968)

  • HAH02549
  • Person
  • 3.8.1907 - 20.7.1968

Baldur Þórður Steingrímsson 3. ágúst 1907 - 20. júlí 1968 Nemi á Akureyri 1930. Deildarverkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.

Baldurshagi / Indriðabær Blönduósi

  • HAH00083
  • Corporate body
  • 1910 -

Eign Magnúsar Stefánssonar 1916. Stóð einn sér og austast af bæjarþyrpingu þeirri, sem lá heim til og meðfram Miðsvæði.
Elínborgarbær mt 1920. Jónsbær 1910. Filippusarbær 1916. Baldurshagi 1930.

Stóð einn og sér og austast af bæjarþyrpingu þeirri, er var í mýrinni og fyrir enda götu þeirrar sem lá heim til og meðfram Miðsvæði, bæ Valdimars Jóhannssonar. Skátar eignuðust þarna skúr, en þá mun hreppurinn verið búinn að eignast bæinn. Byggður 1910 af Jóni Jónssyni er bjó þar með Teitnýju Jóhannesdóttur.

24.3.1911 veðsetti Jón, Magnúsi kaupmanni bæinn og hefur Magnús líklega eignast hann við fráfall Jóns.

Baldursheimur Blönduósi

  • HAH00061
  • Corporate body
  • 1918 - 1978

Byggt 1918 af Sigurbirni Jónssyni. Í fasteignamati 1918 segir; Íbúðarhús, nýbyggt 12 x 6 álnir, torfveggir og torfhliðarveggur, en tvöfaldur þilstafn og hlið. Torfþak, sperrureist, alþiljað á 5 álnum, með skilrúmsþili. Útihús, fjárhús yfir 30 fjár. Lóðarstærð ótiltekin.
Sigurður Kár Sigurðsson bjó í Baldursheimi samtímis Sigurbirni.

Halldór Snæhólm keypti Baldursheim 1925 er fyrri íbúar fluttu burt. Halldór sem hafði verið bóndi á eignarjörð sinni Sneis, ætlaði sér að lifa á skipavinnu og þeim störfum sem tilféllu við samvinnufélögin, gafst fljótt upp á fyrirætlan sinni. Vinnan var ekki næg til að framfleyta fjölskyldu. Hann flutti því til Akureyrar og fjölskyldan á eftir honum.
1927-1929 bjó Steingrímur Pálsson í Baldursheimi, en hann hafði áður verið á Oddeyri.
Hannes Sveinbjörnsson flytur næstur í Baldursheim 1929 og kaupir hann. Hannes bjó þar til dauðadags 1942. Hann hafði áður búið á Hafursstöðum ov.
Páll Hjaltalín Jónsson kaupir Baldursheim 1943 og býr þar til dauðadags 1944. Afsalinu er þó ekki þinglýst fyrr en að Páli látnum 23.5.1944. Ingibjörg Þorleifsdóttir ekkja hans bjó í húsinu til hárrar elli, en hún var þó kominn á Héraðshælið áður en hún dó 1980. Hún var síðasti íbúi í Baldursheimi.

Baldvin & Blöndal Winnipeg 207, 6th Avenue, ljósmyndastofa

  • HAH09379
  • Corporate body
  • 1891-1894

Margar myndir Jóns Blöndals ljósmyndara frá 1891 eru merktar „Best & Co.“ Eftir að hafa keypt Best & Co. vinnustofuna í McWilliam Street W. 1 árið 1891 notaði Jón hins vegar nafnið Baldwin & Blondal. Frá 1891 til 1894 var heimilisfang vinnustofunnar 207 - 6th Ave. N., en seint á árinu 1894 breyttist þetta í 207 Pacific Ave.
Baldwin & Blöndal vinnustofan varð síðan Bell Studio árið 1901.
Með þessum upplýsingum er hægt að skipta ljósmyndum Jóns Blöndals í fyrir 1891, 1891 – 1894 og 1894 – 1900. Annað mál er að ákveða staðsetningu. Jón Blöndal ferðaðist mikið og því voru margar ljósmyndir með Winnipeg heimilisfangi hans teknar á staðnum í hinum ýmsu byggðum Íslendinga.

Baldvin Eggertsson (1857-1942) Helguhvammi á Vatnsnesi

  • HAH02550
  • Person
  • 6.12.1857 - 3.10.1942

Baldvin Eggertsson 6. desember 1857 - 3. október 1942 Barnakennari á Valdarási, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Heimili: Helguhvammur. Bóndi og fræðimaður í Helguhvammi á Vatnsnesi.

Baldvin Kristjánsson (1944)

  • HAH02552
  • Person
  • 22.4.1944 -

Baldvin Ingimarsson Kristjánsson 22. apríl 1944. Fósturforeldrar um tíma: Guðbrandur Jón Frímannsson 26. maí 1922 - 20. mars 2000 og Hallfríður Eybjörg Rútsdóttir 8. nóvember 1927 - 30. nóvember 2015

Baldwin & Blöndal 207 Pacific Ave Winnipeg Manitoba

  • HAH09379
  • Corporate body
  • 1891-1894

Margar myndir Jóns Blöndals ljósmyndara frá 1891 eru merktar „Best & Co.“ Eftir að hafa keypt Best & Co. vinnustofuna í McWilliam Street W. 1 árið 1891 notaði Jón hins vegar nafnið Baldwin & Blondal. Frá 1891 til 1894 var heimilisfang vinnustofunnar 207 - 6th Ave. N., en seint á árinu 1894 breyttist þetta í 207 Pacific Ave.
Baldwin & Blöndal vinnustofan varð síðan Bell Studio árið 1901.
Með þessum upplýsingum er hægt að skipta ljósmyndum Jóns Blöndals í fyrir 1891, 1891 – 1894 og 1894 – 1900. Annað mál er að ákveða staðsetningu. Jón Blöndal ferðaðist mikið og því voru margar ljósmyndir með Winnipeg heimilisfangi hans teknar á staðnum í hinum ýmsu byggðum Íslendinga.

Bali Blönduósi

  • HAH00084
  • Corporate body
  • 1901 -

Bali 1901. Siggubær. Sigurðarhús 1920. Hafsteinshús 1933. Viðbygging 1931.
Byggður 1901 af Þorláki Helgasyni. 20.4.1906 fær hann samning um 370 ferfaðma lóð (1312 m2) og ræktunarlóð, sem er þegar byggður bær á. Lóðin er að nokkru afmörkuð með skurðum 36,4 m á norðurhlið, 43,3 m suðurhlið, vesturhlið 25,1 m og austurhlið 46,45 m.

Bálkastaðir í Miðfirði

  • HAH00811
  • Corporate body
  • um900

Ysti bær við Hrútafjörð austanverðan. Stendur við allgóða lendingarvík. Var löngum einhvern feng úr sjó að sækja, svo sem sel, hrognkelsi og fisk meðan hann gekk í fjörðinn. Vitað er um þrjár verbúðir í landi Bálkastaða. Allt er landið grasi gróið, gott beitarland og skjólsamt. landstærð 20 km² , bændaeign frá 1915.

Íbúðarhús byggt úr steini 1970, 700 m³, fjárhús yfir 546 fjá. Hlöður 814 m³. Tún 29 ha.

Bára Hrólfsdóttir (1947-2017) Reykjavík

  • HAH08506
  • Person
  • 28.4.1947 - 16.10.2017

Valbjörg Bára Hrólfsdóttir 28. apríl 1947 - 16. okt. 2017. Reykjavík og Patreksfirði. Kvsk á Blönduósi 1964-1965.

Bára Lárusdóttir (1931-2016) Keflavík

  • HAH07560
  • Person
  • 28.1.1931 - 19.3.2016

Bára Lárusdóttur fæddist á Heiði á Langanesi 28. janúar 1931.
Bára ólst upp á Heiði við almenn sveitastörf, bera vatn úr bæjarlæknum til heimilisins, gæta búfjár o.s.frv. Ung að árum fór Bára til Vestmannaeyja í vist þar sem hún gætti 3 barna, eldaði og sá um heimilisstörf.
Þegar Bára er um 17 ára gömul flyst hún suður með sjó til Keflavíkur þar sem hún bjó alla tíð lengst af á Hringbraut 59. Bára vann við fiskvinnslu, sá um matargerð t.d. á Mánabar og svo í kringum 1971-72 hóf hún að vinna í eldhúsinu á Sjúkrahúsi Keflavíkur allt þar til hún hætti að vinnu.
Hún fékkst við ýmis störf í Keflavík, starfaði lengst af við matseld.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 19. mars 2016.
Útför Báru fór fram frá Keflavíkurkirkju 29. mars 2016, klukkan 13.

Bára Sævaldsdóttir (1915-2007) Sigluvík, Suður-Þingeyjarsýslu

  • HAH08759
  • Person
  • 7.4.1915 - 5.8.2007

Bára Sævaldsdóttir fæddist í Sigluvík á Svalbarðsströnd 7. apríl 1915.
Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 5. ágúst 2007. Útför Báru var gerð frá Svalbarðskirkju 15.8.2007 og hófst athöfnin klukkan 11.

Bára Svavarsdóttir (1936)

  • HAH02557
  • Person
  • 9.9.1936 -

Bára Þóranna Svavarsdóttir 9. september 1936, saumakona Sauðárkróki.

Bárðarbás við Höfða Mývatnssveit

  • Corporate body

Bárður Sigurðsson keypti landspildu vestan í Hafurshöfða úr landi Kálfastrandar 1912 og byggði þar bæ sinn, sem enn má sjá fagurlega hlaðna veggi að. Hann var þá einhleypur og vann víða um sveitina fyrir bændur og var ekki alltaf heimavið. Hjálmar Stefánsson í Vagnbrekku kom þá einhverju sinni þar heim á bæ og vildi heimsækja frænda sinn, en bærinn var læstur með hengilás. Hjálmar orti þá þessa vísu:

Smíðað hefur Bárður bás.
Býr þar sjálfur hjá sér.
Hefur til þess hengilás
að halda stúlkum frá sér.

Skömmu síðar giftist Bárður Sigurbjörgu Sigfúsdóttur og áttu von á fyrsta barni í bæinn. Þá orti Þura Árnadóttir í Garði:

Þrengjast fer á Bárðarbás,
bráðum fæðist drengur
Hefur bilað hengilás,
hespa eða kengur.

Nokkuð hefur gætt þess misskilnings að Þura Árnadóttir ætti þessar vísur báðar en sannast mun það vera að hún á aðeins síðari vísuna, fyrri vísan er Hjálmars, en báðar eru þær perlur.

Bárður flutti með fjölskyldu sína inn í Eyjafjörð 1931 en Héðinn Valdimarsson keypti landið og síðar allan höfðann. Hófust þau hjón bráðlega handa við að láta gróðursetja í landið. Að því búa nú Mývetningar og aðrir sem þangað leggja leið sína, einkum vegna óeigingjarnrar gjafar Guðrúnar Pálsdóttur, en hún lést á síðasta ári.

Höfði er opinn öllum til gönguferða. Þar er unnið í stígagerð og blómabeðum yfir sumarið á vegum

Barkarstaðir Svartárdal

  • HAH00152
  • Corporate body
  • 1921

Barkarstaðir eru vestan Svartár norðan Steinársgerðis. Brú er á Svartá á Bergsstaðamó, og liggur vegurinnum hlað á Barkarstöðum til Torfustaða. Bærinn stendur neðan við veginn. Flálendi er töluvertt á hálsinum. Íbúðarhús byggt 1958, 536 m3, fjós fyrir 8 gripi, fjárhús yfir 420 fjár, hesthús fyrir 10 hross. Hlaða 410 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Barnafossar í Hvítá

  • Corporate body
  • 874-

Barnafoss er foss í Hvítá, í þrengingum við jaðar Hallmundarhrauns rétt fyrir ofan Hraunfossa. Þar er steinbogi yfir ána, en engum er ráðlagt að reyna að fara yfir hann. Sagnir eru um annan steinboga á ánni á þessum stað sem nú er horfinn. Bogarnir neðan fossins hurfu á sjötta og sjöunda áratugnum, en boginn á gömlu fossbrúninni er alltaf þurr nema í flóðum.
Sjálf fossbrúnin er komin tugum metrum ofar en áður og er nú iðuflaumur þar sem áður var aðalafossinn. Erfið aðkoma er að steinboganum sem hefur alltaf heillað ofurhuga og stökk þar yfir aðkomumaður um miðja síðustu öld og síðast varð þar banaslys árið 1984.

Til eru heimildir fyrir því að fossinn hafi áður verið nefndur Bjarnafoss. Svæðið var friðlýst árið 1987.

Barnaskólinn á Blönduósi / Blönduskóli

  • HAH00062
  • Corporate body
  • 1908

Með lögum frá 1880 var gerð lagaskylda um kennslu barna í skrift og reikningi en fram til þess tíma þótti lítil þörf á að stúlkur kynnu að draga til stafs. Húnvetningar voru þó framar mörgum öðrum í kennslu stúlkna og var kvennaskóli settur að Undirfelli í Vatnsdal 1879 og var skólinn fullsettur þann vetur. Auk séra Hjörleifs var þar einnig kennslukona, Björg Schou, síðar prestmaddama í Landeyjum, skólinn var svo fluttur að Lækjarmóti næsta ár, að Hofi þarnæsta og að Ytri-Ey 1883.

Skólinn varð samstarfsverkefni Skagfirðinga og Húnvetninga sem kostuðu hann hvor um sig að hálfu, jafnframt var samningur gerður um Bændaskólann á Hólum á sömu kjörum.

Eftir nýsett lög var skipuð nefnd um hvar hentugast yrði að setja upp almennan barnaskóla og skilaði nefndin áliti sínu í febrúar 1880. Niðurstaðan var sú að Blönduós teldist hentugasti staðurinn.

Fáum sögum fer um skólastarfsemina fyrstu árin og fór kennsla víða fram, líklega hefur Sigríður Hjálmarsdóttir, dóttir Bólu-Hjálmars, verið með fyrstu kennslukonunum jafnframt ljósmóðurstörfum ásamt sr Þorvaldi Ásgeirssyni á Hjaltabakka og heimiliskennurum hjá Möller og Sæmundsen. Fyrsti nafngreindi kennarinn 1888, var Hannes G Blöndal skáld.

Ekki var hreyft aftur við barnakólamálum fyrr en 1889. „Messað á Hjaltabakka. Út á Blönduós um kveldið, hélt þar fund um barnaskólamálið. Ekkert fast afráðið. Nótt hjá Sæm.“ Skrifar Bjarni Pálsson í Steinnesi í dagbók sína, 7. apríl 1889. og þannig verður það næstu 10 árin.

Starfræksla barnaskóla hófst innan árinnar og hélst þar í hendur við uppbyggingu þorpsins þar. Blönduóskauptún var gert að sérstöku skólahéraði árið 1908 og keypti sveitarfélagið efri hæð húss sem kallað er „Tilraun“ árið 1908 fyrir barnaskólann. Hús þetta stendur enn við Aðalgötu númer 10.

Kennarar voru ma; Björn Magnússon (1887-1955) Rútsstöðum. Bjarni Jónasson (1891-1984) Blöndudalshólum.
1920- Kristófer Kristófersson (1885-1964) og Dómhildur Símonía Jóhannsdóttir (1886-1967) og Þuríður Sæmundsen.

Starfræksla barnaskóla hófst innan árinnar og hélst þar í hendur við uppbyggingu þorpsins þar. Blönduó sk auptún var gert að sérstöku skólahéraði árið 1908 og keypti sveitarfélagið efri hæð húss sem kallað er „Tilraun“ árið 1912 fyrir barnaskólann. Hús þetta stendur enn og kallast Aðalgata 10. Árið 1946 var hins vegar tekið í notkun nýtt og glæsilegt hús fyrir barnaskólann norðan árinnar (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 42), skammt frá brúnni yfir Blöndu.

Barnaskólinn á Sauðárkróki

  • HAH00906
  • Corporate body
  • 3.1.1882 - 1998

Barnaskólinn á Sauðárkróki við Aðalgötu var byggður árið 1908, en fyrsti barnaskólinn á Sauðárkróki var stofnaður og hafin í honum kennsla 3. janúar 1882. Þá var tekið í notkun nýbyggt skólahús sem var á svipuðum slóðum og Verslun Haraldar Júlíussonar er núna. Með auknum íbúafjölda varð skólahúsið brátt of lítið og var þá ráðist í byggingu hússins við Aðalgötu. 1946 var Barnaskóli reistur við Freyjugötu

Barnaskólinn á Skagaströnd

  • HAH00351
  • Corporate body
  • (1920)

Saga skólahalds á Skagaströnd nær allt aftur á síðustu öld. Þá var farkennsla við lýði og svo var einnig fyrstu fjóra áratugi þessarar aldar. Kennslan var þá allt frá 2-3 vikum og upp í 2-3 mánuði á ári. Kennslustaðirnir voru margir allt til ársins 1922 að keypt var sérstakt húsnæði undir skólann í kauptúninu. Var það hús úr steinsteypu, byggt árið 1912 sem verslunarhús og stóð á Hólanesi við sjóinn. Þar var kennt til ársins 1958. Kennslustofur voru tvær.

Árið 1939 varð kauptúnið að sjálfstæðu sveitarfélagi og það sama haust var komið á fót ,,fastaskóla”. Fyrsta skólaárið, 1939-1940, var kennt frá 17. október til 10. maí, alls 135 daga. Nemendur voru þá samtals 46 í 2 bekkjardeildum. Einn kennari starfaði við skólann, Páll Jónsson, og var hann jafnframt skólastjóri. Eftir því sem fólki fjölgaði í kauptúninu óx nemendafjöldinn smátt og smátt, fleiri deildir komu til og kennurum fjölgaði. Kennt var 6 daga vikunnar og var það gert allt til ársins 1973. Skólinn var tvísetinn og þrengsli mikil, sérstaklega eftir að unglingadeild var bætt við árið 1948. Því var brugðið á það ráð að byggja nýtt skólahús og var það tekið í notkun 2. nóvember 1958. Þá voru 117 nemendur í 7 bekkjardeildum. Hins vegar voru kennslustofur aðeins 4 og því skólinn áfram tvísetinn.

Nemendum hélt áfram að fjölga fram yfir 1960 og náði hámarki, um 150, skólaárið 1963-1964. Vegna slæms árferðis á sjötta og sjöunda áratugnum fækkaði aftur í kauptúninu og þar með nemendum sem urðu fæstir, rúmlega 100, skólaárið 1971-1972. Þá fór þeim aftur að fjölga, með betri tíð og blómum í haga, og voru nemendur að meðaltali um 140 á níunda áratugnum. Síðan hefur leiðin legið aftur niður á við og skólaárið 2011-2012 voru nemendur alls 100.

Árið 1982 var tekin í notkun ný viðbygging við skólann og batnaði þá hagur hans töluvert er ýmsar sérgreinastofur og bókasafn bættust við. Nýtt íþróttahús var svo tekið í notkun 14. mars 1998. Í því eru einnig þrjár kennslustofur og þá var loksins hægt að einsetja skólann að fullu en það var gert þá um haustið.

Fjöldi kennara var nokkuð jafn fram yfir 1970, eða um 4-6. Með lengingu skólans, fleiri vikustundum og minni kennsluskyldu hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan og nú eru 13 stöðugildi í kennslu við skólann. Af kennurum starfaði Elínborg Jónsdóttir lengst, fyrst sem fastur kennari frá 1945-1985 og síðan sem bókavörður og stundakennari í tíu ár í viðbót, alls hálfa öld. Þá hefur Ólafur Bernódusson kennt við skólann frá árinu 1972, að undanskildu einu orlofsári og einu ári þegar hann ætlaði sér að hætta að kenna. Ólafur hefur því starfað við skólann í 43 ár.

Páll Jónsson var skólastjóri frá 1939-1966, þá tók sonur hans, Jón Pálsson, við stjórninni og var til ársins 1986, að undanskildu einu ári, 1973-1974, er Jóhanna Kristjánsdóttir gegndi skólastjórn í námsorlofi Jóns. Árið 1986 tók Páll Leó Jónsson við og var í fimm ár, eða til 1991 en þá tók Ingibergur Guðmundsson, við stjórnartaumunum. Veturinn 2002 – 2003 gegndi Stella Kristjánsdóttir stöðu skólastjóra vegna námsleyfis Ingibergs. Haustið 2005 tók Hildur Ingólfsdóttir við skólastjórn úr höndum Ingibergs er hann lét af störfum við skólann. Hildur var í námsleyfi frá árinu 2013 og í hennar fjarveru stýrði Vera Valgarðsdóttir skólanum. Hildur lét svo formlega af störfum við skólann vorið 2016 og hefur Vera verið skólastjóri.

Í upphafi var nafn skólans: Barnaskólinn í Höfðakaupstað, síðar Barna- og unglingaskólinn í Höfðakaupstað en svo var ákveðið að gefa skólanum sérstakt nafn og hlaut hann þá nafnið Höfðaskóli.

Við skólann starfaði til fjölda ára Elínborg Jónsdóttir. Hún byrjaði að kenna við skólann árið 1945 og hætti árið 1985. Hún hætti þó ekki að starfa við skólann, heldur tók að sér stundakennslu og umsjón bókasafns, til ársins 1995, þá 74 ára gömul. Elínborg lést þann 7. janúar 2007

Baula (934 m)

  • Corporate body

Baula er keilumyndað fjall úr granófýr eða ljósgrýti, u.þ.b.50 norður af Borgarnesi og vestan eða ofan Norðurárdals í Borgarfirði. Baula er 934 metra há og myndaðist í troðgosi fyrir rúmlega 3 milljónum ára, þegar súr bergkvika á uppleið tróðst inn í jarðlagastafla skammt undir yfirborðinu. Þegar að bergkvikan svo storknaði myndaðist innskot í staflann, harðara og fastara fyrir en hraunlögin í kring. Jöklar hafa svo unnið á ytra bergi í aldanna rás og eftir stendur Baula.

Fjallið var fyrst klifið svo vitað sé árið 1851 og þótti afrek, en þrátt fyrir að Baula sé bratt fjall og skriðurunnið er uppgangan auðveld að suðvestan eða suðaustan. Vestan og norðan Baulu eru Litla-Baula og Skildingafell og þar á milli Sátudalur. Úr Sátudal rennur Dýrastaðaá í gljúfrum með fjölda fossa og sameinast Norðurá hjá Hóli og Hafþórsstöðum. Fjallið er bratt og skríðurunnin og torfærulaust en seinfarið, en mögulegt að ganga á fjallið að suðaustan eða suðvestan frá Bjarnardal. Hálflaust stórgrýti á leiðinni.

Beinakelda Torfalækjarhreppi

  • HAH00550
  • Corporate body
  • (1300)

Landið er mestallt grösugir flóar, en holt of ásar á milli. Bærinn stendur vestan á hálsi eða brekku skammt frá Reykjabraut og er þaðan víðsýnt út og vestur. Efst í túninu er Beinakeldurétt, þar er réttað féð af Sauðdal. Á Beinakeldu var tvíbýli 1957 - 1972 og er jörðinni skipt. Eigandi Beinakeldu I bjó þar 1957-1972. Flutti þá en nytjar jörðina áfram. Íbúðarhús byggt 1913 kjallari hæð og ris 552 m3. Fjós byggt 1957 yfir 12 kýr. Beinakelda I; Fjárhús yfir 320 fjár og hlöður 1245 m3. Beinakelda II; Fjárhús yfir 180 fjár, hlaða 400 m3 og votheysturn 48 m3. Bílskúr og geymslur 102 m3. Tún 33,8 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Beinhóll á Kili

  • HAH00063
  • Corporate body
  • (1880)

Skammt norðaustan við Kjalfell er Beinahóll eða Beinabrekka, þar sem Reynisstaðabræður, fé og föruneyti, urðu úti árið 1780. Þar finnast enn bein úr fé þeirra bræðra og þekkist hóllinn úr fjarlægð vegna hvítra beinanna sem standa út úr hólnum. Jafnmikið hefur örugglega ekki verið skrifað og rætt um nokkurn slysaatburð hér á landi sem þennan. Atburðurinn þykir enn þann dag í dag mjög dularfullur og ekki hefur fengist fullnægjandi skýring á sumu því er í þessari för gerðist Um helför þessa yrkir Jón Helgason prófessor í Áföngum:

Liðið er hátt á aðra öld;
enn mun þó reimt á Kili,
þar sem í snjónum bræðra beið
beisklegur aldurtili.

Skuggar lyftast og líða um hjarn
líkt eins og mynd á þili
hleypur svo einn með hærusekk,
hverfur í dimmu gili.

Árið 1971 var reistur minnisvarði um Reynisstaðabræður úr stuðlabergi á Beinahól. Eftir dauða bræðranna og fylgdarmanna frá Reynisstað fékk almenningur mikinn ímugust á þessari öræfaleið sem annars hafði um margar aldir verið ein fjölfarnasta samgönguæð milli landsfjórðunga. Það lá við að Kjalvegur legðist af hátt upp í hundrað ár. Reimleikaorð fór að myndast um leiðina, einkum í nánd við Kjalfell og hraunið. Ekki dró svo útilegumannatrúin úr hræðslunni.
Óhugnanleg hula svífur enn yfir þessum stað og verður seint aflétt. Kjalvegur er þó aftur orðinn fjölfarin leið og þeir eru óteljandi ferðamennirnir, íslenskir sem erlendir, sem leggja leið sína þarna um enda er margt að sjá og skoða.

Results 901 to 1000 of 10353