Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Valdimar Lárusson (1912-1980) kennari Manitoba
Hliðstæð nafnaform
- Hjálmar Valdimar Lárusson (1912-1980) kennari Manitoba
- Hjálmar Valdimar Pálmason Lárusson (1912-1980) kennari Manitoba
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
21.11.1912 - 18.1.1980
Saga
Hjálmar Valdimar Lárusson 21.11.1912 [skv kirkjubókum 28.10.1912] - 18.1.1980 kennari Manitoba. Gimli, North Interlake Census Division, Manitoba, Canada. Bachelor of Arts 1942 frá Manitoba háskóla. Kennari á Normal-kennaraskólanum í Winnipeg, ókvæntur. Jarðsettur í Gimli Cemetery
Hjálmar Valdimar Lárusson fyrrum prófessor við Kennaraháskóla Manitóbafylkis lést að sjúkrahúsi í Winnipeg 18. janúar 1980. Valdi, eins og hann var jafnan nefndur af kunnugum, var fæddur á Gimli þann 21. nóvember 1912,
Staðir
Gimli; Winnipeg;
Réttindi
Bachelor of Arts 1942 frá Manitoba háskóla.
Starfssvið
Kennari á Normal-kennaraskólanum í Winnipeg,
Lagaheimild
„Þú vannst með dyggð af vilja hreinum,
þitt verk um langan ævidag.
Og tókst með þreki mæðu meinum,
og mattist ei um annars hag.
Nú verður þreyttum hvíldin hýr,
sem heim með sæmd frá verki snýr.„
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru; Guðrún Steinsdóttir 1868 - 26.3.1936 og maður hennar 6.10.1891; Pálmi Lárusson 6. mars 1865 - 18. júlí 1957. Fór til Vesturheims 1893. Settist að í Winnipeg, en síðar í Gimli, Manitoba. Guðrún var upprunalega frá Hryggjum í Gönguskörðum í Skagafirði, en Pálmi var dóttursonur Bólu-Hjálmars. —
Valdi var yngstur 9 systkina, sem öll eru látin. Þau voru;
1) Sigríður Pálmadóttir Lárusson Johnson 24.12.1891 - 5.9.1957. Fór til Vesturheims 1893. Húsfreyja í Gimli, Manitoba. M: Magnús E Johnson.
2) Ósk Guðný Pálmadóttir Hjörleifsson f. 12.2.1893 á Íslandi dáin 15.5.1961 hjá Guðrúnu Souder dóttur sinni í Kaliforníu. Gimli. Útförin var gerð frá lútersku kirkjunni á Gimli. Dr. Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál. Jarðsett var í grafreitnum á Gimli. Maður hennar Skúli Hjörleifsson Ottawa 1969. Börn þeirra; a) Oscar Skúli Hjörleifsson 1.7.1919-20.2.1969. Kona hans Gladys Barrett, b) Evelyn búsett í Rockville c) Einar búsettur í Vancouver, d) Pálmi dáinn 1961.
3) Lárus Pálmi Lárusson f 1897 d. 28.10.1918 Gimli, kvæntur
4) Sigursteinn (Stoney) Lárusson 1.1.1898 - 12.9.1968. Winnipeg, Kona hans; Phyllis. Lengi lestarstjóri hjá C.P.R. félaginu og var í herþjónustu í fyrri heimsstyrjöldinni.
5) Brynjólfur Lárusson f. 1899, Port Arthur, ókvæntur.
6) Benedict Oscar Bjogern? Lárusson f. 1900, Gimli, Kona hans 16.10.1935; Sigurlín Elanor f. 1917Jóhannsdóttir Arason, móðir hennar Karine Jónína Johannesson
7) Jónína Lárusson Thorkelson Winnipegm 10.11.1905 - 14.11.1963. Maður hennar 3.4.1928; Ágúst Thorkelsson f. 1902, börn þeirra; 1) John Thorkelsson 2) Joyce Giedraitis 3) Valdine , maður hennar Bert Wood í Gimli. Hún var jörðuð í Gimli grafreitnum.
8) Steinunn Anna Lárusson skrifstofustjóri Winnipeg. 27.7.1903 - 3.10.1971, Sandi Hook 1968. Stofnaði Businss Clinic og seldi það svo systursyni sínum; Oscar Skúli Hjörleifsson. framkvæmdarstjóri (manager) Co-operative Creamery í Riverton, Man. Sonur hennar; Hjálmar Benedikt Lárusson, kvæntur Donnu Olsen frá Gimli. Þau búa í Vancouver, B.C., og eiga fjóra syni, Christopher, Benedikt, Jerome og Dean. Dæturnar eru tvær, Luanna og Delia.
"Það má með sanni segja að Pálmi og Guðrún kona hans börðust heiðarlegri, sjálfstæðri og sigrandi lífsbaráttu með sinn stóra og mannvænlega barnahóp, og ávalt tilbúin að veita lið þeim, er bágara áttu. Samfara fiskiveiðum, er lengst af voru aðalatvinna Pálma, jafnt sumar og vetur, starfræktu þau dálítið kúabú, er var þeim affarasælt og hagkvæmt. Fullyrða má að Pálmi var bæði harðsækinn og heppinn fiskimaður. Synir hans urðu urðu samverkamenn hans er þeir máttu. Hann var harðger verkamaður, og léku mörg verk í höndum hans. Hann notaði hvert tækifæri er gafst til að vinna og sjá sínum borgið. Hann var gæddur miklu líkamlegu þreki, er entist honum að kalla mátti fram að kvöldi hans langa ævidags. Hann var vel hagorður, þótt lítt léti hann á því bera, og á fárra vitorði væri, utan hans nánustu, og beztu vina hans; alvörumaður, en þó hressandi í viðmóti og framkomu- Hann var sjálfstæður í hugsun og fór ekki almannaleiðir, og „fann ei skyldu sína heldur, að heiðra sama og allir allt." —
Pálmi var sannur íslendingur. Alla ævi las hann mikið af íslenzkum bókum. Hann hafði alla ævi sérstaka unun af íslenzkum ljóðum, kjarnyrtum kvæðum og tækifærisvísum, en hvorttveggja varð að vera svo úr garði gert að hann gæti ekki hugsað sér það betra. Allt íslenzkt var honum hjartfólgið, og á Íslandi lifði og hrærðist hugur hans, þótt líkaminn dveldi og starfaði hér vestra. — Guðrún kona hans andaðist 26. marz 1936, þrotin að heilsu og kröftum eftir langt og affarasælt ævistarf. Eftir lát konu sinnar var hann um hríð vinnumaður á Elliheimilinu Betel á Gimli. Um mörg síðari ár átti hann ágætt heimili hjá Ósk dóttur sinni, er annaðist um hann af fágætri elsku og dótturlegri tryggð. Síðustu fjögur æviárin dvaldi hann á heimili Hjálmars Valdimars sonar síns í umönnun Óskar dóttur sinnar og naut friðsællar elli í kærleiksríkri umönnun þeirra. — "
Almennt samhengi
Ungur að árum lauk Valdi prófi með ensku sem aðalgrein frá United College í Winnipeg og alllöngu síðar lauk hann gráðu í kennslufræðum við Manitóbaháskóla. — Lengi vel starfaði hann við kennslu víðs vegar í norðurhéruðum Manitoba, síðar í Winnipeg. Var svo ráðinn að kennaraskóla fylkisins og varð síðan um hálfan annan áratug prófessor í kennsluvísindum, en hann lét þar af störfum fyrir fáeinum árutn. Hann var jafnframt, stundakennati (parttime lecturer) við Íslenskudeild Manitoba háskóla frá 1963-1977.
Valdi var með afbrigðum fróður um enska tungu. Orðminni hans var með fádæmum og tilfinningin fyrir skýr um og einföldum stíl bæði í mæltu máli og rituðu óbrigðul.
Valdi var í allri framgöngu eins og enskur lávarður. Hann var allra manna kurteisastur í smáu sem stóru, vandaður til orðs og æðis. Klæðaburður var eftir því, engin sundurgerð, en hver flik vönduð. Sama máli gegndi um heimilishald. — Hann var alla tíð einlátur, eins og Snorri segir í Heimskringlu, og báru því húsmunir allir vitni hans eigin smekk. Voru og allir hlutir innanstokks með afbrigðum vandaðir, látlausir og hver á sínum stað. Hann átti sérstætt safn málverka, góðra bóka, sjaldséðra og fallegra muna sem hann hafði komið með norðan úr Indíánabyggðum, austan frá Nýfundnalandi, frá Englandi og Islandi svo eitthvað sé nefnt.
Valdi annaðist herþjónustu í kanadíska hernum frá 1940 -1946 og var honum veitt kapteinsnafnbót þegar hann lét af störfum. Á þeim árum dvaldist hann lengst af í Austur Kanada, einkum á Nýfundnalandi. Margt kunni hann frá þeim árum að segja varpaði það allt samúðarríku og skemmtilegu Ijósi á líf þeirra manna sem nauðugir viljugir verða 'að bera sér vopn í hönd og lúta heraga.
Samkvæmt eigin ósk var hann kvaddur á. íslensku við látlausa og virðulega athöfn. Jarðneskar leifar hans voru þá að ösku orðnar. Lesnir voru kaflar úr klassískum og helgum ritum íslenskum og „Ísland ögrum skorið" fylgdi honum á eilífðarbraut.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Valdimar Lárusson (1912-1980) kennari Manitoba
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 5.11.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Lögberg-Heimskringla, 4. tölublað (08.02.1980), Blaðsíða 2. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2234263
Lögberg-Heimskringla, 33. tölublað (04.11.1971), Blaðsíða 3. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2231260
Lögberg, 44. tölublað (31.10.1957), Blaðsíða 4. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2208815